Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Valli var ekki á því að upplýsa kynferði sitt og hélt hreifunum fast að, þegar fréttaritari Mbl. á Hellissandi, Ólafur Rögnvaldsson, tók þessa mynd á hafnargarðinum við Rifshöfn. VALLI VÍÐFÖRLI — Rostungurinn sem var heiðursgestur Gunnars Thoroddsen og Flugleiða. Ríkisstjórnir fjögurra landa höfðu afskipti af honum. Hverju hafði hann afskipti af? — Af hverju kom hann aftur? Valli vídförli er fyrir margra hluta sakir merkilegastur allra rostunga, þó ekki sé nema fyrir þaö að hafa verið heiðursgestur forsætisráðherra og stærsta flugfélags lýð- veldisins íslands; verið tilefni sérstakrar ferðar flagg- skips Landhelgisgæzlunnar, auk þess að njóta athygli ríkisstjórna fjögurra landa og kitla taugar yfirmanna NATO og bandaríska sjóhersins, svo að við lá að þeir leituðu ráða í Hvíta húsinu í Washington. Afskipti ís- lenzkra stjórnvalda af Valla eru, þegar vel er að gáð, hápólitísks eðlis og tengjast stöðu okkar á alþjóðavett- vangi. Valli komst fyrst á útsíður brezku pressunnar á haustmánuðum 1981, þegar hann álpaðist upp að austur- strönd Bretlands. I>arlendir náttúruverndarmenn töldu hann vegvilltan og fundu sig knúna til að koma honum norður á bóginn. Forsætisráðherra, sem á sama tíma var staddur í erindagjörðum í Bretaveldi, og yfirmenn Flug- leiða í London, sáu sér leik á borði, þegar Valli var kominn í heimspressuna, til að milda álit umheimsins á hvalveiðiþjóðinni íslandi og buðu því Valla, sem er ná- frændi hvalanna, sem heiðursgesti með næsta flugi til Keflavíkur. Valli var því, hvort sem honum líkaði betur eða verr, orðinn miðpunktur hápólitískra atburða og ekki talið örgrannt að hann hafi fengið nokkurn áhuga á framvindu íslenzkra stjórnmála. Þannig skýra a.m.k. margir endurkomu hans til landsins nýverið, en Valla varð vart í Rifshöfn rétt áður en ríkisstjórnin ákvað, 28. janúar sl., að mótmæla hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Alþingi hnekkti skömmu síðar þeirri ákvörðun með eftirminniiegum hætti og Valli hélt að því búnu á brott. Enn aðrir tengja endurkomu hans við prófkjörs- baráttu samráðherra forsætisráðherra í Vesturlandskjör- dæmi og segja Valla hafa viljað launa greiðann forðum. l>egar þessar línur eru ritaöar, hálfum mánuði fyrir páska, hefur ekkert frétzt af Valla frá því hann fór frá Rifi. Hér á eftir verður hin sérstæða saga hans rakin í máli og myndum, og ýmsum getgátum, hérlendum og erlendum, leyft að fljóta með. Hvfld railli matmálsferda í Rifshöfn. Texti: Fríða Proppé Valli víðförli, eða Wally the Walrus, eins og Bretar kölluðu hann, var aðeins rúmlega tveggja ára er hans varð fyrst vart við Skegness á miðaust- urströnd Bretlands um miðjan septembermánuð 1981. Fullorðin karldýr verða um 1,2 tonn og allt að 1,5 tonn að þyngd og þrír og hálfur metri að lengd. Rostungs- mæður hugsa vel um afkvæmi sín fyrstu tvö árin, hafa þau á spena og undir öruggu eftirliti allan þann tíma. Uppáhaldsdvalarstaðir þeirra eru í nánd Norðurheim- skautsins á grunnsævi í fjörðum og fylgja þeir ísalögum. Rostungar eru félagslyndust allra spendýra og mynda hjarðir nokkur þúsunda dýra, og eru þeir taldir vera um 250 þúsund í heiminum i dag. Fjórir fimmtu hlutar stofnsins eru staðsettir í Kyrrahafinu, en Kyrrahafsrostungar halda sig að mestu leyti á Suðaustur-Berings- hafi mánuðina desember-marz, ferðast norður á bóginn gegnum Beringsund á vorin og eyða sumr- inu meðfram ísbrúninni í Chuk- chi-hafi og halda suður í Ber- ingshaf á ný á haustin. Þessi hóp- ur ferðast allt að 3 þúsund kíló- metra á ári, en nokkur þúsund karldýr taka lífinu rólega og halda til í Beringshafi allt árið. Um flökkueðli annarra hópa, svo sem þeirra 25 þúsund dýra sem lifa í Norður-Atlantshafi er lítið vitað, en dæmi er eru um að rostungar af þeim slóðum og öðrum hafi ruglast illilega í ríminu og flækst langt suður á bóginn. Því verður seint svarað hver til- drög voru að komu Valla til Bret- lands. Samkvæmt lögmáli náttúr- unnar hefur hann skömmu áður þurft að sjá af móður sinni og því verndaða umhverfi sem hún veitti. í þjóðfélagi rostunga halda kven- dýrin sig í aðskildum hópum dags daglega með ungu dýrunum, en karldýrin verða að samlagast kynbræðrahópum þegar móðirin yfirgefur þá. í karldýrahópnum byggist þjóðfélgsstaða einstakl- ingsins á líkamsburðum, stærð vígtanna og bardagagleði. Daglegt endurmat fer fram og ber að hafa í huga að Valli hafði aðeins eina heila vígtönn við komuna til Bretaveldis og hefur kannski af þeim sökum verið útskúfaður. Þá getur einnig komið til að Valli eða móðir hans hafi lent í klónum á veiðimönnum sem stunda veiðar fyrir dýragarða. Kaupandi hafi síðan verið vandfundinn og Valla því sleppt í sjóinn þar sem hann var kominn. Hvernig sem því viðvék rak Valla á fjörur Bretadrottningar og komst undir hendur fulltrúa sterkustu dýraverndunarsamtaka heims, þ.e. „World Wildlife Fund“ og „The Royal Society for the Prevention of Cruelty to Ani- mals“, þeirra sömu samtaka sem barist hafa hatrammri baráttu Súrefnis aflað og ný köfun undirbúin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.