Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 67 Búnaðarþing: Hvetur til aðgerða til leng- ingar þess tíma sem ferskt inn- lent grænmeti er á markaðnum Á Búnaðarþingi var samþykkt eft- irfarandi ályktun varöandi kostnað við lýsingu í gróðurhúsum til leng- ingar á þeim tíma ársins sem ferskt innlent grænmeti er á markaði. Ályktunin er svohljóðandi: „Búnaðarþing fagnar þeim árangri sem íslenzkir garðyrkju- bændur hafa náð í þeirri viðleitni sinni að lengja þann tíma á ári hverju, sem ferskt innlent græn- meti er hér á markaði. Hefur það náðst með því að bændur hafa reist vandaðri hús til ræktunar- innar og auk annarra tæknifram- fara í ylrækt hafa þeir í auknum mæli tekið upp lýsingu í gróður- húsunum í skammdeginu einkum fyrir plöntur í uppeldi og lengir það verulega þann tíma á ári hverju, sem plöntur hafa birtu- skilyrði til vaxtar. Búnaðarþing telur, að sá tækni- Námsstefna um samhæfingu hjá Þroska- hjálp í almenn- um skólum LÁNDSÁMTOKIN Þroskahjálp halda námsstefnu I umboði Nor- rænu samtakanna NEPU (Nordiska Förbundet Psykisk Utvecklingsiim- ing) um efnið „En skola för alla“ dagana 18.—22. aprfl nk. að Hótel Loftleiðum. Sérfræðingar í kennsl- umálum þroskaheftra á Norðurlönd- unum munu koma á þessa náms- stefnu, en þar verður talað um sam- hæfingu á námi þroskaheftra í hin- um almenna skóla og samræmdar aðgeröir í þeim málum á Norður- löndum. Fjöldi þátttakenda er miðaður við 40—50 manns. Þarf að sækja um þátttöku fyrir 7. apríl nk. á skrifstofu samtakanna í Nóatúni 17,105 Reykjavík, sími 29901. NEPU-samtökin eru 20 ára á þessu ári. Bæði einstaklingar og samtök á öllum Norðurlöndunum eiga aðild að þeim. Frá upphafi hafa þau haft 6—8 námsstefnur um málefni vangefinna og gefa út vandað tímarit — Psykisk Ut- vecklingshámning — og halda Norðurlandaþing 4. hvert ár, síð- ast í Reykjavík 1979. Næsta verð- ur í Stavanger í Noregi í ágúst nk. Þjófnaður hjá Elton John Lundúnum, 28. mars. AP. BRESKA rokkstjarnan Elton John varð fyrir því óláni yfir helgina að stolið var skartgripum og fjármun- um að verðmæti 56.000 pund frá heimili hans í Old Windsor nálægt Lundúnum, að því er lögregian til- kynnti í dag. Gullhringur, settur gimsteinum, sem metinn var á 50.000 pund, var meðal annarra hluta þýfisins. Þjófnum tókst að komast fram hjá flóknu öryggiskerfi að einka- herbergi Eltons, þar sem hann lét síðan greipar sópa. Svíþjóð: Eistlending- ur sækir um hæli Malmó, 28. mars. AP. EISTLENSKUR ballettdansari á ferð um Svíþjóð yflrgaf dansflokk sinn aðfaranótt sunnudags og bað þar um pólitískt hæli að því er segir í fregnum lögreglunnar. Svíar hafa að öllu jöfnu veitt flóttamönnum frá Sovétríkjunum pólitiskt hæli, en þeir eiga á hættu gífurlega harða refsingu ef þeir snúa aftur til síns heima. búnaður, sem nauðsynlegur er til lýsingar, eigi að vera án aðflutn- ings- og sölugjalda og bendir á það ósamræmi, sem er milli atvinnu- veganna að þessu leyti. Þingið beinir því til Búnaðarfé- lags íslands að vinna að því í sam- ráði við Samband garðyrkju- bænda, að gjöld þessi verði endur- greidd. Einnig verði unnið að því, að orka til lýsingar fáist á viðun- andi verði, einkum sú notkun sem fellur utan mesta álagstíma hjá orkuveitum.* Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar Ný 4ra vikna námskeiö hefjast 6. apríl. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eöa þjást af vöövabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. MAZDA eigendur Komið með bílirm reglulega ( skoðun á 10.000 kílómetra fresti eins og framleiðandi Mazda mælir með. í þessari skoöun er bíllinn allur yfirfarinn og vélin stillt, þannig að benzíneyðsla verður ( lágmarki. Þetta er mikilvægt atriöi meó stórhækkandi benzínverði. Athugió ennfremur að við önnumst alla smurþjónustu fyrir Mazda blla. Allar skoóanir og viðgerðir eru færðar í þjónustubók, sem skal ætlð fylgja bílnum og er hún þv( heimild um góóa umhirðu við endursölu. MAZDA eigendur Látið sérþjálfaóa fagmenn Mazda verkstæðisins ann- ast skoðanir og viðhald bílsins, það margborgar sig. Leitið upplýsinga og pantió tíma í s(mum 81225 og 81299. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99. shakesoeaie ædasttil að gerir miklar Sportveiðimenn gera bæði kröfur til gæða og fjölbreytni. Shakespeare línan er það fjölbreytt, að allir geta eignast sín uppáhaldsáhöld. Gæðin efast enginn um. Haltu þig við Shakespeare línuna, þar ertu öruggur. Shakespeare veiðivörur fást í nœstu sportvöruverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.