Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 79 Björgunarsveit Ingólfs: Sveitin sinnti tugum útkalla á síðasta ári — sum stóðu sólarhringum saman AÐALFUNDUR slysavarnadcildarinnar Ingólfur í Reykjavík var haldinn 24. febrúar sl. Á fundinum kom fram að starfsárið 1982—1983 var mjög anna- samt hjá deildinni og þó einkum hjá björgunarsveit hennar, sem alls var kölluð út 28 sinnum á árinu, til leitar- og björgunarstarfa, og stóðu sum útköllin sólarhringum saman. Félagar í Ingólfi eru nú á öðru þúsundi, en í björgunarsveitinni eru 80 fullgildir félagar auk vara- manna. Lögð hefur verið áhersla á þjálfun björgunarsveitarmanna og að þeir hefðu yfir sem bestum búnaði að ráða. Má m.a. geta þess að sveitin hefur sent nokkra björgunarmenn til æfinga erlendis hjá hliðstæðum samtökum. Á síðasta ári bættist björgun- arsveitinni sérstakur hópur manna sem ræður yfir sérþjálfuð- um leitarhundum. í flokknum er 14 manns og binda Ingólfsmenn miklar vonir við þátttöku þessa flokks í leitar- og björgunarstörf- um, en flokkurinn æfir reglulega tvisvar til þrisvar í viku. Margvísleg tæki bættust björg- unarsveitinni á starfsárinu, þar á meðal beltabíll, og á hún nú tvo slíka, en tækjabúnaður sveitarinn- ar sannaði gildi sitt í veðurofsan- um sem gekk yfir landið í desem- ber og janúar sl. Einnig eignaðist björgunarsveitin 22 manna fólks- bíl á síðasta ári og er hann notað- ur til flutninga á björgunarsveit- armönnum til æfinga-, leitar- og björgunarstarfa. Sjóflokkur björgunarsveitarinn- ar annast rekstur björgunar- bátsins Gísli J. Johnsen og hefur jafnframt yfir að ráða nokkrum slöngubátum, fluglínutækjum, fjarskiptabúnaði og köfunarbún- aði, en innan flokksins eru starf- andi margir froskkafarar. Langflestum útköllum var sinnt af landflokki sveitarinnar og þótt flest þeirra væru á höfuðborgar- svæðinu, þá voru sum þeirra utan af landi, frá Öræfasveit og allt vestur til Patreksfjarðar. Sjó- björgunarsveit sinnti einnig fjölda útkalla á árinu og er löngu búin að sanna höfuðborgarbúum mikil- vægan tilverurétt sinn. Allt starf í Ingólfi er sjálfboða- starf og hefur deildin fjármagnað starf sitt, rekstur og viðhald björgunartækja, með sölu merkja, happdrættismiða og jólatrjáa. Borgarbúar hafa alla tíð sýnt starfinu skilning og áhuga og styrkt það stórlega. Slysavarna- deildin Ingólfur þakkar heilshug- ar öllum velunnurum veittan stuðning á liðnum árum. Næsta merkjasala Ingólfs fer fram dagana 6. og 7. maí. Þess má geta að á undanförnum árum hef- ur söluhæstu börnunum verið boð- ið í hálfsdags ferð til Viðeyjar, þar sem þeim hefur verið kynnt saga og sérkenni eyjarinnar og þeim veittur nokkur viðurgjörningur. Á síðasta ári voru það Sláturfélag Suðurlands, Brauðgerð Mjólkur- samsölunnar og Verksmiðjan Víf- ilfell sem lögðu fram efni til veit- inganna í Viðey. Þá má geta þess að allra sölu- hæstu börnunum var gefin bókin Landið þitt, ísland, 2. bindi, og þau sem verða söluhæst í maí nk. fá þriðja bindi þessa bókaflokks. Björgunarsveit Ingólfs hefur nú aðsetur á tveimur stöðum. Sjó- flokkurinn er á fyrstu hæð í húsi Slysavarnafélagsins á Granda- garði, en landflokkurinn í Gróu- búð sem einnig er á Grandagarði. Starfsemin hefur aukist svo mikið á síðustu árum að húsnæðis- þrengsli eru farin að segja alvar- lega til sín. Á síðasta ári sótti Ing- ólfur því um lóð hjá borginni og fékk mjög jákvæðar undirtektir borgaryfirvalda. Málin eru á frumstigi og fara nú fram viðræð- ur milli Ingólfsmanna og borgar- yfirvalda um frekari útfærslu þeirra. f því tilefni bauð Ingólfur borgarstjóra og borgarráði að kynnast starfseminni nánar og naut heimsóknar þeirra þriðju- daginn 22. mars. Skoðaði borgar- ráð aðstöðuna bæði í Gróubúð og í Slysavarnafélagshúsinu, svo og tæki sveitarinnar og allan útbún- að. Við það tækifæri gerðu þeir Örlygur Hálfdanarson, formaður Ingólfs, og Engelhardt Björnsson, formaður björgunarsveitarinnar, nána grein fyrir uppbyggingu og daglegum störfum en Davíð Odds- son, borgarstjóri, lýsti áhuga borgaryfirvalda fyrir vexti og við- gangi Ingólfs og þakkaði björgun- arsveitinni óeigingjarnt starf í þágu samborgaranna. Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ, ávarpaði einnig gestina, minntist hann sér- staklega starfa Gróu Pétursdótt- íscross á Húsavík: Norðanmenn í verðlaunasætunum NORÐANMENN sönnuðu það í ís- cross-keppni á Húsavík á sunnudag- inn, að þeir eiga fjöldan allan af efnilegum rallökumönnum. Sigur- vegari varð Húsvíkingurinn Stein- grímur Ingason á Datsun 1800, eftir mikla keppni við Akureyringinn Auðun Þorsteinsson, sem ók Escort. Þriðji var Akureyringurinn Eric Carlsen á Fiat. Aksturshæfni norðanmannanna tveggja, Steingríms Ingasonar og Auðun Þorsteinssonar var undra- verð og slógu þeir sunnanmennina Þórð Valdimarsson og Kristin Svansson alveg útaf laginu. Áttu tveir þeir síðarnefndu í erfiðleik- um vegna bilana. Þrjár umferðir voru eknar fyrir úrslit og í undan- úrslit komust fjórir bílar. Datsun Kristins Svanssonar var sneggst- ur þeirra og vann hann sér rétt til keppni í úrslitum. Auðunn Þor- steinsson náði forystu á Escort sínum, en Datsun Steingríms Ingasonar fylgdi fast í kjölfar hans. Um síðir komst Steingrímur framúr Auðni, en þá var vélin í Escort Auðuns farin að gefa sig. En akstursmáti Steingríms og Auðuns var það sem kom blm. mest á óvart. Hyggja þeir á þátt- töku i röllum sumarsins og verða örugglega í baráttunni um verð- launasætin, en búnaður bílanna verður góður. Eric Carlsen kom þriðji í mark eftir öruggan akstur, en Kristinn Svansson varð í fjórða sæti og heldur forystunni í ís- landsmeistarakeppninni í íscrossi. Staðan í Islandsmeistarakeppn- inni er hér að neðan. 1. Kristinn Svansson, Datsun, 37 stig, 2. Þórður Valdimarsson, VW, 28 stig, 3. Birgir Bragason, Skoda RS, Magnús Baldvinsson, BMW, og Steingrímur Ingason, Datsun, allir 20 stig, 6. Jón Ragnarsson, Volvo, og Auðunn Þorsteinn, Es- cort 15 stig. G.R. ur, fyrrum borgarfulltrúa, að mál- um Slysavarnafélagsins en hún var í forystusveit þess um árabil. Björgunarstöð Ingólfs á Granda- garði, Gróubúð, ber nafn hennar. Kristján Hall sem verið hefur formaður Slysavarnadeildarinnar Ingólfur sl. tvö ár lét af störfum á síðasta aðalfundi að eigin ósk. Þá gengu einnig úr stjórninni þeir Sigurður Sveinsson, Þórður Henr- iksson, Logi Runólfsson og Reynir Gíslason. Voru þeim öllum færðar miklar þakkir fyrir óeigingjörn störf í þágu deildarinnar af for- seta Slysavarnafélags íslands, Haraldi Henrýssyni, sem var fundarstjóri á aðalfundi. f stjórn deildarinnar voru kjörnir fyrir starfsárið 1983-1984: Örlygur Hálfdanarson, formað- ur, Brynjólfur Þór Brynjólfsson, varaformaður, Björn Vernharðs- son, gjaldkeri, Jens Ágúst Jóns- son, ritari, Páll Fransson, með- stjórnandi, Þorvaldur Þorvalds- son, meðstjórnandi, Gunnar Karl Guðjónsson, meðstjórnandi, Skúli ólafsson, meðstjórnandi, og Sig- Borgarstjóri, borgarráð og nokkrir starfsmenn borgarinnar ásamt Slysavarnafélagsmönnum fyrir framan Gróubúð, björgunarstöð björgunarsveitar Ingólfs í Reykja- vík. urður Guðmarsson, meðstjórn- andi. Endurskoðendur voru kjörnir: Pálmi Arason, og Böðvar Ás- geirsson. í stjórn sjóðs Tómasar Hjaltasonar var kjörinn Logi Runólfsson. hefur hafiö sölu á TITAN vinnufatnaöi frá Belgjageröinni VELJUM ÍSLENSKT - VELJUM TITAN Byggingavöruverzlun Kópavogs Nýbýlavegi 6, sími 41000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.