Morgunblaðið - 23.02.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 23.02.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Norræni barnasjóðurinn: Tveir stjórnarmenn dæmdir í fangelsi Osló, 22. febrúar. AP. SAKADÓMUR í Halden í Noregi hefur einróma dæmt Helge Nordahl og Odd Rosenlind, tvo fyrrverandi stjórnarmenn hjálparstofnunar Norræna barnasjóósins til fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Var Nordahl dæmdur í 2 ára fangelsi og Rosenlind í V/2 árs fangelsi. Báðir dómarnir voru óskilorðs- bundnir. Saksóknarinn í málinu, Pál Berg, hafði krafizt 3'á árs fang- elsisvistar yfir Nordahl og 2 Vi árs Skömmtun tekin upp í Belgrað Belgrad, febrúar. AP. MATARSKÖMMTUN hefur verið tekin upp í Belgrað, höfuðborg Júgó- slavíu, í fyrsta sinn frá því skömmu eftir stríð. Kaffi og matarolía fást nú aðeins gegn skömmtunarseðlum og svo er einnig með þvottaefni, sem raunar fæst alls ekki í búðunum. Alríkisstjórnin í Júgóslavíu hefur sett sig mjög á móti þessari mat- arskömmtun enda brýtur það í bága við landslög, að einstakar sveitar- stjórnir ákveði slíkt upp á sitt ein- dæmi. Þrátt fyrir það hefur skömmtun verið tekin upp víða í landinu þar sem skortur er á ákveðnum vörum. Ríkisstjórnin er einnig á móti þessari ákvörðun borgarstjórnar- innar í Belgrað vegna þess, að í stjórnarskránni er kveðið á um að Júgóslavía skuli vera einn markaður þar sem sömu reglur eiga að gilda alls staðar. í málgagni ríkisstjórn- arinnar sagði, að skömmtunin væri „hneyksli, sem yrði að uppræta sem fyrst“. Belgraðbúar virðast hins vegar taka henni vel og er haft eftir þeim, að biðraðirnar séu nú að mestu úr sögunni. FRAM yfir endurskoðandann Rosenlind. Þá hafði saksóknarinn krafizt eins árs fangelsis yfir Per Storheim, skrifstofustjóra sjóðsins, en hann var sýknaður einróma. Fjársvik þau, sem ákæran náði yfir, námu 32,4 millj. n.kr. og var þeim safnað á meðal um 35.000 svonefndra „feðra" í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku frá árinu 1977 til sumarsins 1981, er lögreglan lét málið til sín taka. Það var sænsk kona, sem innti af hendi framlög í sjóðinn, Mizzi Berger frá Hálle við Svinesund, sem fyrst fékk grun um að ekki væri allt með felldu varðandi starfsemi sjóðsins. Hún lét lög- regluna vita og hefur sjálf komið fram sem vitni í réttarhöldum í málinu. Dómur sló því föstu í niðurstöð- um sínum, að fjársvikin hefðu átt sér stað með persónulegan ávinn- ing í huga. Hins vegar var það tal- ið Nordahl til málsbóta, að hann hafði innt af hendi mikilsvert mannúðarstarf, áður en hann missti stjórn á fjármálum sínum og tók að blanda peningum sjóðs- ins saman við eigið fé. Veður víða um heim Akurayri 7 skýjaó Amsterdam 4 heiórfkt Aþena 10 skýjaó Barcelona 12 þokumóóa Berlin 1 skýjað Brilssel 2 heíðríkt Chicago 10 skýjaó Dublin 5 bjart Feneyjar 3 bjart Frankfurt 0 heióríkt Genf 3 heiórikt Helsinki -8 bjart Hong Kong 14 skýjaó Jerusalem 6 skýjað Jóhannesarborg 29 heiórfkt Kaupmannahöfn -1 bjart Kairó 18 heióskírt Laa Palmas 20 skýjaó Lissabon 17 skýjaó London 4 heióríkt Los Angeles 27 skýjaó Madrid 12 skýjaó Mallorca 19 skýjaó Malaga 14 þokumóóa Mexíkóborg 24 skýjaó Miami 22 skýjað Moskva +3 skýjaó Nýja Dethi 24 heiórikt New York 11 heiöríkt Osló -1 heióríkt París 5 heiórfkt Pekíng 2 heiórfkt Perth 27 heióskýjaó Reykjavík 7 ísing Rio de Janeiro 36 heíóríkt Rómaborg 11 skýjaó San Francisco 16 skýjaó Stokkhólmur -3 bjart Tel Aviv 13 skýjaó Tókýó 10 heiórikt Vancouver 10 skýjaó Vinarborg 2 bjart TOLVUSKOLI Síðumúla 27, a. 39566. Skammhlaup olli bíóbrunanum mikla Tórínó, 22. febrúar. AP. ÍTALSKA lögreglan telur að skammhlaup hafi valdið kvikmyndahúsabrun- anum í borginni á dögunum þar sem 64 manns létu lífið. Byggir lögreglan skoðun sína á því, að eldurinn virðist hafa blossað upp skammt frá tjöldun- um, en í Ijós kom að rafmagnsvíraflækja ein mikil leyndist þar. Allir hinna látnu voru á svölum þar skammt undan, á stað sem ógerlegt var að forða sér til neyðarútganga. Sennilegt er að þetta verði hin opinbera skýring á brunanum, enda hefur lögreglan ekkert fund- ið sem bendir til íkveikju eða ann- ara eldsupptaka. Eigandi og fram- kvæmdastjóri hússins, maður að nafni Raimondo Cappella, hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald og sakaður um margfalt manndráp og glæpsamlega vanrækslu á húsakynnum sínum. Þá hafa 22 kvikmyndahúsum í borginni verið lokað meðan öryggisþættir þeirra eru rannsakaðir. í vetur munu yfir 8000 bíleigendur njóta góös af Lumenition platínulausu transistorkveikjunni, viö gagnsetningu og kaldakstur í slyddu og byl. Ert þú einn af þeim? fgp-rf r, u*°cpri,c Skeifunní 3e. Sánú 8.47.88 Wallace med magakveisu Montuomcry. Alabama, 22. tebrúar. AP. GEORGK Wallace, ríkisstjóri Ala- bama, var lagður inn á sjúkrahús í gær með ákafa magaverki. Hann er sem kunnugt er háður hjólastól eftir morð- tilræði fyrir nokkrum árum. Læknar Wallace tjáðu frétta- mönnum, að ríkisstjórinn væri ekki í lífshættu, hins vegar er hann með slæman vírus í maganum sem verður varla yfirbugaður fyrr en eftir nokkra daga. I millitíðinni mun Wallace dvelja í sjúkrahúsrúmi. TJöfóar til ll fólks í öllum starfsgreinum! Enn hækkar tala látinna í Assam Nýj» Delhí, 22. feb. AP. INDIRA Gandhi, forsætisráðherra Indlands, færði indverska þinginu fyrs opinberu tölurnar um hve margir féllu í óeirðunum í Assam á dögunui Gandhi lagði fram töluna 1.127, en öruggt er að öll kurl voru sannarlega ek til grafar komin. Þannig bárust tíðindi um 50 lík til viðbótar meðan Gand hélt ræðu sína. Og um morguninn voru morðin til umræðu í neðri málsto þingsins og þá var vitað um „aðeins“ 925 látna. Af öllum fjöldanum létust alls 125 af skotsárum af völdum lög- reglunnar, en umræddir voru staðnir að því að gera aðsúg að kjósendum og að því að brenna at- kvæðakassa. óstaðfestar fregnir telja hins vegar að hinir látnu séu nær því að vera 1.400 talsins. Á sama tíma hélt Kongress- flokkur frú Gandhi áfram sigur- göngu sinni og síðla í gær hafði hann tryggt sér 42 af þeim 48 þingsætum sem þegar var ráðstaf- að. Öðrum sætum var óráðstafað þar sem tafir urðu nokkuð víða á kosningu og talningu atkvæ vegna óeirða, m.a. auðvitað í A: am. Báðar indversku þingdeildii ar gáfu út yfirlýsingar í gær þ sem fjöldamorðin og óeirðirna: Assam voru fordæmd og leita y: lausnar á vandamálinu sem er, í Assam eru hundruð þúsun innflytjenda, einkum frá Bang desh og þykir mörgum hein mönnum réttindi þeirra of mi og eigin réttindi fótum troð Fjölmargir Assambúar eru þei: ar skoðunar að innflytjenduri eigi ekki að hafa kosningarétt það beri að vísa þeim úr landi. Drottning búin að fá sig fullsadda Hefur krafist lögbanns á hallarfrá- sagnir fyrrum eldhússtarfsmanns Ixindon, 22. febrúar. AP. 8ÍÐASTLIÐINN mánudag fengu hinar fjórar milljónir lesenda Lundúna- blaðsins The Sun að heyra um hvernig hún „Koo hamasl í höllinni" og á þriðjudaginn áttu þeir að fá að lesa um þegar „hún berfætta Díana smurði brauðið mitt“. Þá fannst Elísabetu II Englandsdrottningu vera nóg komið af söguburðinum í Kieran Kenny, 20 ára gömlum, fyrrverandi starfsmanni í eldhúsinu í Buckingham-höll. Elísabet, sem ferðast nú um lönd og álfur með konungsskipinu Brit- annia, skipaði svo fyrir, að leitað skyldi heimildar fyrir lögbanni á þessi skrif og er það í fyrsta sinn, sem bresku hátignirnar grípa til þeirra ráða. The Sun sagði frá málinu með stríðsletri. „Drottningin reynir að þagga niður i Sun“ var aðalfyrir- sögnin og síðan sagði: „Við erum alveg steinhissa.... Við ætlum að berjast gegn banninu með kjafti og klóm ... Lögfræðingum okkar hef- ur verið uppálagt að kanna lög- bannsbeiðnina og undirbúa vörn í málinu. Kieran Kenny vann f eldhúsinu í Buckingham-höll í hálft þriðja ár en hætti þar fyrir þremur vikum. í sögunni, sem birtist sl. mánudag, sagði Kieran frá morgunverðinum þeirra Koo og Andrews prins, sem þeim var jafnan færður í rúmið. Hann sagði að Koo, sem á sínum tíma lék í nokkrum klámmyndum, hefði verið tíður næturgestur í höllinni þegar drottningin og mað- ur hennar voru af bæ. í lögbannsbeiðninni er vitnað til þess, að Kieran Kenny hafi þegar hann kom til vinnu í Buckingham- höll undirritað skjal þess efnis, að hann héti því að segja aldrei frá neinu, sem fyrir augu eða eyru hans bæri í höllinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.