Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 37 Björn á /Gskunni (krýpur á kné, til vinstri á myndinni) og áhöfnin með gjafabréfin. jr _ Ahöfn Æskunnar ^ gefur í söfnun SÁÁ EINS OG flestum er kunnugt, hafa kynningarhópar SÁÁ farið vítt og breitt um landið undanfarnar vikur. Á kynningarfundi á Höfn í Ilorna- firði afhenti áhöfn Æskunnar SÁÁ- mönnum gjafabréf í söfnun þeirra vegna byggingar nýju sjúkrastöðvar- innar við Grafarvor. Þetta ku vera fyrsti vinnustaður landsins sem tekur sig saraan um að gefa í þessa söfnun. Björn Eymundsson, skipstjóri og útgerð- armaður Æskunnar, viðraði þessa hugmynd við menn sína, sem allir tóku henni vel. nVið gerum þetta fyrir æskuna með litlum eða stór- um staf,“ sögðu strákarnir á Æsk- unni þegar þeir afhentu gjafabréf- in. Þess má geta, að eini skipsverj- inn sem ekki gaf í söfnunina var fjarstaddur þegar SÁÁ-menn bar að garði. Borgarnes: Fjölgun árekstra um 40% eftir tengingu Borg- arfjarðarbrúarinnar _ Borgarnesi, 18. mars. ÁREKSTRUM f Borgarnesi fjölgaði um 40% við tengingu Borgarfjarð- arbrúarinnar, samkvæmt yfirliti um árekstratíðni sem byggingafulltrúinn í Borgarnesi hefur tekið saman. Við tengingu brúarinnar stórjókst um- ferð um þorpið, sérstaklega gegnum- umferð, en einnig öll önnur umferð um þorpið. Yfirlitið nær yfir síðustu 5 árin. Fyrir tengingu brúarinnar voru Byggingarsvæði Borgarness næstu 3—4 árin liggur beggja megin núverandi þjóðvegar, svo og einnig framtíðaríþróttasvæði Borgnesinga og kemur slysahætt- an ekki til með að minnka við að þær götur tengist þessari miklu umferðaræð til viðbótar þeim sem nú þegar liggja að henni; er slysa- hættan þó ærin fyrir. NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJA 0G STOFNANA HOW TO REDUCE OVERHEAD COSTS Mr. Edward H. Hartmann President of Maynard Management Institute. Fyrirlesarinn E. H. Hartmann er yfirmaður Maynard Manage- ment Institute USA og í stjórn H. B. Maynard & Co. Hjá H. B. Maynard & Co. starfa um 300 manns og er það meðal virtustu ráðgjafafyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu. Allt frá stofnun þess 1934 hefur fyrirtækið verið brautryðjandi í þróun nýrra stjórnunaraðferða. E. H. Hartmann hefur langa reynslu á alþjóðlegum vettvangi sem ráðgjafi og fyrirlesari. E.H. Hartman mun fjalla um • THE NEED TO REDUCE COST • COST REDUCTION GOALS • COST REDUCTION STRATEGY • VALUE ANALYSIS • THEAVASTUDY • PROGRAM ORGANIZATION • PROGRAM CONTROL • COST REDUCTION METHODS Flestir eru sammála um nauðsyn þess að draga úr stjórnunarkostnaði fyrirtækja og stofnana. Aðferðir þær sem verða kynntar eru margar nýjar hér á landi en hafa margsannað gildi sitt í Bandaríkjunum og víðar. Fundarstaður: Hótel Loftleiðir. Tími: Þriðjudaginn 29. mars kl. 13.30 -18.00. Þátttökugjald: Kr. 3000.- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 44033 sem fyrst. Fjöldi takmarkaður. Síðast þegar Ed var hér komust færri að en vildu. „Most prevalent and hardest to discover is the waste of human labor, because it doesn’t leave any scrap behind which has to be cleaned up.“ (Henry Ford) Ráögjafaþjónusta Stjómun — Skipulag Skipulagning — Vinnurannsóknir Flutningatækni — Birgöahald Upplýsingakerfi — Tölvuráðgjöf Markaös- og söluráögjöf Stjórnenda- og starfsþjálfun REKSTRARSTOFAN — Samstart sjáltstæðra rekstrarráðgjafa á mismunandi sviðum_ Hamraborg 1, 202 Kópavogi, sími 91-44033. yfirleitt um 50 árekstrar í Borgarnesi á ári, en eftir aó brúin komst í gagnið hafa þeir verið um og yfir 70 á hverju ári. Ef árekstrafjöldi hér er borinn saman við fjölda árekstra annars staðar á landinu, kemur í ljós, að árekstrar eru orðnir hlutfallslega mjög margir í Borgarnesi. Það vili þó til að flestir árekstranna eru til komnir vegna hnoðs við bílastæði og þess háttar og hafa því fáir þeirra alvarleg slys í för með sér, en oft má þó litlu muna að illa fari. Þegar Borgarfjarðarbrúin var tekin í notkun á sínum tíma, var hún tengd til bráðabirgða inn á gamla veginn í gegnum Borgarnes af því að menn treystu sér þá ekki til að leggja framtíðarveginn strax, heldur átti að geyma hann til betri tíma þar sem hann væri nokkuð kostnaðarsöm fram- kvæmd. í aðalskipulagi Borgar- ness sem m.a. var undirritað af Gunnari Thoroddsen, þáverandi félagsmálaráðherra, og Snæbirni Jónassyni vegamálastjóra, er gert ráð fyrir að þjóðvegurinn komi í framhaldi af brúnni og utan við byggðina og tengist núverandi þjóðvegi við vegamót ólafsvíkur- vegar og voru framkvæmdir yfir Borgarfjörð við þetta miðaðar. Nú- verandi þjóðvegur í gegnum Borg- arnes er hins vegar hugsaður sem innanbæjargata enda íbúðargötur tengdar beint inn á hann. E TT □

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.