Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
37
það var ekki aðeins húsnæði og
fæði sem húsráðendur létu þess-
um strákum í té. Foreldrar úti á
landi sem þurfa að senda börn sín
frá sér í skóla á viðkvæmum aldri
hafa oft af þeim þungar áhyggjur.
En mágkona mín tók þessa frænd-
ur mannsins síns — sem reyndar
voru svolítið skyldir henni sjálfri
líka — að sér eins og hún ætti þá
sjálf, fylgdist með námi þeirra,
örvaði þá og hvatti, án þess að
skipa eða banna, á þennan einlæga
hátt sem henni var laginn. Þeir
munu geyma minninguna um
hana í þakklátum huga.
Fyrir þetta og fyrir öll okkar
kynni vil ég nú einnig þakka. Með-
an hún lifði fékk ég aldrei þakkað
henni til fulls, svo inngróin var
gjafmildi hennar og greiðasemi að
hún gat látið þiggjandanum finn-
ast hann vera að gera veitandan-
um greiða.
Fjölskyldan öll á Staðarstað
vottar syrgjendum samúð, eigin-
manni, sonum, tengdadætrum og
barnabörnum, og þakkar samfylgd
liðinna ára.
Kristín R. Thorlacius
Mig langar til að minnast vin-
konu minnar og fyrrum sam-
starfsmanns Guðnýjar Ellu með
örfáum orðum.
Guðný Ella fékk snemma á
kennsluferli sínum áhuga á því að
búa betur að þeim nemendum sem
einhverra hluta vegna ráða ekki
við það nám sem skólinn býður
þeim. Hún var með fyrstu sér-
kennurum sem útskrifuðust frá
Kennaraskóla íslands og sótti síð-
ar framhaldsnám til Edinborgar
og lauk þaðan heyrnleysingja-
kennaraprófi árið 1975.
Guðnýju Ellu voru falin marg-
vísleg trúnaðarstörf á vegum
kennarasamtaka, þar á meðal var
hún formaður Félags íslenskra
sérkennara 1979—80.
Það eru aðeins 7 ár síðan ég
kynntist Guðnýju Ellu, þá sem
samstarfsmaður hennar við sér-
kennslu í einum af grunnskólum
Reykjavíkur. Hafa þau kynni orð-
ið mér mikill ávinningur í starfi æ
síðan. Eins og öllum er kunnugt,
hefur þróun í uppeldis- og
kennslumálum verið mjög ör á
undanförnum árum og oft verið
deilt hart um stefnumótun á þeim
vettvangi. Of mörg okkar sem að
kennslu störfum höfum verið of
fljóthuga að taka við nýjum
straumum og stefnum og ekki séð
fyrir, hverjar breytingar þyrfti að
gera áður en hinu nýja markmiði
yrði náð. Guðný Ella var ein af
þeim sem var opin fyrir nýjungum
í skólastarfi og breyttu hlutverki
skólans samfara breyttum þjóð-
félagsaðstæðum. En hún athugaði
alla þætti breytinga gaumgæfi-
lega áður en hún mótaði sér stefnu
og hafði ávallt haldbær rök máli
sínu til stuðnings. Lét hún sér þá í
léttu rúmi liggja, þótt skoðanir
hennar væru ekki samhljóma
þeim sem vinsælastar voru á
hverjum tíma. Guðný Ella var hlý,
jákvæð og framar öllu bjartsýn
kona. Þeir sem kynntust henni
urðu ríkari í andanum. Gaman var
að ræða við hana þegar maður var
sammála henni, en ennþá
skemmtilegra þó þegar svo var
ekki.
saman í stjórn Félags íslenskra
sérkennara um tveggja ára skeið.
Þar kom einnig í ljós hin víðfeðma
þekking hennar og reynsla í upp-
eldis- og kennslumálum sem
styrkti félagið undir formennsku
hennar. Nú síðari árin starfaði
hún í samnorrænni kennsluaga-
nefnd sem vinnur að sérkennslu-
gögnum í samfélagsfræði. Því
miður entist henni ekki tími til að
Ijúka því. Guðný Ella var ekki gef-
in fyrir að auglýsa afrek sín á
sviði sérkennslunnar, en við sem
njótum afraksturs vinnu hennar
vitum, hve drjúgt hennar framlag
er.
Hvaða tilgangur er með því að
láta hæfileikaríkt fólk hverfa héð-
an á miðri starfsævi?
Ef til vill segir hún mér það
þegar við hittumst í innra hylkinu
annars staðar.
Að lokum vil ég fyrir hönd Fé-
lags íslenskra sérkennara þakka
Guðnýju Ellu fyrir framlag henn-
ar til sérkennslunnar, og senda
samúðarkveðjur til fjölskyldu
hennar.
Kolhrún Gunnarsdóttir,
formaður Félags
íslenskra sérkennara.
Haustið 1959 var nýr skóli tek-
inn í notkun í Reykjavík, Voga-
skóli. Fjölmennur hópur barna
streymdi að, spennt að vita hvern-
ig nýi skólinn reyndist, og hvaða
kennara þau fengju.
Við undirritaðar urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að Guðný Ella
Sigurðardóttir kenndi okkur þar
til barnaskólagöngu okkar lauk
árið 1962. Þessi fjögur ár eru
okkur afar minnisstæð, margra
hluta vegna. Húr var meira en
venjulegur kennari, hún var fræð-
ari, vinur og sáluhjálpari. Þessir
vetur liðu hratt, hún hafði ein-
stakt lag á að láta öllum í kringum
sig líða vel, agavandamál fyrir-
fannst ekki í bekknum hennar
Guðnýjar. Á þessum árum voru
enn viðhafðar eldri kennsluað-
ferðir, börnin stóðu í röðum,
hneigðu sig fyrir kennaranum,
stóðu upp þegar einhver ókunnug-
ur kom inn í stofuna, kennarinn
einn hafði atkvæðisrétt í bekkn-
um. Þannig var þessu ekki háttað
í okkar bekk, borðunum var gjarn-
an raðað þannig að börnin gætu
unnið saman að ýmsum verkefn-
um, ýmis tæki og tól voru fengin
að láni héðan og þaðan til að gera
kennsluna meira lifandi, einnig til
að við gætum gert landakort og
allskonar vinnubækur. Það var
Guðný sem studdi okkur með ráð-
um og dáð við útgáfu bekkjar-
blaðsins „Hitt og þetta", það var
hún sem stakk upp á því að við
æfðum og flyttum „Burnirótina"
eftir Pál J. Árdal á skólaskemmt-
un, það var einnig hún sem hélt
svo fagmannlega í alla strengi og
stjórnaði svo vel að aldrei varð
neinn útundan. Auðvitað gerði
ekkert okkar sér grein fyrir að á
þessum árum var Guðný gift kona
með smábörn, það var einhvern
veginn svo sjálfsagt að hún hefði
alltaf tíma til að gera allt sem
henni og okkur datt í hug. Maður
Guðnýjar, Örnólfur Thorlacius,
kom oft með henni utan skólatíma
og tók þátt í starfi okkar af lífi og
sál.
Nú þegar Guðný er kvödd, er
okkur þakklæti efst í huga, þakk-
læti fyrir að hafa kynnst þessari
góðu konu, sem með áhuga sínum
og elju hafði einstakt lag á að laða
fram allt það besta í börnunum
sem hún kenndi.
Hlýtt viðmót hennar og virðing
fyrir skoðunum annarra, barna og
fullorðinna, ásamt rökfestu, góð-
um gáfum og menntun voru henn-
ar aðalsmerki.
Örnólfi og sonum þeirra hjóna
sendum við samúðarkveðjur.
Sigríður Hallgrímsdóttir
Sigríður Hlíðar
Á morgun verður gerð frá
Fossvogskapellu útför Guðnýjar
Ellu Sigurðardóttur. Andláts-
fregnin kom okkur á óvart, enda
þótt við vissum, að hún hafði ekki
gengið heil til skógar hin síðari ár.
En enginn má sköpum renna.
Guðný Ella eða Stella, eins og hún
var ávallt kölluð, var fædd 4. maí
1931. Hún var dóttir hjónanna
Láru Guðmundsdóttur og Sigurð-
ar Helgasonar rithöfundar. Lárt
og Sigurður, sem bæði eru látir
fyrir nokkrum árum, voru lengsl
af kennarar við Austurbæjarskól-
ann í Reykjavík. í menntaskólan
um hófust kynni okkar og heimili
Láru og Sigurðar, sem þá var á
Njálsgötu 80 hér i bæ, stóð okkur
ætíð opið, og vorum við þar tíðir
gestir. Lára móðir Stellu var vinur
okkar allra og virkur þátttakandi í
öllu, sem gerðist. Stella lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1951. Það var vor
í lofti og bjartsýnn hópur, sem
lagði þá út í lífið. I þeim hópi var
einnig Örnólfur Thorlacius, sem
síðar varð eiginmaður hennar.
Stellu hafa verið kennarahæfileik-
arnir í blóð bornir, því að strax að
loknu stúdentsprófi, hóf hún nám
í Kennaraskólanum og lauk þaðan
kennaraprófi vorið eftir. Mestalla
ævi sina fékkst hún við alhliða
kennslustörf samhliða uppeldi
barna sinna. Stella og Örnólfur
eignuðust fjóra einkar mannvæn-
lega syni. Þau voru óvenju sam-
hent hjón, bæði störfuðu þau af
lífi og sál að skólamálum. í frí-
stundum sínum fengust þau við að
þýða og endursemja bækur. Það
liggur í augum uppi, að þetta hef-
ur verið geysimikið starf. Synirnir
hófu einnig ungir að starfa að þýð-
ingunum með foreldrum sínum.
Samstarf sem þetta er sennilega
sjaldgæft í fjölskyldum. Fyrir
fáum árum héldu þau bæði til
Skotlands til framhaldsnáms.
Stella sérmenntaði sig í kennslu
heyrnarskertra barna. Er heim
kom leysti hún skólastjóra
þroskaþjálfaskólans af um eins
árs skeið og tók síðan við yfir-
kennarastöðu við sama skóla og
gegndi því starfi til dauðadags.
Stella var mörgum góðum kost-
um búin, sem komu bezt fram í því
hugrekki sem hún sýndi í veikind-
um sínum. Hún var mjög hrein-
skiptin og glaðlynd að eðlisfari og
átti því gott með að eignast vini og
umgangast fólk. Hún var mjög
vinsæl meðal nemenda sinna og
samstarfsfólks. Hún var sannur
vinur vina sinna, því er hennar nú
sárt saknað. Við kveðjum hana
með orðum skáldsins Jónasar
Hallgrímssonar:
„Flvl |n*r vinur í fegri heim,
krjuplu aíl fótum frióarhoóans
og fljúnóu á vængjum morgunroóans
meira aó siarfa guós um geim.“
Bekkjarsystur úr M.R.
+
Einlægar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýnt hafa okkur sam
úö og vinarhug viö andlát og útför,
GUNNARS S. ÓSKARSSONAR
OG
PÁLS RAGNARSSONAR,
er létust af slysförum, 1. janúar sl.
Guöleif Guðjónsdóttir,
Klara Gunnarsdóttir og börn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og
útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu, langömmu, systur og
mágkonu,
KRISTÍNAR VALENTÍNUSDÓTTUR,
Hrauntungu 81, Kópavogi.
Ólöf Þorleifsdóttir, Haukur Ársælsson,
synir, tengdadætur og barnabörn.
Kristbjörg og Ólafur Jensen,
+
Þökkum innilega sýndan vinarhug og samúö vegna andláts og
útfarar,
JÓRUNNAR SIGUROARDÓTTUR,
Ysta-Skála.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bestu bílakaupin í dag!
Mazda 929 Station SuperDeLuxe árg. 1983
Innifalinn búnaður:
Rafstýrðir útispeglar beggja vegna • Quarts klukka • Stokk-
ur milli framsæta með geymsluhólfi • Opnun á bensínloki
og farangursgeymslu innan frá • Barnaöryggislæsingar •
Halogenframljós • Litað gler í rúðum • 4 hraða miðstöð •
Niðurfellanlegt aftursæti í tvennu lagi • Hæðarstilling á
ökumannssæti og fjölmargt fleira.
Verð aðeins kr.
218.900
gengisskr. 30 1 83
BILABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99
Bestu bílakaupin ídag!
Mazda929 Hardtop Limited árg.1983
Innifalinn búnaður:
Veltistýri • Rafdrifnar rúður og hurðarlæsingar • Vatns-
sprautur á aðalljós • „Cruise control" • Mælaborð með
snertirofum • Útispeglar beggja vegna • Aðvörunartölva •
Quarts klukka • Stokkur milli framsæta með geymsluhólfi •
Opnun á bensínloki og farangursgeymslu innan frá • Halo-
genframljós • Litað gler í rúðum • Innfelld rúllubelti á fram
og aftursætum • Hæðarstilling á ökumannssæti og f jölmargt
fleira.
Verð aðeins kr.
242.800
gengisskr 30. 1 '83
BILABORG HF.
Smiöshöföa 23 sími 812 99