Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983
29
Guðbjörn Guðmundsson
prentari - Kveðjuorð
Fjórtán voru þeir unglingarnir í
unglingadeild KFUM sem komu
saman í húsi KFUM hinn 11. maí
1911 til að stofna knattspyrnufé-
lag, sem hlaut nafnið Valur. Séra
Friðrik Friðriksson var hlynntur
þessu framtaki, en leyfi séra Frið-
riks þurfti að koma til, sem og var
fyrir hendi.
Það var m.a. fyrir forgöngu
Guðbjörns Guðmundssonar að
þetta tókst. Nú eru allir frumherj-
arnir horfnir yfir móðuna miklu,
en síðastur kvaddi Guðbjörn Guð-
mundsson, en hann lést 13. þ.m.,
88 ára að aldri.
Með andláti Guðbjörns á Valur
ekki aðeins að sjá á bak frumherj-
anum, heldur einnig góðum og
merkum félaga, sem ætíð lét sig
miklu skipta hag og heill félags-
ins. Hann fylgdist með öllum fé-
lagslegum hræringum innan Vals.
Hann gladdist yfir velgengni fé-
lagsins inná við, sem útá við en
harmaði þegar miður gekk.
Guðbjörn var meðlimur full-
trúaráðsins. Hann lét sig aldrei
vanta á fundi þess og fylgdist sér-
lega vel með og lagði ætíð gott til
mála.
Það var gaman og jafnframt
lærdómsríkt að hlusta á Guðbjörn
rifja upp endurminningar sínar
um gamla daga í Val, bæði í frá-
sagnarformi á fundum eða (einka-
samtölum. Frásögn hans var lif-
andi og fjörug enda minnið trútt
og áhuginn eftir því. Þó umsvifin
fram eftir árum væru ekki stór-
brotin, barið saman við seinni árin
og frumbýlingsbragur á hlutun-
um, var samt ýmislegt gert sem
glæddi áhugann og samstöðuna.
Farið í ferðalög ýmist gangandi
eða á hjóli, ruddir knattspyrnu-
vellir, efnt til skemmtana o.fl.
Guðbjörn var gerður heiðursfé-
lagi Vals á 20 ára afmæli félags-
ins.
Með Guðbirni Guðmundssyni er
síðasti stofnfélaginn og sá sem
beitti sér hvað mest fyrir því að
Valur varð til — hann var óum-
deilanlega brautryðjandinn —
horfinn. Við kveðjum þig hinstu
kveðju þakklátum huga, jafnframt
því sem við minnumst hinna
stofnfélaganna nú á þessari
stundu. Innilegar samúðarkveðjur
eru sendar ættingjum, venslafólki
og vinum Guðbjarnar.
Knattspyrnufélagið Valur.
Frá undankeppni íslandsmótsins I sveitakeppni. Sveit Aðalsteins Jörg-
ensens frí Hafnarfirði komst nokkuð öruggleag í úrslitakeppnina f
fyrsta sinn. Hér spilar „kapteinninn" ásarat spilafélaga sínum, Stefáni
Pálssyni, gegn sveit Gunnars Þórðarsonar frá Selfossi. Forseti Bridge-
sambandsins, Kristófer Magnússon, fylgist með gangi mála.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag kvenna
Staðan í aðalsveitakeppninni
eftir 6 umferðir er þessi:
Alda Hansen 81
Þuríður Möller 72
Aldís Schram 72
Sigríður Ingibergs 69
Hrafnhildur Skúladóttir 69
Gunnþórunn Erlingsdóttir 68
Hermann Tómasson —
Ásgeir Stefánsson 184
Viðar Guðmundsson —
Pétur Sigurðsson 112
Ragnar Björnsson —
Þórarinn Árnason 108
Hannes Ingibergsson —
Jónína Halldórsdóttir 98
Þorsteinn Þorsteinsson —
Sveinbjörn Axelsson 90
Sigurður ísaksson —
Edda Thorlacíus 82
Stefán Ólafsson —
Valdimar Elíasson 78
Gísli Benjamínsson —
Jóhannes Sigvaldason 54
Hermann Ólafsson —
Gunnlaugur Þorsteinsson 32
Bridgefélag
Hornafjarðar
Staðan í sveitakeppninni er nú
þessi:
Sv. Jóns Gunnarssonar 65 (2
leikir eftir).
Sv. Skeggja Ragnarssonar 63 (2
leikir eftir).
Sv. Árna Stefánssonar 40 (1 leik-
ur eftir).
Sv. Svövu Gunnarsdóttur 39 (1
leikur eftir).
Sv. Björns Gíslasonar 38 (3 leikir
eftir).
Bridgedeild Barð-
strendingafélagsins
Mánudaginn 21. marz lauk
Barómeterkeppni félagsins með
þátttöku 26 para. Sigurvegarar
urðu Ragnar Þorsteinsson og
Helgi Einarsson.
Úrslit: sUg
Ragnar Þorsteinsson —
Helgi Einarsson 222
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Þegar spilaðar hafa verið 14
umferðir í Barómeter-tvímenn-
ingi félagsins er staða efstu para
eftirfarandi:
stig
Aðalsteinn Jörgensen —
Stefán Pálsson 140
Björn Eysteinsson —
Guðmundur Hermannsson 140
Kristófer Magnússon —
Guðbrandur Sigurbergssonl33
Árni Þorvaldsson —
Sævar Magnússon 131
Ragnar Magnússon —
Rúnar Magnússon 127
Ólafur Valgeirsson —
Ágúst Helgason 109
Eins og sjá má hefur færst
mikil spenna í mótið eftir að for-
setinn og Guðbrandur hófu að
gefa út punkta og töpuðu í fyrsta
sinn forystunni í mótinu. Næstu
umferðir verða spilaðar nk.
mánudagskvöld 28. 3. og samkv.
venju hefst baráttan stundvfs-
lega kl. 19.30.
OTRULEGT!
Vegna hagstæöra innkaupa getum viö boöið fjölmargar geröir
af hinum landsþekktu SUPERIA reiöhjólum á ótrúlega
lágu veröi:
Gerö „Touring" 10 gíra 28“ ..................... Kr. 3.035
Gerö „Minerva" gíralaust 28“ ................... kr. 3.095
Gerö „Diana“ 5 gíra 28“ ........................ kr. 3.750
Gerö „Bristol“ gíralaust 26“ ................... kr. 3.800
Gerö „Voyager“ 10 gíra 28“ ......................T<r4r4QQ-
Stelpu eöa strákahjól gíralaust 24“ ............. kr.2.250
Stelpu eöa strákahjól 4 gíra 24“ ............... kr. 2.800
Gerö „Vivi“ barnahjól gíralaust 16“ ............ kr. 2.140
Nú er um aö gera aö hafa hraöan á og tryggja sér nýtt Superia
hjól fyrir voriö, því aöeins er um takmarkaöan fjölda hjóla
aö ræöa.
Góöir greiðsluskilmálar.
Sendum í póstkröfu um land allt.
Opiö til kl. 16 á laugardag.
10 gíra hjól frá kr. 3.095
superiaH
Hjól & Vagnar
super h)ói a super »erði Háteigsvegi 3, 105 Reykjavik, Simi 21511
POLAROID augnabliksmyndir
hrókur alls fagnaðar
í fermingarveislunni
TILBOÐ
TILVALIN
FERMINGARGJÖF
Þú sparar meira
en 500 kr!
)% afsláttur Polaroid 1000 Áöur Nú aö- eins
myndavél meö flash 1.438 865
Polaroid 5000 *
myndavél meö
autofocus og flash 1.637 985
Polaroid augnabliksmyndir eru
fallegar, litríkar og skarpar.
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.
LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811
Gríptu gæsina meðan hún gefst!