Morgunblaðið - 06.02.1983, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
38
Minning:
Ragnar G. Guðjóns■
son - Hveragerði
Fæddur 31. janúar 1910
Dáinn 31. janúar 1983
Ragnar G. Guðjónsson, fv.
bankagjaldkeri í Búnaðarbanka-
útibúinu í Hveragerði er allur.
Hann varð bráðkvaddur sl. mánu-
dag og var jarðsunginn í Hvera
gerðiskirkju í gær. Með hon-
um er fallinn mætur maður, sem
átti drjúgan þátt í að móta bæj-
arbrag í ört vaxandi byggðarlagi
og setti svip sinn á bæinn.
Ragnar kom „að vestan", eins og
sagt var um hann og fleiri ísfirð-
inga, er settust að í Hveragerði.
Hann var fæddur 31. janúar 1910,
og voru foreldrar hans Ingibjörg
Þórólfsdóttir og Guðjón Sigurðs-
son bóndi á Þiðriksvöllum og í
Sunndal í Strandasýslu. Hann var
yngstur átta systkina og var hon-
um ungum komið í fóstur hjá
Brynjólfi Benjamínssyni, bónda á
Kleppustöðum í Hrófbergshreppi
við Steingrímsfjörð, og konu hans.
Margréti M. Jónsdóttur. Með þeim
hjónum fluttist hann til ísafjarð-
ar á árinu 1921, 12 ára gamall. Á
árunum 1926—1928 stundaði hann
nám í Menntaskólanum á Akur-
eyri og lauk þaðan gagnfræða-
prófi. Á ísafirði stundaði Ragnar
ýmis störf, m.a. hjá Rafveitu ísa-
fjarðar, tók þátt í ýmsum félags-
málum, átti m.a. sæti í stjórn
Verkalýðsfélagsins Baldurs og sat
á Alþýðusambandsþingum sem
fulltrúi félagsins. Hann kvæntist
árið 1936 Guðrúnu J. Magnúsdótt-
ur Hannibalssonar, skipstjóra á
ísafirði.
Á árinu 1946 fluttust þau hjónin
til Hveragerðis og þar eignaðist
hann og rak ásamt öðrum verzlun-
ina Reykjafoss. Þar vann hann
jöfnum höndum við afgreiðslu,
bókhald og fjármálastjórn. Við þá
verzlun var hann jafnan síðan
kenndur. Reykjafoss var þá önnur
af tveimur aðalverzlunum byggð-
arlagsins, og eins og víðar miðstöð
daglegra samskipta og kynna. Þar
nutu sín líka vel eðliskostir hans.
Hann var traustur sem klettur, en
jafnari lipur og ljúfur við hvern
sem var, gáskafullur og gaman-
samur og sá ávallt bjartar hliðar á
hverju máli.
Þegar Sparisjóður Hveragerðis
og nágrennis var stofnaður
snemma á sjöunda áratugnum,
gerðist Ragnar starfsmaður hans,
og dafnaði stofnunin vel. Þegar
Búnaðarbanki íslands yfirtók
starfsemi sparisjóðsins, varð
Ragnar aðalgjaldkeri bankans, og
gegndi hann því starfi, unz hann
kaus að hætta vegna aldurs.
Ragnar tók snemma þátt í fé-
lagslífi Hvergerðinga. Mun hann
þar hafa notið reynslu sinnar frá
Isafirði. Hann var lengi í stjórn
Leikfélags Hveragerðis, og sá
jafnan um fjármál þess.
Liðtækur þótti hann og á fjölun-
um, og er mörgum eftirminnilegur
í alþekktum gamanhlutverkum, er
hann fór vel með. Þá var hann í
forustu deildar Norræna félagsins
í Hveragerði, sem lengi hefur
starfað með blóma, í Sjálfsbjörg
og í Lionsklúbbi Hveragerðis.
Hann átti um skeið sæti í hrepps-
nefnd Hveragerðis og starfaði í
ýmsum nefndum á vegum hrepps-
ins, s.s. í rafveitunefnd, stjórn
ÞREK-
miðstöðin
Alhliöa íþróttamiöstöö
meö fjölbreytta starf-
semi. Viö bjóöum:
\
Dalshrauni 4, Hafnarfiröl
JANE FONDA
leikfimi mánudaga kl. 21.20, þriöju-
daga kl. 9.15, miövikudaga kl. 21.20,
fimmtudaga kl. 9.15.
Kennari: Oddgeröur Oddgeirsdóttir.
Almenn
kvennaleikfimi:
mánudaga, miövikudaga og föstu-
daga kl. 9.15.
Kennari: Elísabet Brand.
Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.10,
19.50 og 20.40.
Kennari: Anna Karolína Vilhjálmsdóttir.
Karlaleikfimi:
þriöjudaga og fimmtudaga kl. 17.20,
19.00 og 20.40.
Kennari: Heimir Bergsson.
Salur til leigu:
Ljósalampar, nudd, þolpróf, heitir
pottar úti. Fjölbreyttar skokkleiöir
merktar á korti.
Aögangur:
Mánaöarkort, 12 tímakort, 10 tíma
Ijósakort, 10 tíma nuddkort, stök
skipti. Ódýrara á milli kl. 13 og 16
virka daga.
• Ath. okkar lága verö og góöu
þjónustu.
• Þú borgar aðeins fyrir þaö sem þú
færö.
• Frjáls komutími.
Hver bíöur
betur?
Athugaðu
máliö
Fyrir börnin:
litabækur,
myndabækur,
púsluspil,
Þrekmiðstöðin
Sími 54845
Dalshrauni 4. Hafnarfiröi.
sjúkrasamlags og f bókasafns-
nefnd, og nýlega hafði hann verið
kjörinn formaður í sameiginlegri
bókasafnsstjórn Hveragerðis- og
Ölfushrepps. Þegar Félag aldraðra
borgara var stofnað í Hveragerði
fyrir nokkrum vikum, þótti mál-
efnum félagsins bezt borgið með
því, að Ragnar yrði formaður. Hin
síðustu misserin vann hann að því
að koma á félagsstarfi aldraðra.
Bæði á ísafirði og í Hveragerði
starfaði Ragnar að félagsmálum
Alþýðuflokksins, var varabæjar-
fulltrúi á ísafirði á árunum
1942—1946, í stjórn Alþýðuflokks-
félags Hveragerðis og sat á flokks-
þingum.
Þeim hjónum Ragnari og Guð-
rúnu varð ekki barna auðið. En
þau ólu upp fósturson, Braga
Kristjánsson, og tóku síðar kjör-
son, Gunnstein, sem nú býr á
Hallormsstað, og hjá þeim hjón-
um voru um skeið frændsystkini
hans tvö.
Þeir, sem lengst unnu með
Ragnari G. Guðjónssyni og þekktu
hann bezt, kveðja hann með sökn-
uði og votta eiginkonu hans Guð-
rúnu og fjölskyldu innilega samúð
við svo skyndilegt og óvænt fráfall
Ragnars. Að slíkum manni er
söknuður og mikill sjónarsviptir.
Unnar Stefánsson
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
KARL KRISTÓFER STEFÁNSSON,
Haukshólum 2,
verður jarösunginn þriöjudaginn 8. febrúar kl. 1.30 frá Fossvogs-
kapellu.
Bryndís Karlsdóttir, Reynir Albertsson,
Baldur Karlsson, Halldóra Karlsdóttir,
Ragnar Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför,
ÞÓRARINS KRISTJÁNSSONAR,
frá Dalvík.
Vandamenn.
+
Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
ÁSDÍSAR INGÓLFSDÓTTUR,
Hraunbæ 23.
Guójón Eymundsson,
Ingólfur A. Guðjónsson, Susan M. Guöjónsson,
Áslaug Sif Guðjónsdóttir, Karl F. Garöarsson,
Kolbrún Guöjónsdóttir, Jón Saevar Jónsson,
Bergljót Guöjónsdóttir, Helgi B. Ingólfsson,
Höröur Guöjónsson
og barnabörn.
+
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vegna and-
láts og útfarar,
SIGRÚNAR EDDU STEINÞÓRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyflækningadeild II,B. Landspít-
alanum.
Kristján Helgason,
Ruth P. Sigurhannesdóttir, Siguröur St. Bjarnason,
Steinþór Sigurösson, Erna Guómarsdóttir,
Anna Oddsdóttir,
Helgi Ormsson, Hulda Sveinsdóttir,
systkini, annað tengdafólk og vinir.
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- 0{í minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með KÓðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einniggetið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.