Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 65 Staöið á japönsku brúnni, sem svo þekkt er af mál- verkum Claude Monet, þar sem hann málaði grát- viðartréð í baksýn eöa vatnaliljurnar á tjörninni. Liljutjörnin heitir þessi mynd, sem er hér til vinstri. Claude Monet málaöi hana árið 1899 í garöinum við heimili sitt. Þar sést japanska brúin. Myndin er í National Gallery í London. 100 ára ártíð og sýning á öllum málverkum Monets frá Giverny meira né minna en fimmtfu mynd- ir af Dómkirkjunni í Rouen eða Rúðuborg, þar sem hann í hvert skipti dró fram nýtt blæbrigða- samspil á framhlið kirkjunnar, eftir birtunni þá stundina. Málaði í garð- inum sínum egar frægðin hafði svo sótt hann heim, og myndirnar hans seld- ust eins og heitar lummur, þá gat hann veitt sér að búa til fyrir sjálfan sig þarna framan við húsið, þennan stóra garð með tjörnum og jap- anskri göngubrú. Og það var þar sem hann málaði vatnaliijurnar, síðustu fyrirmyndina sem heillaði hann til að mála ótal málverk f 30 ár. „Ég kann ekki neitt nema að mála og yrkja garðinn minn,“ er haft eftir Monet. Og þetta hvort tveggja gerði hann líka af sömu Á Signubökkum. Monet og Renoir vinur hans stóðu hlið við hlið og máluöu útsýnið af sama bakkanum 1872. alúð og með stórkostlegum árangri, sem varla á sinn líka. Hann fór á fætur kl. 5 á morgnana og tók sér langa göngu eftir stígn- um milli stóru aspanna, klæddur gömlu gráu tweedfötunum sfnum og með mikla hvíta skeggið, og barðastóran hatt. I vinnustofun- um biðu alltaf mörg málverk, sem hann hafði f takinu í einu vegna þess hve birtan breytist fljótt. Hann valdi til ræktunar i görðun- um blómin, sem hann kaus að mála, og þannig, að hann hefur þar fyrirmyndir allt árið, jafnt f sól sem regni. Á vorin blómstra páskaliljurnar snemma og síðan fljótlega túlipanarnir, „bláregnið", og frisarnir, sem Monet plantaði meðfram blómabeðunum. Þegar kemur fram í júní ilma sumar- blómin, klukkublóm, rósir og „cap- usinurnar". Komið fram í sept- ember og dalíurnar og stjörnu- blómin hans Monets eru viðfangs- efnið. Stundum er hann ekki sátt- ur við árangurinn og eyðileggur myndirnar. En 1888—91 byrjar hann þessa frægu myndaröð af brúnni og vatnaliljunum. Um það leyti skrifaði hann: „Ég er að berj- ast við að mála með mismunandi blæ, en á þessum árstíma gengur sólin svo hratt niður að ég get ekki fylgt henni eftir ... Þessi árátta að lýsa því sem ég upplifi verður sífellt sterkari, ég vona að mér endist líf til, því mér finnst mér alltaf vera að fara fram í því.“ Og það gerði hann svo sannarlega. Eftir að hann hafði málað mynd- ina sem hann Kallaði „Að festa sensasjónina", varð Cézanne að orði, þegar hann kom við í Giv- erny: „Þú ert í rauninni ekki ann- að en eitt auga, en guð minn góð- ur, hvílíkt auga.“ Garðarnir eru eitt blómahaf og trjáa, enda má sjá það af mörgum málverkum Monets að hann hafði fleiri fyrirmyndir við hendina en vatnaliljurnar og brúna. Þegar gengið er um garðana, stanzar maður kannski allt í einu: Nei, þarna er grátviðurinn á myndinni sem ... Eða þarna eru eplatrén, sem eru í blóma í málverkinu hans. Þegar vegur var lagður neð- an við húsið, og á milli þess og Signu, þótti Monet sem hann yrði einangraður frá hluta þeirrar náttúru sem hann vildi búa við. Og hann fékk að gera jarðgöng undir veginn, sem enn er farið um, því garðurinn er beggja megin vegar- ins. Þar gekk hann með málara- grindina sína að tjörninni, þar sem hann byrjaði að mála vatna- liljur 1899 og málaði þær án afláts til 1926. Maður verður alveg heill- aður af að ganga þarna um á fögr- um sólskinsdegi. í Giverny er gamla húsið eins og það var á dögum Monets til sýn- ins. Eftir að hann efnaðist byggði hann þrjár stórar vinnustofur á staðnum. 1 þeim eru nú til sýnis stórar myndir eftir hann — þ.e. a.s. góðar eftirmyndir, þar sem málverkin sjálf eru of dýrmæt til að vera annars staðar en undir eftirliti og vel geymd á stórum söfnum. Éin af myndum hans, „Myllan við sólarlag", var nýlega seld safni fyrir milljón dollara. Málaði Rúðuborgar- kirkju 50 sinnum Og þegar maður er far- inn að heillast af verkum þessa málara augnabliksins, vors í lofti, gárandi vatnsins og litbrigðaríkra skugga og bera saman við fyrirmyndirnar hans, þá vaknar löngunin til þess að fá meira að sjá. Og því þá ekki að halda áfram til Rouen eða Rúðu- borgar, eins og við köllum hana, og líta í síðdegisbirtunni á fram- hliðina á dómkirkjunni sem Monet málaði 50 sinnum. Rouen er ekki svo miklu norðar við Signu. Dagurinn er líka sólrík- ur og fallegur. Nú undir apríllok er gróðurinn fagurgrænn, svo dá- samlega ferskur og ljósgrænn, áð- ur en sumarið kemur með hita og þurrk. Öll ávaxtatrén standa í blóma. Kirsuberjatrén alsett bleikum blómum og eplatrén, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.