Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Plötuþykktir frá 0,8 — 2 mm Plötustæröir 1000x2000 mm og 1250x2500 mm Borgartúni31 sími27222 Hvammstangi: Lionsklúbburinn og Ungmennafélagið standa fyrir vorvöku LIONSKLÚBBURINN Bjarmi og Ungmennarélagið Kormákur á Hvammstanga halda vorvöku nú um bænadagana með líku sniði og verið hefur. Þar er m.a. um að ræða myndlistarsýningar, að miklu leyti frá myndlistarfólki sem eru félagar í Menningarsamtökum Norðlend- inga. Vakan verður sett kl. 14.00 á skírdag og Bergþóra Árnadóttir syngur nokkur lög. Frásagnir og erindi verða flutt kl. 21.00 og eru flytjendur Árni Björnsson þjóð- háttarfræðingur, Sigurður H. Þorsteinsson og Gunnþór Guð- mundsson. Leikflokkurinn á Hvammstanga flytur leikþátt og Bergþóra syngur. Á föstudaginn langa kl. 15.00 verða föstutónleik- ar í Hvammstangakirkju, m.a. verða fluttir þættir úr Mattheus- arpassíu og Ragnar Björnsson leikur á orgel. Á laugardaginn 2. apríl kl. 15.00 verða frásöguþættir og ljóðalestur og eru flytjendur Þorbjörg Marinósdóttir, Sigurður H. Þorsteinsson og Gunnar G. Sæmundsson. Þá syngur Jóhann Már Jóhannsson einsöng, en und- irleikari er Guðjón Pálsson. Sú nýbreytni verður nú að sett verður upp sýning á heimilisiðnaði og föndri úr héraðinu og er það von aðstandenda vökunnar að þessi sýning leiði til virkari þátt- töku almennings á sem flestum sviðum í framtíðinni. (Fréttatilkynning.) STALHR SINDRA Fyrirliggjandi i birgöastöð galvaniserað plötujárn Plötuþykktir frá 0,5—2 mm Plötustærðir 1000x2000 mm og 1250x2500 mm Búnaðarþing: Hraðað verði könnun á afkomu bænda með erf- iða fjárhagsstöðu Á BÚNAÐARÞINGI 1983 sem lauk fyrir nokkru létu ýmsir í Ijós áhyggjur yfir slæmri fjárhagsstöðu sumra bænda. Við setningu Búnað- arþings komu Pálmi Jónsson, land- búnaðarráðherra, og Ásgeir Bjarna- son, formaður Búnaðarfélags ís- lands, inn á þessi mál í ræðum sín- um og lýstu áhyggjum sínum yfir þeim. Einnig hefur komið fram í Mbl. að vanskil bænda við Stofn- lánadeild landbúnaðarins hafa auk- ist mjög að undanfornu. © Borgartúni 31 sími27222 Iinnlent Að tillögu allsherjarnefndar gerði Búnaðarþing ályktun um þessi fjárhagsmál bænda þar sem lögð er áhersla á að hraðað verði þeirri athugun sem stendur yfir á vegum nefndar sem landbúnað- arráðherra skipaði síðla árs 1982 til að kanna afkomu bænda með erfiða fjárhagsstöðu. Jafnframt taldi þingið áríðandi að hið fyrsta geti legið fyrir með hvaða hætti megi leysa vanda þeirra sem verst eru settir. Þingið benti á eftirfarandi leið- ir í því sambandi: Lengingu lánstíma á samn- ingsbundnum lánum, frestun af- borgana af lánum, framlag úr Byggðasjóði til að koma í veg fyrir byggðaröskun, undanþágu frá skattalögum um tekjufærslu af skuldum og fullt afurðaverð. SKYNDIPANTAÐIR VARAHUJTIR Skypant er liður í þjónustu Jöfurs h.f. við Chrysler, Dodge og Plymouth eigendur á íslandi. Með nútímalegu skipulagi, hraðvirkri tækni og góðri samvinnu við Chrysler verksmiðjurn- ar í Bandaríkjunum og FlugJeiðir hefur okkur tekist að stytta stórlega afgreiðslutíma sérp@ntaðra varahluta og koma á fót þjónustu sem brýn þörf vargfyrir; Skypant. ^ Þig vantar séroantgftan ^r^luU^tlrvs^ehnn þinn og hefur því samband við SkypanTsérffæðing okkar, Jóel Jóelsson. Hann sér um að telex-skeyti rífeö nauðsynlegum upplýsing- um sendist umsvifalaustrtil varaWutamiðstöðvar Chrysler, skammt frá Kennedyjk/gvelli. Þarcér talva um að koma boðum til sérhæfðijl starfsmanna varahlutalager. Þeir senda varahlutinnjneð hraðboða í voKtófgreiðslu Flugleiða á Kennedyflugveltfpar sem vörunni er trygað fyrsta ferð heim og Chryslerinn þfnn er kominn á götuna wr en varir. JOFUR HF CHRYSLER Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.