Morgunblaðið - 27.04.1983, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
Forsetinn boðar
stjórnmálaleiðtoga
til funda á morgun
FORSETI íslands hefur boðaö for-
svarsmenn stjórnmálaflokkanna og
Samtaka um kvennalista til óform-
legra viöræðna eftir ríkisráösfund-
inn á morgun, þar sem forsætisráö-
herra biöst lausnar fyrir sig og ráöu-
neyti sitt.
Geir Hallgrímsson formaður
Sjálfstæðisflokksins er boðaður til
fundar kl. 13.30 og síðan for-
svarsmenn hinna aðilanna hver á
fætur öðrum.
Að sögn Halldórs Reynissonar
forsetaritara verða óformlegar
viðræður milli forsetans og leið-
toganna á þessum fundum um
stjórnmálaviðhorfin.
Hilmar Karlsson Is-
landsmeistari í skák
Hilmar Karlsson
HILMAR Karlsson varð íslands-
meistari í skák 1983 í gær, eftir að
hann og Elvar Guðmundsson sömdu
jafntefli í biöskák sinni frá því í
fyrrakvöld, án þess aö tefla hana
áfram.
Báðir hlutu þeir 3 vinninga í úr-
slitakeppninni, sem þeir háðu
ásamt Ágústi S. Karlssyni um
íslandsmeistaratitilinn, en þessir
þrír urðu í 2.-4. sæti á Skákþingi
fslands sem háð var um páskana,
en þar varð sigurvegari Svíinn
Dan Hanson. Hilmar hlýtur
fslandsmeistaratitilinn vegna
þess að þeir andstæðingar, sem
hann bar sigurorð af á Skákþing-
inu, voru stigahærri en þeir sem
Elvar vann.
Hvanneyri:
Tilraunir með sæðis-
töku úr stóðhestum
Á NÆSTUNNI verða gerðar til-
raunir hér á landi meö sæðistöku
úr stóðhestum, en nemandi á
bændaskólanum á Hvanneyri, Sig-
urbjörn Björnsson, hyggst skrifa
kandidatsritgerð um þetta efni, að
því er fram kemur í blaðinu Eið-
faxa.
Segir ennfremur í blaðinu að
sæðistökur úr stóðhestum, m.a.
íslenskum, hafi tíðkast í Þýska-
landi um nokkurt skeið. Að töku
lokinni er sæðið fryst og síðan
geymt í svokölluðum sæðis-
banka. Segir í blaðinu að til-
raunir þessar hafi gefist vel, að
því er fréttir hermi.
í Eiðfaxa kemur og fram, að
heyrst hafi „að meðal þeirra
stóðhesta sem verða fyrir gjörn-
mgum þessum
Hvanneyri".
sé Hlynur frá
Gerðu athugasemd
við atkvæðagreiðslu
Akureyri. 27. apríl.
FULLTRÚAR allra framboðslist-
anna 6 í Norðurlandskjördæmi
eystra undirrituðu athugasemd, sem
send var yfirkjörstjórn og varðaði
framkvæmd fógetaembættisins á
Akureyri á utankjörfundaratkvæða-
greiðslu á fjórum stöðum, þ.e. á
dvalarheimilunum báðum, Fjórð-
Sovéski
sjómaður-
inn látinn
SOVÉSKI sjómaðurinn, sem
brenndist illa og var sóttur út á
sjó aðfaranótt sunnudagsins 19.
apríl og lagður inn á Landspítal-
ann, lést þar á sunnudaginn var.
Hann hét Nikonoarov.
Fulltrúi sovéska sendiráðs-
ins, sem Morgunblaðið ræddi
við í gær, bað um að komið yrði
á framfæri þakklæti til allra
þeirra sem þátt áttu í björgun
og umönnun sjómannsins, allt
hefði verið gert sem hægt hefði
verið.
ungssjúkrahúsinu og Kristnesi, en á
öllum þessum stöðum var opnaður
kjörstaður til utankjörfundarat-
kvæðagreiðslu.
Athugasemd er gerð við það, að
starfsfólk á viðkomandi stöðum
hafði verið látið aðstoða vistfólk
við kosningu, en það mega aðeins
gera viðkomandi kjörstjórnir og
fógeti sjálfur eða umboðsmaður
hans.
Umrædd athugasemd var færð
yfirkjörstjórn til bókunar og
meira verður ekki gert í málinu að
þessu sinni.
— G. Berg.
Aðalstræti 10.
MorpinbliAi«/ÓI.K.M.
Leiktækjasalur opnaður
í elsta húsi borgarinnar
ELSTA hús Reykjavíkurborgar,
húsið númer 10 við Aðalstræti,
kemur að öllum líkindum til
með að hýsa leiktækjasal í nán-
ustu framtíð, því borgarráð gerði
ekki athugasemdir við rekstur
þess konar staðar þar og óvana-
legt er að lögreglustjóri hafni
slíkri leyfisveitingu, ef athuga-
semdir borgarráðs liggja ekki
fyrir. Er um að ræða flutning á
sams konar starfsemi, sem rekin
hefur verið að undanförnu í hús-
inu við hliðina, Aðalstræti 8.
Að sögn Gunnars Eydal,
skrifstofustjóra borgarstjórnar,
þótti ekki ástæða til að hafna
leyfisveitingunni, þar sem um
tilfærslu á sams konar starfsemi
milli húsa var að ræða og húsið,
þó það sé elsta hús Reykjavík-
urborgar, ekki formlega friðlýst.
Borgarstjórn hefur lýst því yfir
að húsið skuli friðað, en samn-
ingar við eiganda þar að lútandi
hafa ekki tekist enn sem komið
er. Engar formlegar kvaðir eru
því um verndun hússins, nema ef
eitthvað slíkt er sérstaklega
tekið fram í leigusamningi og
sagði Gunnar, að hann teldi
borgaryfirvöldum ekki stætt á
að leggja sérstakar kvaðir á
notkun hússins, nema notin
brytu í bága við eldvarnar- eða
heilbrigðisreglur.
Það kom einnig fram hjá
Gunnari, að nýlega hefur verið
hafnað ieyfisveitingu fyrir sams
konar rekstri í þessu sama húsi.
Þar var um nýjan rekstur að
ræða og auk þess var gert ráð
fyrir því í umsókninni að staður-
inn yrði opinn á kvöldin og um
helgar. Sá leiktækjasalur sem
sennilega fær leyfi nú í
þessu húsi, og áður hafði heimild
í því næsta, verður einungis
opinn virka daga kl. 11—19 og
lokaður um helgar.
Norður-Atlantshafsflug Flugleiða:
Óska eftir undanþágum
fyrir DC-8-þotur sínar
„VIÐ höfum þegar óskað eftir fram-
lengingu á þeirri undanþágu, sem er
í gildi fyrir vélar félagsins, að fljúga
til þessara staða fram til 1. janúar
1985 og við teljum okkur reyndar
hafa góðar vonir um að sú framleng-
ing muni fást,“ sagði Sigurður
Helgason, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Flugleiða, í samtali við
Mbl., er hann var inntur eftir við-
brögðum félagsins við þeirri ákvörð-
un flugmálayfirvalda í New York og
New Jersey í Bandaríkjunum að
banna allt flug véla, sem standast
ekki hávaðatakmarkanir, inn á svæð-
ið eftir 20. júlí nk., en DC-8-þotur
Flugleiða eru yfir umræddum takm-
örkunum.
Sigurður Helgason, sagði að al-
ríkisstjórnin í Bandaríkjunum
hefði tilkynnt á sínum tíma, að fé-
lögum væri heimilt að fljúga á um-
ræddum vélum til Bandaríkjanna
fram til 1. janúar 1985, en nú hefðu
umrædd flugmálayfirvöld hins
vegar riðið á vaðið, að því er virtist
til að ýta á flugfélögin í að verða
sér úti um nýjar vélar, sem ekki
væru eins háværar.
„Við höfum um nokkurt skeið
verið með athuganir í gangi á
hugsanlegum breiðþotukaupum til
flugs á Norður-Atlantshafsleiðum
félagsins, en veik staða fyrirtækis-
ins hefur hins vegar gert það að
verkum, að öllum slíkum áformum
hefur verið slegið á frest.
Það er hins vegar ljóst, að við
verðum annaðhvort að vera búnir
að kaupa breiðþotu fyrir 1. janúar
1985, eða þá að skipta um hreyfla á
DC-8-þotum félagsins, en þó nokk-
ur flugfélög hafa farið út í slíka
framkvæmd, jafnframt því að
skipta um innréttingar í þeirn,"
sagði Sigurður Helgason ennfrem-
ur.
Sjónvarp verður með
sama hætti í júlí og
hina sumarmánuðina
SJÓNVARPIÐ verður ekki lokað í
júlímánuði í sumar, eins og verið
hefur allt frá því að það hóf göngu
sína. Verður dagskrá þess með sama
sniði í júlímánuði og hina sumar-
Bráðabirgðalög í dag?
Hundrað milljón kr. skatt-
lagning á bifreiðaeigendur
Á rfkisstjórnarfundi í gærmorgun
var nefnd þriggja ráðherra falið að
ganga frá bráðabirgðalögum um öfl-
un rúmlega 100 milljóna kr. í vega-
sjóð með skattlagningu á bifreiða-
eigendur. í viðtali við Mbl. í gær-
kvöldi sagðist Steingrímur Her-
mannsson reikna með að bráöa-
birgðalög þess efnis yrðu sett í dag.
Skattur þessi, sem ákveðinn er
til að endar nái saman í vegaáætl-
un, er að grunni til fólginn í 1 kr.
gjaldi á hvert kíló þyngdar bif-
reiða, en einhverjar tilhliðranir
hafa verið gerðar hvað varðar
stórar bifreiðir og verða innflutn-
ingstollar á hjólbörðum stórra bif-
reiða lækkaðir úr 40% í 20% að
sögn Steingríms. Þar sem hér er
um tekjuöflun að ræða gefur fjár-
málaráðherra bráðabirgðalögin
út.
mánuðina, en sumardagskrá sjón-
varpsins hefst 1. maí og stendur til
septemberloka. Einkennist dagskrá-
in þá af erlendu efni, en innlendir
þættir falla niður meira og minna.
Sjónvarpið sótti um 13 nýjar
stöður og hefur heimild fengist
fyrir tæpum helmingi af þeirri
viðbót, að því er fjármálastjóri
Ríkisútvarpsins, Hörður Vil-
hjálmsson, tjáði Morgunblaðinu.
Ekki er ósk um þessa viðbót ein-
göngu komin til af því að sjón-
varpinu verður ekki lokað í júlí,
heldur er um uppsafnaða þörf að
ræða og lengingu orlofs, sem kost-
ar sjónvarpið 3—4 stöður.
Gert er ráð fyrir að Lista- og
skemmtideild taki sitt frí í júlí
eins og verið hefur, sem og hluti af
því fólki sem vinnur í stúdíói og
sviðsmyndadeild. Innlend dag-
skrárgerð mun því liggja niðri í
júlímánuði.