Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 29

Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 29 Úrval býður upp i nýjan gististað i Mallorca, sen er við Akudia-Dóa i norðausturhluta eyjarinnar. Stjörnuferðir fyrir ungt fólk til Ibiza. farin ár. „Þessi ferðamöguleiki verður nú enn endurbættur, sér- staklega til Luxemborgar og Bretlands, með nýjum gistimögu- leikum og leiðarlýsingum. Þús- undir ánægðra viðskiptavina okkar hafa notað sér þá mögu- leika sem flug og bíll veita. Flogið er út og heim, en á flugvellinum erlendis biður bílaleigubíll að eig- in vali, tilbúinn til ótakmarkaðs aksturs um lönd og borgir, hvert sem hugurinn stefnir, frá einni og upp í fjórar vikur. En annars eru ferðamöguleik- arnir sem við getum boðið upp á, bæði innanlands og til útlanda, jafnt um vetur sem sumar, nær ótæmandi, og því held ég að bezta ráðið sé að benda mönnum á ný- útkominn bækling okkar. Það er von okkar að þar finni flestir eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Steinn Lárusson að lokum. Ohagstæður viðskipta- jöfnuður íslendinga við hin Norðurlöndin Osló, 21. febrúar, frá Sigtryggi Sigtrjfggssyni. í RÆÐU sinni ræddi Tómas Arnason um vióskipti Norðurlandanna og hvatti til að þau yrðu aukin. Hann ræddi um fríverzlunarsamstarf og sagði að það hefði bæði bjartar og dökkar hliðar. Vandi hefði skapast í húsgagnaiðnaði og beinir fjárhagsstyrkir til sjávarútvegs í hinum Norðurlöndunum, sem væru í beinni samkeppni við íslendinga, hefðu skapað vandræði. Að lokum vakti viðskiptaráð- herra athygli á óhagstæðum vöru- skiptajöfnuði íslands gagnvart hinum Norðurlöndunum og skýrði frá því að innflutningur til íslands frá þeim hafi numið 28% af heild- arinnflutningi ársins í fyrra. Hins vegar hafi útflutningur Islands til hinna Norðurlandanna verið hlutfallslega lítill eða aðeins um 6% af heildarútflutningnum. Kvað ráðherrann það vera mikið kappsmál og hagsmunamál fyrir íslendinga að draga úr þessum óhagstæða vöruskiptajöfnuði og kvaðst að lokum vænta þess að stjórnvöld hinna Norðurlandanna muni greiða fyrir því eftir því sem hægt væri. Austur-Skaftafells- sýsla gæti orðið að einu sveitarfélagi — segir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi „MÍN SKOÐUN er sú, að Austur- Skaftafellssýsla gæti sameinast í eitt sveitarfélag. Ég tek svo djúpt í ár- inni,“ segir Sigurður Hjaltason framkvæmdastjóri Sambands sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi í viðtali við síðasta tölublað tímarits- ins Sveitarstjórnarmál. í viðtalinu rekur Sigurður fjöl- marga þætti er sveitarfélögin í Austur-Skaftafellssýslu reki sam- eiginlega, svo sem brunavarnir, heilsugæslustöð, tónlistarskóla og byggðasafn, hann bendir á að ráð- inn hafi verið sameiginlegur bygg- ingafulltrúi fyrir alla hreppa sýslunnar, náið samstarf sé í fræðslumálum og svo framvegis. Að öllu þessu athuguðu sé ekkert því til fyrirstöðu, að hrepparnir sameinist í eitt sveitarfélag. Slíkt yrði til að styrkja heildina, en undanfarin ár hafi verið haldnir reglulegir fundir allra aðalmanna í hreppsnefndum sýslunnar. var ráðunautur ríkisstjórnarinnar um þessar mundir, og var kallaður á nefndarfund í Alþingi vegna málsins. Fulltrúi Sósíalistaflokks- ins vissi um þá skoðun mína, að ríkið ætti að láta einkaaðilum verksmiðjuna eftir. En hávær áróður var hafður uppi, þess efnis, að ríkisrekin verksmiðja myndi gefa bændum kost á ódýrari áburði en einkafyrirtæki. Vegna hins hatramma áróðurs kommún- ista, þorðu áttavilltir menn og lýð- skrumarar í öllum flokkum ekki annað en fylgja þeim í þessu máli. Fulltrúinn var fljótur að koma að efninu og spyrja mig, hvort stjóm bankans myndi hugsa sér að selja hlutabréfin, ef bankinn fengi þau. Ég sagðist álíta að hún gæti vel gert það, þar sem hlutverk bank- ans yrði að stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja, ekki að reka gömul. Með sölu bréfanna fengi hann fé til þess að gegna hinu eiginlega hlutverki sínu. En auðvitað gat ég ekki talað fyrir hönd banka, sem ekki var einu sinni til á pappírn- um. Þessu var síðan slegið stórt upp í Þjóðviljanum. Ég vildi selja hlutabréf ríkisins — og þá einka- aðilum. Þessum „glæpsamlega" ódulbúna ásetningi var síðan held- ur betur hampað í blaðinu — og víst líka í þingræðum. Eitthvað var þetta samt ekki nógu bragð- mikið. Það var eins og vantaði fúttið í það. Ríkið selur eignir sín- ar alltaf annað veifið, svo sem hús og jarðir, þessar jarðir raunar flestar eign kirkjunnar, og svo þennan fræga varning, sem til fellur frá varnarliðinu. Þegar „glæpurinn“ hafði verið auglýstur um hríð, gerði Einar Olgeirsson — eins og venjulega buldi .nest í hon- um — þýðingarmikla endurbót. Hann bætti tveimur orðum við boðskapinn: Benjamín Eiríksson vildi selja hlutabréf ríkisins á nafnverði. Síðan var þetta marg- endurtekið. Á þeim árum fannst mér ekki taka því að vera að hafa orð á þessu — hvað eru tvö orð, ekki einu sinni sönn, á milli ... (sleppum þessu) — miðað við það Dr. Benjamín Eiríksson stórafljót lyginnar, sem Einar og félagar hans veittu yfir þjóðina, og hafa veitt í meira en hálfa öld? Þegar verið var að undirbúa stofnun verksmiðjunnar, spurði ég einn af sérfræðingum Álþjóða- bankans á hve mörgum árum þyrfti að afskrifa vélar verksmiðj- unnar. Hann sagði að erlendis væru vélar af þessu tagi, sem hér ætti að nota, afskrifaðar á sex ár- um. Það hvarflaði ekki að mér, að slíkt fengist gert hér — hjá ríkisfyrirtæki. Mörgum árum, sennilega tveimur áratugum, seinna, las ég í blöðunum um endurnýjun á vélakosti verksmiðj- unnar. Úm leið var verksmiðjan stækkuð á ýmsan hátt og breytt. Sjöttu grein er víða að finna. En af frásögnum af lántökum erlend- is í því sambandi, réði ég það, að lítið fé væri í afskriftasjóði verk- smiðjunnar. Enn hafði þjóðin ekki eignast mikið í verksmiðjunni, nema á pappírnum. Þar átti ríkið orðið verksmiðjuna alla. Sennilega hefir hinum þingkjörna meiri- hluta verksmiðjustjórnarinnar fundizt þægilegra að utanaðkom- andi menn væru ekki með nefið niðri í rekstrinum á fyrirtæki þeirra. Ég vil ekki dylja lesandann þess, að ég hefi hugboð um það, að verksmiðjan sé að nokkru rekin með gróðanum af innflutta áburð- inum, en án alls glæsibrags. Fyrir allmörgum árum var verksmiðju- stjórninni veitt einkaleyfi á inn- flutningi tilbúins áburðar, til hag- ræðis. Vondar fréttir Með ræðu Egils finnst mér stað- fest, að eign þjóðarinnar í verk- smiðjunni sé enn harla lítil, hún sé að mestu skuldsett, útlendingar að talsverðu leyti hinir raunveru- legu eigendur, og nú verður enn að finna það verksmiðjustjórninni til þæginda, að láta Seðlabankann hlaupa undir bagga, með því að greiða í framtíðinni gengistap af erlendum skuldum verksmiðjunn- ar, þessum hundrað milljónum, jafnvirði áburðarkaupa bænda. mikið er það vel skiljanlegt, að ríkisstjórnin óski ef hjarta eftir þögn. Fleiri munu óska eftir henni, sumir með sæti á Alþingi. Myrkrið í kringum þennan verknað heitir 6. grein. Úttekt Ég endurtek það sem ég sagði í nýlegri blaðagrein: það er nauð- synlegt að gera úttekt á iðjuverum þeim, sem eru í ríkiseign og eru í opinberum rekstri, fyrst og fremst þeim sem framleiða áburð og sem- ent. í upphafi þessarar greinar reyndi ég að sýna fram á, hvernig skuldabagginn, sem tapreksturinn skapar, eyðileggur samkeppnis- aðstöðu fyrirtækisins. Það er nauðsynlegt, að þjóðin fái að vita hvort hún hafi í raun og veru hag af þeim, eða hvort þau séu í raun og veru byrði, hvítir fílar. Þetta er hörð ræða, en það er fyllilega ástæða til að spyrja. Hefir þjóðin raunverulega hag af framleiðslu sements á tvöföldu verði? Er þrátt fyrir ailt þjóðhagslega hagur af áburðarframleiðslu, þar sem reiknast kostnaður af gífurlegri skuldabyrði frá óreiðuárunum? Á óreiðan að halda áfram? Hafi þjóðin þrátt fyrir allt hag af þess- um fyrirtækjum, hvað þarf þá að gera til þess að bæta algjörlega óviðunandi rekstur? Meðal þess sem rannsaka þarf eru allir að- drættir. Það er fleira súrt en súr- ál. Úttektin verður ekki gerð svo gagn sé að, án aðstoðar erlendra sérfræðinga. Verri fréttir Svo mjög sem mér þykir þetta mál eiga erindi til þjóðarinnar, þá víkur Egill að máli, sem mér finnst langtum merkilegra, já, merkilegra en þessar skitnu 100 milljónir hinna þingkjörnu Áburðarframleiðslusérfræðinga, sem stjórna áburðarverksmiðj- unni á ábyrgð lágtvirtra skatt- greiðenda, neytenda og bænda. Egill bendir á það, að verðlagning raforkunnar sé að gera ísland að landi hinnar dýru orku. Þetta eru mikið vondar fréttir, þeim sem þetta er nýjung. Sú verðlagning er nefnilega í stíl við verðlagningu áburðar, sements, heits vatns í Reykjavík, og fleiri afurða og greina þjónusta, sem allt yrði að teljast með á lista yfir fyrirtæki, sem rekin eru samkvæmt kenn- ingunni um hið saklausa bók- haldstap. Raunverulega hleðst tapið á framleiðslukostnaðinn og grefur undan samkeppnisaðstöðu fyrirtækisins. Á skömmum tíma eyðileggur tapið fyrirtækið. Nú er þróuninni svo langt kom- ið, að innflutt olía er orðin ódýrari en rafmagn til húshitunar. Þetta finnst Agli að vonum yfirgengi- legt. En það er önnur langtum alvarlegri hlið á málinu. Með sama áframhaldi er sérstaða ís- lands, að geta boðið fram ódýra orku, jafnhliða ódýrum fiski, á sama hátt og Danir geta boðið fram ódýrar landbúnaðarafurðir og Svíar ódýrar tæknivörur og málmgrýti, brátt úr sögunni. Hvernig getur slíkt gerzt? Jú, með óstjórn. Áratuga tap á framleiðslu og dreifingu rafmagns um landið hefir hlaðið upp gífurlegum fjár- magnskostnaði, á þann hátt sem ég lýsti í upphafi þessarar greinar. Hann er að verða óviðráðanlegur og hækkar stöðugt framleiðslu- kostnaðinn, eins og hann verður að reikna fyrir hinn aimenna mark- að. Við útreikning framleiðslu- kostnaðar raforku „til útflutn- ings“ eiga þjóðhagslegu sjónar- miðin ein að ráða. Ég endurtek: Þetta ástand í orkumálunum, sem Egill víkur að, er óhjákvæmileg afleiðing ótrúlegs fyrirhyggjuleys- is og óstjórnar í pólskum stíl. Eigi ekki að eyðileggja aðstöðu íslands sem lands ódýrrar orku, eins og það er frá náttúrunnar hendi — og ódýrs fisks — þá er varla um ann- að að ræða en að skattgreiðendur greiði loksins reikninginn. Ríkið verður að yfirtaka skuldirnar og láta skattgreiðendurna borga beint. Sumt er nú þegar greitt í gegnum styrki, sem myndu falla niður. Hugsanlega mætti reyna að gera þennan hrossakúr lystilegri, með því að reyna að fá erlendu lánunum framlengt sem mest. Pólitíska uppgjörið verður svo að vera verk háttvirtra kjósenda. Nýja raforkuverðlagsnefndin er ekki bara sett til höfuðs Hjörleifi. Stjórnmálamennirnir ætla að hætta að setja upp hundshaus, þegar þetta alvarlega mál ber á góma — ef treysta má einlægn- inni. Uppgjörið Þessi skuldahali er einn þáttur hinna uppskrúfuðu ráðstöfunar- tekna, sem Alþýðubandalagið er alltaf að hæla sér af. Neyzlunni er haldið uppi með erlendum lánum. Með lýðskrumi er þjóðin lokkuð ofan í skuldafenið. Falskenning kommaforingjanna um sakleysi tapsins á eftir að reynast þjóðinni dýr, því að erlendu lánin verður að borga. Kreppuástand heimsins hefir afhjúpað stefnu íslenzkra yfir- valda í fjármálum, knúið fram í dagsljósið það sem sjöttu grein- arnar oftast hylja, en það er sjálfsmorðseðli stefnunnar, efna- hagslegt sjálfsmorð þjóðarinnar. Það er ekkert skrök, þetta sem ég hefi sagt um eitrunina, sem stafar af Alþýðubandalaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.