Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 73 Spjallað við Víglund Möller, ritstjóra Veiðimannsins Róið yfir Breiðuna. þvældust'þeir Srfiundur og Jón á bátnum á eftir. Ég fór síðan að kasta á Höfðabreiðuna og setti þar í lax. Þegar ég var nýbúinn að setja í fiskinn, sá ég að þeir félag- ar fyrir neðan misstu stóra laxinn. Ég var í þeirri aðstöðu að ég hefði bókstaflega ekkert getað gert ef laxinn hefði hlaupið niður ána, — þeir Sæmundur voru langt niður með á á bátnum. Ég held að ég hafi aldrei verið eins hræddur um að missa fisk og ég var þarna, enda í slæmri aðstöðu. Þetta var fyrsti laxinn sem ég fékk í Laxá og hann reyndist ekki erfiður þrátt fyrir allt. Hann var 16 pund að þyngd, en ég hélt fyrst að þetta væri einhver óskapaskepna! Síðari hluta dagsins fór ég síðan að veiða fyrir svokölluðu Tjarnarlandi, en þar er veiðistaður sem heitir Tjarnarhólmi. Þar setti ég í 23 punda lax, stærsta laxinn sem ég hef veitt. Það var ekkert sögulegt við þá viðureign, hún stóð í um það bil hálfa klukkustund. Hins vegar var mikið slý og gróður við landið og fór laxinn inn í þetta og gat hann eftir það sig lítið hreyft. Þurfti ég að vaða langt út í ána til þess að ná honum. Ég var nú ekki betur að mér á þeim tíma að áætla stærð laxa, að ég hélt að þessi lax væri miklu stærri en hann var! En þetta er stærsti laxinn sem ég hef ólafur Þorsteinsson læknir á Siglufirði, en nú er raunar Hákon sonur hans að taka við af honum, og einnig er eftir Kolbeinn Jó- hannsson. Víkur nú enn talinu að veiðum Víglundar og er hann spurður um skemmtilegar veiðisögur. Missti þá stærstu Ég hef lent í átökum við stóra laxa í Laxá í Aðaldal og misst þá stærstu og það eru tveir laxar sem ég man sérstaklega eftir. Annar laxinn tók á veiðistað sem heitir Vitaðsgjafi. Við vorum saman í bát, ég og Steingrímur heitinn í Nesi, sem oft var með veiðimönn- um við ána. Síðan setti ég í lax og brást fiskurinn þannig við að hann hreyfði sig ekkert iengi vel. Við Steingrímur fórum þá á bátn- um yfir ána og reyndum með ýmsu móti að lempa fiskinn af stað, en hann hreyfðist ekki. Fór- um við þá aftur í bátinn og á end- anum tókst að fá laxinn af stað. Og það var enginn smá sprettur sem fiskurinn tók. Hann var alveg bandvitiaus. Laxinn henti sér í háaloft hvað eftir annað. Við Steingrímur létum sakka á eftir laxinum, þar sem hann fór niður ána, en þá strikaði laxinn aftur upp og gekk á þessu um hríð. Enn tók fiskurinn sprett, nú niður ána og ég held að viðureignin hafi staðið með þessum hætti í um þrjú kortér, en þá datt flugan úr hon- um og virtist fiskurinn þá ekkert þreyttur. Steingrímur sagði mér að þessi fiskur hefði ábyggilega verið um 30 pund, en hann var glöggur á stærð fiska í Laxá. Þess- um fiski sá ég mikið eftir, en ég held að þetta sé sá stærsti fiskur sem ég hef sett í. Hin sagan gerðist á stað sem heitir Höfðahylur, en hann er nokkuð fyrir ofan stað sem heitir Núpabreiða. Þar er yfirleitt veitt af báti. Vorum við saman, ég og frændi minn Gunnar Möller. Ég setti þarna í lax á maðk og rauk sá niður ána, en slíkt er slæmt á þessum veiðistað. Við létum damla á eftir í bátnum og fórum í land á eyju sem er fyrir neðan veiðistað- inn. Þá gerði laxinn mér þann grikk að strika aftur upp í hylinn, en á leiðinni er stórgrýtt og festist línan á steini og sargaðist sundur. Þessi fiskur stökk á meðan á við- ureign okkar stóð, en hann var tæplega eins stór og hinn laxinn, kannski á milli 25 og 30 pund að þyngd. Sá stærsti 23 pund Hvað var „sá stærsti" stór? Ég hef fengið stærstan lax í Laxá 23 punda og var hann á flugu og fékk ég laxinn raunar fyrsta daginn sem ég var á veiðum í ánni. Þennan dag var ég með Sæmundi Stefánssyni og með okkur var maður sem kallaður var Jón kokk- ur. Við vorum við veiðistað sem heitir Höfðahylur. Þeir Sæmund- ur og Jón kokkur fóru á bát yfir ána og setti Sæmundur þar í feiknastóran lax á Höfðabreið- unni, næsta veiðistað fyrir ofan. Það fór á sama veg með þann lax og fiskinn sem ég sagði frá áðan þarna, hann strikaði niður ána og veitt, enn hefur mér ekki tekist að ná á land stærri laxi en 23 punda. Englendingurinn Leverson og 30 punda laxinn Þér eru væntanlega einhverjir menn og einhver atvik sérstaklega minnisstæð? Mér eru margir minnisstæðir og þeirra á meðal má nefna bræð- urna Sæmund og Kristin Stef- ánssyni og einnig má geta Guð- mundar frá Miðdal. Guðmundur veiddi vel og eitt sinn fékk kona hans 30 punda lax í Laxá. Guð- mundur var mjög duglegur við veiðarnar og hann og ósvaldur Knudsen veiddu oft vel í Laxá. Það var sérstakt við Guðmund, hvað hann veiddi mikið af stórum löx- um. Það er eins og þeir stóru leiti uppi sérstaka menn. Það er sfður að maður geti talið það tilviljun, þegar sömu mennirnir fá alltaf stærri fiska en aðrir. Þegar ég segi þetta, þá dettur mér í hug saga af Englendingi, Leverson að nafni, en hann kom hingað upp í sam- bandi við Milward’s veiðivörufyr- irtækið. Hann veiddi í Laxá þessi Leverson og það hafði verið hans lífsdraumur í veiðiskap að fá 30 punda lax og miðaði hann þá auð- vitað við ensku pundin! Svo gerð- ist það að hann veiddi lax í Kirkjuhólmakvíslinni, sem er í Neslandi, en hann var ekki með pundara og var því ekki hægt að vikta laxinn fyrr en heima í húsi. Þar voru skiptar skoðanir um hvort laxinn næði 30 enskum pundum og hvísluðust sumir á um það hvort þeir ættu að setja upp í íaxinn dálítinn stein, til þess að koma honum upp í 30 pundin. Það varð ekki úr því, — en laxinn náði 30 pundum enskum. Þetta var óskaplega mikill gleðidagur hjá karlinum og skrifaði hann síðar hingað til íslands og lét þess getið að það síðasta sem hann hugsaði um á kvöldin væri Laxá í Aðaldal og þessi 30 punda lax! Ætla aftur í sumar Það er ekkert lát á þér við veið- arnar? Ég veiddi síðast 1 fyrra og ætla aftur í sumar, ef ekkert óvænt kemur upp á. Annars fer maður nú að hægja á sér, en ég fer nú minna en ég gerði áður fyrr. í ár á ég veiðileyfi í Laxá í Aðaldal, auk tveggja hálfra daga í Élliðaánum. Ég sótti ekki um annað hjá Stangaveiðifélaginu. Ég hef lengi veitt í Elliðaánum, en veiðin þar hefur orðið minna eftirsóknarverð eftir því sem byggðin hefur færst neðar á bakkana. Ég hef veitt lengi í Laxá í Aðal- dal og er mér farið að þykja mjög vænt um ána, þetta er orðið að eins konar átthagatryggð hjá mér. Náttúra.i við ána er svo falleg, áin er falleg og undir þessum kring- umstæðum sætti ég mig vel við það að veiða ekki alltaf mikið. Veiðihópurinn okkar við Laxá er mjög samstilltur og skemmtilegur og þar hafa myndast sterk vin- áttubönd, sem gera veiðarnar enn eftirsóknarverðari. Þú er semsagt ekkert að hætta? Ég veit ekki, en ég geri ráð fyrir að það fari nú að styttast í þessu senn hvað líður, en ég vil þó ekki láta mig á meðan heilsan enn er sæmileg. hátt. Hann króaði af hrók and- stæðingsins í miðtafli: Svart: Oll Hvítt- Jón L Árnason 24. Rg3! — Hxh2, 25. Dxh2 — hxg3, 26. Dh3 — f5, 27. Dxf5 — Hg5, 28. Dh3 - Rc4, 29. Hgl — Db6, 30. Rb3 — Re3, 31. Hdel — Rf5, 32. Hgfl — g2, 33. Hgl — Dd8, 34. Hxg2 - Hxg2, 35. Dxg2 — Dxd7, 36. Dh3 og svartur gafst upp. Uppgjör ungu Eistlend- inganna var lengi í járnum, en í þessari stöðu hafði svartur rétt lokið við að leika af sér með 27. — Bd7-g4? Þetta notfærði hvít- ur, Ehlvest, sér skemmtilega: Svart: Oll Hvítk Ehlvest 28. e5! — dxe5, 29. fxe5 — Dh6 (Eftir þetta ræður hvíta peða- sóknin úrslitum, en auðvitað gekk 29. — Hxe5 ekki vegna 30. Dxg4) 30. Hdel — Bh3, 31. Bxh3 — Dxh3, 32. Dxa6 - Hb2, 33. H3e2 — Hb3, 34. Da4 — Heb8, 35. e6! — fxe6, 36. dxe6 — Dh5, 37. e7 — De8, 38. Dc4+ — Kh8, 39. HÍ2 og svartur gaf. TALLINN 1983 TIT- ILL STi& 1 1 3 H 5 (o 7 8 9 10 11 n 13 1H 15 vm RÓB \ TAL (SovítríVj) SM l<o20 É 'ít '/t 'lt 1 4 •h 1 \ /z \ 'h O 'h 'fz 40 1-1 1 VAG-ANTANCSv.) SM 1550 'h {2/1 'ít L •tt 0 •Á •h 'h 4 /z h 1 \ \ \ 10 1-1 3 ?ÍTROSIAN(Sov.) SM 1(05 'h ‘/t 1 h 'k tz /z ít 'h 'h \ •h 'h \ 'h 1 9 3-5 H EHLVESTCSovtú) AM IHbC /t 0 'h ÉÉ 0 1 1 'h 0 'h 'h •h \ \ i \ 9 3-5 5 S UBA (Rúfmttuu) S M 2535 o /t Vt 1 1 1 'h •h \ O /z 'tz \ Zz h \ 9 3-5 (o TANSA (Tékkósl) S M 1HH0 0 \ 'tz 0 0 0 ,0 'tz \ \ \ •h \ /z i •h S'í é ? OLL (Sovttf'ikjunt/tm) M 15(5 0 'ít /t 0 'ft I 1 •h O 'h /l /z \ h i 9 T 8 AbRAmVIC(Túgí) AH 2V?5 'k 'lt '/t /t '/z 'h 0 i 'h 'h \ i Q o •h \ Vz 8-9 PSA KHISCSovéir.) SM 2580 o 'lt 'tz i 0 0 'h 'h ///. ///' \ 0 Zz O i i 1 7 /z 8-9 10 TÓN L. 'ARNASON AM 1%C 0 0 1t 'h 1 0 \ 'h 0 'h h •h i h /z 7 10-H 1i VEINGOLD (Sovétr) M IH5Ö ’/t 'tl 0 tz •ft 0 'h 0 \ h 1 /z h •h i h 7 10II 11 SlEKEL YCUnqví) AH 2 V35 0 'tt h /z 'h h 'h 0 'h •h •h % h h h •h (o'/z 12-/3 13 schusslerCMN) AM 2H85 'tt 0 'h 0 0 o 'h \ i 'h h 'h /77 // h h •h h'h. 12-/3 1H KÁRNER (Sovi.tr) AM 2H05 0 O 0 /t 'h 0 \ 0 0 •h /z 'h i •h 1 19 15 BÖN5CH (A-t>ýtk) AM 1H50 'ít 0 'lz 0 /z 0 •h 'h 0 •h 0 'h h h W7/ v7/( \ sh 15 16, NEI (Sovét/i kji/oum AM \2HH5 /t a O 0 Ql 'tt 0 0 0 'h •h 'h •h a 0 i 3 /6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.