Morgunblaðið - 25.03.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983
15
Á þessari mynd sjást bækistöðvar Sovétraanna í Lourdes á Kúbu. Um er að ræða stærstu njósna- og fjarskiptastöð
heims. Stöð þessi er innan við 200 km frá Bandaríkjunum. símamynd ap.
Ræða Reagans fordæmd í Sovétríkjunum:
Gervihjartaþeginn
Barney Clark látinn
William Devries stendur við hlið
Barney Clarke eftir að gervihjartanu
hafði verið komið fyrir í honum.
að hjartanu var komið fyrir í hon-
um. Að sögn lækna voru margir
samverkandi þættir þess valdandi
að Clark lét lífíð, en dauði hans
var sagður hafa verið sársaukalít-
ill og tekið skjótt af. Líkið verður
krufíð á næstu dögum.
„Dr. Clark var ótrúleg mann-
gerð. Hann var ákaflega hug-
rakkur og sterkur, andlega jafnt
sem líkamlega," sagði William C.
Devries, sá er kom gervihjartanu
fyrir í Clark á sínum tíma.
Clark hafði verið með talsverð-
an hita í tæpar tvær vikur áður
en dauða hans bar að höndum um
kl. 5 að íslenskum tíma í nótt.
Nýru hans voru hætt að starfa
eðlilega og ástand hans fór versn-
andi með hverri klukkustund sem
leið. Læknum kom þvi dauði hans
ekki á óvart.
Salt Lake-borg, 24. mare. AP.
Gervihjartaþeginn Barney Clark
lést í nótt í læknamiðstöðinni við
háskólann í Utah, 112 dögum eftir
SOVIET COMMUNICATIONS
INTELLIGENCE FACILITY
LOURDES, CUBA
ANTENNA FIELDS
SATELLITE
RECEIVERS
SOVIET
HEADQUARTERS
Tass segir afstöðu Bandaríkja-
stjórnar jafn óraunsæja og fyrr
ERLENT
Moskvu, 24. mars. AP.
SOVÉTRÍKIN vöruðu í dag við því, að uppsetning nýs varnarkefís á
borð við það, sem Ronald Reagan lýsti í ræðu sinni í gær, bryti í bága við
núverandi samninga ríkjanna tveggja.
1 opinberri yfirlýsingu frá
Tass-fréttastofunni sagði að
hugmyndir Reagans um ný vopn,
sem grandað gætu sovéskum
flaugum á flugi, væru skref í þá
átt að ná hernaðarlegum yfir-
burðum gagnvart Sovétríkjunum
og myndu raska því hernaðar-
jafnvægi, sem nú væri í heimin-
um.
Þá sakaði Tass Bandaríkjafor-
seta í annarri yfirlýsingu um að
reyna að skapa einhvers konar
hernaðarmóðursýki til þess að
styðja áætlanir sínar um stór-
aukin útgjöld til varnarmála.
Sagði Tass, að stöðgut væri reynt
að heilaþvo bandarískan almenn-
ing með hættunni, sem stafaði af
sovéskum vopnum. Þetta væri
gömul brella, sem enginn félli
lengur fyrir.
„Sjónvarpsræða Reagans und-
irstrikaði það enn einu sinni, að
Bandaríkjastjórn situr enn við
sama óraunsæja heygarðshornið
og virðir að vettugi kröfur meiri-
hluta kjósenda að þegar í stað
verði gripið til skjótra og áhrifa-
ríkra aðgerða til þess að stemma
stigu við vígbúnaðarkapphlaup-
inu,“ sagði einnig í yfirlýsingu
Tass.
Mynd þessi sýnir sovéskar orrustuþotur af gerðinni MIG-23 og MIG-21 á
flugvelli í vesturhluta KÚbu. Símamynd AP.
Viðbrögð við ræðu Reagans í Evrópu:
Ummæli forsetans eins
og í vísindaskáldsögu
London, 24. mars. AP.
VIÐBRÖGÐ evrópskra fjölmiðla við þeirri yfirlýsingu Reagans Bandaríkja-
forseta, að Bandaríkin hygðust koma sér upp varnarkerfí, sem fært væri um
að eyða sovéskum flaugum á flugi, voru í flestum tilvikum á þann veg, að
þeim fundust ummælin líkust hluta úr vísindaskáldsögu.
Blöð slógu upp frettum með
fyrirsögnum á borð við „Geisla-
byssur forsetans" og „Kjarnorku-
vopnin úrelt" og fleiru í þeim dúr.
Ræða forsetans var ekki tekin til
umfjöllunar í leiðurum vestrænna
blaða fyrir þá sök, að hún birtist
svo seint í nótt.
Opinbera pólska fréttastofan,
PAP, sagði í yfirlýsingu ummæli
forsetans með ólíkindum og
hugmyndina stefna öryggi alls
mannkyns, þar með talið Banda-
ríkjamanna, í stórhættu. Sagði
fréttastofan einnig, að ef
Bandaríkjamenn hæfu fram-
kvæmdir á þessu sviði væri ekki
hægt að búast við öðru en Sovét-
menn gripu til svipaðra aðgerða.
Jonathan Alford, aðstoðaryfir-
maður ALþjóða herfræðistofnun-
arinnar í Lundúnum, sagði að
margir vísindamenn myndu taka
ummælum forsetans með fyrir-
vara, sérstaklega með tilliti til
laser-geislans, sem forsetinn sagði
geta grandað sovéskum flaugum á
flugi.
„Þetta er gífurlega erfitt tækni-
verkefni," sagði Alford „og ég er
þeirrar skoðunar, að það kunni að
reynast svo örðugt í framkvæmd
að við þurfum ekki að gera okkur
vonir um að af því geti orðið."
Um möguleikana á því að
granda langdrægum eldflaugum á
flugi, sagði Alford, að það kynni
vel að vera hugsanlegt, en miklu
erfiðara væri að stöðva eldflaugar,
sem hefði minna flugþol og notað-
ar væru á nálægari skotmörk.
Gunnar Gunnarsson
hefur um langt skeið
venð einn virtasti höfunci-
ur á Norðurlondum
Ritsafn
Gunnars Gunnarssonar
J v. j \
Saga Borgaraettarmnar Vargur i véum
Svartfulg Sælir eru einfaldir
Fjallkirkjan 1 Jón Arason
Fjallkirkjan II Sálumessa
Fjallkrikjan III Fimm fræknisögur
Vikivaki Dimmufjöll
Heiðaharmur Fjandvinir
S r a_ r