Morgunblaðið - 22.03.1983, Síða 33

Morgunblaðið - 22.03.1983, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 41 + Jerry Lewis med nýju konunni sinni. Með „nýtt hjarta" og nýja konu Mireille Mathieu og stóra ástin + Þaö gengur nú fjöllunum hærra í París, aö dáöasta söngkona þeirra Frakka, Mireille Mathieu, sé ást- fangin upp fyrir haus af Dallas- stjörnunni Patrick Duffy. Frönsku blööin eru uppfull af frásögnum af parinu og myndum, sem sýna þau Ijómandi af ást og hamingju. Patrick og Mireille hittust fyrir tveimur mánuðum í Bandaríkjunum og Patrick fylgdi henni síöan eftir til Parísar. Þar hafa þau veriö tíöir gestir á fínustu veitingahúsunum og ekki verið aö draga neina dul á hve kært er á milli þeirra. Mireille Mat- hieu hefur til þessa aöeins lifað fyrir frægðina og lítt látið karlana glepja sig en nú hefur hún sem sagt fundið stóru ástina í lífi sínu. Þaö er aðeins eitt, sem skyggir dálítiö á, en þaö er, að Patrick er harðgiftur og tveggja barna faöir. + Nokkru eftir aö Jerry Lewis, sem nú er 56 ára gamall, var sloppinn af skurðarboröinu eftir erfiöa hjartaaögerö, snaraöi hann sér í þaö heilaga meö flugfreyjunnl og dansmeynni Sandee Pitnick. Sandee baö hann reyndar aö bíöa aðeins og jafna sig betur en Jerry Lewis tók þaö ekki í mál, svo mikiö lá honum á. Þau Sandee hittust fyrir ári þeg- ar Jerry var aö leita að fallegri stúlku í nýjustu mynd sína. Þegar + Tommy Steele, rokk- stjarnan fyrrverandi, er nú ákveðinn í að vera ekki minni maöur en Fred Astaire og taka þátt í sviðssetningu söngleiksins „Singing in the Rain“. Astaire er hins vegar ekki trúaöur á aö söngleik- urinn muni njóta sín á sviöi en hann var kvikmyndaður eins og kunnugt er á sínum tíma. hann sá Sandee, skipti þaö engum togum, aö hann féll fyrir henni og stormaöi meö hana heim til konu sinnar, bað hana um skilnaö og þaö á augabragöi. Konunni hans fannst þó engin ástæöa til aö flýta sér í þeim efnum enda höföu þau hjónin veriö gift í 36 ár og eiga sex börn saman. Skilnaöurinn gekk þó að lokum og nú segist Jerry Lewis vera eins og ný manneskja, Ijóm- andi af hamingju meö „nýtt hjarta“ og nýja konu. MÚRBOLTAR GALVANISERAÐIR OG SVARTIR ALLAR STÆRÐIR STERKIR OG ODYRIR. VALD. POULSEN! Suðurlandsbraut 10, sími 86499. Vantarþig fáeina nagla ínaglasúpu? Hjá okkur færðu nagla í lausavikt eða pökkum. Auk þess skrúfur, rær, bolta, handverkfæri, rafmagnsverk- færi, málningarvörur, lím, lökk, lása, lyklaefni, pensla, rúllur, ál- tröppur og m.m. fleira. Komdu í heimsókn. 'LIPPBUÐIN VIÐ HÖFNINA Mýrargötu2 - sími 10123 SPUNNIÐ UM STAIÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN hreyfast engar varir í moldinni, hvað sem Osip Mandel- stam og aðrir draumóramenn segja. Svo geta þeir kallað slík fyrirbrigði meistara fyrir mér. Uss! Balzac er beztur! Og Chaplin! Hinir segja ekkert. Hann virðir þá fyrir sér og heldur áfram eins og hann sé að flytja undirbúna ræðu. Þá kemur í Ijós, að hann er ekki drukkinn eins og hinir. Kenndur kannski, en ekki meira. Hann þarf að hafa í öllum höndum við þá. Gætir sín. Segir rólega og yfirveg- að: Þessir dauðu hundar skulu rotna, þar sem þeim hæfir. Aldrei minntust okkar miklu spámenn á Schopenhauer, Taine eða Balzac í sínum miklu verkum. f öllu þessu flugnasuði listamanna og rithöfunda er sífellt verið að tönnlast á pólitískum heiðarleika. En það er aldrei hugsað um hag ríkisins eða þjóðarinnar. Ef rithöfundar mættu ráða, yrði hér siðgæðiskreppa á augabragði. Ef þeir mættu ráða, flyti blóð okkar um götur borganna. í stað þess spretta blóm hugsjónanna, hvar sem orð okkar festa rætur. Við höfum hreinsað þetta þjóðfélag af illgresi. Og við höfum ekki orðið veikari fyrir bragðið, heldur sterkari. Við erum hreinir af þessum óþverra, sem kallar sig listamenn. Hann snýr sér skyndilega að Kíroff og segir: Þú drckk- ur eins og skrifstofustúlka, félagi. Kíroff hrekkur við og segir: Ha, ég? Á morgun fer ég til Leningrað aftur, ég verð að vera upplagður. Krúsjeff flissar: Hann drekkur eins og skrifstofupía, segir hann, en Stalín grípur fram í fyrir honum og segir ógnandi: Já, ósköp ferðu vægt í sakirnar, félagi. Er eitthvað að? Það er eins og þinn innri maður standi á hleri. Það er farið að þykkna í Kíroff: Ha, á hleri? Ég? segir hann. Þið eruð orðnir hcldur gaman- samir hér í Moskvu, þykir mér. Stalín lítur á Búkharin, fyrrum ritstjóra Pravda, gamlan vin Trotskys. Nú að mestu fallinn í ónáð, þótt hann hafi bæði verið í Æðsta- ráðinu og miðstjórninni. Stalín segir: Eða þú, félagi, þú segir ekki orð? Búkharin hrekkur við: Ég er ekki vel fyrir kallaður í kvöld, félagi Stalín. Stalín svarar lævíslega: Mér sýnist þú hugsa þeim mun meira, sem þú ert óupp- lagðari. Drekkur ekkert. Búkharin segir: Nei, ég — en Stalín lítur á Kamenev og segir tortrygginn: Eða þú, félagi. Hann bætir við lágt og ögrandi: Þið eigið kannski cinhver sameiginleg leyndarmál. Ætlið þið aldrei að skilja, að Trotsky er svikari! Búkharin svarar: Ég hef engar sérstakar áhyggjur af honum. Stalín hrópar: Þú öskraðir nú samt þegar ég fékk Æðstaráðið loks til að reka hann úr landi! Túkhachevsky skýtur inn í til að dreifa athyglinni frá Trotsky: Hvaða leyndarmál ættum við að eiga, sem eru ekki einnig ykkar leyndarmál? Stalín segir: Það er einmitt það! Kamenev segir ákveðið: Við eigum engin leyndarmál. Og Kíroff bætir við: Þetta er einhver misskilningur hjá aðalritaranum, félaga Stalín. Stalín svarar ögrandi: Þú hefur kannski einnig einhverjar áhyggjur. Af hverju skyldir þú hafa áhyggjur? Kíroff svarar: Ég hef engar sérstakar áhyggjur. Stalín segir skipandi: Líttu í augun á mér. Og þú, Búkharin! Og þú, Kamenev! Og þú, marskálkur, lítið allir í augun á mér. Af hverju eruð þið svona flóttalegir? Af hverju hikið þið? Túkhachevsky svarar ákveðið: Þetta er óleyfilegur mis- skilningur. Og Kíroff bætir við: Ég skil ekki hvað þú ert að fara, félagi. Það fýkur í hann og augljóst að honum er nóg boðið. Hann ætlar að fara að rífast við Stalín. En Stalín svarar: Málið er útrætt! Hann skiptir litum og augun gneista eins og í óðum manni. Innibyrgð reiði verður augsýnilega að fá útrás. En tortryggnin, sem eng- inn þeirra þekkti til hlítar fyrr en síðar, er beizluð og reiðin bæld niður. Stalín verður blíðari á manninn. Og hann er orðinn tungumjúkur, þegar hann jafnar sig og segir: Vorum við ekki að skemmta okkur, félagar? Skál! Þeir skála allir við hann. Og það er eins og samkvæminu sé borgið. Ég var að tala um að mér þætti gaman að tónlist, segir Stalín eins og ekkert hafi í skorizt. Nú væri gaman að taka lagið. Hann setur plötu á gamlan fón: Dansaðu Krúsjcff, segir hann skipandi röddu. Krúsjcff svarar FRAMtlALD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.