Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 59 Horft til Paradísareyjunnar. t flæOannálinu má sjá kofaþyrpingu. Þau voru áhyggjulaus þar sem þau léku nér f flæOarmálinu. Þessi renndi fyrir fisk á bryggjuaporáinum, ekld var aflinn mikill en tíminn var nógur. Greinarhöfundur á eyjunnL ! baksýn má ajá kofa hinna innfæddu. Hún sat úti í skógi og hnoóaði deig í brauö og lét ekki truflast þó svo veriö væri aö taka af henni mynd. Bryggjan í fiskimannaþorpinu var ekki buröug og þaö lá við aö maður fengi riðu bara við að horfa á hana. En hun virtist gera sitt gagn. Sumir bátanna æm við hana lágu voru bara myndarlegir. Var nema eðlilegt að manni brygði í brún þegar maður sá svipinn á henni þessari? Ein af eldri kvnslóðinni. þéttur og mikill að hann huldi himininn. Hitinn var óbærilegur. Annað slagið tókum við okkur hvíld, og fengum okkur vatnssopa úr litlum pela sem við höfðum ver- ið svo forsjál að hafa með okkur. Það var búið að vara okkur við að fara út af göngustígnum, því í skóginum gætu leynst slöngur og höggormar. Það voru dýr sem mig langaði ekki til að heilsa uppá, en ég komst þó ekki hjá því. Fylgdar- maður minn sem var á undan mér, hrökk skyndilega við og hörfaði afturábak og fór beint i fangið á mér. Á miðjum göngustígnum reis upp slanga og leit okkur óblíðum augum. Eg greip til myndavélar- innar, hélt mig í mátulegri fjar- lægð, bað hana um að brosa og tók af henni nokkrar myndir. (Hún brosti reyndar ekki, eins og sjá má á myndinni.) Hún hefur ef til vill ekki skilið íslenskuna. Eftir smá- stund hafði hún sig á brott, skreið makindalega út af stígnum og við gátum haldið för okkar áfram. Eftir þrjátíu mínútna langa göngu vorum við komnir yfir eyjuna. Þá tók á móti okkur sú fegursta strandlengja sem ég hef augum litið. Sandurinn á ströndinni var hvítur og eins mjúkur og hveiti. Sjórinn ylvolgur og þarna var hægt að láta sér iíða vel. í fjar- lægð mátti sjá kofa eyjarskeggja. Eftir að hafa dvalið dágóða stund á ströndinni, ákvað ég að heilsa upp á innfædda. Ég hélt áleiðis til kofanna. Þeir voru að nokkru leyti byggðir inn á milli trjánna og voru úr trjám og stráum. Þegar ég kom að kofunum og leit inn, mátti heyra mannamál, en þar sem niðamyrkur var inni sá ég ekki neitt. Ég gekk inn og þá kom á móti mér lágvaxinn maður með mikið fjaðraskraut á höfðinu. Þetta reyndist vera höfðinginn. Ekki gat ég gert mig skiljanlegan, en það stóð til bóta. Fylgdarmaður minn skýrði ferðir okkar, og okkur var einstaklega vel tekið. Nú komu fleiri innfæddir og þótti þeim greinilega mikið koma til að hafa fengið gesti í heimsókn, því var ákveðið að slá upp veislu. Þeir innfæddu voru ekki lengi að koma með mikið af gómsætum matföngum, og lengi dags sátum við og borðuðum skelfisk, ávexti og ýmiskonar brauð sem voru mjög bragðgóð. Þrátt fyrir að eld- unaraðstaðan væri ekki eins og maður á að venjast, var ljóst, að hægt var að búa til bragðgóðan mat. Það var einkennandi fyrir fólkið sem þarna bjó, hversu mikii ró var yfir því. Hverjum degi var greini- lega látin nægja sin þjáning. Þarna var ekki fyrir að fara þeim mikla hraða sem Vesturlandabúar þekkja. Þetta fólk var hamingjusamt, þrátt fyrir að þarna væri ekkert að finna af nútímaþægindum. Ekkert rafmagn, ekkert rennandi vatn, engin sjónvarps- eða út- varpstæki og yfirleitt ekkert af því sem einkennir líf nútíma- mannsins. Fólkið hafði nægan tíma, var al- veg einstaklega elskulegt og vin- gjarnlegt í öllu viðmóti og gestris- ið fram úr hófi. Þessi dagur á eyjunni leið hratt. Það var gaman að fylgjast með fólkinu við störf sín. Sjá börnin leika sér bæði í skóginum og eins í flæðarmálinu í sandinum. Enginn var ónáðaður af skarkala heims- ins. Var þetta virkilega raunveru- legt? Þarna snerist heimurinn ekki hratt. Ef hægt var að finna einfaldleikann og hreinleikann í allri sinni mynd, þá var það þarna. Þetta var sannkölluð Paradísar- eyja. Rétt undan ströndinni voru lítil kóralrif, og þar léku börnin sér við að kafa. Ég fékk mér sundsprett í volgum sjónum og kafaði með börnunum. Áður en ég vissi af var dagur að kvöldi kominn og við urðum að leggja af stað heim á leið. Ég kvaddi hina elskulegu eyjaskeggja og hugsaði með mér hve gaman hefði verið að dvelja þarna lengur. Það var mikil synd að koma á svona stað og vera ekki í nokkra daga. En því miður varð ég að yf- irgefa staðinn og standa við gerða samninga við fiskimanninn og fylgdarmann minn. Við röltum til baka yfir eyjuna. Sólin var að setj- ast þegar við komum að bryggj- unni. Fiskimaðurinn sem hafði flutt okkur, var orðinn dálltið óró- legur. Við urðum að leggja strax af stað heim á leið. Þegar ég leit til baka er siglt var frá eyjunni, sá ég vel hversu falleg hún var, litlu börnin sem ekki þurftu að hafa áhyggjur af klæðnaði sínum eða öðrum hlutum, voru enn að sýsla í fjörunni, leikföng þeirra voru náttúrulegir hlutir eins og steinar, blóm og hríslur. Einn fiskimann- anna var að koma að landi í litlum eintrjáningi og hann hafði greini- lega ekki veitt mikið. En það hefur sennilega verið nóg til að metta fjölskyldu hans og það var það sem lífið snerist um þann daginn. Ég var vel þreyttur þegar ég lagði höfuðið á koddann á hóteli mínu nokkru eftir miðnætti. Þetta hafði verið dýrlegur dagur og um leið hafði ég upplifað mikið ævin- týri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.