Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 53 séu kjarnorkuvopn. Það er niður- staðan í samtalinu ...“ Eyjólfur K. Jónsson, Sjálfstæð- isflokki, sagði meðal annars: „Það er líka mjög alvarlegt að til skuli íslenskir menn sem sí og æ eru að reyna, jafnvel með rangtúlkun og rangþýðingum eins og hér kom fram áðan, að koma því á fram- færi að einhverjir erlendir sér- fræðingar haldi þvi fram og telji sig jafnvel vita og vera sannfærða um að á íslandi séu kjarnorku- vopn. Það er alvarlegt mál og það er sjálfsagt að rannsaka það ofan í kjölinn, svo að engum geti bland- ast hugur um að ísland er og verð- ur kjarnorkuvopnalaust land.“ Gagnrýni í Reykjavík og Washington Fréttaþáttur Hallgríms Thor- steinssonar var tekinn til umræðu í útvarpsráði 23. maí 1980 og þar lét Markús Örn Antonsson, full- trúi Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann færi fram á að fá ýmis gögn í málinu, t.d. fréttahandrit og upp- tökur af öðru töluðu máli sem ekki hefði verið notað. Markús Örn sagði í samtali við Morgunblaðið 24. maí, að ástæðan fyrir bókun sinni væri sú, að ákveðnar grun- semdir hefðu vaknað hjá mönnum um að þarna væri um að ræða samsæri herstöðvaandstæðinga og tiltekinna fréttamanna útvarpsins og þessu máli í umfjöllun útvarps- ins væri aðeins stillt upp sem ein- um lið í miklu stærri áróðursher- ferð. Hinn 3. júní var að nýju fluttur Víðsjár-þáttur í hljóðvarpinu þar sem fleiri en einn fréttamaður lögðu til málanna. Rætt var við Ólaf Jóhannesson utanríkisráð- herra og sérfræðinga frá SIPRI, sem er alþjóðleg friðarrannsókna- stofnun í Stokkhólmi, IISS, sem er alþjóðleg hermálastofnun í Lond- on, og sérfræðinga í Washington. Enginn þessara aðila taldi að kjarnorkuvopn væru á íslandi. Má segja, að með þessum hætti hafi fréttastofa útvarpsins brugðist við þeirri hörðu gagnrýni sem hún varð fyrir vegna einhliða mál- flutnings í þætti Hallgríms Thorsteinssonar. í skeyti bandaríska utanrikis- ráðuneytisins til sendiráðsins i Reykjavík frá 23. maí 1980 segir, að daginn áður hafi Gene La Rocque, forstjóri Center for De- fense Information, hringt í utan- ríkisráðuneytið til að skýra frá samtali sínu við Hans G. Ander- sen, sendiherra íslands í Wash- ington. Sagðist La Rocque hafa bent sendiherranum á það, að ein- faldasta leiðin til að ganga úr skugga um hvort kjarnorkuvopn væru á íslandi væri sú að spyrja Bandaríkjastjórn um það. Stjórn- in hefði hvort eð er oft brotið þá meginreglu að játa hvorki né neita tilvist kjarnorkuvopna. La Rocque sagðist einnig hafa skýrt sendi- herranum frá því, að hann hefði aldrei séð kjarnorkuvopn á Is- landi, svo að hann gæti ekki sagt afdráttarlaust að þau væru þar. Síðan vék La Rocque talinu við bandaríska utanríkisráðuneytið að útvarpsviðtali William Arkins við Hallgrím Thorsteinsson. Hann sagði, að það væri ekki stefna CDI að halda fast við það, að á íslandi væru kjarnorkuvopn, en hins veg- ar væri vissulega margt sem benti til þess. „sure a lot of tell-tale signs“. íslendingar yrðu að ákveða þetta, CDI léti aðeins i té upplýs- ingar. Hann lét í ljós nokkra óánægju yfir þvi, að Arkin skyldi hafa látið hafa sig út í beint viðtal við íslenska útvarpið, viðtal sem Arkin hefði „gefið" frá heimili sínu og sagðist mundu reyna að koma í veg fyrir að Arkin færi á öldur Ijósvakans, „on the air“, framvegis. Hann velti því fyrir sér, hvers vegna varnarliðið hefði vísað til handbókar um öryggis- ráðstafanir vegna kjarnorkuvopna í almennum kynningarbæklingi og lauk samtalinu með því að segja, að hann vissi hve þessi mál væru viðkvæm en CDI reyndi aðeins að senda frá sér upplýsingar. Sjálfur sagðist hann hafa komið til Kefla- víkur fyrir 10 árum. Þessi afstaða La Rocque í sam- talinu við bandaríska utanríkis- Qlafur R. Grímsson um Gene La Rocque og CDI: „Ettgin minniháttar stofnun eða einhver óþekktur karl...“ The Center for Defense Information An Indep«nd«n1 R—arch Institute . . . • devoted to providing the pubiic wlth tactual mformation on mílitary issues • dedicated to makmg available contmumg. objective information and analyses of our national defense — information which is free ol the special interest of any govemment. military. political or mdustrial orgamzation Established in 1972 as a project of The Fund for Peace. the Center's staff combmes extensive military, government and academic experience The Center s policy supports a strong defense but opposes excessive expenditures or forces It beiieves that strong sociai. economic. ar»d political structures contribute equally to national security and are essentiai to the’strength and viabiiity o> Our country The Center s reputation and credibility as a re- liable source of mformation and arialyses on de- fense issues grow each year The Center s fmdings have played an important role m U S policy decisions which resulted m • Cancellation of the 8-1 bomber • Cancellation of nuclear stnke cruiser • Cancellation of additional heavy attack air- craft carners • Cancellation of new anti-bomber defenses • Slow-down in development of new land-based mobile ICBM (MX) • Reduction of U S arms saies overseas • Withdrawal of U S ground forces from Korea • Demilitarization of the Indian Ocean Rear Admiral Gene R. La Rocque U.S Navy (Ret) Director. Center for Defense Information Commissioned as an Ensign m March 1941. Admiral La Rocque was servmg on USS Macdonagh at Pearl Harbor m December 1941 Durmg World War II. he served m the Pacific and was cited for his parlicipation in 13 combat operations After World War II he attended the Naval War Col- lege and the Industrial College of the Armed Forces m Washmgton. D C Duty ashore mcluded the Faculty of the Navai War Coilege and Strategic Plannmg m the Office of the Chief of Naval Operations and in the Joint Chiefs of Staff He served seven years in the Pentagon and while there was awarded the Legion of Ment for his perform ance of duty as a strategic pianner £ Brigadier General B.K. Gorwitz U S. Army (Ret) Deputy Director. Center for Defense Information General Gorwitz commanded platoon through division m combat through World War II Korea and Vietnam He has served on the Strategic Plans and Policy Staff. Jomt Chiefs o» Staff. in Operations Re- search and Systems Analysis and on the Army General Staff He is a U S master parachutist with parachute wmgs of both Itahan and German armies He holds many combat decorations mcludmg the Distinguished Service Medal and Legion of Ment with two clusters He holds a Master s degree in Busmess Admmistration and is a graduate of the Opna úr kynningarbæklingi Center for Defense Information. Ef myndirn- ar prentast vel, sjást þeir forstöðumennirnir Gene La Rocque, fyrrum aðmíráil, og B.K. Gorwitz, fyrrum hershöfðingi. Hinn sfðarnefndi er nú hættur störfum hjá stofnuninni. Ólafur R. Grímsson flutti ræðu á alþingi 15. maí 1981 og gerði meðal annars að umtals- efni, að um það hefði verið deilt, hvort „kjarnorkusprengjan sjálf væri staðsett hér á íslandi". Sagðist ólafur vilja endurtaka það, að hann hefði „aldrei tekið afstöðu með því eða á móti hvort kjarnorkuspreMjan sjálf væri hér staðsett". Olafur sagði: „Ég hef aldrei fullyrt neitt um það. Það eina, sem ég hef sagt, er að vekja athygli manna á þvi, að viðurkenndir alþjóðlegir sér- fræðingar í þessum efnum hafa fullyrt að svo sé ... Við getum nefnt Center for Defense In- formation, sem hér var til um- ræðu síðastliðið sumar, og for- svarsmann þeirrar stofnunar, La Rocque hershöfðingja. Það voru ýmsir hér á landi sem fannst ekki mikið til þess koma þó að einhver La Rocque væri að segja eitthvað úti í heimi, jafnvel þótt hann væri fyrrverandi flotafor- ingi NATO og hefði gegnt trún- aðarstörfum í Miðjarðarhafs- flota Bandaríkjanna. En ég vek athygli háttvirtra þingmanna á því, að til þeirrar ráðstefnu evr- ópskra og bandarískra sérfræð- inga um hernaðaruppbyggingu Evrópu, sem vakið hefur mesta athygli á undanförnum misser- um, var boðað af þessum sama hershöfðingja. Hann er a.m.k. það mikið nafn f veröldinni að hann getur fengið til að koma saman á annað hundrað fremstu hernaðarsérfræðinga Atlants- hafsbandalagsríkjanna og ann- arra ríkja í Evrópu, fyrrv. her- foringja NATO, núv. starfsmenn bandalagsins, heimsfræga pró- fessora við evrópska og banda- ríska háskóla. Hann er sá sem kallaði saman ráðstefnuna i Gröningen. Slíkt er nafn hans í augum þessara manna að þeir samþykkja allir að taka sér ferð á hendur og setjast með honum og öðrum að þessari umræðu. Og blöð eins og Observer, Sunday Times og Dagens Nyheter, svo að ég nefni bara nokkur af þekktari veraldarblöðum á Vesturlönd- um, töldu það öll nauðsynlegt að segja ítarlega frá þessum fundi sem La Rocque efndi til og Cent- er for Defense Information stóð fyrir. Það er þess vegna engin minniháttar stofnun eða einhver óþekktur karl, einhver ómerk- ingur sem hefur haldið þessu fram. Ég er ekki að fullyrða hér að hann hafi rétt fyrir sér, ég tek það aftur skýrt fram, en ég er einfaldlega að benda mönnum á að það er ekki einfaldlega hægt að veifa burtu með hendinni orð- um manna sem hafa þessa stöðu í því alþjóðlega samfélagi sem fæst við þessi mál frá degi til dags árið inn og árið út.“ Aðdáun ólafs R. Grímssonar leynir sér ekki þegar hann lýsir afrekum og áhrifamætti Gene La Rocque og kemur þessi að- dáun vel saman við undirtektir Ólafs við sjónarmið aðmírálsins fyrrverandi sumarið 1980. At- hyglisverð eru einnig ummæli Ólafs um afstöðu hans sjálfs til þess, hvort hér hafi verið kjarn- orkuvopn eða ekki. Er lesendum bent á að bera þau saman við tilvitnunina í orð ólafs sem birt eru í fyrsta kafla meðfylgjandi greinar. Þjóðviljinn hyllti Gene La Rocque 29. júní 1982 í tilefni af viðtali við hann í sænska blaðinu Dagens Nyheter. Þjóðviljinn segir, að La Rocque sé á sjötugs- aldri og eigi að baki 32 ár í þjón- ustu bandaríska flotans. Hann hafi verið í Pearl Harbor þegar Japanir gerðu árásina í desem- ber 1941 og tekið þátt í 13 sjóorr- ustum í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið hafi hann kennt við ýmsa háskóla er hermennsku kenna og verið sjö ár hernaðar- sérfræðingur í bandaríska varn- armálaráðuneytinu í Pentagon í Washington. Hér að ofan kemur auk þess fram hjá ólafi R. Grímssyni, að aðmírállinn fyrr- verandi hafi auk þess starfað fyrir NATO og verið í Miðjarð- arhafsflota Bandaríkjanna. Gene La Rocque segir ástæð- una fyrir því að hann sneri við blaðinu og tók að berjast gegn hinni opinberu öryggismála- stefnu Bandaríkjanna vera ein- falda: „Ég er sannfærður um að við köllum yfir okkur kjarnorku- strið í náinni framtíð, verði haldið áfram á sömu braut.“ Hann segist vilja, að Bandarfkin nemi á brott öll kjarnorkuvopn sín í Evrópu. „Síðan má ræða hvernig hefðbundnum vörnum verður háttað þar,“ segir hann í Dagens Nyheter samkvæmt frásögn Þjóðviljans. Þjóðviljinn segir, að Gene La Rocque hafi stofnað Center for Defense Information í Wash- ington fyrir rúmum 10 árum og það sé höfuðkenning upplýs- ingamiðlunar stofnunarinnar, að það sé nóg komið af kjarnorku- vopnum. „Center for Defense Information er vísindastofnun í hermálafræðum og miðlar upp- lýsingum um vopnakapphlaupið til þingsins og almennings," seg- ir Þjóðviljinn og bætir við: „Hún hefur einnig í frammi víðtæka kynningarstarfsemi, sýnir myndir, skipuleggur ráðstefnur sérfræðinga (hin síðasta fjallaði um áhrif kjarnorkustríðs í Evr- ópu) og býður upp á fyrirlestra- hald.“ Hér á landi hafa Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna beitt sér fyrir sýningu á kvikmynd frá þessari stofnun um hættur af kjarnorkustríði. Þegar sovésk „friðarnefnd" hélt blaðamannafund í húsakynnum MÍR við Lindargötuna í Reykja- vík 21. október 1981, lýstu nefnd- armennirnir því fjálglega yfir að þeir hefðu einmitt sýnt í MÍR- salnum kvikmynd frá Center for Defense Information. William Arkin, starfsmaður CDI, sem dróst inn í kjarnorku- umræðurnar í maí 1980 fyrir til- stilli fréttastofu hljóðvarpsins, lýsti stofnuninni þannig f sam- tali við starfsmann bandaríska utanríkisráðuneytisins, að hún væri „vinstra megin við miðju“, hefði verið stofnuð 1971 (gerðist 1972). Hún væri andvíg hernað- arbákninu og þar störfuðu 15 rannsóknamenn. Stofnunin helg- aði sig fremur hernaðarmætti Bandarikjanna en andstöðu við Sovétríkin. ráðuneytið kemur heim og saman við ummæli David Johnsons, rannsóknastjóra CDI, í Morgun- blaðinu 24. maí, en hann sagði: „Ég tel að stofnunin sé orðin of flækt í þetta mál, allar okkar röksemdir eru byggðar á vanga- veltum." Yfirlýsing utanríkis- ráðuneytisins og CDI Hinn 23. maí sendi utanríkis- ráðuneytið í Reykjavík frá sér fréttatilkynningu, þar sem fram kemur að handbókin sem William Arkin sá að vísað var til í kynn- ingarbæklingnum um varnarstöð- ina í Keflavík sé í öllum mikilvæg- um stöðvum á vegum bandaríska flotans um allan heim. Handbókin sé send til „stöðva á vegum banda- ríska flotans, óháð því hvort þar eru geymd kjarnorkuvopn eða ekki..." f skeytum bandaríska utanríkisráðuneytisins kemur fram að umrædd tilvísun til hand- bókarinnar hafi verið tekin út úr kynningarbæklingi varnarliðsins 1979 þannig að Arkin hafi skoðað bækling frá 1978 þar sem tilvísun- ina var að finna. Hinn 31. maí 1980 birti Morgun- blaðið yfirlýsingu frá Center for Defense Information um kjarn- orkuvopn og fsland. Þar er vísað til þess að í Keflavík sé helsta eft- irlitsstöð Bandaríkjanna og kaf- bátavarnastöð á sjóleiðunum á Norður-Atlantshafi. Kafbáta megi eyðileggja bæði með kjarnorku- vopnum og venjulegum vopnum. Á vellinum séu P-3C Orion-kafbáta- leitarflugvélar sem geti borið kjarnorkuvopn, þar séu einnig Phantom-orrustuvélar sem geti borið kjarnorkuvopn og síðan er getið um handbókina margum- ræddu. Síðan segir: „Ofangreint bendir til þess, að kjarnorkuvppn kunni að vera á fslandi eða að þau kunni að verða flutt til íslands á hættu- eða stríðstímum." f lok yf- irlýsingarinnar segir: „Skynsam- leg hernaðarleg áætlanagerð fyrir styrjöld við Sovétríkin krefst þess, að kjarnorkuvopnum sé fyrir kom- ið nálægt þeim tækjum, sem eiga að bera þau eins og gert er í öðrum Evrópulöndum." Telur stofnunin óvarlegt að reikna með að unnt verði að fljúga með kjarnorkuvopn til íslands frá Bandaríkjunum eftir að styrjöld við Sovétríkin hefði byrjað. Hvort skilja á þessi ummæli úr yfirlýs- ingu CDI á þann veg, að hún telji fslandi betur borgið með því að hafa kjarnorkuvopn hér á landi, er óvarlegt, en hitt er víst, að hvergi kemur fram í yfirlýsingu stofnun- arinnar, að gjörbreyting hafi orðið á starfsemi varnarliðsins með til- komu AWACS-flugvélanna til landsins eins og Jón Ásgeir Sig- urðsson, Þjóðviljinn og Olafur R. Grímsson héldu fram. Öryggismálanefnd skerst í leikinn Eins og fram hefur komið, hafði Gunnar Gunnarsson, starfsmaður öryggismálanefndar, þar sem sitja fulltrúar þingflokkanna fjögurra, samband við William Arkin strax eftir útvarpsþátt Hallgríms Thorsteinssonar. Nefndin gaf út greinargerð vegna umræðna og skrifa um kjarnorkuvopn á íslandi og er hún dagsett 16. júlí 1980. Gunnar Gunnarsson hafði sam- band við sérfræðinga austan hafs og vestan og safnaði öllu tiltæku efni þar sem getið var um kjarn- orkuvopn á íslandi. Við þessa at- hugun kom það í ljós, að Barry Schneider, starfsmaður CDI, sem 1975 birti greinina í riti stofnun- arinnar, „Defense Monitor", var eini heimildamaðurinn að þeirri fullyrðingu, að kjarnorkuvopn væru á íslandi. Friðarrannsókna- stofnunin í Stokkhólmi, SIPRI, hafði byggt á grein Schneiders, þegar hún fullyrti að hér á landi væru kjarnorkuvopn. Kafli úr þessari grein hafði birst í ritinu „Bulletin of Peace Proposals" og Barry Schneider var höfundur greinarinnar í „Bulletin of the Atomic Scientist", sem Hallgrím- ur Thorsteinsson vitnaði til án þess að geta höfundar. Þá hafði grein Schneiders verið færð inn í þingtíðindi Bandaríkjaþings. Gunnari Gunnarssyni tókst ekki að ná tali af Schneider. í greinar- gerðinni hefur Gunnar það eftir William Arkin, að Schneider hefði sagt honum „að hann væri tiltölu- lega viss um (reasonably confid- ent), að um réttar upplýsingar væri að ræða“. Síðan segir í grein- argerð Öryggismálanefndar: „f viðtali við David Johnson og William Arkin í Washington þ. 16.6. sl. (1980, innsk. Bj.Bj.) sagð- ist Johnson, sem hefur umsjón með rannsóknum CDI, minnast þess, að þegar The Defense Moni- tor var gefinn út í febrúar 1975 hafi hann persónulega ekki talið heimildir nægilega áreiðanlegar og viljað kanna málið frekar. Gene La Rocque, fyrrv. aðmíráll og for- stöðumaður stofnunarinnar, hefði hins vegar tekið ákvörðun um út- gáfu.“ Þá skýrir Gunnar Gunnarsson frá samtali við þá Gene La Rocque og Bertram K. Gorwitz, fyrrum hershöfðingja og aðstoðarfor- stjóra CDI, í skrifstofum stofnun- arinnar sem fram fór 20. júní 1980. Segir Gunnar, að þessir tveir forstöðumenn CDI hafi gengið lengra en í yfirlýsingu CDI sem birtist í Morgunbíaðinu 31. maí og beinlínis haldið því fram að á ís- landi væru kjarnorkuvopn. Þá segir: „Er La Rocque var spurður heimilda fyrir niðurstöðu „The Defense Monitor", febrúar 1975, svaraði hann því til, að Center for

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.