Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 1
56 SIÐUR
44. tbl. 70. árg.
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fjöldamord í Assam
Á myndinni hér að ofan sést hvar verið er að undirbúa fjöldagröf fyrir börn, sem létu lífið í fjöldamorð-
unum í Assam-fylki á Indlandi fyrir helgina. Lík barrianna sjást í röðum til hægri á myndinni.
Sjá nánar um fjöldamorðin á bls. 14—15.
Áframhaldandi óvissa
í deilunni um olíuverð
Rivdah, 22. rebrúar. AP.
OLIUMÁLARÁÐHERRA Saudi Arabíu tilkynnti í dag, að þjóð sín gæti
ekki lækkað verð á olíu meira en þegar hefði verið gert. Yrði þróunin
áfram í þá átt, sem nú stefndi, sæju Saudi Aarabar sér ekki annað fært
en að grípa til ráðstafana til þess að vernda eigin hagsmuni.
í útvarpsfrétt frá Saudi Ara-
bíu sagði, að verið væri að neyða
olíuframleiðsluríki við Persa-
flóa til verðlækkunar. Reynt
yrði til hlítar að bjarga því sem
bjargað yrði, eins og það var
orðað í fréttinni. Litið er svo á,
að frétt þessi túlki sjónarmið
allra olíuríkjanna við Persaflóa.
Mana Saeed Oteiba, olíumála-
ráðherra Sameinuðu arabísku
furstadæmanna, sagði í dag, að
ljóst væri að 34 dollara viðmið-
unarverð OPEC-ríkjanna væri
nú endanlega úr sögunni. Sagði
hann nauðsynlegt fyrir framtíð
allra aðildarríkja OPEC, að þau
kæmu sér saman um nýtt við-
miðunarverð.
Sprenging á
skattstofunni
Stokkhólmi, 22. febrúar. AP.
ELDRI KONA lét lífið og nokkrir slös-
uðust þegar mjög öflug sprenging varð
laust eftir hádegiö á aðalskattstofunni
í Stokkhólmi i dag. Skrifstofan er á
sjöundu hæð í 24 hæða byggingu og
urðu miklar skemmdir á húsnæðinu.
Talin er mildi, að ekki fór enn verr
því titringurinn af völdum sprengj-
unnar fannst um alla bygginguna.
Engin skýring hefur enn fundist á
því hvers vegna sprengjunni var
komið fyrir á skrifstofunni og eng-
inn hefur enn lýst ábyrgð á hendur
sér.
Alsír fór í gær fram á skyndi-
fund OPEC-ríkjanna, og í dag
bárust þaðan fréttir þess efnis,
að fundurinn gæti hugsanlega
orðið á fimmtudag. Alsír fór
fram á þennan sérstaka fund
samtakanna til þess að reyna að
afstýra hugsanlegu verðstríði
við olíuframleiðsluríki utan
þeirra. Mikill ótti ríkir nú í Al-
sír vegna þess orðróms, að olíu-
ríkin við Persaflóa hyggist
lækka olíuverð sitt um 7-8 doll-
ara.
Þá hvatti Pravda, málgagn
sovéska kommúnistaflokksins,
OPEC-ríkin í dag til þess að
snúa bökum saman og verjast
þrýstingi frá Vesturlöndum.
Sagði í Pravda, að verðstríð
gæti haft ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar í för með sér fyrir
samtökin. Sovétmenn eru sjálfir
mestu olíuframleiðendur heims.
Nýjar friðartil-
lögur Reagans
Washintílon. 22. febrúar. AP.
REAGAN Bandarfkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í utanríkismálum í dag,
að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að gera þær ráöstafanir er nauðsyn
krefði til þess að tryggja öryggi við landamæri ísraels og Líbanon ef ísraelar
drægju herlið sitt frá Líbanon. Um leið hvatti forsetinn Arabaþjóðir til að
viðurkenna tilverurétt ísraela og leyfa Jórdönum að semja um framtíðar-
lausn Vesturbakkans.
Shamir, utanríkisráðherra ísra-
els, tók boði Reagans með jafnað-
argeði og sagði ísraela aldrei hafa
farið fram á tryggingu af einu eða
öðru tagi frá Bandaríkjamönnum.
Útlagaþing Palestínumanna í
Algeirsborg lýsti sig í kvöld and-
vígt friðartillögum Reagans í Mið-
austurlöndum á þeim forsendum,
að þar væri ekki að finna neina
frambúðarlausn á
samskiptavandamálum ísraela og
Araba, en gekk ekki svo langt að
hafna þeim alfarið. Litið er á
ákvörðun þingsins sem staðfest-
ingu á völdum Arafats innan PLO.
Reagan sagði einnig ljóst, að
takmark Sovétmanna væri að
neyða þjóðir Evrópu til þess að
sætta sig við stefnumörkun sína
með þeirra eigin skilyrðum.
Bandaríkjamenn hefðu ætíð lýst
sig reiðubúna til viðræðna um
gagnkvæma fækkun vopna, en
hins vegar væru hverri þjóð örlög
sín í sjálfsvald sett.
Andropov „hættu-
lega frjálslyndur
u
Lundúnum, 22. febrúar. AP.
TÉKKNESKI andófsmaðurinn Kar-
el Kyncl sagði í dag, að þó Tékkar
væru í einu og öllu háðir Sovét-
mönnum, væri farið að bera á mikilli
óánægju meðal þarlendra ráða-
raanna með stefnu Yuri Andropovs.
Sagði Kyncl Husak, leiðtoga tékk-
neska komúnistaflokksins, og aðra
háttsetta embættismenn, telja
stefnu Andropovs „hættulega frjáls-
lynda.“
Kyncl vann í 23 ár, sem frétta-
skýrandi við tékkneska útvarpið
og dvaldi m.a. fjögur ár í Wash-
ington. Eftir innrás Sovétmanna
1968 var honum tvívegis varpað í
fangelsi, síðast í fyrra. Honum var
fyrir nokkrum dögum leyft að fara
til Bretlands til að sækja um póli-
tískt hæli þar í landi.
Skýrði Kyncl frá því, að mál-
gagn tékkneska kommúnistafl-
okksins væri hætt að birta lang-
lokugreinar upp úr Pravda, og
aldrei væri nú orðið getið um
breytingar í röðum háttsettra
embættismanna í Sovétríkjunum.
Slíkt hefði áður verið daglegt
brauð.
Sagði Kyncl þessa breyttu af-
stöðu tékkneskra ráðamanna
koma verulega á óvart þar som
ljóst væri að þeir gætu ekki
stjórnað landinu án hernaðarað-
stoðar Sovétmanna.
Ræningjarnir
að gefa eftir
Yalletta. Möltu, 22. febrúar. AP.
SVO VIRTIST seint í kvöld, að flug-
ræningjarnir á Möltu væru í þann
veginn að gefast upp og sleppa 160
gíslum, sem þeir hafa á sínu valdi um
borð í líbýskri farþegaflugvél, sem
þeir rændu í innanlandsflugi fyrir
tveimur solarhringum.
Ástandið innan flugvélarinnar er
talið vera mjög slæmt, enda allar
matar- og vatnsbirgðir uppurnar.
Um 30 börn eru á meðal farþeg-
anna. Ræningjarnir vilja fljúga til
Marokkó, en yfirvöld þar segjast
ekki munu heimila þeim lendingu.
Yfirvöld á Möltu hafa neitað að láta
vott eða þurrt um borð í vélina fyrr
en gíslunum verði sleppt.
Tala látinna er
komin í a.m.k. 55
Beirút, 22. febrúar. AP.
BANDARÍSKUM þyrluflugmönnum tókst í dag að bjarga fjórum nauð-
stöddum mönnum, sem lokast höfðu inni í bylnum, sem skall á í Líbanon
fyrir fjórum dögum. Þrátt fyrir aftakaveður gengu björgunaraðgerðir að
óskum, en mennirnir voru iíla haldnir og kalnir.
Mennirnir fjórir voru fastir á yf-
irráðasvæði Sýrlendinga, en í
fyrsta sinni svo vitað er til tókst
góð samvinna á milli bandarískra
hermanna og sýrlenskra. Þá bjarg-
aði líbanski herinn 37 manns til
viðbótar í sambærilegum aðgerð-
um.
Þetta var fyrsti opinberi björg-
unarleiðangurinn á vegum banda-
rískra hermanna í Líbanon. Tóku
þeir síðan til óspilltra mála við að
flytja vistir og eldsneyti til af-
skekktra þorpa í fjallahéruðum
landsins, sem verið hafa gersam-
lega sambandslaus við umheiminn.
Nær útilokað er að flytja vistir
landleiðina, enda snjóhæðin víða
tveir metrar.
Vitað er um a.m.k. 55 dauðsföll
af völdum snjókomunnar, sem
skall á um það leyti er nánast
stanslausum erjum trúarflokka
linnti um stundarsakir í fyrsta
sinn um langa hríð. Átta manns
fundust í dag látnir í bílum sínum,
sem fennt hafði í kaf.
Bandarískir hermenn í björgunarleiðangri í Líbanon. Slmamynd AP.
«