Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Með vatnaliljunum hans MONETS eftir Elínu Pálmadóttur Það gerist nú æ tíðara að íslendingar í sumarleyfi í Evrópulöndum taki sér bílaleigu- bíl og aki um sveitir. Enda fólk orðið mun ferðavanara en áður var. Margir, sem þurfa að sækja ráðstefnur og fundi eða reka erindi á skrifstofutímum, þurfa stundum að bíða af sér helgi. Og þá getur verið gott að komast út úr stórborginni og út í sveit til hressingar. Þótt enginn sé í vandræðum með að eyða helgi eða nokkrum dögum í heimsborginni París, þá ætla ég hér að stinga að þeim sem þar kunna að vera staddir með ónýttan góðviðrisdag, að yndislegt er að aka niður með Signu og skoða skugg- sælu tjarnirnar með vatnaliljunum og gróðurinn í garðinum í Giverny, sem maður þekkir svo vel af hinum stórkostlegu málverkum Monets. En nú eru 100 ár frá því Monet settist að í Giverny og málaði þar út ævina í görðunum. Til að halda upp á þann menningarviðburð er nú á páskum að opna í Marais-menningarsafninu í París sýning á 85 málverkum, sem Monet málaði í Giverny, safnað úr einkasöfnum og opinberum söfnum úr öllum heiminum. Sýning sem eflaust verður aldrei endurtekin. Og jafnframt verður sérstaklega lagt í garðana hans tvo, Normandí-garðinn og Tjarnargarðinn, til sýningar í sumar og opnað 1. aprfl. Málverk af Claude Monet, sem vinur hans Auguste Renoir málaði af honum 1875. Sólríkan laugardag seint í arpíl í fyrra gafst undir- ritaðri tækifæri til að aka til Giverny, sem var gripið. Ekið laust fyrir hádegi af stað í norðvestur út úr Parísarborg og fylgt Signu, sem liggur þarna í ótal bugðum, stund- um nálægt ánni stundum fjær. Til hádegisverðar var valið eitt af þessum dæmigerðu frönsku veit- ingahúsum, alveg á árbakkanum í Roche sur Guyonne. Bærinn ber nafn af hvítum kalkklettum, sem þarna eru á löngum kafla. En inn í mjúkan kalksteininn höfðu menn á nýsteinöld grafið sér hýbýli eða hella, sem fundist hafa. Síðar hafa menn svo byggt við hjá sér og enn má sums staðar sjá, ef að er gáð, hvernig hús ganga inn í hvíta klettana eða standa út úr þeim. í litla bænum Roche sur Guyonne er gamall kastali. Neðri hlutinn grafinn inn í klettana og fram úr hlíðinni skagar stór seinni tíma höll. Þetta er allsérkennilegt. Þarna í bænum er lítill gisti- staður, á árbakkanum og í því eitt af þessum frönsku hljóðlátu veit- ingahúsum, með gömlum þungum frönskum sveitahúsgögnum og vel vandað til matargerðar. Á slíkum stað verður að gefa sér góðan tíma og njóta matar og veiga. Ekki ætla ég að reyna að segja til vegar, enda fylgt sveitavegum og þarf að lesa sig fram á korti. En bærinn stendur við einn af þessum stóru hlykkjum á Signu í norð-austur- átt. Og með því að fylgja nokkurn veginn ánni áfram er komið að Vernon, sem stendur við ána og þá er ekki iangt að Giverny, heimili listmálarans fræga, Claude Mon- ets, með vinnustofum hans og garðinum, sem opið er á daginn. Staðurinn hafði verið farinn að láta mikið, á sjá, þegar einhver félagskapur bandarískra kvenna hóf fjársöfnun. Og nú er öllu vel við haldið, enda eru gestir farnir að streyma að til að sjá garð meistarans, þar sem hann málaði sínar frægu myndir og þekkja af þeim tré hér, brú þar og ýmsan gróður. Gaf impression- ismanum nafn arna í Giverny vann Claude Monet frá 1883 og þar til hann lést, 86 ára gamall, árið 1926. Claude Monet var einn af frumkvöðlum impressionism- ans í málaralist. Og sá þessara málara sem kannski var mest ein- kennandi fyrir þann stíl. í verkum hans voru einkennin, sem klufu málverk þeirra mest frá hefð- bundnum Salona-myndum þess tíma, kannski lengst útfærð. Claude Monet var fæddur í Par- ís, heildsalasonur, og fluttist með fjölskyldu sinni til Le Havre 1845. Allt frá bernsku hafði hann laðast að því að teikna, enda var hann ekki nema 15 ára gamall þegar hann seldi karakter-teikningar sínar í ritfangaverzluninni á staðnum fyrir 20 franka. Og þar var Eugene Boudin, ísbrjótur impressionistanna, einmitt að reyna að koma sínum myndum á framfæri og tók Monet — tregan þó — í læri. Seinna sagði hann þakklátur: „Boudin, tók með ein- stakri umhyggju að sér menntun mína. Augu mín opnuðust loks og ég tók raunverulega að skilja nátt- úruna." Upp frá því fór hann að leitast við að ná andrúminu, sem baðaði landslagið á ákveðinni stundu og grípa brigðul áhrif ljóss og lofts, sem var alla tíð svo hríf- andi í myndum hans og gerði þær svo heillandi. Og það er eimnitt svo skemmtilegt að ganga þarna um garða og gróður og sjá raun- verulegu fyrirmyndina að mörg- um frægustu málverkum meistar- ans, sem maður stendur gapandi af aðdáun frammi fyrir í söfnum. En áður en hann málaði þær í Giverny átti hann eftir að skólast mikið. Hann fór til Parísar og stundaði nám í málaralist í Svissneska myndlistarskólanum. Kynntist heimslistinni. Komst f kynni við Camille Pissarro, Jon- kind, Renoir, Sisley og Cézanne. Á þessum tíma sá hann myndir Manets og varð heillaður, fékk að Claude Monet settist aö í Giverny 1883. Hér er eina myndin sem tekin var af hon- um í garðinum sínum, þar sem hann haföi ræktað af mikilli alúð meira en 40 teg- undir af blómum og plöntum, til aö hafa alltaf blómstrandi fyrirmyndir frá því snemma vors og langt fram á haust. fara með honum til að mála utan- dyra í Argenteuil. Foreldrarnir skildu ekki þennan son, sem hvorki vildi vinna né stunda al- varlegt nám, og stöðvuðu greiðslur til hans. Allt kom fyrir ekki. Mon- et settist 1864 að í Chailly, nálægt Fontainbleu-skógi, og þar fann hann endanlega sína köllun sem landslagsmálari. Sýndi í fyrsta skipti myndir sínar í Salon í Paris. Á þessum erfiðu árum reyndi hann jafnframt eitt sinn að fyrir- fara sér, vitanlega með því að henda sér í vatnið. En vinátta hans og Renoirs, og samvinnan í Bougival varð honum til mikillar hjalpar. Þetta var um 1867, sem var afdrifaríkur tími tæknilega fyrir þróun impressionismans. Með því að grandskoða áhrif birtu á vatn breytti Monet smám saman stíl sínum, og náði þessari léttu snertingu og frjalsræði í litasam- setningunni, sem gerði honum fært að koma því, sem hann upp- lifði á því augnabliki, fersku á lér- eftið. Stríðið milli Frakka og Þjóð- verja árið 1870 truflaði lífshlaup hans og hann flúði til London, þar sem kynnin við ensku málarana Constable og Turner urðu bæði honum og Pissarro hvatning til að halda áfram sínum djörfu tilraun- um með landslagsmálverkið. Eftir heimkomuna settist hann aftur að í Argenteuil, þar sem hann og Renoir settu upp málaragrindur sinar hlið við hlið við Signu og máluðu sömu fyrirmyndirnar. Nú gat draumurinn um að ganga fram hjá þessum hefðbundnu sýn- ingarsölum og drífa upp eigin sýn- ingu orðið að veruleika, er ljós- myndarinn Nadar opnaði hina frægu sýningu með Monet, Boud- in, Cézanne, Degas, Morison, Piss- arro, Remoir, Sisley o.fl. árið 1874. Þetta var sú fyrsta af átta sýning- um, fram að 1886, sem festu im- pressionismann í sessi. Nafnið á hreyfingunni kom einmitt frá einu „Aö róa á ánni“ heitir þessi mynd, sem Monet málaöi af stúlkum í báti á Signu þarna fyrir framan, til aö ná „birt- unni og endurspegluninni á vatninu“. af málverkum Monets, mynd sem hann nefndi Impression, svo við sólaruppkomu og nú er á Mar- mettan-safninu. Þrátt fyrir mikla andstöðu, sem mætti honum og félögum hans, hélt Monet þrjóskulega áfram að mála hverja myndina af annarri. Hann hafði kvænst fyrirsætu sinni, Camille. Þegar annar sonur þeirra fæddist varð hann að senda út neyðarkall til Manets, sem var svo rausnarlegur við hann að hann gat sett sig niður í Vetheuil ná- lægt Signu, þar sem var ódýrara að lifa. Og 1883 flutti hann svo til Giverny þarna í nágrenninu. Þarna var hann í essinu sínu og framleiddi myndaröð um við- fangsefnið heystakkur. Á árunum 1892 og 1893 málaði hann hvorki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.