Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 16

Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið. Nýbreytni landbúnaði í Pálmi Jónsson, landbúnað- arráðherra, benti rétti- lega á það í ræðu við setningu búnaðarþings á mánudag, að tekin hefði verið upp marg- vísleg nýbreytni í íslenskum landbúnaði á undanförnum árum. Eins og eðlilegt er hafa bændur orðið að laga sig að breyttum háttum og miða framleiðslu sína jafnvel meira en áður við eftirspurn á mark- aðnum. En um landbúnað hér gildir hið sama og í öllum öð- rum löndum, að ógjörlegt er að stýra framleiðslunni þann- ig að hún sé ávallt í samræmi við vilja kaupenda. Smjörfjöll hafa orðið til víðar en hér á landi og spennan í verslunar- viðskiptum Bandaríkjanna og Efnahagsbandalags Evrópu á helst rætur að rekja til þess, að þessi efnahagslegu stór- veldi geta ekki náð sáttum vegna niðurgreiðslna á land- búnaðarvörum. Nýbreytni í landbúnaði er af mörgum toga. Á síðasta ári var til dæmis hafist handa um að pakka kjöti með nýrri að- ferð hjá fyrirtækinu ísmat í Njarðvíkunum. Pálmi Jónsson sagði í ræðu sinni, að á Nýja- Sjálandi hefðu rannsóknir sýnt að kjöt tapaði þunga við geymslu í grisjupokum en ekki ef það er geymt í plastumbúð- um. Sagði landbúnaðarráð- herra að rök væri unnt að færa fyrir því, að þannig færu 400 tonn af kjöti til spillis hjá okkur að verðmæti 30 milljón- ir króna á núverandi heild- söluverði. í hinni nýju kjöt- vinnslu í Njarðvíkunum er kjötinu pakkað í plast og ættu hinir framtakssömu menn sem að því fyrirtæki standa að láta víðar að sér kveða. Er ekki að efa, að þeir hafa þegar ýtt við stærsta kjötútflytjand- anum, Sambandi íslenskra samvinnufélaga. En það er ekki nóg að huga að rýrnun kjöts sem geymt er í grisju- pokum. Fyrir bændur skiptir jafnvel meira máli að niður- staða fáist í rannsóknum og umræðum um meðferð þeirra fjármuna sem varið er til niðurgreiðslna. Er sú skipan sem nú ríkir í því efni hin hag- kvæmasta fyrir bændur? Margt bendir til að svo sé alls ekki og fjármunirnir rýrni ekki síður en kjötið vegna þeirra aðferða sem beitt er við greiðslu þeirra. Þetta eina dæmi sem að vísu ræður engum úrslitum þegar á heildina er litið sýnir að með framtaki má margt bæta án þess að þrengt sé að frelsi bænda til umsvifa og ákvarð- ana um bústofn og fram- leiðslu. Athyglisvert var, að Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, hreyfði því við setn- ingu búnaðarþings, hvort ekki væri ástæða fyrir bændur að huga að stjórn eigin mála og gera hana markvissari. Um- Sætur á því sviði eiga áreið- anlega rétt á sér. Landúnað- arráðuneytið fer með yfir- stjórn þessara mála af opin- berri hálfu. Ákvörðunar- og ráðgjafarvald hafa Búnaðarfé- lag íslands, Framleiðsluráð landbúnaðarins og Stéttar- samband bænda svo að þrír stærstu aðilarnir séu nefndir. Sex-manna-nefnd annast verðákvarðanir en í hennisitja fulltrúar bænda, ríkisins og neytenda og sölustarfsemin er að mestu leyti í höndum Sam- bands íslenskra samvinnu- félaga, Sláturfélags Suður- Iands og mjólkursamlaga víðs- vegar um landið. Og svo er það Áburðarverksmiðja ríkisins sem nú hefur verið siglt á kaf í erlenda skuldasúpu eins og þjóðarskútunni allri. Það er áreiðanlega verðugt verkefni fyrir alla sem vilja hag bænda sem bestan að gera úttekt á þessum stjórn- og sölustofn- unum út frá þeim sjónarhóli hvort afkoma bænda ráði mestu um ákvarðanir þeirra. Lyftur fyrir lamaða ví ber að fagna að fræðsl- uráð Reykjavíkur skuli á fundi sínum nýlega hafa ákveðið að láta enn til skarar skríða í því skyni að komið verði fyrir lyftu fyrir hreyfi- hamlaða í Hlíðaskóla í Reykjavík. Fyrri áform ráðs- ins hafa strandað á kröfum Öryggiseftirlits og kostnaði vegna þeirra. Eins og bent var á hér í blaðinu í gær eru til ýmsar gerðir af einföldum lyftum sem auðvelda lömuðum að komast ferða sinna í skól- um og öðrum opinberum stofnunum. Öryggiseftirlit er nauðsynlegt og í skólum þarf að búa þannig um hnúta að börn verði ekki fyrir slysum vegna ófullnægjandi tækja. En með eðlilegri aðgæslu og ábendingum til skólabarna ætti að vera unnt að nota þann tækjaskost í Hlíðaskóla og annars staðar sem ekki ofbýð- ur fjárhagsgetu skattborgar- anna. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Pllllllllllllllllllllilll Sea Heræfing í Honduras LOKIÐ er víðtækum heræfingum 1.600 bandarískra hermanna og 4.000 Hondurashermanna nálægt landamærum Nicaragua, hinum mestu sem Bandaríkjamenn hafa staðið fyrir f Mið-Ameríku. Tilgangur æfinganna var augljóslega að hræða byltingarstjórn Sandinista í Nicaragua, sem Rússar og Kúbumenn styðja og aðstoðar vinstrisinnaða skæruliða í vina- ríkinu El Salvador, styðja við bakið á stjórn Honduras og búa íbúana undir hugsanlega styrjöld við Nicaragua. Æfingarnar fóru fram á svæði, sem er vígi um 4.000 útlaga frá Nicaragua og þeir nota til árása gegn stjórn Sandinista. Æfingunum var hagað þann- ig að forðazt var að til beinna árekstra kæmi við Nicar- aguamenn. Engar bandarískar bardagasveitir tóku þátt og bandarísku hermennirnir höfðu ströng fyrirmæli um að halda sig í að minnsta kosti 1.600 metra fjarlægð frá landamærunum. Hlutverk bandarísku hermann- anna var aðallega að sjá um !iðs- flutninga, birgðaflutninga og fjarskipti og veita Honduras- mönnum tilsögn í nútíma hernað- araðferðum. Hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Honduras jókst úr 9,1 milljón dala 1981 í 31,1 milljón dala í fyrra. Bandarikjaþing hefur sam- þykkt 13 milljón dollara fjárveit- ingu til endurbóta á herflug- völlum. Þrátt fyrir aukna hernaðar- aðstoð er Hondurasher veikburða. í heræfingunum á dögunum reyndust Hondurashermenn lítið kunna fyrir sér, þeir voru illa þjálfaðir og lítt agaðir. Herinn er ekki í stakk búinn til að verja landið, hvað þá að gera árásir á Nicaragua. Flugherinn er þó und- anskilinn, hann er vel búinn til varnar og sóknar. Reglubundnar árásir útlaga frá Nicaragua frá stöðvum í Hondur- as hafa oft leitt til átaka á landa- mærunum. Útlagarnir eru vel- vopnaðir og velþjálfaðir og munu hafa notið leynilegrar aðstoðar Bandarfkjamanna. Arásirnar hóf- ust skömmu eftir fall Anastasio Somoza einræðisherra í júlí 1979. Margir útlaganna eru úr Þjóð- varðliði Somoza, en í hópnum eru einnig Miskito-Indíánar sem hafa flúið. Útlagarnir spá því að mikill hluti Nicaraguamanna geri bráð- lega uppreisn gegn Sandinistum. í haust sögðust útlagarnir hafa fellt 109 Nicaraguamenn á þrem- ur mánuðum. Auk þess munu um 1.200 skæruliðar fjandsamlegir Sandinistum stunda aðgerðir rétt innan við landamæri Nicaragua. Aðrir vopnaðir hópar munu vera lengra inni í landi, sumir tæpa 60 km frá höfuðborginni. Útlagarnir notuðu heræf- ingarnar til að auka árásir á herstöðvar nálægt ströndinni í héraðinu Zelaya í Nicaragua og 73 þeirra féllu, en fimm Sandinistar. Sandinistar segja að 58 útlagar hafi fallið í þorpi Miskito-Indíana hjá landamærunum, og 15 daginn eftir í nálægu þorpi. Héraðið er einangrað, nær yfir um helming Nicaragua og er byggt Indíánum og blökkumönnum, þar af mörg- um menntuðum hjá brezkum trú- boðum. Sumpart vegna áhrifa Breta hefur Sandinistum gengið verr til að fá fólk á ströndinni til að sætta sig við byltinguna en annars staðar í landinu. Sandinistar hafa sent fjöl- mennt herlið, skriðdreka og stór- skotalið á vettvang. Þeir segja að 54 „gagnbyltingarmenn" hafi fall- ið á þessum slóðum á einum mán- uði auk 24 hermanna Sandinista og 14 óbreyttra borgara. Sandin- istar hafa kallað æfingarnar ögr- un og hvatningu við gagnbylt- ingarmenn og óttast harðnandi árásir í kjölfar æfinganna. Honduras hefur hingað til sloppið við þá hættulegu ó'gu, sem hefur þjakað grannríkin, en ólgan getur breiðzt þangað. Ólgan hefur aukið hernaðarþýðingu landsins og það hefur sagt skilið við hlutleysisstefnu, sem það hef- ur lengi fylgt. Lýðræði var endur- reist í fyrra eftir 19 ára stjórn herforingja. Reynt er að koma fótunum undir efnahagslífið, þótt erfitt sé á tíma samdráttar og ólgu. Haldið er áfram tilraunum til jarðaskiptinga og reynt að varðveita þjóðfélagslegt jafnvægi, sem er ótryggt. Aðeins um 10% íbúanna eru Indíanar og blökkumenn, svo að þjóðin er heilsteyptari en nágrannaþjóðirnar og togstreita ólíkra menningarhópa minni. Þess vegna hefur ólgan verið minni i Honduras en í grannríkj- unum. Auk þess er landið ekki eins þéttbýlt og ræktanlegt land nóg (íbúarnir eru innan við fjórar milljónir og aðeins þriðjungurinn býr í borgum). Landsmenn hafa ekki búið við eins mikla kúgun og grannþjóðirnar, þrátt fyrir ein- ræðisstjórnir. Hondurasmenn er önnur fátæk- asta þjóð Rómönsku-Ameríku, (tekjur á mann eru kr. 12.000 á ári). Fjórðungur þeirra hefur hvorki til hnífs né skeiðar og hálf milljón barna er vannærð. Þó er minna bil milli ríkra og snauðra en annars staðar í Mið-Ameríku. Löngun almennings í „lífsgæði" er vöknuð vegna kynna af lífskjörum í neyzluþjóðfélögum. Þjóðartekjur hafa staðið í stað síðan 1979 og lífskjörin rýrnað. Útgjöld ríkis og einkaaðila hafa minnkað og útflutningur á banön- um, kaffi, timbri og hveiti dregizt saman. En verðbólgan hefur minnkað í tæp 10% og skuldir við útlönd í 1,5 milljarð dala. Um 150.000 hafa misst atvinnuna. At- vinnuleysi er alvarlegast í land- búnaði, sem tveir þriðju lands- manna byggja afkomu sína á. Jarðaskipting hófst 1962, en tíð- ar byltingar töfðu framkvæmdir unz López Arellano hershöfðingi hraðaði framkvæmdum á valda- árum sínum 1973—75. Lýðræðis- stjórnin, sem tók við í janúar 1 fyrra undir forystu Roberto Suaro Cordova, hefur aukið jarðaskipt- ingu og um 25.000 hektörum var úthlutað í fyrra, stærra landi en á næstu þremur árum á undan. Ýtt er undir stofnun kaupfélaga smá- bænda, sem fá fræðslu um búvís- indi, framleiðni og nýjar búvöru- greinar. Jarðaskipting er forsenda jafn- vægis og friðar. Þótt þeir sem ekki hafa eignazt jarðir séu óánægðir vilja flestir landsmenn friðsamlega samninga um lausn þjóðfélagsmála. Róttækra áhrifa gætir ekki í verkalýðsfélögum, nema í félögum landbúnaðar- verkamanna og kennara. Þau eru flest i tengslum við bandarísku verkalýðshreyfinguna AFL-CIO. 1 fyrra voru 18 Hondurasmenn felldir, fjögur lík fundust og fjórir leituðu hælis í sendiráði Mexíkó. Mannhvörf hafa aukizt, þótt kúg- un hafi verið lítil á mælikvarða Mið-Ameríku. Skæruliðahreyf- ingin Cinchonero krafðist frelsun- ar fanga fyrir nokkru og 11 verka- lýðsforingjum var sleppt þegar allsherjarverkfalli var hótað. Einn þeirra sagði að þeir hefðu verið pyntaðir. Leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, Ramon Custodio Lopez, kennir Gustavo Alvarez yf- irhershöfðingja, sem hann telur raunverulega öllu ráða, um harðnandi stefnu í innanlands- málum. Vinstriflokkar og kristilegir demókratar, sem standa til vinstri við miðju, biðu mikinn ósigur í kosningum í nóvember 1981 og aðeins kristilegum tókst að vinna eitt þingsæti. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Suaro forseta hefur 44 þingfulltrúa, en 34 fulltrúar Þjóðarflokksins, íhaldsmanna, greiða yfirleitt at- kvæði með meirihlutanum. Hóf- samir menn ráða flokki kristi- legra, en róttækir íhuga stofnun nýs flokks. Hlutverk stjórnarand- stöðu í þingræðisríki virðist ekki hafa hlotið viðurkenningu i Hond- uras. Þar skipta flokkar minna máli en leiðtogar og þaggað er niðri í stjórnarandstæðingum, sem vitna í hugmyndafræði. Slík- ir menn eru aðeins taldir til vand- ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.