Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 55 mál ekki lengur í fjölmiðlaljósi og hefur ekki verið síðan. Það hefur hins vegar komið til umræðu á al- þingi. Til dæmis ítrekaði Ólafur R. Grímsson það í ræðu á þingi 15. maí 1981 hve gífurleg hætta steðj- aði að íslensku þjóðinni vegna AWACS-vélanna á Keflavíkur- flugvelli. Vitnaði hann máli sínu til stuðnings í Owen Wilkes, fyrr- verandi starfsmann SIPRI í Stokkhólmi, sem vísað var frá Sví- þjóð vegna ólögmæts athæfis í grennd við sænsk hernaðarmann- virki. Og um skjal Bandaríkja- stjórnar frá 11. ágúst 1980 sagði Ólafur R. Grímsson, að það væri ekki nægilega „tryggilega orðað, vegna þess að í því eru undan- skildar ýmsar þær tegundir af kjarnorkuvopnum, sem til eru, vegna þeirra hugtaka sem þar eru notuð til að flokka þau“. Þessi yf- irlýsing þingmannsins er út í hött, því að hvergi er leitast við að flokka kjarnorkuvopn í yfirlýs- ingu Bandaríkjastjórnar. Því mið- ur hefur ekki komið fram frekari skýring Ólafs R. Grímssonar á þessum ummælum, sem tekin eru úr þingtíðindum. í ræðu um skýrslu utanríkisráðherra á al- þingi vorið 1982 fer ólafur R. Grímsson út í allt aðra sálma en þessa og keppist meðal annars við að hrósa öflum innan Framsókn- arflokksins fyrir „friðarviðleitni" þeirra og sýnist sjá íslenska frið- arhreyfingu á næsta leiti. í ræðu sem Eiður Guðnason flutti á alþingi 27. apríl 1982 í um- ræðum um skýrslu utanríkisráð- herra, vék hann að Center for De- fense Information og greindi frá samskiptum annarrar stofnunar i Washington, World Priorities, við CDI. Sagðist Eiður hafa séð í ár- legri skýrslu World Priorities um útgjöld í veröldinni til félagsmála og til hermála frá árinu 1981 kort þar sem ísland er merkt sem eitt af þeim löndum þaðan sem kjarn- orkuvopnum kunni að verða beitt. ísland hafi verið litað á sama hátt og lönd þar sem kjarnorkuvopn eru. Eiður hafði samband við Ruth Leger Sivard, forstöðumann „Heimsmet í getgátum“ og grein Barry Schneiders Upphafið að fullyrðingum er- lendra manna um að hér á landi séu kjarnorkuvopn er að finna í grein eftir Barry Schneider, sem birtist í riti Center for Defense Information sem ber heitið The Defense Monitor. í kynningar- bæklingi frá CDI segir, að ritið sé gefið út 10 sinnum á ári og það fari til meira en 11 þúsund einstaklinga og stofnana, 500 starfsmanna fjölmiðla (þ.á m. 25 tímarita og 115 dagblaða) og flestra meiriháttar fréttastofn- ana. Meira en 500 eintök fari til þingmanna í Bandaríkjunum og oftar en einu sinni láti þeir prenta greinar úr ritinu í tíðindi frá bandaríska þinginu. Það var gert þegar Barry Schneider rit- aði umrædda grein sína, sem bar yfirskriftina „30.000 bandarísk kjarnorkuvopn" og birtist í febrúar 1975. Við rannsókn ís- lensku öryggismálanefndarinnar kom í ljós að aðrir erlendir aðil- ar byggðu á þessari einu grein, þegar þeir fullyrtu um tilvist kjarnorkuvopna á íslandi og það sannaðist einnig í rannsókn Eiðs Guðnasonar, alþingismanns, í desember 1981. Sá aðili sem Eið- ur sneri sér til ákvað, eftir að hafa kannað málið nánar, að strika fsland út af lista um lönd með kjarnorkuvopn. f grein sinni segir Barry Schneider ekkert um það hvers konar kiarnorkuvopn hann telur vera á Islandi. í greinargerð ör- yggismálanefndar kemur fram, að starfsmanni hennar tókst ekki að ná tali af Barry Schneid- er en samstarfsmaður hans við Barry Schneider Forsíða „The Defense Monitor“ febrúar 1975, þar sem hin um- deilda grein Barry Schneiders birt- ist. CDI, William Arkin, hafði eftir Schneider, að hann hefði komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa átt viðtöl við menn sem störfuðu hjá bandaríska utan- ríkis- og varnarmálaráðuneyt- inu. Hefði Schneider sagt, að hann væri tiltölulega viss um (reasonably confident), að um réttar upplýsingar væri að ræða. Rannsóknarstjóri CDI, David Johnson sagði hins vegar, að hann hefði ekki talið heimildir Schneiders nægilega áreiðanleg- ar og viljað kanna málið frekar. Gene La Rocque, forstöðumaður CDI hefði hins vegar tekið ákvörðun um útgáfu. Grein Schneiders er í raun upptalning á kjarnorkuvopna- birgðum Bandaríkjanna víðsveg- ar um heiminn og hann birtir með henni kort þar sem fsland er auðkennt sem land með kjarnorkuvopn og landið er auk þess talið með í lista yfir lönd, þar sem Bandaríkjamenn hafa komið fyrir kjarnorkuvopnum. Þegar fréttaritari Tímans, Eiríkur St. Eiríksson, heimsótti Center for Defense Information í Washington í mars 1983, spurð- ist hann fyrir um Barry Schneider, en þá var honum sagt að hann væri hættur störfum hjá stofnuninni og fluttur ann- að. f samtali Eiríks við nýjan að- stoðarforstjóra CDI, Eugen J. Carroll, kom auk þess fram sú furðulega fullyrðing, að hann sagðist ekki halda „að Barry Schneider hafi nokkurn tímann sagt, né trúað því að það væru kjarnorkuvopn á íslandi. Þessi tilgáta um kjarnorkuvopin í Keflavík held ég að sé komin frá manni að nafni William Arkin, sem einu sinni vann hjá þessari stofnun," sagði hinn nýi aðstoð- arforstjóri og bætti við: „Arkin komst að því að sömu öryggisreglur voru viðhafðar á ýmsum stöðum í herstöðinni I Keflavík og þar sem allir vita að kjarr.orkuvopn eru geymd. Af þessu dró Arkin svo þá ályktun að kjarnorkuvopn hlytu að vera í Keflavík og setti þar með heims- met í getgátum sem síðar leiddu til rangrar niðurstöðu. ' Stað- reyndin er nefnilega sú, að bandaríski flotinn hagar örygg- isaðgerðum sínum í samræmi við ákveðna handbók sem er í noktun úti um allan heim, þar sem flotinn er á verði. Þessi handbók er því í notkun á stöð- um þar sem kjarnorkuvopn eru geymd og einnig á þeim stöðum þar sem kjarnorkuvopn hafa aldrei komið og koma vonandi aldrei." í október 1981 birtist í ritinu „The Bulletin of the Atomic Scientists" grein eftir Barry Schneider, um leiðir til að koma í veg fyrir stjörnustríð. Þar er hann kynntur sem forstöðumað- ur fyrir Center for International Securities Studies, sem sé stofn- un í Washington er vilji stuðla að almennri fræðslu og mati á utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. GOODfÝEAR PRISMA A OLL FARARTÆKI Goodyear hefur framleítt hjólbaröa síöan áriö 1898 og er stærsti framleiöandi og tæknilega leiðandi á því sviði í heiminum. Hjá Goodyear hefur öryggi ökumanns, farþega og annarra vegfarenda ávallt veriö í fyrirrúmi. Þaö er því ekkert skrum þegar sagt er aö þú sért ÖRUGGUR Á GOODYEAR. GOOD$YEAR Bhekla,hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.