Morgunblaðið - 22.03.1983, Page 36

Morgunblaðið - 22.03.1983, Page 36
44 v MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 1982 Univirnl Pr»»s Sywdlcalt Mer List veL á Litinn,en v/'íL ekki vatnic5 renncx niður úr ]p\/t P" Ast er ... ... að ðera á s/cíð- m hennar. TM Rag U.S Pat OH.-tf rlghts rtmntó •1962 Loa Angatoa TknM 9yndlcat* Afsakið en er þetta ekki skrifstof- an þar sem lýst er eftir týndu fólki? Með morgimkaffínu Ekki svo ólagleg vöggugjöf Ingjaldur Tómasson skrifar: „Algert stjórnleysi virðist nú ríkja á flestum sviðum þjóðlífsins. Þótt alþingismenn séu stundum að glingra við að lögieiða einhver frumvörp, þá er eins víst, að eng- um detti í hug að fara eftir þeim. (Dæmi: bílbeltin.) Framkvæmda- vald, sem á að gæta þess, að lögum sé hlýtt, er alls ekki til í landinu. Vinnubrögð núverandi stjórnar og þings slá þó öll met í þingsögu íslendinga. Allir vita, að við siglum hraðbyri niður í mikinn efnahagslegan öldudal. Samt fara ráðamenn eins og köttur í kring- um heitan graut, þegar lífsnauð- syn krefst þess, að tekið sé með festu, alvöru og röggsemi á þess- um alvarlegu málum. Það er grátbroslegt, þegar þeir ráða- menn, sem stutt hafa og unnið að tilurð núverandi stjórnar, koma nú, hver eftir annan, með yfirlýs- ingar um, að stjórninni hafi nán- ast allt mistekist. T.d. lýsti einn ráðherra því yfir í sjónvarpi, að nú þegar þyrfti óhjákvæmilega að fara að taka á málunum af viti. En hvað er nú þetta? Heyrði ég rétt? Hefir ekki þessi ráðherra verið í stjórninni alla hennar óstjórnartíð? Sami ráðherra flutti frumvarp á Alþingi um að taka í ríkishítina svonefndan gengis- hagnað af skreið, sem alls ekki selst og liggur undir skemmdum víðs vegar um landið. Já, það ligg- ur stundum við, að maður efist um, að þessir blessaðir menn séu með réttu ráði. Sama er að segja um stuðnings- blað sjálfstæðismanna, sem stutt hafa frá upphafi núverandi vand- ræðastjórn (Dagblaðið/Vísi). Það er alveg vonlaust fyrir þetta ann- ars ágæta blað að koma nú og þykjast hvergi hafa nærri komið í síðustu stjórnarmyndun. Sjálf- stæðismönnum sem eru í stjórnar- andstöðu en svo borið á brýn ábyrgðarleysi að styðja ekki öll axarsköft stjórnarinnar og að að- almálgagn þeirra sé rekið af flokkseigendafélagi, þar sem Geir Hallgrímsson sé ráðamaður og að- aleigandi. En hverjir eiga Dagblaðið/Vísi? Óvíst, að nokkurn tíma hafi verið unnið meira laumuspil í íslenskum stjórnmálum en við myndun nú- verandi stjórnar. Og þar éiga þeir mestan „heiðurinn", stærstu hluthafar og ráðamenn ofan- nefnds dagblaðs. Þeir bera því fulla ábyrgð á stjórninni og al- gerlega vonlaust fyrir þá að sverja nú og sárt við leggja að hafa þar hvergi nærri komið. Stórhækkun kaups og verðlags 1. mars sl. sýnir ljóslega ræfildóm stjórnarinnar. Einmitt þegar verðlag fer lækkandi í viðskipta- löndum okkar, stígum við hruna- dans verðbólgunnar með vaxandi hraða. Afleiðingarnar eru þær, að vart nokkurt fyrirtæki getur borið sig nema með stórstuðningi ríkis- ins (fólksins í landinu) og stöðugt vaxandi erlendum lántökum, sem börn okkar verða að greiða, jafn- vel allt sitt líf, ekki svo ólagleg vöggugjöf það. Og enn syngja launþegafor- sprakkarnir hástöfum gamal- kunna sönginn um hið mikla erf- iði, sem þeir verða að leggja á sig vegna „hinna lægst launuðu". En hver er svo reyndin? Raungildi kaups láglaunamanna rýrnar stöðugt, meðan topplaunamenn skara eld að sinni köku. Kaup þingmanna og annarra toppa er nú ferfalt til fimmfalt samanborið við laun lágstéttanna, eða um 50 þúsund krónur á mánuði. Auk þess eru þeir stöðugt með öll spjót úti til að hremma sem flest auka- störf. En hvernig koma þessir fuglar öllum þessum pæningum í lóg? Kannski fljúga þeir frítt og leggja þá í erlenda banka, þar sem nokkuð öruggt er um gildi þeirra. Aðeins ein setning sögð af mesta mannvini sem fæðst hefir í okkar stórsynduga heim getur átt vel við launþegaforustuna og aðra íslenska toppa nútímans: Vei yður, þér hræsnarar." Maður, hver er réttur þinn? Lovísa Einarsdóttir skrifar: „Velvakandi. Okkur berast til eyrna alls konar fréttir, góðar og slæmar. Ein af þeim síðasttöldu var ákvörðun meirihluta stjórnar Blindrabókasafns að hafna um- sókn Arnþórs Helgasonar um deildarstjórastöðu hjá safninu, en hann var eini umsækjandinn. Hver var ástæðan? Jú, maður- inn er blindur. í okkar víðsýnu veröld gerist þetta á árinu 1983. Aðeins ári fyrr, á ári fatlaðra, var mikið rætt og ritað um að gefa fötluðum tækifæri á at- vinnumarkaðnum. Er þetta tal- andi dæmi um efndirnar? Upp í hugann koma mörg orð. Hvað er að baki? Þröngsýni, sleggjudómar, einsýni, sem að Sérframboð — sértrú H.G. skrifar: „Sérframboð, sérframboð étur nú hver eftir öðrum og öll blöð full af þessu sérframboðastagli. Hvað er sérframboð? Eru það framboð sem eru ekki merkt einskonar „gæðastimpli" flokka eða flokks- eigenda? Framboð eru framboð hver sem ber þau fram, sérframboð rugl og óvirðing við kjósendur. Þá er sí og æ talað um sértrúar- flokka eða söfnuði. Hér er enginn sértrúarflokkur, allir jafnir skv. stjórnarskránni. Þetta eru því trúflokkar ekki sértrúarflokkar. Raunar höfum við einskonar ríkis- trú, sem við höfum verið skrifuð inní og borgum henni skatt; kennd er hún við stríðsæsingamann sem var á dögum fyrir 400 árum og kvað nú bráðum haldin afmælis- hátíð vegleg honum til heiðurs. ( Bandaríkjunum eru sagðir vera a.m.k. 200 trúflokkar. Þar yrðu líklega margir sértrúar." mínu mati er verri en blinda. Þeir sem þekkja Arnþór, vita að hann hefur aflað sér góðrar menntunar, m.a. með aðstoð hjálpartækja fyrir blinda og hann viðurkennir fötlun sína, en einfaldlega spjarar sig, sem reyndar margir ófatlaðir gera ekki. En það er önnur saga. Hjálpartæki: það er þetta orð, sem nær eingöngu er notað með- al fatlaðra, en sú hefð hefur myndast að nefna þau ekki á nafn, þegar ófatlaðir eiga í hlut. Þeir þurfa þó ekki síður á hjálp- artækjum að halda til hagræð- ingar og meiri starfsgetu og þarf í flestum tilfellum að sækja námskeið til að læra að nota þau. Þegar sótt er um starf er hæfni umsækjenda könnuð og metin Arnþór Helgason hjá þeim sem í hlut eiga. Jafn- rétti manna á milli er sú krafa sem flestir telja sjálfsagða. Að fá að sanna hvað þeir kunna og geta. Hvaða aðferð notuð er, það er einkamál hvers og eins. Maður, hver er réttur þinn?“ Vestfirdir: Karvel efstur í próf- kjöri Alþýðuflokksins KARVKL Pálmison varð hlutskarpast- ur f prófkjöri AlþjAuOokksins f VestrjarAakjördæmi, hlaut 24 atkvæA- sæti og Sighvatur 418. Sighvatur hlaut alls 694 atkvæði í 1. og 2. sætið. | ogGunnar R. Pétursson Patreksfirði Vísa vikunnar Karvel ratar hvergi á gat, kann að plata á miðum. Gaf í Hvata formann frat, fylgdi krata-siðum. Hákur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.