Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 69 Vinirnir í páskamynd Nýja bíós, Diner. Goodman (Alberta Watson), sem er ísraelskur njósnari, byrjar „Soldier" eftirgrennslan, sem leið- ir hann til Berlínar. Yfirmaður CIA er myrtur og „Soldier" hefur engan tengilið lengur og er eltur bæði af Bandaríkjamönnum og Rússum. Með aðeins nokkra tíma til stefnu hafa menn „Soldier" tek- ið yfir kjarnorkustöð í Kansas, en á meðan ekur hann og Susan bíl sínum yfir Berlínarmúrinn og lenda þau í klónum á KGB-mönnum. „Soldier" segir þeim að menn sínir í Kansas muni senda kjarn- orkusprengju á Moskvu, ef að sprengjan í Saudi-Arabíu verði ekki gerð óvirk. En er hægt að semja við Rússana? Svo segir um söguþráðinn í The Soldier, páskamynd Bíóhallarinn- ar í ár, í tilkynningu frá bíóinu. Leikstjóri er James Glickenhays, en með aðalhlutverk fara Ken Wahl og Alberta Watson. Háskólabíó Húsið og Coast to Coast íslenska kvikmyndin, Húsið, verður eflaust sýnd fram yfir páska í Háskólabíói, en að sýning- um loknum verður frumsýnd bandaríska gamanmyndin Coast to Coast. Með aðalhlutverk í þeirri mynd fara Robert Blake og Dyan Cannon, sem aðallega er þekkt fyrir leik í myndinni Heaven Can Wait. Myndin segir frá vörubílstjóra nokkrum, sem komist hefur í kast við lögin, og konu, sem flúið hefur geðveikrahæli, sem maðurinn hennar hefur komið henni í svo hann þurfi ekki að skilja við hana á kostnaðarsaman hátt. Á flótta sínum fær konan far hjá vörubíl- stjóranum og upphefst eltingar- leikur þvert yfir Bandaríkin, frá Pennsylvaníu til Kaliforníu. Hún er elt af spæjurum, sem maðurinn hennar hefur ráðið, en hann er elt- ur af fyrrverandi eiganda vöru- bílsins, því hann hefur ekki getað borgað bílinn ennþá. Eins og nærri má geta lenda þau í hinum mestu ævintýrum á leiðinni. Leikstjóri myndarinnar er Jos- eph Sargent, aðallega þekktur fyrir að leikstýra sjónvarpsþátt- um í Bandaríkjunum og hefur hlotið Emmy-verðlaunin fyrir starf sitt. Bíóbær Beyond Death’s Door Bíóbær heldur áfram sýningum sínum á myndinni Beyond Death’s Door um páskana, en þetta er 14. sýningarvika myndarinnar. Laugarásbíó Missing Þegar hefur verið sagt frá Miss- ing í Morgunblaðinu. Ken Wahl í hlutverki sínu í páskamynd Bíóhallarinnar, The Soldier. Til sölu Grove 375 45 tonna cab vökvakrani með 152 feta lyftihæð. Aöalbóma 125 fet + 27 fet jib. Kraninn er í mjög góöu ástandi. Uppl. í símum 71347 og 67140 eftir kl. 19.00. Sinfóníuhljómsveit Islands áformar að ráða hljóðfæraleikara til starfa frá og meö 1. sept. 1983. Hlutastörf koma til greina. Hæfnispróf fer fram 13. maí nk. Umsóknareyðublöð og nánari uppl. á skrifstofu hljómsveitarinnar, Hverfis- götu 50, sími 22310. Sinfóníuhljómsveit Islands. AÖalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1983 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00, laugardaginn 9. apríl 1983. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta bankans. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Aðalbanka að Lækjargötu 12, 3. hæð, dagana 5. apríl til 8. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Reikningar bankans fyrir árið 1982, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega 7 dögum fyrirfundinn. Reykjavík, 25. febrúar 1983 Bankaráð IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. lónaðartankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.