Morgunblaðið - 22.03.1983, Side 40

Morgunblaðið - 22.03.1983, Side 40
^^uglýsinga- siminn er 2 24 80 ^\skriftar- síminn er83033 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 Gengis- skráning í eðli- legt horf VEGNA þeirra óvissu, sem ríkt hefur um gengisskráningu gjaldmiðla landa Efnahagsbandalagsins síðustu daga, var gengisskráning nokkurra gjald- miðla felld niður hér á landi í gær, ss. diinsku krónunnar, norsku krónunnar og sænsku krónunnar, finnska marks- ins og franska frankans. Hins vegar var skráð dollaragengi, gengi brezka pundsins og vestur- þýzka marksins. Gert er ráð fyrir, að eðlileg gengisskráning geti hafizt hér á landi í dag. Dollaraverð haekkaði um liðlega 0,8% yfir helgina, en sölugengi Bandaríkjadollars var skráð 20,840 krónur sl. föstudag, en í gær var það skráð 21,010 krónur. Frá áramótum hefur Bandaríkjadollar því hækkað um tæplega 26,2% í verði, en í árs- byrjun var sölugengi hans skráð 16,650 krónur. Lögbannskrafan liggur f láginni LÖGBANNSKRAFA Verðlagsstofnun- ar vegna 25% fargjaldahækkunar SVR frá 12. febrúar síðastliðnum, hefur enn ekki verið send yfirborgarfógeta, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgunblað- ið fékk hjá Gísla ísleifssyni, lögfræð- ingi Verðlagsstofnunar í gær. Ekki hefur heldur verið send kæra til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna þessarar hækkunar, eða vegna 46,5% hækkunarinnar frá 7. janúar sl., sem lögbann var lagt við. Báðar þessar aðgerðir, lögbannið og kæran til RLR voru boðaðar í fréttatilkynn- ingu frá stofnuninni þann 2. mars sl. Spurningu um hver ástæðan væri fyrir því að lögbannskrafan eða kær- an til rannsóknarlögreglunnar hefðu ekki verið sendar, svaraði Gísli Is- leifsson þannig, að hann gæfi engar skýringar á því. Hins vegar sagði hann að þetta yrði „deginum Ijósara innan skamms". Horfur á batnandi færð í dag VÍÐA var þungfært á Vestur- og Norðurlandi í gær og var þá unnið að ruðningi víða, en venja er að ryðja vegi á þriðjudögum. Að sögn Veðurstofunnar var ekki reiknað með miklum breyt- ingum á veðurfari í dag. Þrátt fyrir hálku og skafrenn- ing í gær var fært um Hellisheiði og Þrengsli og austur með suður- og austurströndinni allt austur á Firði. Oddsskarð og Vatnsskarð voru ófær, en fært um Fjarðar- heiði og um Hérað. Sæmileg færð var fyrir Hvalfjörð og í Borgarnes, en vegir í uppsveitum Borgarfjarðar og á Snæfellsnesi og í Dölum voru víðast hvar þungfærir, aðallega vegna veð- urs. Hafinn var mokstur frá Patreksfirði til Tálknafjarðar og ráðgert var að ryðja Hálfdán, en Kleifaheiði var ófær. Á norðan- verðum Vestfjörðum var mikil ófærð. Holtavörðuheiði var ófær og á vestanverðu Norðurlandi voru vegir víða þungfærir eða ófærir. Öxnadalsheiði var fær jeppum og stórum bílum og fært var frá Akureyri til Dalvíkur en ófært um Ólafsfjarðarmúla, en fært frá Akureyri austur um til Húsavíkur og allt austur á Vopnafjörð. Valsmenn íslandsmeistarar í körfuknattleik Þeir unnu Keflvíkinga í gærkveldi í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöllinni með einu stigi. Vogum: Kona í hrakningum Vogum, 21. mars. í ÓFÆRÐINNI á Reykjanesbraut síðastliðið laugardagskvöld óku menn úr björgunarsveitinni Skyggni í Vogum fram á konu á gangi við vegamótin í Voga. Hafði hún verið ein á ferð í bíl á Reykjanesbrautinni er bíllinn bilaði. Fékk hún síðan far með bíl, sem ók henni að Vogavegamótum. Var það síðan fyrir tilviljun, að menn úr Skyggni voru á ferð þarna og komu að konunni. Var hún bæði köld og blaut. Frá vegamótunum frá Reykjanesbraut og í Voga eru 2 kílómetrar. Oddur Ólafsson, formaður Skyggnis, sagði óvíst hvernig farið hefði, ef konan hefði þurft að fara fótgangandi þessa vegalengd við þær aðstæður, sem voru á laugardagskvöldið í myrkri, kulda og skafrenningi. “ Fréttaritari. Starfar enginn í anda Marx, Engels og Lenins? ENN hefur enginn gert tilkall í dán- arbú Sólveigar Jónsdóttur og Sigur- jóns Jónssonar í kjölfar auglýsingar þess efnis í Lögbirtingi þann 16. mars síðastliðinn. Eins og fram hefur komið í frétt- um, ánafnaði Sigurjón Jónsson eignum sínum til þeirra, er teldu sig starfa í anda sósíalismans og Marx, Engels og Lenins. Markús Sigurbjörnsson, skiptaráðandi í Reykjavík, tjáði Morgunblaðinu í gær, að enn hefði enginn gert til- kall til eftirliggjandi eigna Sigur- jóns. Aðalfundur Eimskipafélags íslands í gærdag: Eiginfjárstaða Eimskips batnaði verulega 1982 Hagnaöur vard af rekstri félagsins í fyrsta sinn í 5 ár HEILDARTEKJUR Eimskipafélags íslands á árinu 1982 urðu samtals 955 milljónir króna, en til saman- burðar voru tekjur félagsins um 548 milljónir króna á árinu 1981. Veltu- aukningin milli ára er því um 74%. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Halldórs H. Jónssonar, DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt Landssambandi íslenzkra akstursfþróttafélaga að, að því er varðar fyrirhugaða rallkeppni telji ráðuneytið á þessu stigi eigi tilefni til að heimila keppnina, sem, ef leyfð verður, yrði stærri í sniðum en keppnir til þessa að því er varðar dagafjölda, fjölda sérleiða og fjölda stjórnarformanns Eimskipafélags- ins, á aðalfundi í gærdag. „Á árinu 1982 varð í fyrsta skipti um 5 ára skeið hagnaður á rekstri félagsins. Nam hann 7,9 milljónum króna. Hefur þá verið tekið tillit til allra rekstrargjalda keppenda. Þá segir í tilkynningu ráðuneyt- isins, að keppnin sé fyrirhugðuð un nýjar slóðir, að nokkru um friðuð og viðkvæm lönd, sem hlífa ber af náttúruverndarsjónarmið- um. Áður en til þess komi að ráðu- neytið taki endanlega afstöðu til umsóknar landssambandsins, telji ársins, fjármagnskostnaðar og áætlaðra opinberra gjalda af rekstrinum vegna ársins 1982. Afskriftir á árinu námu samtals 71,7 milljónum króna. Liðurinn fjármagnstekjur og gjöld varð neikvæður um 113 milljónir króna," sagði Halldór ennfremur. það nauðsynlegt, að fyrir liggi, að hlutaðeigandi lögreglustjórar samþykki fyrir sitt leyti, að rall- keppnin fari fram, að fullnægðum frekari skilyrðum, sem tíunduð eru hvað keppnina og ökutæki varðar. Þar með liggi fyrir sam- þykki hlutaðeigandi veghaldara og sveitarstjórna. „Þessa jákvæðu afkomu ársins má fyrst og fremst rekja til mik- illa flutninga á fyrri hluta þess, og góðrar nýtingar á skipum fé- lagsins á þeim tíma. Afkoma síð- ari hluta ársins varð hins vegar til muna lakari í kjölfar efna- hagslegs samdráttar hér á landi og minnkunar bæði innflutnings og útflutnings. Þá endurspeglar þessi jákvæða afkoma einnig áframhaldandi hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri fé- lagsins. Heildareignir Eimskipafélags- ins námu í árslok 1982 1.035 milljónum króna. Heildarskuldir námu samtals 678 milljónum króna. Eigið fé félagsins í árslok að meðtöldu hlutafé nam því 357 milljónum króna. Eigið fjárhlut- fallið er 34%, sem verður að telj- ast góð staða," sagði Halldór H. Jónsson. í ársskýrslu félagsins kemur ennfremur fram, að eigið fjár- hlutfall félagsins var um 29% á árinu 1981, þannig að staðan hef- ur verulega batnað milli ára. Sjá ennfremur frásagnir af að- alfundi Eimskipafélagsins á bls. 18. Dómsmálaráðuneytið um hálendisrallið: Ekki ástæöa til að leyfa rallið á þessu stigi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.