Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 61 Trésmiðja Þorvalds Ólafssonar í Keflavík: Verður ein stærsta trésmiðja landsins EITT slsersta trcsmíðaverkstæði á landinu er nú að komast í gagnið í Keflavík, Trésmiðja Þorvalds ðlafs- sonar hf. Þorvaldur hefur nýlega byggt við 10 ira gamalt verkstæði sitt 1200 fm og hefur nú til umráða um 2000 fm gólfflöt. Þá hefur hann keypt fjöldann allan af stórvirkum tækjum sem eiga að bæta sam- keppnisaðstöðu fyrirtækisins. „Við hófum byggingarfram- kvæmdir í ágúst og lukum verkinu nú í febrúar. Síðan höfum við ver- ið í því að koma nýju vélunum fyrir," sagði Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru um 100 tonn af tækjum sem við þurf- um að koma fyrir og við reiknum með því að allt verði klappað og klárt eftir mánuð. Eins og áður munum við fyrst og fremst fram- leiða innihurðir, loftplötur og þilj- ur, en í talsvert stærri stíl. Við komum til með að geta afgreitt stærri pantanir á miklu skemmri tíma, en það bætir samkeppnis- aðstöðu okkar til muna. En við höfum líka hugsað okkur að fara í auknum mæli út í nýja fram- leiðslu, til dæmis á massífum fulningahurðum og spónlögðum plötum. Síðan stendur til að reyna að framleiða parket, fyrstir á ís- landi. En það verður þó ekki kom- ið á markað fyrr en í fyrsta lagið haustið 1984.“ Hjá Trésmiðju Þorvalds Ólafs- sonar starfa 14 manns, en þessa dagana eru um 6—7 manns að vinna við uppsetningu á nýju vél- unum. Þorvaldur Ólafsson trésmíðameistari ( nýja vélasalnum. Unnið að uppsetningu nýju vélanna. Trésmiðja Þorvalds Ólafssonar framleiðir mikið af innihurðum. Á myndinni er bróðir Þorvalds, Karl Emil Ólafsson. Stykkishólmur: Mikill einhugur á fundi sjálfstæðismanna Slykkishólmi, 28. marz. KOSNINGABARÁTTA sjálfstæð- ismanna í Vesturlandskjördæmi er hafin. Hún hófst með fundi í Stykk- Borgarnes: Nýju veggjaldi mótmælt Borgarnesi, 28. marz. Á AÐALFUNDI fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu sem nýlega var haldinn í Borgar- nesi var samhljóða samþykkt að mótmæla álagningu nýs vega- skatts á bifreiðaeigendur sem nú mun fyrirhugað að gera með bráðabirgðalögum. ishólmi sl. róstudagskvöld. Þar mættu þrír efstu menn á lista flokks- ins, Friðjón Þórðarson, Valdimar Indriðason og Sturla Böðvarsson. Héldu þeir framsöguræður og ræddu hin almennu viðhorf í kosningunum sem eru framundan. Margar fyrirspurnir voru gerðar sem þeir svöruðu greiðlega. Fund- urinn sem var mjög fjölmennur, og með fjölmennustu fundum sem verið hafa í Stykkishólmi um lengri tíma, sýndi mikið traust sem Friðjón Þórðarson og þessir fulltrúar eiga í Hólminum. Virtist mikill einhugur ríkja á fundinum og er óhætt að segja að kosninga- baráttan í Vesturlandskjördæmi hafi farið vel af stað. Fundir voru svo um helgina í Grundarfirði og út um nes, í Búð- ardal og á Akranesi. NÚ ER KOMIÐ AÐ AÐALVINNINGI ÁRSINS DREGINN ÚT 6. APRIL Húseign að eigin vali fyrir Happdrætti eina milljón Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis. Nú má enginn gleyma að endurnýja! Söluverð lausra miða 480r krónur. HBj. — Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.