Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 63 Kórtónleikar á Sel- fossi og í Skálholti Vill tafarlaust raunhæfar aðgerðir til að rétta við hag Áburðarverksmiðjunnar Samkór Selfoss og Kirkjukór Sel- foss halda sameiginlega tónleika á Tóstudaginn langa, þann 1. aprfl nk. Sungið verður í Selfosskirkju kl. 3 og í Skálholti kl. 9. um kvöldið. Kór- arnir munu flytja sameiginlega m.a. Lokakór úr Mattheusarpassíum Bachs og ýmislegt annað sem minnir á þá miklu hátíð sem fer í hönd. Auk þess munu kórarnir syngja fáein lög, hvor fyrir sig. Stjórnendur kóranna eru Glúraur Gylfason og Björgvin Þ. Valdimars- son, en þeir annast einnig undirleik. Þá kemur einnig fram ungur tromp- HVERAGERO Nýja byggðarmerkið, sem Hvergerð- ingar hafa eignast. Hveragerði eignast merki llveragerði, 23. mars. HREPPSNEFND Hveragerðis ákvað seint á síðasta ári að efna til samkeppni um tillögur að byggðar- merki fyrir hreppsfélagið. Heitið var verðlaunum að upphæð kr. 5.000 og urðu undirtektir mjög góðar því alls bárust um 80 tillögur frá 27 aðilum. Nú var úr vöndu að ráða og velja og brá þá hreppsnefndin á það ráð að hafa sýningu á öllum tillögunum yfir eina helgi í barna- skólanum. Kom mikill fjöldi bæj- arbúa á sýninguna og greiddi at- kvæði með því merki sem féll best í smekk hvers og eins. Að lokum valdi svo hreppsnefndin úr vinsæl- ustu tillögunum. Merki það sem varð fyrir valinu er í hvítum og bláum litum og sýnir gufustrók sem myndar blóm og eitt blaðið á blóminu er í líki fugls og á hann að vera fulltrúi fyrir „hverafugla" sem eiga að hafa sést syndandi á heitum hverum hér í Hveragerði og víðar eftir því sem sögur herma. Höfundur merkisins er Helgi Grétar Kristinsson, málarameist- ari, Heiðmörk 17 í Hveragerði. Helgi Grétar er einnig lærður myndlistarmaður og hefur numið þá list bæði heima og erlendis. Hann kennir við Iðnskólann í Reykjavík á veturna en stundar iðngrein sína yfir sumarið og í frí- tímum. Byggðarmerkið okkar prýðir nú allan póst bæjarfélagsins og sýn- ist flestum að vel hafi tekist. Sigrún ctleikari, Jóhann Stefánsson. í flutn- ingnum fá kórarnir aðstoð frá Sigur- geir Hilmari Friðþjófssyni við lestur texta í Mattheusarpassíunni. Þeir sem að þessum tónleikum standa vænta þess að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga hátíðlega stund á þessum hátíðisdegi. Á BÚNAÐARÞINGI sem lauk fyrir nokkru var áburðarverðhækkun um 121%, sem fregnir höfðu borist um að þörf væri á til að Áburðarverk- smiðja ríkisins gæti starfað eðlilega, brennandi mál hjá þingfulltrúum. Þrjú erindi voru lögð fyrir þingið um þetta mál og var þeim slegið saman í eina ályktun hjá Jarðræktamefnd Búnaðarþings. Var hún svohljóðandi og samþykkt frá Búnaðarþingi: „Bunaðarþing skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera nú tarfar- laust raunhæfar aðgerðir til þess að rétta við fjárhagsstöðu Áburð- arverksmiðju ríkisins í Gufunesi, með því að veitá henni framlag til greiðslu á skuldum, sem safnast hafa upp síðastliðin 4 ár vegna rekstrarhalla verksmiðjunnar og talið er nema fullum helmingi þeirrar hækkunar á áburðarverði, sem nú er talin þörf fyrir. Jafnframt verði verksmiðjunni útvegað innlent rekstrarlán, svo sem flest stærri innlend iðnfyrir- tæki hafa fengið að undanförnu." Greinargerðin sem fylgdi tillög- unni var svohljóðandi: „Hækkun áburðarverðs um 121% eins og nú liggur fyrir að þurfa muni til þess að halda áfram rekstri Áburðarverksmiðju ríkisins, hlýtur að leiða til algjörs öngþveitis í framleiðslumálum landbúnaðarvara. Fjölda bænda verður um megn að kaupa þann áburð, sem bú þeirra þurfa til þess að halda uppi nægilegri framleiðslu á búvöru fyrir innanlandsmarkað. Þá mun og þessi verðhækkun valda yfir 10 stiga hækkun á grundvelli land- búnaðarins, sem þýðir 2—3% hækkun á öllu kaupgjaldi í land- inu. Þá má benda á það að mikill hluti af áburðarhækkuninni í ár er tilkominn vegna taprekstrar undanfarandi ára, sem fjármagn- aður hefur verið með erlendu lánsfé og þar með tekið á sig margfaldar gegnisfellingar, en innlent lánsfjármagn hefur verið ófáanlegt til þessarar framleiðslu. Því gerir Búnaðarþing kröfu til þess að ríkisvaldið komi verk- smiðjunni til aðstoðar með fjárframlögum og fjármálafyrir- greiðslu." Hafskip á meginlandi Evrópu: Stórbætt þjónustuaðstaða í Hambore Hamborg er með stærstu viðskiptahöfnum okkar á meginiandi Evrópu. Þangað koma fjölhæfniskip okkar Skaftá og Rangá vikulega, lesta og losa vörur. Frá og með 1. apríl hefur Hafskip hf. stórbætt alla aðstöðu sína í Hamborg hvað varðar lestun og losun, þar sem fullkomnustu tækni er beitt. Ennfremur opnað eigin þjónustuskrifstofu í Hamborg með eigin starfsmönnum frá sama tíma. Markmiðið er einfalt: Aukin hagkvæmni, betri vörumeðferð, lækkun flutningsgjalda og hraðari þjónusta. Hafskip (Deutschland) G.m.b.h. Chilehaus A Fischertwiete 2 2000 Hamburg 1 Sími (040) 339341 - 2 - 3 Telex 2165028 hafud Forstöðumaður: Sveinn Kr. Pétursson. Okkar menn,- þínir menn HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.