Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Ég vil ekki láta mig á meðan heilsan enn er sæmileg MGLUNDUR MÖLLER er íslenskum stangaveiðimönnum aö góöu kunnur í gegnum afskipti sín af stanga- veiöi um áratugaskeið. Einkum er hann kunnur fyrir ritstjórn sína á tímariti Stangaveiöifélags Reykjavíkur, Veiðimanninum, en því blaöi hefur Víglundur ritstýrt um þriggja áratuga skeið. Einnig hefur hann setiö í stjórn SVFR í nokkur ár og veriö í félaginu allt frá árinu 1947. Stangaveiöifélagið var stofnaö árið 1939, en segja má að félagið hafi veriö stofnað um Elliöaárnar, þótt þaö hafi fært út kvíarnar síðar. Auk þess aö vera einn af elstu félögum í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur hefur Víglundur markaö Veiðimann- inum farveg í heimi íslenskra veiðimanna, en til skamms tíma hefur Veiöimaðurinn verið eina íslenska blaðið sem fjallað hefur eingöngu um veiðiskap. Morgunblaðið spjallaði við Víglund á dögunum um afskipti hans af stangaveiðum og fer samtalið hér á eftir. Hann var fyrst spurður um afskipti sín af Veiðimanninum. KiLstjóri í 3 áratugi Ég tók við Veiðimanninum árið 1950 og hef ritstýrt honum sam- fellt síðan, að þremur árum und- anteknum, á árunum 1968—1972, að mig minnir. En síðastliðin 2 ár höfum við Magnús ólafsson lækn- ir verið ritstjórar blaðsins. Fyrsti ritstjóri Veiðimannsins, sem var stofnaður árið 1940, var Ivar Guðmundsson, næstur kom Jakob V. Hafstein, en síðan varð Páll Jónasson ritstjóri. Hann hætti árið 1950. Þá var ég beðinn um að taka við blaðinu, kannski vegna þess að ég var ekki óvanur skriftum og hafði fengist við þýð- ingar og einnig sinnt öðrum rit- störfum. Það má segja að blaðið sé fal- legra nu en upphaflega var og ég held að nú þyki Veiðimaðurinn allþokkalegt tímarit. Eg hef haft mikla ánægju af því að ritstýra Veiðimanninum. Öft, einkum framan af, var erfitt að fá efni í blaðið en það hefur heldur lagast síðari árin. En það sem ég er að verða þreyttur á í Veiði- manninum eru forystugreinarnar. Þær þarf ég að skrifa þrisvar til fjórum sinnum á ári og ég hlýt að vera farinn að endurtaka mig í þeim skrifum. En ég hef verið náttúrubarn frá því ég man eftir mér og endurspeglast það í for- ystugreinunum, er mér sagt. Að telja upp í 30! Hvenær byrjaðir þú að stunda veiðiskap? Ég held að mín fyrstu kynni af veiðiskap hafi verið skak á hand- færi, bryggjudorg þar sem ég veiddi aðallega ufsa, þá bjó ég í Eyjafirði, en ég er alinn þar upp að nokkru leyti. Að stangaveiði fór ég ekki að snúa mér fyrr en árið 1946, þá 36 ára gamall. Það atvik- aðist þannig að ég átti ýmsa góða kunningja sem voru mikið í veiði- skap og hvöttu þeir mig eindregið til að slást í hópinn. En þannig stóð á að ég var heilsulítill á tíma- bili og treysti mér illa í þetta, — en það þurfti ekki nema eina veiði- ferð til þess að ég yrði heltekinn af veiðunum. Ég var auðvitað klaufi við þessa tegund veiða í upphafi, en fyrsta veiðiferðin sem ég fór í var í Norðurá. Veiðifélagarnir máttu varla vera að því að segja mér til, en einn þeirra var Bjarni Angantýsson endurskoðandi, og ráðlagði hann mér það, að þegar ég fyndi að laxinn nartaði í beit- una, þá ætti ég að telja upp r 30. Þegar laxinn svo tæki á móti, þá ætti ég að gera það líka! Fljótur að „sýkjast“ f þessari veiðiferð veiddi ég tvo laxa og var það lítið á mælikvarða þeirra hinna sem með mér voru. En ég fékk strax áhuga á að veiða með flugu, mér leiddist alltaf maðkadorgið. í næstu veiðiferð á eftir fékk ég svo 2 laxa á flugu og síðan hef ég haldið mig við hana að mestu leyti, þar sem henni verður við komið. Eftir þessa reynslu af veiðum, má telja að ég hafi verið alsýktur! Síðan veiddi ég í Norðurá í fjölda ára, en þó lítið seinustu árin. Ekki fullgildur fyrr en eftir Laxá í Aöaldal Mikill vinur minn, Sæmundur Stefánsson stórkaupmaður, sagði mér að ég gæti ekki talist fullgild- ur veiðimaður, fyrr en ég hefði farið í Laxá í Aðaldal. Það varð síðan úr að hann bauð mér með sér þangað árið 1947 eða 1948. Þar hef ég síðan veitt í rúm 30 ár, að tveimur árum undanskildum. Annað sumarið,' árið 1952, voru forsetakosningar og komst ég ekki af þeim sökum, en ég vann fyrir Ásgeir Ásgeirsson í kosningunum. Ég veiddi einnig með Ásgeiri, við veiddum saman í Vantsdalsá og ég held að það hafi verið mesti lúxus sem ég hef lifað í laxveiðum. Þá voru tvær stengur í allri ánni og oft hafði ekki verið veitt þar í 4 eða 5 daga áður en við komum í ána. Tryggvi ófeigsson var með Vatnsdalsá á þessum árum og hann fór mjög vel með ána. Haldið mig mest við sömu árnar Hefur þú veitt víða? Ég segi það ekki, ég hef haldið mig mest við sömu árnar og þá einkum Laxá í Aðaldal og Norð- urá, og líka Elliðaárnar. í aðrar ár hef ég farið óreglulega, en lengst hef ég veitt í Laxá í Aðaldal. Sæmundur Stefánsson og Krist- inn heitinn bróðir hans voru aðal- mennirnir í félagi okkar fyrir norðan. Hópurinn sem veiddi þarna saman varð mjög samstillt- ur. Auðvitað féllu menn smám saman út og nýir komu í staðinn. Þessir nýju höfðu yfirleitt komist á bragðið hjá okkur hinum og komu þannig inn í félagsskapinn. Það er nú farið að fækka þeim sem upphaflega voru í þessum hópi, en þeir sem nú eru enn eftir eru ég, Jón Sigtryggsson tannlæknir, Víglundur með einn 16 punda úr Kistukvíslinni í Laxá í Aðaldal. Myndin er tekin neöan fossa. fléttur frá Tallinn Fjórar FJÓRÐA minningarmótinu um eistneska stórmeistarann Paul Keres lauk í Tallinn i Eistlandi fyrir skömmu. Að venju var mótið mjög vel skipað, meðal þátttak- enda voru sex stórmeistarar og átta alþjóðameistarar. Hlutskarp- astir urðu tveir sovézkir stórmeist- arar, Mikhail Tal, fyrrum heims- meistari, og Rafael Vaganjan. Ekki er hægt að segja að sigur þeirra komi mikið á óvart þvf að undanförnu hafa þeir báðir unnið mörg mót. Framan af hafði Vag- anjan örugga forystu, en tapaði fyrir Jansa í 13. umferð og með þvf að fá fjóra vinninga úr fimm síð- ustu skákunum skauzt Tal upp að hlið hans. Jón L. Árnason, alþjóðameist- ari, var meðal þátttakenda á mótinu. Hann fékk mótbyr framan af, missti þá niður góðar stöður, en lét ekki hugfallast og náði að lokum vel viðunandi Skák Margeir Pétursson árangri. Meðal þeirra sem hann vann á mótinu var rúmenski stórmeistarinn Michael Suba, sem varð í þriðja sæti á milli- svæðamótinu í Las Palmas í fyrra. Á mótinu tefldu fimm Eist- lendingar, fjórir frá öðrum Sov- étlýðveldum, fimm a-evrópskir meistarar, en einu vesturlanda- búarnir voru Jón og Svíinn Schússler. Heimamenn voru að vonum ánægðir með árangur sinna ungu meistara, þeirra Ehlvests, sem er tvítugur, og Olls, sem er aðeins 16 ára. Hinn fyrrnefndi átti meira að segja möguleika á að verða efstur, en tapaði fyrir Suba í síðustu um- ferð. Skákáhugi er mikill í Eist- landi og nú líta þeir til Ehlvests sem væntanlegs arftaka Keres- ar, en meðal afreka piltsins er m.a. sigur á siðasta Evrópu- meistaramóti unglinga. Af öðrum þátttakendum er það að segja að Petrosjan tefldi af sínu aikunna öruggi, raunar má segja að hann hafi farið sér einum of hægt. Psakhis uppfyllir ekki enn þær vonir sem bundnar hafa verið við hann og Nei var gersamlega heillum horfinn. Á mótinu var að sjálfsögðu tefldur fjöldi baráttuskáka, en við skulum láta nægja að sinni að líta á fjögur bráðskemmtileg endatöfl. Tal tefldi skemmtilega að vanda. Gegn Jansa virtist hann kominn í megnustu kröggur, en geymdi tromp uppi í erminni þar sem hrókunarrétturinn var og hrókaði sig út úr vandræðunum: Svart: Jansa Hvítt: Tal 29. (MMM! — Hxe2 (Ef 29. - Rxe2+ þá 30. Dxe2! — Hxe2, 31. Hxed7 með léttunnu endatafli). 30. Bxd4 - Hxc2+, 31. Kxc2 — Bxd4, 32. Df3 og svartur gafst upp. Vaganjan er einnig mjög hvass skákmaður. Gegn Schússl- er náði hann að opna línuna að kóngsstöðu andstæðingsins og notfærði sér það síðan skemmti- lega: Svart: Vaganjan Hvítt: Schiissler 28. - Kf7!, 29. Dxb5 - Bd2! 30. Hxc8 (Ef 30. Rxd2 þá Dxg3 með mátsókn). — Hxc8, 31. Rb7 — Dc7, 32. Rxd2 — Dxg3 (Hótunin er nú 33. — Hfh8) 33. Rfl - Dxel, 34. Rd6+ — Kf6, 35. Rxc8 — g3, 36. Dd3 — Df2 mát. Jón L. Árnason tryggði sér sigur gegn Oll á óvenjulegan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.