Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Islenskir sagnaþættir Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson ÍSLENSKIR SAGNAÞÆTTIR. 1. bindi. Safnað hefur Gunnar S. Þorleifsson. Kápa og teikningar: Gunnar S. Þorleifsson. Bókaútgáfan Hildur 1982. Eitthvað hefur fækkað þeim bókum sem innihalda þjóðlegan fróðleik og er það til marks um áhuga sem blossar upp, en getur ekki verið jafn brennandi enda- laust. Þó er enginn hörgull á slík- um bókum á jólamarkaði, enda vinsælar. Meðal þeirra sem sinnt hafa þjóðlegum fróðleik er Gunn- ar S. Þorleifsson bókaútgefandi. í hitteðfyrra sendi hann frá sér eina slíka bók og nú er komið frá hans hendi fyrsta bindi íslenskra sagnaþátta. Þetta er efni af ýmsu tagi eins og kaflafyrirsagnir eru til vitnis um: Náttúruhamfarir, Einkennilegir menn, Sagnir af Tyrkjaráninu, Sagnir af- útilegu- mönnum og Þjóðsagnaþættir. Um þessa bók er fátt annað en gott að segja, en þó þykir mér brýnt að prófarkalestur verði nákvæmari í næstu bindum. f Sögnum af útilegumönnum er dregin upp raunsönn mynd, sfst af öllu rómantísk eins og hjá Jóhanni Sigurjónssyni í Fjalla-Eyvindi. Lýsing frá 1765 á Eyvindi er þol- anleg nema hvað hann er „bólu- grafinn, toginleitur, efri vör nokk- uð þykkari“, en Halla virðist ekki hafa verið nein fegurðargyðja eft- ir sömu lýsingu að dæma: „Lág og fattvaxin, mjög dimm- lituð í andliti og á höndum, skoi- eygð og brúnaþung, opinmynnt, langleit og mjög svipill og ógeðs- leg, dökk á hár og smáhent og grannhent, ólesandi, brúkar ekki tóbak.“ Eitthvað jákvætt kom þó í lokin. Gunnar S. Þorleifsson Halla fékk ekki að liggja í vígðri mold og dysjaði Eyvindur hana í mýrlendi. Hann lést skömmu síðar og var einnig dysjaður hjá Höllu. Grunnavíkurprestar töldu að þau væru best geymd utangarðs. Ar- nes var aftur á móti notaður við smíðar þegar dómkirkja var byggð í Reykjavík, en heimili hans var tugthúsið. I fslenskum sagnaþáttum rek- ast menn á fátt nýtt úr sögu þjóð- arinnar. Gunnar S. Þorleifsson Fyrirliqqjandi í birgðastöð GALVANISERAD ÞAKJÁRN Lengdir: 1.8 - 4.0 metrar Bjóðum einnig lengdir að ósk kaupenda, alltað 12metrum. KJÖLJÁRN lengd 2 metrar - tvær breiddir SINDRAi ÍÉJ .STÁLHF Borgartúni 31, sími: 27222 kýs að halda sér að mestu við stað- reyndir og ritar heimildir. Langt mál er til dæmis um mannfelli og harðindi fyrir hundrað árum og rifjaðar eru upp ýmsar heimildir um Tyrkjaránið fyrir þrjú hundr- uð og fimmtíu árum. Drjúg reyn- ist Reisubók Ólafs Egilssonar. Kaflinn um einkennilega menn er skemmtilegur aflestrar, en höf- undar eru Oddur Oddsson, Jón Björnsson, Sveinn frá Elivogum, Björn Guðmundsson, Jón Jóhann- esson og Páll Þorkelsson. Athyglisverðir eru einnig Sagnaþættir um Jóhannes Sveinsson eftir Magnús F. Jónsson og Sagnaþættir um Þórð bónda í Neðra-Sumarliðabæ eftir Kristínu Ólafsdóttur. Jóhannes var maður svaðilfara, lét ekki verstu veður buga sig eða tefja. Þórður var ferjumaður, kraftamaður mikill og sérkennilegur í háttum. Eins og svo oft áður þegar um er að ræða þjóðlegan fróðleik eru lýs- ingar á einstaka mönnum líklegri til að miðla lesandanum vitneskju um liðna tíð en ýmsar sagnfræði- legar heimildir þótt góðar séu. Myndskreytingar Gunnars S. Þorleifssonar sýna að honum er fleira til lista lagt en safna þjóð- legum fróðleik og gefa út bækur. Best þykir mér Tyrkjamyndin á bls. 147; það er í henni sú ótamda villimennska sem við ímyndum okkur að hafi einkennt þessa serknesku víkinga. eigendur Pústkerfín eru ódfrust hjá okkur Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar gerðir Mazda-bíla. Isetningarþjónusta á staðnum. BÍLABORG HF Smíðshöföa 23 Símar: Verkstæði 81225 —Varahlutir 81265 Áskriftarsíminn er 83033 Amerískur - ogum þad þarf ekki fleiri orö. Fullt verð kr. 432.132.- Sérstakur afsláttur af árg. 1982 77783.- gengi 01.03. '83 354.349.- JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri Aflhemlar - Hituð afturrúða - Electronisk kveikja Deluxe innrétting - Litað gler - Hallogen framljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.