Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 1
56 SÍÐUR 93. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Portúgal: Soares byrjar stjórnarmyndun Lissabon, 26. aprfl. AP. Sósíalistallokkurinn í Portúgal vann mikinn kosningasigur í þingkosningum þar í landi í fyrradag. Lokatölur höfðu ekki borist seint í gærkvöldi, en Ijóst var að flokkurinn hafði fengið 34 til 37 prósent atkvæða og var það veruleg aukning frá því í síðustu þingkosning- um. Þá fékk flokkurinn einungis 28 prósent atkvæða. Mario Soares, formaður flokksins, fékk í gær umboð til að reyna stjórn- armyndun, en hann lýsti strax yfir er úrslit lágu fyrir, að hann myndi ekki standa að minnihlutastjórn. Talið er að hann hafi áhuga á sam- starfi við Sósíaidemókrataflokkinn, sem fékk um 27 prósent atkvæða síð- ast er vitað var til. Formaður hans er Mota Pinto. Pinto og hans menn voru í fráfar- andi stjórn með Miðdemókrata- flokknum og er talið að flokkarnir hafi nokkurn áhuga á því að starfa saman áfram hvað svo sem úr verð- Ur Sjá nánar erlendan vettvang á blaðsíðu 16. Perú: Enn hryllileg morð skæruliða Ayacucho, Perú, 26. apríl. AP. I ÞRIÐJA skiptið á rúmum mánuði, gerðu vinstri sinnaðir skæruliðar í Perú sig seka um fjöldamorð í gær. Her og lögregla í Perú telur að skæru- Miðausturlönd: ísraelar og Sýr- lendingar skipt- ust á skotum Damascus, Sýrlandi, 26. april. AP. SÝRLENSKIR hermenn skutu á ísra- elska herflutningabíla og hermenn i gær og er það í fyrsta skipti síöan í júní að þessum aðilum lendir saman í Líb- anon. Atvikið átti sér stað í Bekaa- dalnum í austurhluta landsins, en þar hafa ísraelsmenn átt í höggi við skæru- liða Palestínuaraba sem hafa skýlt sér á bak við sýrlensku víglínuna. Mannfall varð ekkert og ísraelski flokkurinn lét undan síga, enda hafði hann hætt sér inn á bannsvæði. George P. Schult2, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, átti í gær fyrsta fund sinn með ráðamönnum Arabalandanna. Var fundurinn í Ka- iro með Hosni Mubarak, forseta Eg- yptalands. Lítið fréttist hvað þeim fór á milli, en í fundarlok sagði Schultz, að skoðanir forseta Egypta- lands og Bandaríkjanna færu saman í þessum efnum. Ágreiningsefni voru þó fyrir hendi, þannig lét háttsettur embættismaður í egypska utanrík- isráðuneytinu hafa eftir sér, að Eg- yptar væru á öndverðum meiði við Bandaríkjamenn um hlutdeild PLO að viðræðum. Olíuflekkurinn nálgast Bahrain Kuwait, 26. »prfl. AP. OLÍUBRÁKIN mikla sem flotið hefur sístækkandi fram og aftur um Persa- flóa síðustu vikurnar og á uppruna að rekja til íranskrar olíulindar sem írak- ar löskuðu með sprengjuárás, mun skella á ströndum Bahrain innan 24 klukkustunda, nema að eitthvað stór- kostlegt komi til. Mikill viðbúnaður er í Bahrain vegna þessa og er mikið lið manna í viðbragðsstöðu. Ráðherrar og emb- ættismenn landanna við Persaflóa hafa setið á fjölmörgum fundum að undanförnu, síðastti gær, en árang- ur hefur enginn orðið. liðarnir hafi verið allmargir, en morðin frömdu þeir í þorpinu Lucita. Að sögn sjónarvotta, komu skæruliðarnir, sem kalla sig „Skín- andi leiðin" og eru maoistar, að næturþeli og ruddust inn í kofa þorpsþúa. Drógu þeir fórnarlömb sín úr rúmunum, hjuggu þau og skutu, ýmist inni í kofunum eða úti fyrir eftir að hafa dregið þau þang- að. 12 manns létust í þessari síðustu árás skæruliðanna og þeir særðu auk þess sjö manns til viðbótar mjög illa. Alls hafa skæruliðarnir myrt 97 þorpsbúa í umræddum þremur árásum, en sú fyrsta var gerð á páskadag. Þá féllu 67. Ofbeldi og mannfall hefur aukist mjög í viðskiptum skæruliðanna og hersins síðustu vikurnar. T.d. hafa 246 manns látið lífið 1 apríl einum saman, en allt siðasta ár féllu 152. Ríkisstjórn Perú hefur um 2.000 manna herlið á mesta hættusvæð- inu, við rætur og i hliðum Andes- fjalla. Fyrir skömmu felldu her- menn um 30 skæruliða í blóðugri orrustu. Þrír metrar ofan á bíl á Botnsheiði Fyrir nokkru fór 17 manna hópur upp á Botnsheiði við Súgandafjörð til að grafa upp bfl sem hafði festst þar. Tók tvo klukkutíma að finna bflinn í snjónum og varð að grafa þrjá metra niður á þak hans. Sjá nánar á bls. 17 í blaðinu í dag. Kafbátaskýrslan vekur athygli: Allt að sex sovéskir kafbát- ar í sænsku landhelginni Stokkhélmi, 26.apn1. AP. GERT var opinbert í gær inni- hald skýrslu þingnefndar sem rannsakaði ferðir sovéskra njósnakafbáta í sænskri land- helgi. í skýrslunni kom fram, að allt að sex sovéskir kafbátar hafi verið á ferðinni, þrír stórir og hver þeirra með smákafbát. Litlu bátarnir voru sendir í hættu- legar njósnaferðir. Einn slíkur smábátur gerði sér lítið fyrir og sveimaði inn í höfnina í Stokk- hólmi. Um borð í hverjum smá- kafbáti var einn stýrimaður. Sænska ríkisstjórnin mótmælti harðlega þessum njósnum Sovét- ríkjanna og er þetta í annað skipt- ið á 18 mánuðum sem slík mót- mæli eru borin fram. Að sögn Svía er þeim nú nóg boðið og Olof Hér má sjá hugmynd teiknara skríður eftir botninum á beltum um útlit smákafbátanna. i. Fjær er móðurskipið. Símamynd AP. Lítið krfli sem Palme forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi að „þær þjóðir sem hugsa sér að njósna um okkur með þessum hætti verða að taka með í reikninginn, að sænska sjó- hernum verður gert að reyna að granda kafbátunum". Palme kallaði Boris Pankin, sendiherra Sovétríkjanna á sinn fund í gær, áður en fréttamanna- fundurinn hófst og bar fram mót- mælin fyrir hönd Svíþjóðar. Palme sagði að Pankin hefði verið fámáll, „enda varla í aðstöðu til að tjá sig um málið," eins og Palme komst að orði. Þá kölluðu Sviar sendiherra sinn í Moskvu heim um stundarsakir a.m.k. Smákafbátar Sovétmanna hafa vakið mikla ?*- hygli og yfirvöld á Vesturlö'- líta svo á að bátar þessir V ógna öryggi þeirra. Sjá nánar á blaðsíð’

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.