Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
Læknaþjónusta hækk-
ar á bilinu 20—30%
HEILBRIGÐIS- og tryggingamála-
ráðuneytid hefur ákveðið breytingar
á greiðslum sjúkratryggðra til sam-
lagslækna, greiðslum sjúkratryggðra
á sérfræðingshjálp, á rannsóknum
og röntgengreiningu og greiðslum
almannatrygginga á lyfjakostnaði.
í stað 12 króna skal nú greiða
samlagslæknum 15 krónur fyrir
hvert viðtal á stofu, sem er 25%
hækkun. f stað 25 króna skal
greiða 30 krónur fyrir hverja vitj-
un læknis til sjúklings, sem er
20% hækkun.
Fyrir hverja sérfræðihjálp skal
í stað 50 króna greiða 64 krónur,
þ.e.a.s. fyrir hverja komu til sér-
fræðings, fyrir hverja rannsókn
hjá rannsóknastofu eða sérfræð-
ingi og fyrir hverja röntgengrein-
ingu, sem er 28% hækkun. Elli- og
örorkulífeyrisþegar greiða hálft
gjald, eða 32 krónur.
Fyrir hverja afgreiðslu lyfja
samkvæmt lyfjaverðskrá I og af
innlendum sérlyfjum skal sam-
lagsmaður greiða 26 krónur í stað
20 króna, sem er 30% hækkun, og
fyrir hverja afgreiðslu samkvæmt
Lyfjaverðskrá II, erlend sérlyf, 64
krónur í stað 50 króna áður, sem
er 28% hækkun. Elli- og örorkulíf-
eyrisþegar greiða hálft gjald eða,
13 og 32 krónur.
Greiðsluupphæðum var síðast
breytt 15. marz 1982.
49 af 60 fylgjandi NATO
— segir forsætisráðherra
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi bréf frá forsætisráó-
herra, Gunnari Thoroddsen:
Til ritstjóra Morgunblaðsins.
í forystugrein í Morgunblaðinu í
dag er vitnað til fréttar, sem birst
hefur í blaðinu um að ég hafi sagt
á blaðamannafundi í Kaupmanna-
höfn, að 60% alþingismanna
styddu aðild okkar að Atlants-
hafsbandalaginu.
Fréttin er röng.
Á þessum blaðamannafundi
sagði ég, að á Alþingi íslendinga
ættu sæti 60 alþingismenn. Væru
11 þeirra andvígir aðild íslands að
bandalaginu, en hinir 49 fylgjandi.
Þar sem þessi villandi frétt hef-
ur nú birst í forystugrein blaðsins
og af þeim orsökum flutt í útvarpi,
verð ég að beiðast þess, að hún
verði leiðrétt með jafn áberandi
hætti.
Gunnar Thoroddsen
Aths. ritstj.: Bréf forsætisráð-
herra er birt með jafn áberandi
hætti og fréttin. Sjá ennfremur
forystugrein Morgunblaðsins á
morgun, fimmtudag.
Jón Pálsson, fyrrum
sundkennari, látinn
JÖN Pálsson, fyrrum sundkennari í
Keykjavík, lézt í Landakotsspítala síð-
astliðinn mánudag 88 ára að aldri.
Jón var fæddur 6. júní 1904 á
Efra-Apavatni í Árnessýslu. For-
eldrar hans voru Páll Erlingsson,
sundkennari í Reyjavík og kona hans
Ólöf Steingrímsdóttir. Hann nam
ungur sund hjá föður sínum og tók
síðan námskeið fyrir sundkennara
við fþróttaháskólann í Berlín 1936.
Jón var aðstoðarkennari föður síns í
sundlaugunum í Reykjavík 1919 til
1921 og síðan sundkennari þar frá
1921 til 1937. Frá árinu 1937 kenndi
hann sund við Sundhöll Reykjavíkur
og var um árabil yfirsundkennari við
gagnfræða og sérskóla landsins. Jón
var einn af stofnendum íþróttafé-
lagsins Gáins, var í stjórn þess frá
1920 til 1927 og þjálfaði einnig fé-
lagsmenn. Hann var í stjórn sundfé-
lagsins Ægis frá stofnun 1927 til
1942 og þjálfari þess. Þá þjálfaði
hann einnig sundflokka annarra
íþróttafélaga.
Jón fór oft utan með sundflokka
til keppni, meðal annars á Alheims-
íþróttamót K.F.U.M. í Kaupmanna-
höfn 1927, á Olympíuleikana í Berlín
1936, á Evrópumót í London 1938, á
Jón Pálsson
Olympíuleikana í London 1948 og á
Norðurlandamót í Álaborg 1952.
Jón samdi meðal annars kennslu-
bók í sundi og flutti útvarpserindi
um sund. Hann var kvæntur Þórunni
Sigurðardóttur frá Árnanesi í
Hornafirði.
Þannig er gengið frá þaki hússins. Ofan við steypt loft er bárujárn-
ið neglt á grind. MorgunblaAið/ Emilia.
Nokkur húsanna við
Hamraberg í Breiðholti.
Tuttugu húseigendur í Breiðholti stefna ríkissjóði:
Krefjast 2ja millj. kr.
HÚSEIGENDUR við Hamraberg og Háberg í Breiðholti hafa ákveðið að
stefna ríkissjóði vegna galla á húsum, sem byggð voru af framkvæmda-
nefnd byggingaáætlunar fyrir nokkrum árum. Gallar hafa komið fram í
húsunum og fara húseigendur fram á 100 þúsund krónur í bætur hver, að
meðaltali, eða samtals um 2 milljónir króna, en þeir sem stefna eru 20
talsins.
Hilmar Ingimundarson rekur mál húseigendanna í parhúsunum við fyrr-
nefndar götur og sagðist hann í gær vera að leggja lokahönd á stefnurnar
20. Hilmar sagði að þak fyrir ofan steypt loft í húsunum væri óeinangrað og
óklætt, járnið hefði aðeins verið neglt ofan á grind. Þarna uppi slagaði og
hrfmaði og hefði það valdið húseigendum miklu tjóni. Auk þess læki þakið
er vindur stæði af ákveðnum áttum. Tjón húseigendanna væri yfirleitt mjög
svipað.
Þá sagði Hilmar, að „parkett" á
gólfi væri stórgallað. Það hefði
verið lagt ofan á sand, sem gengi
upp í gegnum gólfið og það hefði
gengið til og sigið. Hann sagði, að
árið 1981 hefði verið byrjað að
vinna að þessu máli. Engar bætur
hefðu verið boðnar af hálfu ríkis-
ins og sáttaumleitanir ekki borið
árangur. Ákveðið hefði verið að
láta meta tjónið og kostnað við
endurbætur og hefði það tekið ár.
Er það lá fyrir síðasta haust var
hafist handa við málshöfðun, sem
nú er á næsta ieyti að sögn Hilm-
ars.
Ríkharð Steinbergsson hjá
Framkvæmdanefnd bygginga-
áætlunar sagði að fyrir tveimur
árum hefðu eigendur þessara
húsa við Hamraberg og Háberg
kvartað yfir þökum. Ekki hefði
náðst samkomulag um á hVern
hátt standa skyldi að viðgerðum
á þakinu og eigendur ekki verið
ánægðir með það sem Fram-
kvæmdanefndin bauð. Síðan
hefði ekkert gerzt í málinu. Varð-
andi gólf sagði Hilmar, að það
mál hefði komið upp við mats-
gerðina og ekki verið sérstaklega
rætt við húseigendur.
Verðlagsyfirvöld krefjast sölu afsláttarmiða SVR:
Lýsi undrun á endurteknum
ofsóknum í garð borgarinnar
— segir í yfirlýsingu borgarstjóra
VERÐLAGSSTOFNUN hefur krafist
þess að borgaryfirvöld hefji sölu af-
sláttarkorta Strætisvagna Reykjavíkur
og „skulu afsláttarmiðar vera komnir í
sölu eigi síðar en 1. mars nk., en að
öðrum kosti mun Verðlagsstofnun
grípa til viðeigandi aðgerða", að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
stofnuninni. Þar kemur og fram að
stofnunin hafi samþykkt þann 9. febrú-
ar að heimila hækkun á fargjöldum
SVR um 25%, ef ósk um það bærist, en
það hafi ekki gerst, en einhliða hækk-
un tilkynnt.
í yfirlýsingu sem Morgunblaðinu
barst í gær frá borgarstjóranum í
Reykjavík segir að samþykkt Verð-
lagsráðs frá 9. febrúar hafi aldrei
Sólmundur Einarsson fiskifræðingur:
Stórfellt
smánskadráp
togara á Þverálssvæðinu
— eftirlitsmenn hreinlega teknir úr umferð
„ÞAÐ er augljóst mál að undanfarna
daga hefur stórfellt smáfiskadráp átt
sér stað hjá togurum á Þverálssvæð-
inu, vestan og sunnan við Kögurhólf-
ið. Okkur er kunnugt um það, að allt
að fjórðungi afla úr hali hefur verið
hent, þrátt fyrir að það sé skýrt tekið
fram að koma skuii með allan afla að
landi. Svæðinu var því lokað í morgun
eftir að varðskipsmenn höfðu kannað
afla þriggja skipa, en af honum var
allt upp í helmingur undir 53 senti-
metrum, en leyfilegt hámark þorsks
undir 53 sentimetrum er 25%,“ sagði
Sólmundur Einarsson, fiskifræðingur,
sem nú stjórnar eftirliti með veiðum
af hálfu Hafrannsóknastofnunar, í
samtali við Mbl. í gær.
„Við töldum okkur hafa sent eftir-
litsmann á svæðið. Hann fór vestur
til ísafjarðar og fór þar um borð í
togarann Guðbjörgu. Þegar hann
var kominn um borð var honum
sagt, að togarinn fari á skrap, sem
þýðir að hann fari víðs fjarri
þorskaslóð og áðurnefndum miðum.
Þetta hafa togaramenn leikið áður,
þeir hafa ekki látið neitt uppi um
fyrirætlanir sínar fyrr en þeir eru
komnir út úr höfninni og þá er oft
erfitt fyrir okkar menn að snúa við.
Þannig eru eftirlitsmennirnir
hreinlega gerðir óvirkir. Við vissum
því ekkert hvað var að gerast á
svæðinu fyrr en við fengum upplýs-
ingar um það frá skipverja á einum
togaranna, sem þarna voru á veið-
um. Þá hafði ég þegar samband við
Landhelgisgæzluna, sem brást vel
við og fór þegar á staðinn og fóru
menn hennar um borð í þrjú veið-
iskip á svæðinu. Afli tveggja þeirra
var mjög smár eða upp í helmingur
undir 53 sentimetrum, eða helmingi
meira en leyfilegt er. Þetta fengum
við að vita í morgun og lokuðum
svæðinu nánast strax. Áður hafði
Gæzlan beðið togarana að fara af
svæðinu en það hunzuðu þeir al-
gjörlega. Gæzlan fór síðan inn á ís-
afjörð, tók eftirlitsmann þar um
borð og er hann nú við athuganir á
þessu svæði.
Það var stór floti búinn að hafa
þarna frítt spil í minnsta kosti þrjá
fjóra daga. Enginn hefur haft sam-
vizkubit vegna smáfiskadrápsins og
séð ástæðu til að láta vita af þessu
og það finnst mér hvað verst, að enn
skuli ekki vera orðinn vísir að hug-
arfarsbreytingu. Útgerðin og að-
stæður í landi pressa skipstjórn-
armenn endalaust til að skila afla á
land og það er eins og allt verndun-
arsjónarmið sé fyrir bí. Þetta hefur
viðgengist allt of lengi," sagði Sól-
mundur.
verið tilkynnt borgaryfirvöldum og
hafi verðlagsstjóri neitað embættis-
mönnum borgarinnar um afrit af
nefndri fundargerð. Vitað sé að
Verðlagsráð hafi haldið fund 21.
febrúar, en ekki hafi komið fram að
þar hafi verið gerð ályktun um mál-
efni SVR, a.m.k. hafi borgaryfirvöld-
um ekki verið tilkynnt um slíkt.
Síðan segir borgarstjóri: „Það er
ekki í verkahring „verðlagsyfir-
valda" að ákveða hallarekstur
Strætisvagna Reykjavíkur í því
skyni að falsa verðbótavísitöluna í
landinu. Verðlagsstofnun hefur
margsýnt og sannað, að hún kýs ekki
að starfa ekki eftir þeim lögum, sem
um stofnunina gilda. I sjónvarps-
þætti 11. janúar sl. lét verðlagsstjóri
m.a. að því liggja, að taprekstur SVR
mætti að hluta rekja til afsláttar-
fargjalda, sem borgaryfirvöld hafi
sjálf tekið ákvörðun um. Verða þau
ummæli ekki skilin öðruvísi en svo,
að það sé á valdi borgaryfirvalda að
fella niður slík fargjöld, og var það
gert í kjölfar lögbannsaðgerða verð-
lagsstjóra."
Þá er í yfirlýsingunni vakin at-
hygli á því að í Kópavogi gildi ekki
afsláttarfargjöld og hafi Verðlags-
stofnun ekki krafist þess að þau
verði tekin upp þar. Fargjöld full-
orðinna séu hin sömu í Reykjavík og
í Kópavogi, en fargjöld barna helm-
ingi lægri í Reykjavík.
Síðan segir í yfirlýsingu borgar-
stjóra: „Reykjavíkurborg fordæmir
þá tilraun, sem gerð er af opinberum
aðilum til að brjóta niður almenn-
ingsvagnasamgöngur í borginni og
lýsir yfir undrun á endurteknum
ofsóknum stofnunar, sem lýtur póli-
tísku forræði ríkisvaldsins, í garð
höfuðborgarinnar."