Morgunblaðið - 25.03.1983, Page 1

Morgunblaðið - 25.03.1983, Page 1
56 SIÐUR 70. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reagan Bandaríkjaforseti í sjónvarpsræðu: Varnarkerfí verði sett upp úti í himingeimnum Gerir kjarnorkuvopn úrelt og gagnslaus Wa.shington, 24. marz. AP. BANDARÍKJAMENN hyggjast koma sér upp varnarkerfí út í geimnum í framtíðinni, sem á að geta grandað sovézkum eldflaugum á fíugi og gera „kjarnorkuvopn úrelt og gagnslaus“. Kom þetta fram í sjónvarps- ræðu, sem Ronald Reagan forseti flutti í Hvíta húsinu í Washington á miðvikudagskvöld. Þessi nýja áætlun felur í sér mikla breytingu frá þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið í nær þrjá áratugi, og miðuð hefur verið við að koma í veg fyrir kjarnorkuárás með því að svara henni með gagnárás með kjarnorkuvopnum. Reagan sagði, að samkvæmt hinni nýju áætlun ættu Banda- ríkjamenn að geta komið í veg fyrir óvinaeldflaugar á leið þeirra og grandað þeim, áður en þær hittu skotmörk sín. Þessi varn- arvopn væri þó ef til vill ekki unnt að framleiða fyrr en um eða eftir næstu aldamót. Er talið greinilegt, að þessi áætlun byggi á laser-geislum eða örgeislatækni úti í geimnum, sem að svo komnu er fremur fræðilegur en raun- verulegur möguleiki fyrir, en þó talið framkvæmanlegt. „Væri ekki betra að bjarga mannslífum en hefna þeirra," sagði Reagan í ræðu sinni. „Ég tel, að það sé betri leið fyrir hendi. Hún er sú, að hefjast strax handa um framkvæmd áætlunar um að mæta hinni geigvænlegu eldflaugahættu frá Sovétríkjun- um með varnaraðgerðum." For- setinn sagði ennfremur, að hið nýja varnarkerfi fæli í sér ýmis erfið tæknileg vandamál, sem örðugt væri að leysa, og því yrði hugsanlega ekki kleift að fram- kvæma slíka áætlun að fullu fyrr en um næstu aldamót. „Engu að síður er núverandi tækniþekking komin á svo hátt stig, að það er skynsamlegt að byrja strax að vinna að þessari áætlun. Það mun taka mörg ár, líklega áratugi og mikið starf á mörgum sviðum að koma henni í framkvæmd," sagði forsetinn. Þá sagði Reagan ennfremur, að ákaft væri unnið að því nú að skipuleggja slíkar rannsóknir til langs tíma. Takmarkið væri að útrýma þeirri hættu, sem stafaði af kjarnorkuvopnum. „Við sækj- umst ekki eftir hernaðaryfir- burðum né stjórnmálaávinningi", sagði forsetinn. „Takmark okkar er hið sama og takmark allra annarra þjóða, en það er að finna leiðir til að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Ég skora því á vísindamenn okkar, sem létu okkur í té kjarnorkuvopnin, að beina nú hinum miklu hæfi- leikum sínum að því takmarki mannkynsins og heimsfriðarins að láta okkur í té þau tæki, sem gert gætu kjarnorkuvopn úrelt og gagnslaus* Ronald Reagan Bandarfkjaforseti flytur sjónvarpsrsðu sína á miðvikudagskvöld. Til hliðar við hann er Ijósmynd, sem sýnir m.a. sovézkar MIG-herþotur á vesturhluta Kúbu. Stórfelld hernaðaruppbygging Sovétríkjanna í Vesturheimi Loftmyndir teknar af rússneskum herstöðvum í Mið-Ameríku Washington, 24. marz. AP. „í 20 AR hafa Sovétríkin unnið að því að öðlast geysilegan hern- aðarmátt og þau létu ekki staðar numið er hernaðarmáttur þeirra var kominn langt fram úr því, sem landvarnir þeirra þurftu og þau hafa ekki heldur látið staðar numið nú.“ Þannig komst Ron- 'i;i mmmmm Þessi Ijósmynd var sýnd, er Reagan forseti flutti sjónvarpsræðu sína i miðvikudagskvöld. Hún sýnir Sandino-flugvöll í Nicaragua og þann vopnabúnað, sem Rússar hafa komið þar fyrir. Á myndinni mátti m.a. sjá sovézkar þyrlur af gerðinni MI-8 og sovézkar loftvarnarbyssur. ald Reagan Bandaríkjaforseti að orði í sjónvarpsræðu þeirri, sem hann flutti á miðvikudagskvöld, þar sem hann gerði meðal ann- ars grein fyrir hernaðaruppbygg- ingu Sovétríkjanna í Vestur- heimi. Forsetinn sýndi fjórar svart- hvítar ljósmyndir, sem teknar voru úr bandarískum könnunar- flugvélum af sovézkum her- stöðvum, sem komið hefur verið upp á Kúbu, Grenada og Nicar- agua. Ein myndin sýndi 28 fer- mílna svæði við Lourdes á Kúbu, þar sem Rússar hafa komið sér upp fjarskipta- og njósnastöð. Sagði Reagan, að þessi stöð, sem væri í aðeins 160 km fjarlægð frá strönd Bandaríkjanna, væri sú „stærsta sinnar tegundar í öllum heiminum". Væri hún mönnuð 1500 sovézkum vísinda- mönnum, sem væru í beinu og viðstöðulausu sambandi við Moskvu. Önnur ljósmynd frá Kúbu, sem forsetinn sýndi, var af her- þotum á flugvelli af gerðinni MIG-23 og MIG-21, sem smíðað- ar eru í Sovétríkjunum. Þá sýndi forsetinn einnig ljós- myndir af sovézkum herþyrlum og fallbyssum við Sandino- flugvöll í Nicaragua og 3000 metra langa flugbraut, sem Kúbumenn hafa, með aðstoð Rússa, komið upp á Grenada, sem er lítil eyja á Karíbahafi. Andropov lagður inn á sjúkrahús Moskvu, 24. mars. AP. YURI ANDRPOV, leiðtogi Sovétmanna, hefur nú um viku skeið legið rúmfastur vegna hjartakvilla og veikinda í nýr- um. Eftir áreiðanlegum heim- ildum var Andropov strax fluttur á sjúkrahús og var þar enn í dag, að því best var vitað. Ekki hefur verið minnst á veik- indi leiðtogans í opinberum fjölmiðlum, en þau munu ekki vera þess eðlis, að honum stafi veruleg hætta af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.