Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 P Kjörskrá Kjörskrá til alþingiskosninga er fram eiga aö fara 23. apríl nk. liggur fram almenningi til sýnis á skrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu, alla virka daga frá 22. marz—8. apríl nk. Þó ekki á laugar- dögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist bæjarskrifstofunni eigi síöar en 8. apríl nk. Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nafn þeirra sé á kjörskránni. Garðabær, 21. marz, 1983. Bæjarstjóri. Frá Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis Framboðslisti til alþingiskosninga 23. apríl nk. ber að skila til formanns yfirkjörstjórnar Guðjóns Stein- grímssonar, hæstaréttarlögmanns, Linnetstíg 3, Hafnarfirði, fyrir kl. 24.00, þriðjudaginn 22. þ.m. Fundur yfirkjörstjórnar meö umboðsmönnum framboðslista verður haldinn í veitingahúsinu Gaflin- um Dalshrauni 13, Hafnarfirði, miövikudaginn 23. þ.m. kl. 20.00. Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis. Guöjón Steingrímsson, Björn Ingvarsson, Þormóður Pálsson, Páll Ólafsson og Vilhjálmur Þórhallsson. Norskur saltfiskur fyr- ir 150 millj. til Jamaica Útflutningur saltfisks frá íslandi svarar ekki kostnaði FISKVINNSLUFYRITÆKIÐ Uni- dos í Álasundi, Noregi, hefur gert samning við verzlunarfyrirtæki á Jamaica um sölu á þurrkuðum saltf- iski þangað. Fiskurinn skal fluttur út í 7 förmum, alls 2.500 lestir að verðmæti tæpar 150 milljónir ís- lenzkra króna, segir meðal annars í norska blaðinu Aftenposten nýlega. Undanfarin ár hafa íslendingar flutt út 1.000 til 1.500 lestir af þurrkuðum saltfiski, en að sögn Valgarðs J. Ólafssonar, framkvæmdastjóra SÍF, hcfur sá útflutningur verðið rekinn með halla. Sagði Valgarð, að Norðmenn réðu verðmyndun á þessum mark- aði og í krafti stuðnings ríkisins héldu þeir verði það mikið niðri, að ekki svaraði kostnaði fyrir okkur að flytja þurrkaðan saltfisk út. Hins vegar væri það gert til þess að sýna, að við værum ekki alveg út úr markaðinum. Norð- menn flyttu nokkuð út til Jamaica til þess að létta á birgðum hjá sér fyrir afar lágt verð og með löngum greiðslufresti og ábyrgðist norska ríkið greiðsluna. Auk þess væri þetta allt saman ufsi. Sagði hann, að við flyttum aðallega saltaðan ufsa út til Brasilíu, Frakklands og Panama. Mest færi til Brasilíu í ár fyrir nokkru hærra verð en til boða stæði a Jamaica, en það stæði okkur einnig til boða. Segir Aftenposten að þessi norski samningur hafi náðst í framhaldi viðskiptafundar Norð- manna í Kingston á Jamaica, þar sem viðskiptaráðherra Noregs, Arne Skauge var viðstaddur. Síð- ustu 7 ár hafa Norðmenn flutt út um 300 lestir af þurrkuðum saltf- iski mánaðarlega til Jamaica. Af- hending samkvæmt þessum nýja samningi hefst í marz og fara 350 lestir í hverjum mánuði. Ákveðið hefur verið að ræða um frekari samninga að þessum loknum. Portúgölsk sendinefnd kom til viðræðna við Landsvirkjun HÉR á landi voru í sl. viku fulltrúar nokkurra portúgalskra stórfyrir- tækja til viðræðna við fulltrúa Landsvirkjunar. Portúgölsku fulltrúarnir létu vel af veru sinni og sögðu, að við- ræður hefðu verið mjög gagnlegar og myndu væntanlega og vonandi skila árangri. Fyrirtæki þeirra sérhæfa sig á ýmsum sviðum orkuvera. Talið frá vinstri er Vasco Vieira da Fonseca frá Mague, Custodio Ancieto Pinto frá Efacec, Jose do Amalral Oliveira frá Seop, Joao Sousa Machado verzlunarfulltrúi, yfirmaður viðskiptaskrifstofu Portúgals sem fer með málefni íslands og Nor- egs, Luiz Alberto de Albuquerque Veloso frá Sorefame og A.B. Golc- alves frá Mota ltd. (Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson) Iceland Seafood Corporation seldi fyrir 20 milljónir dala fyrstu tvo mánuði þessa árs Aukningin miðað við sama tíma í fyrra 46% „SALAN hjá okkur hefur verið góð í janúar og febrúar og marzmánuð- ur lofar einnig góðu. Heildarsalan fyrstu tvo mánuðina nam alls 20,5 milljónum dollara, eða rúmlega 412 milljónum íslenzkra króna, og er það 46% aukning miðað við sömu mánuði í fyrra. Hvað varðar magn er aukningin 42%. Þannig hefur hvor mánuður fyrir sig verið metmánuður," sagði Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Ice- land Seafood Corporation, sölufyr- irtækis Sambandsfrystihúsanna í Bandaríkjunum, í samtali við Morgunblaðið. Guðjón sagði ennfremur, að sömu mánuðir í fyrra hefðu að vísu ekki verið góðir, en þá hefði aðeins selzt fyrir rúmar 14 millj- ónir dala. Sala framleiddra afurða nú hefði verið heldur sterkari en sala á flökum, enda vantaði flök og raunar blokk líka að heiman. Þá sagði Guðjón, að það, sem helzt ylli þessari aukningu, væri árangur markvissrar vinnu um ára bil, batnandi efnahagsástand og yfirstandandi fasta. Ekki taldi hann skipta máli að íslendingar hefðu ekki mótmælt hvalveiði- banni. VANDAÐ TÍMARIT UM STJÓRNMÁL Meðal efnis að þessu sinni: Sjálfsþurftarbúskapur — eða samstarf viö útlendinga (viðhorfin í orku- og iðnaðarmálum — Kenningar Milton Friedmans — Ástand og horfur í efnahagsmálum — Þrígreiningarkenning Monterquieus — Dulbúin barátta KGB. Gerist áskrifendur aö Stefni — þaö borgar sig. Tímaritið Stefnir Sjálfstæöishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Rvk. Áskriftarsími 82900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.