Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 22

Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 í heimsókn hja kvenhollum kunningja mínum drottningayeiðiim Einn kunningi minn telur sig vera kvenhollan í góðu meðallagi. Það getur vel verið rétt hjá honum, og satt að segja verð ég að játa að sennilega er bara nokkuð mikið til í því. En það er óþarfi að vera svona drýldinn þótt stríðsgæfan sé honum hliðholl í þessum efnum. Og stundum er hægt að tala um eitthvað annað. Finnst mér. Það er ekki langt síðan hann tók mig í kennslu- stund. Ég bað ekki um neina fræðslu, en ég var nú einu sinni gestur á heimilinu og kunni ekki við að afþakka „gott boð“. Fiskurinn og beitan „Kúnstin er að fara rétt að hverri konu,“ byrjaði hann, og ég óskaði þess innilega að hafa frek- ar farið í bíó. „Já, þetta er ábyggi- lega rétt hjá þér,“ sagði ég fyrir siðasakir, „það er engin kona ann- arri lík og því ætti leiðin að hjart- anu að vera eins mismunandi og konurnar eru margar." „Rangt! Alger grundvallar mis- skilningur!" hrópaði kunningi minn, „þú átt sannarlega eitt og annað ólært. Konur eru ólíkar, mikið rétt, en ekki svo. Þær falla í flokka. Og flokkarnir eru ekki sérlega margir. Kúnstin er að vera fljótur að átta sig á hvaða flokki hver kona tilheyrir og haga veið- inni eftir því.“ Þetta var farið að minna mig á gömlu hvíthærðu kempuna henn- ar Agötu Christie sem við sjáum stundum á skjánum á sunnu- dagskvöldum, Parker Pyne, minn- ir mig hann heiti. Hann hefur þá kostulegu atvinnu að gera fólk hamingjusamt eftir pöntun, og notar til þess sérstaka manngerð- arflokkun. Mér þótti þetta sniðugt hjá gamla kallinum og fór því að sperra eyrun við því sem kunningi minn var að mala. Og áfram hélt hann: Heimasæturnar „í fyrsta flokknum eru konur sem ég nefni heimasætur. Þær eru rólyndar, og tryggar þegar hjarta þeirra er einu sinni unnið, sem getur tekið sinn tíma. En ef þú beitir þér og vinnur markvisst með stærðfræðilegri nákvæmni — og umfram allt, flanar ekki að neinu — þá getur þér ekki mistek- ist. Hér er dæmi: Norður ♦ KD2 ♦ 764 ♦ KG8 ♦ ÁKG9 Suður ♦ Á75 ♦ ÁKD2 ♦ Á109 ♦ D103 Þú spilar 7 grönd og færð út spaðagosa. Og hvernig viltu nú flækja tíguldrottningunni í net þitt?“ „Ég skal kenna þér á henni tök- in,“ sagði hann, áður en mér gafst tækifæri til að koma með tillögu. „Þú byrjar á því að prófa alla aðra liti en tígul. Og hvað kemur í ljós? Til dæmis þetta: Austur á tvö lauf, tvo spaða og fjögur hjörtu. Ergó, fimm tígla. Þessi staða kemur senn upp: Norður ♦ - ♦ - Vestur ♦ KG8 Austur ♦ 10 ♦ Á ♦ - ♦ - ♦ G ♦ ?? 4 ??? ♦ 7 Suður ♦ - ♦ 2 ♦ Á109 ♦ - ♦ -' eftir Guðmund Pál Arnarson Þú spilar laufásnum út blind- um, austur hendir tígli og þú hjarta. Nú er spilið í raun og veru búið, því þú veist að tígullinn er 2-2 eftir úti. Eins og þú sérð átti drottning drauma þinna sér engrar undan- komu auðið. Þú flæktir hana í net þitt með stærðfræðilegri ná- kvæmni. Óþolinmóður flagari læt- ur sér nægja að svína fyrir drottn- inguna í austur þegar hann sér að það er austur sem á tígullengdina. Oftar en ekki hefur hann heppn- ina með sér, en ekki í þetta skiptið því daman var við annan mann í vestur." Þær lúmsku og bragðvísu „í öðrum flokki eru konur eins og Hallgerður langbrók. Svona frekar ófyrirleitnar og til alls vís- ar, lúmskar og bragðvísar. Þær eru ekki eins örugg bráð og heima- sæturnar, en ef maður kann á þeim lagið er furðu oft hægt að fella þær á sjálfs síns bragði. Noröur ♦ Á109 ♦ ÁK76 ♦ G109 ♦ Á92 Suður ♦ KDG ♦ DG42 ♦ KD7 ♦ KGIO Nú er samningurinn 6 grönd með tígulás og meiri tígli út. Eins og þú sérð byggist samningurinn á því að finna konuna í laufi. Þú getur reynt að verða þér úti um talningu, en ég veit um aðra betri leið. Spilaðu út spaðagosa þegar minnst varir. Ef þú ert heppinn með vinstri handar andstæðing máttu bóka það að þessi spila- mennska verðlaunar sig. Spaðagosinn liggur á borðinu. Ef vestur setur umsvifalaust í slaginn ertu engu nær — nema þú veist að vestur er annað hvort drengur góður eða í heimskara lagi. Upplýsingar sem þú getur nýtt þér síðar, en það er annað mál. En ef vestur mausar yfir spaðagosanum, hann þarf ekki endilega að velta vöngum í hálf- tíma, bara fínlegt hik — ja þá er laufkonan komin í leitirnar. Þú drepur spaðagosann á ás, ferð heim á hjarta og spilar laufgosan- um. Ef vestur mausar ferðu upp með ásinn og svínar drottningunni af austri. En setji vestur smátt með eldingahraða, þá ert þú jafn fljótur að hleypa gosanum. Nema þú viljir njóta andartaksins og vekja falsvonir hjá vestri. Það verður bara að ráðast af innræti þínu.“ Kunningja mínum fannst þetta greinilega mjög sniðugt bragð og það lék órætt sælubros um varir hans þegar hann hafði lokið máli sínu. En sjálfum fannst mér þess- ar aðfarir heldur ósmekklegar. Og ég hafði orð á því að mér fyndist þetta jaðra við siðleysi. En ekki stóð á réttlætingunni. „Kæri vinur. í ástum er allt leyfilegt. Og gleymdu því ekki að þetta er aðeins krókur á móti bragði. í viðureign við heiðvirða konu hefði þetta aldrei gengið." Þær feimnu „En þá erum við komnir að þriðja flokknum, þeim feimnu. Ég segi þér það alveg prívat og per- sónulega að þar er ég sterkastur fyrir. Þessar elskur eru svo til- baka að það virðist ómögulegt að fá þær til að gefa sig fram. Það er tilgangslaust að fara blíðlega að þeim, þá roðna þær bara og fela sig enn betur á milli tvistanna og þristanna. Nei lagsmaður, á þær þessar dugir aðeins tvennt: kænska eða taugastríð. Sjálfur beiti ég aðeins kænsku, takmarka- lausri kænsku. Hér er dæmi, sem ég er stoltur af: Norður ♦ 9763 ♦ Á97 ♦ 954 ♦ G62 Vestur ♦ 5 ♦ KD1054 ♦ G862 ♦ 953 Suður ♦ ÁKG102 ♦ 63 ♦ ÁK ♦ ÁKD4 Ég sat í suður og eftir langar og þreytandi sagnir varð ég loks sagnhafi í 6 spöðum. Andstæð- ingarnir gáfu aldrei frá sér hósta eða stunu. Ég fékk út hjartakóng. Það er fljótgert að sjá það að með tapara í hjarta byggist spilið á því að finna trompdrottninguna. En hvernig í ósköpunum er hægt að staðsetja drottninguna með nokkru öryggi? Það er ekki heigl- um hent að koma auga á lykil- sjúlamennskuna, en hún er þessi: Eg drap strax á hjartaás, spilaði tígli á ásinn í öðrum slag og síðan spaða úr bindum!" „Úr blindum? Varstu ekki heima?" „Ekki grípa fram í fyrir mér. Auðvitað var ég heima. Og það fór ekki fram hjá austri, sem hann var svo vinsamlegur að benda mér á það. Þú þekkir viðurlögin við því að spila frá vitlausri hendi. Maður verður að spila sama lit frá réttri hendi. Og á meðan ég þakkaði austri fyrir að leiðrétta mig, tók ég á spaðaásinn, fór inn á laufgosa og svínaði fyrir spaðadrottning- una. Eggslétt." Nú loksins rann upp fyrir mér ljós. „Af ásettu ráði ferðu heim á tígul til að geta spilað spaða frá vitlausri hendi og kannað við- brögð austurs. Hann sér ekki að laufgosinn er innkoma svo hann er vís með að leiðrétta viliuna ef Austur ♦ D84 ♦ G82 ♦ D1073 ♦ 1087 Góðrar bókar getið Bókmenntír Bergsveinn Skúlason Það mun ekki auðvelt fyrir þann, sem las fyrsta bindið af Sjó- mannsævi Karvels skipstjóra Ögmundssonar, að neita sér um að lesa annað bindið sem kom út núna fyrir jólin. Fyrsta bindið endaði á heldur dapurlegum atburði, strandi m/b Ingibjargar við Hjallasand 1917. (Henni var hleypt þar á land.) Þótt ekki yrði þar manntjón, er alltaf heldur ömurlegt að sjá skip, sem annars á að vera á floti, reka upp í fjöru. En sleppum því. Það er liðin saga. Annað bindi minninga Karvels hefst á léttara hjali. Þar segir á einkar skemmtilegan og sannfær- andi hátt frá dansæfingu og skemmtunum unga fólksins á Sandi. — Hvort mun ekki margan sveitastrákinn og stelpuna reka minni til sinna ungu daga þegar þau lesa þá lýsingu, jafnvel þótt lært hafi að stíga fyrstu sporin í veglegri salarkynnum en auðum fjósbás á fyrstu áratugum þessar- ar aldar. En sú frásögn bókarinn- ar, þótt góð sé, er ekkert eins- dæmi. Mér liggur við að segja, að hver kafli bókarinnar sé skrifaður af sömu nærfærninni, innlifuninni og kunnugleikanum. — Það er einn af kostum rithöfundarins Karvels Ögmundssonar að hann hættir sér aldrei út á þau svið sem hann ekki þekkir. Mættu þar margir af læra. Eða hver mun gleyma í bráð frásögn Karvels af hinu hörmu- lega slysi er varð við Krossavík veturinn 1923, og mikið var talað um á sinni tíð. Hann var þá ungur maður heima á Sandi, nákominn fólkinu í plássinu og segir frá viðbrögðum þess og öllum atburð- um af þeirri hógværð, stillingu og hlutleysi að fátítt mun vera. Hygg ég, að sá kafli bókar hans eigi fáa sína líka í íslenskum bókmenntum síðari tíma og muni lengi lifa. Síðan eru liðin mörg ár og margt hefur á daga höfundarins drifið. Og þegar hann slær botn- gjörðina á þetta bindi sögu sinnar, er hann að koma heim til sín, eftir óþarflega langa og stranga göngu norðan frá Djúpi suður á Snæ- fellsnes, með skipstjórapróf upp á vasann eftir nokkurra vikna nám á sjómannaskóla á ísafirði. Hafði þá áður verið stýrimaður á stærri og smærri skútum og vélbátum, sökum eindæma dugnaðar, hug- prýði og karlmennsku. Það dylst engum, sem þessa bók les, að Karvel hafur aldrei verið með nema úrvals sjómönnum. Þar finnst enginn svartur sauður. Rengi ég það ekki. Enda er hann óspar á lof og viðurkenningarorð til skipsfélaga sinna, æðri sem lægri. Ummæli álíka og þessi eru ekki fátíð um félagana: „Guðjón Jónsson var 18 eða 19 ára, mjög skemmtilegur félagi, síðar þjóðkunnur aflamaður." „Einar var einn af kjarkmestu og snarráðustu sjómönnum sem ég hef verið samtíða." Karvel Ögmundsson. „Magnús var hinn mesti öðling- ur og hraustur svo af bar.“ Og þeir voru fleiri sem ekki voru neinar liðleskjur, þótt ekki verði nefndir hér. Og þegar handtök þessara manna á sjó og landi eru virt fyrir sér í ljósi frásagnarinnar, skyldi engan undra þau iofsyrði er þeir fá frá sínum gamla skipstjóra og samstarfsmanni. En þótt öllum sé borin vel sagan í þessari bók, held ég að Ólafsvík- urbúar eigi þar metið. Þar stend- ur: „Ég hef kynnst mörgu fólki frá Ólafsvík, konum og körlum á landi og sjó. Það fólk hefur verið án undantekningar úrvalsfólk, og ég geri ráð fyrir að á komandi ára- tugum og öldum verði aðalsmerki Ólafsvíkurbyggðar hve drengilega þeir hafa brugðið við á áraskipa- öldum til björgunar mönnum er þar hefur að landi borið í sjávar- háska. Slíkt aðalsmerki eiga þeir að verðleikum." Og rétt til að taka undir þessi orð Karvels skipstjóra, skal þess getið, að ég hef orðið þeirrar reynslu aðnjótandi, að mig bar þar eitt sinn að landi fyrir mörgum árum í norðan stormi á opnum vélbáti með bilaða vél, ásamt þremur félögum mínum innan úr Breiðafjarðareyjum. Við vorum allir ókunnugir á þessum slóðum. En þegar við nálguðumst brimið fyrir Ólafsvíkurbotninum sáum við, að á einum stað í víkinni stóð hópur manna er veifaði til okkar og benti til lendingar. Þá vorum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.