Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 27

Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 •■•■■■■■SSSSS8«5”SSSS ILpiipi; S Pii !B Dökku Detirnir á kortinu sýna helstu dvalarstaði rostunga, en kortið er tekið úr bókinni „Handbook of Marine Mammals". gegn hvalveiðum okkar Islend- inga. Á meðan Valli svamlaði í þar til gerðri sundlaug í dýragarði á austurströndinni eftir að hafa verið „fiskaður" upp úr sjónum, tóku náttúruverndarmennirnir þá ákvörðun að hann ætti hvergi heima nema við Grænlands- strendur. Á meðan brezku stór- blöðin kepptu sín á milli um að fá að borga hluta af „heimflutningi" Valla gegn einkarétti á ferðasög- unni, hugsuðu forráðamenn Flug- leiða í London og forsætisráð- herra, Gunnar Thoroddsen, sem af tilviljun var staddur í London á sama tíma, sitt. Auk þess að fá útrás fyrir mannkærleika hlytu náttúruverndarmenn heimsins að líta hvalveiðiþjóðina norður í höf- um í nýju ljósi ef þeir biðu Valla flugferð upp á skerið. Boðið var þegið og Valli var heiðursgestur í sömu flugvél og forsætisráðherra og frú hans heim til íslands. Flugleiðir borguðu helming kostnaðar, ríkisstjórnin hinn. Valla fylgdu þrír verndarar, einn dýralæknir og einn fulltrúi frá hvoru náttúruverndunarsam- takanna. Þeir fullvissuðu aðila um, að í Keflavík biði bátur sem flytja myndi Valla áfram að Grænlandsströndum. Dönsk stjórnvöld höfðu gefið leyfi til að honum yrði skellt þar í sjóinn og ekkert átti að verða í veginum fyrir viðkomunni á íslandi, því sjálfur forsætisráðherrann var gestgjafi. Þá voru og með í förinni þrír brezkir blaðamenn. Valli sjálfur hafði minnst um allt bramboltið að segja. Mæðulegt andvarp, í mesta lagi fnæs, var það eina sem hann hafði til mál- anna að leggja, þegar forsætis- ráðherrahjónin og samfarþegar heilsuðu upp á hann á leiðinni, þar sem hann flatmagaði í sérsmíðuð- um kassa sínum í farang- ursgeymslu vélarinnar. Eins og í öllum alvöruævin- týrum fór ekki allt eins og áætlað var. Þegar til Kefla- víkur kom reyndist enginn bátur bíða Valla og leit út fyrir um tíma að hann yrði „stop-over“ um ófyr- irséðan tíma á vellinum. Honum var þá boðin gisting í Sædýra- safninu við Hafnarfjörð en nátt- úruverndarmennirnir og dýra- læknirinn brezki þvertóku fyrir það að Valli þægi slíkt boð. Kannski er það tilviljun, en undir- ritaðri er kunnugt um, að annar náttúruverndarmannanna í verndarahópi Valla, Mark Carw- ardine, fulltrúi World Wildlife Fund, var staddur hérlendis ný- verið aðeins nokkrum dögum áður en þessi sömu náttúruverndar- samtök skáru upp herör gegn Sæ- dýrasafninu við Hafnarfjörð. Bátseigandi nokkur bauð vernd- urunum þjónustu sína eftir að Valli varð strandaglópur, en þá kom í ljós að farareyrir var af skornum skammti og mátti helst skilja að Valli ætti að komast áfram norður „á puttanum". Bresku blaðamennirnir borguðu það sem borga þurfti, svo sem mat og gistingu verndaranna yfir helg- ina. Valli sat sem sagt fastur í kass- anum sínum á Keflavíkurflugvelli síðdegis þennan laugardag sem hann kom frá London og upphófst nú langvinn og oft á tíðum spaugi- leg barátta fyrir áframhaldandi flutningi Valla norður á bóginn. Baráttan var að mestu háð í gegn- um símtæki afgreiðslu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli og varð ekki hjá því komist að dást að þolin- mæði og langlundargeði starfs- fólksins á staðnum. Varnarliðsm- enn tóku Valla samstundis í gist- ingu í einu af flugskýlum sínum og lögðu á ráðin um flutning á hon- um flugleiðis. Þegar til kom fékkst ekki tilskilið leyfi á æðri stöðum fyrir vestan haf, en þá hafði verið haft samband við dönsk stjórn- völd á ný til að afla leyfis til að setja Valla á landið sjálft Græn- land í stað þess að skella honum útbyrðis, eins og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Verndararnir og brezku blaða- mennirnir voru í stöðugu sam- bandi við Bretland. Brezk stjórn- völd höfðu samband við bandarísk stjórnvöld. Forsætisráðherra og nánustu samstarfsmenn hans fengu varla stundlegan frið fyrir símhringingum alla helgina og hið sama var að segja um utanríkis- þjónustumenn. Æðstu yfirmenn NATO og bandaríska sjóhersins fengu þetta einstæða verkefni til umfjöllunar og að sögn frétta- fulltrúa varnarliðsins var saga Valla kominn upp allan valdastig- ann, þó sluppu íbúar Hvíta húss- ins fyrir horn. Valli sat áfram hið fastasta, strandaglópur á flugvellinum, en virtist taka þessu með heimspeki- legri ró. Hið sama varð ekki sagt um verndara hans, því þegar leið á sunnudaginn sendu þeir frá sér í heimspressuna ófagra spádóma um lífslíkur Valla, ef fram héldi sem horfði. Þar sem vera Valla á íslandi byggðist á gestrisni íslenzkra stjórnvalda var um fátt annað að ræða en að koma honum brott hið fyrsta. Málalok urðu því þau, að flaggskip íslenzku Landhelgis- gæzlunnar, Týr, var fengið það hlutverk af forsætisráðherra í lok helgarinnar að koma Valla að ströndum Grænlands. Þess má geta að í öllu umstanginu hafði m.a. verið haft samband við Grænlending einn til að leita ráða og aðstoðar, ef til þess kæmi að Valli yrði settur á land í Græn- landi. Vakti saga Valla óstöðvandi hlátur Grænlendingsins. Hann sagði því ekkert til fyrirstöðu að aðstoða Valla, en eitt væri víst: Grænlendingar myndu 'nota fyrsta tækifæri til að skjóta hann, því rostungur sem sæist einn á ferli á þessum árstíma væri annað hvort veikur eða að dauða kominn. Þá sagði hann einnig, að lífslíkur Valla væru varla meiri ef hann yrði settur inní miðja rostunga- hjörð, ef einhver slík fyndist, því kynbræður hans myndu áreiðan- lega verða snöggir til að losa sig við fyrirbæri, sem slíkt umstang hefði verið í kringum. Rostungar eru friðaðir að undanskildu því að eskimóar mega veiða hann tak- markað til eigin nota, en rost- ungskjöt er einvörðungu notað til hundaeldis. Heimflutningi Valla lauk þegar honum var sleppt af áhöfn flaggskipsins úr kassa sínum á ísjaka við strönd Grænlands eftir um sólarhrings tíma frá Keflavík, nánar tiltekið um tíu sjómílum norður af veður- athugunarstöðinni Aqutiteq, eða um 228 sjómílum norðvestur af Bjargtöngum. Valli teygði úr stirðum hreifum í nokkrar mínút- ur en demdi sér síðan í sjóinn og synti áleiðis til lands. Á móti hon- um tók útselur, að því er varð- skipsmenn töldu, en verndararnir úrskurðuðu skepnuna rostung, en engar vígtennur sáust á henni sem eru aðaleinkenni rostunga, auk skeggsins. Um afdrif hans vitnaðist á þeim tíma fátt, en í janúarmánuði sl., nánar tiltekið 11. janúar, rifjaðist upp saga Valla víðförla, þegar rostungs varð vart í Rifshöfn á Snæfellsnesi. Var þar kominn rostungur sem allt benti til að væri enginn annar en Valli. Ald- urinn var sá hinn sami sem Valli átti að vera á. Hann hafði af eðli- legum ástæðum bætt á sig 2—3 hundruð kílóum, en aðra vígtönn- ina vantaði, eins og í Valla og Rifshafnarrostungurinn virtist áður hafa komist í návígi við mannskepnur, án þess að telja sig þurfa að óttast neitt af þeirra hálfu. Þegar útilokunaraðferðinni hafði verið beitt, t.a.m. með kyn- ferði, var því slegið föstu, að þarna væri Valli kominn á ný og ýmsar getgátur á lofti um ástæð- una. Frestur okkar til að mótmæla hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiði- ráðsins var að renna út og leiddu menn líkur að því að Valli væri kominn til að leggja frændum sín- um, hvölunum, lið, jafnvel okkur, sem hann þekkti af allt öðru „skutli“ en náttúruverndarmenn. Þá var Friðjón Þórðarson í próf- kjörsbaráttu í kjördæminu og kannski vildi Valli launa forsæt- isráðherra greiðann forðum með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.