Morgunblaðið - 22.03.1983, Page 3

Morgunblaðið - 22.03.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 3 Gunnar Thoroddsen verður ekki í kjöri í komandi alþingiskosningum GUNNAR Thoroddsen for- sætisráðherra hefur lýst því yfir að hann verði ekki í kjöri við kosningarnar 23. apríl nk. Á fundi sem Gunnar sat með stuðningsmönnum sínum í Þingholti á sunnudag sagðist Gunnar hafa tekið þessa ákvörðun aö vandlega athug- uðu máli. Samkvæmt heimildum Mbl. mun Gunnar hafa lýst því yfir, að ákvörðun hans byggðist annars vegar á óskum fjölskyldu hans um að hann dragi sig í hlé og hins vegar á því að hann teldi sjálfur kominn tíma til þess. Mbl. barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá forsætisráðherra: „Að und- anförnu hefur mér borist mikill fjöldi áskorana um framboð við næstu alþing- iskosningar í Reykjavík. Ég met mjög mikils þess- ar ótvíræðu yfirlýsingar um traust, vinsemd og stuðning og þakka þeim þúsundum, sem að þeim standa. Að vandlega athuguðu máli hef ég samt ákveðið að verða ekki í kjöri við kosn- ingarnar 23. apríl.“ Ekki tókst að ná sambandi við Gunnar í gær vegna þessa. Gunnar Thoroddsen flytur ræðu sína á Alþingi við þinglok. Fagna ákvörðun Gunnars — segir Geir Hallgrímsson „Ég fagna því, að Gunnar Thoroddsen fer ekki í framboð gegn Sjálfstæðisflokknum og vænti þess, að allir sjálfstæð- ismenn standi saman í þeirri baráttu, sem framundan er,“ sagði Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, er Morgunblaðið leitaði umsagnar hans um þá ákvörðun Gunnars Thoroddsen að bjóða sig ekki fram til Alþingis á ný. Tel að hann muni stuðla að sigri Sjálf- stæðis- flokksins — segir Albert Guðmundsson „Við ákvörðun forsætisráð- herra að draga sig í hlé frá stjórnmálum er vissum þætti ís- lenzkra stjórnmála að ljúka og þjóðin stendur þá á vegamót- um,“ sagði Albert Guðmundsson, efsti maður á lista Sjáflstæðis- flokksins i Reykjavík. Hann sagði einnig: „Framund- an er björt framtíð ef við töpum ekki áttum. Það er leið Sjálf- stæðisflokksins. Hin leiðin er til vinstri til hinna flokkanna. Vinstri stefnan er margklofin, flokkarnir þar eru fimm, allir með hliðstæða stefnu. Ég tel mig vita, að dr. Gunnar Thoroddsen muni hér eftir sem hingað til stuðla að sigri Sjálfstæðisflokks- ins með áhrifamætti sínum og að stuðningsmenn hans muni gera það líka. Allt eru þetta sjálfstæðismenn sem vilja sam- stæðan, sterkan Sjálfstæðis- flokk.“ Þaö óhapp varö í Akraneshöfn i gær þegar veriö var að sjósetja tb. Ljúfuna að tóg sem notuð var til að hífa hann í sjó, gaf sig með þeim afleiðingum aö trillan rakst í brvggjukantinn og lenti síöan í sjónum og sökk þar. Kraninn sem notaður var við verkið gat fljótlega híft trilluna upp og voru þá festingar lagfærðar og trillan síöan tekin á land. Engin slys urðu á mönnum en skemmdir á trillunni umtalsverðar. J.G. „Kosningaskjálfti komma og krata44 — segir Ragnar S. Halldórsson um yfirvinnubannið í Álverinu „OKKAR álit er það að hér sé bæði um lagabrot að ræða varðandi frið- arskyldu á samningstíma og brot á kjarasamningi, sem kveður á um ákveðinn taxta vegna yfirvinnu. Þá er vafalaust pólitík í þessu. Kratafor- ystan í Hlíf virðist vera að reyna að afsanna þaö, að menn hafi náð góð- um kjarasamningum hér í Alverinu, eins og Vilmundur hefur haldið fram. Þetta virðist dæmi um kosn- ingaskjálfta krata og komma,“ sagði Ragnar S. Halldórsson, for- stjóri Íslenzka álfélagsins, er Morgunblaðið ræddi við hann um áhrif boðunar yfirvinnubanns í Álverinu. „Enn eru ekki komin fram áhrif vegna yfirvinnubannsins, sem tók gildi hér í Álverinu um helgina, en búast má við að svo verði og gæti það þá komið fram í minnkandi framleiðslu. Fari svo verður eðli- lega að segja upp starfsmönnum í hlutfalli við minnkandi fram- leiðslu. Slíkt er auðvitað mjög óheppilegt þegar heimsmarkaðs- verð á áli fer hækkandi, en vilji starfsmenn ekki framleiða, getum við það ekki heldur þó við viljum. Síðustu þrjá mánuði yfirstaðins árs vorum við með um 3% yfir- vinnu og það teljum við eðlilegt, en í janúar og febrúar hefur gegnt allt öðru máli vegna erfiðleika vegna blautu rafskautanna. Þá lögðust menn á eitt um að bjarga því, sem bjargað varð og við met- um það, en að yfirvinna vegna þess eigi að vera einhver framtíð- arstefna er auðvitað fjarstæða. Þarna var aðeins um tímabundna erfiðleika og mikla yfirvinnu vegna þess að ræða,“ sagði Ragn- ar. BENIDORM ELDRI BORGARA 13. APRÍL: Sérstaklega þægileg ferð fyrir eldriborgara i fylgd hjúkrunarfræðings. Dvalið í góóum íbúð- um eóa á hótelum meó fæði. Vorió er sannar- lega komið á þessum tíma og hitinn ákaflega þægilegur. Brottför 13. apríl. heimkoma 11. mai (28 dagar) Verð frá 12.900 í íbúöum. Fjögurra vikna ferð fyrir þriggja vikna verð. SUMARÁÆTLUN: Alls verða farnar níu ferðir til BENIDORM í sum- ar, flogið er í beinu leiguflugi. Lengd ferða er 3 vikur. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúðir eða hótel og mismunandi verðflokkar. Gerið sjálf- stæðan samanburð á verði og greiðslukjörum. Sumaráætlun: 30. marz (páskaferð) 13. apríl, 11. maí, 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 3. og 24. ágúst, 14. sept. 5. okt. BEINT DAGFLUG BEWT MCTUIGISOUKIHIP A PÁSKAFERÐ 30. MARZ: Eins og áður býður FERÐAMIÐSTÖÐIN þessa vinsælu feró á suðurströnd Spánar til borgar- innar BENIDORM. Þaó vorar snemma á Hvítu ströndinni og meðalhitinn á þessum árstíma er um 24 stig. Vegna hins þægilega loftslags og vorhlýinaa nýtur þessi staður mikilla vinsælda Evrópubúa sem stytta veturinn með dvöl um Páskana á BENIDORM ströndinni. Njótið þess í fimmtán daga ferð 30. marz. Dvalið í íbúðum eða hótelum meó fæði. Verð frá: 11.900 I Ibúöum. PANTIÐ TÍMANLEGA FERÐAMIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.