Morgunblaðið - 27.04.1983, Side 3

Morgunblaðið - 27.04.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 3 Borgarráð samþykkir samhljóða: Dagvistargjöld hækka um 10% BORGARRÁÐ samþykkti í gær með samhljóða atkvæðum að sækja um 10% hækkun hámarksgjalda í dag- vistarstofnunum borgarinnar. Þessi hækkun hafði og verið samþykkt samhljóða í félagsmálaráði borgar- innar. Á Akureyri hækkuðu sam- svarandi gjöld nú um 15%, sam- kvæmt upplýsingum Mbl. Þá var á fundinum samþykkt mhljóða að hækka húsaleigu í leiguíbúðum borgarinnar um 51,04% þann 1. maí næstkomandi. Ennfremur var samþykkt að rafmagn og hiti hækkuðu um 25% og þjónustugjöld á Dalbraut um 20%. Eru þessar hækkanir í sam- ræmi við hækkun vísitölu húsnæð- iskostnaðar, hækkun hita og rafmagns og hækkun visitölu vöru og þjónustu. Borgarráð: Bygging Keiluspilahúss í Óskjuhlíð heimiluð BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær með 3 atkvæðum sjálf- stæðismanna gegn 2 atkvæðum vinstri manna að heimila byggingu keiluspilshúss í Öskjuhlíð, en áður hafði skipulagsnefnd samþykkt það með fyrirvara um afmörkun útivist- arsvæðisins í Öskjuhlíð og lóðarinn- ar og skilmála gatnamálastjóra og veitustofnana. Umhverfismálaráð Reykjavíkur fjallaði um erindi þetta nýlega og féllst á staðsetningu hússins. Hins vegar benti ráðið á að Öskjuhlíðin væri samþykkt útivistarsvæði og því mikilvægt að öll umgengni um svæðið tæki mið af því. Gerði ráð- ið að skilyrði að í húsinu færi ekki fram önnur starfsemi en tilgreind væri og lagði einnig áherslu á að fyrir lægi vönduð framkvæmda- áætlun frá byggingaraðilum, áður en hafist yrði handa um fram- kvæmdir. Dómur í útburða- málinu Ljóninu í hag ísafirói, 26. apríl. FULLTRÚI bæjarfógetans á ísafirði, Guðmundur Kigurjónsson, kvað upp úrskurð í útburðarmáli Ljónsins sf. á hendur Kaupfélagi ísfirðinga, vegna verslunarinnar á Skeiði, síðastliðinn Töstudag. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu, riftað í Ljónið kaupsamningi við Kaupfélagið, þar sem stjórn Kaupfélagsins neitaði að undirrita kaupsamning- inn fyrr en tiltekin lagfæring hefði verið gerð á húsnæðinu. Samningaumleitanir, sem lögfr- æðingarnir Páll S. Pálsson, hrl. fyrir hönd Ljónsins og Jón Finns- son hrl. fyrir hönd Kaupfélagsins, hafa staðið í, stóðu yfir lengi án árangurs. Féll úrskurðurinn á þann veg, að Kaupfélagi ísfirðinga bæri að rýma húsnæði Ljónsins. í dag, þriðjudag, var gerð sú sátt milli aðila hjá fógeta, að Kaupfélagið fengi að vera í hús- næðinu til 1. júlí næstkomandi. Úlfar. Flak TF-FLD dregið á land á Hálsanesi í gær. Morjunhi.Art kek. TF-FLD fannst í Hvalfirði: Nýleg hjólför flugvélar á flugvellinum á Hálsanesi MKNNIRNIR tveir, sem saknað var með lítilli flugvél í fyrrakvöld, fundust í gærmorgun látnir í flugvél sinni, þar sem hún lá í kafi í Hvalfirði, um 150 metra frá landi við Hálsanes í Kjós- inni. Mennirnir, sem fórust, voru Svan- ur Breiðfjörð Tryggvason rafvirki, 43 ára, og Kggert Karlsson framkvæmda- stjóri, 47 ára. Þeir voru báðir með einkaflugmannspróf. Báðir láta eftir sig eiginkonur og þrjú börn hvor. Á Hálsanesi er ófullkominn flug- völlur og sáu leitarmenn f gærmorg- un nýleg för á honum og var líkast því sem flugvél hefði setzt á völlinn og farið strax í loftið aftur. Sam- kvæmt upplýsingum loftferðaeftir- litsins liggur ekkert fyrir um orsakir slyssins, en flugvélin var talsvert löskuð þar sem hún lá á fjarðarbotn- inum. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk á bæjum í ná- grenni slysstaðarins þykknaði upp í Hvalfirði þegar á daginn leið, stöku dropar féllu og talið var að örlítill éljagangur hafði verið til fjalla, en skýjahæð ekkert óeðlileg og flug- skyggni gott. Flugvélin, sem var tveggja sæta af gerðinni Cessna 150 og með einkennisstafina TF-FLD, fannst um klukkan 06,20 í gærmorgun. Það var Þorkell Guðnason flugmaður lít- illar einkaflugvélar, TF-SJM, sem fann flugvélina. Þorkell var með svokölluð laxagleraugu, og sagði hann það sennilega hafa ráðið úrslit- um um það að hann sá flugvélina, en með notkun þeirra er eins og glampi af sjónum hverfi, og betur sést niður á meira vatnsdýpi. TF-FLD fór frá Reykjavík upp úr klukkan 17 á mánudag til tæpra tveggja stunda útsýnisflugs um Borgarfjörð. Þegar flugvélin kom ekki til baka á tilsettum tíma hófst leit úr lofti, sem var hætt eftir að myrkur skall á. Jafnframt var skipulögð leit á landi og tóku þátt í henni flugbjörg- unarsveitir, hjálparsveitir skáta og sveitir SVFÍ á svæðinu frá Reykja- nesi og allt norður í Húnavatnssýsl- ur. Tóku þátt í leitinni hátt á fimmta hundrað björgunarsveitarmanna, á annan tug loftfara, þ.á. m. þyrlur Landhelgisgæzlunnar og þyrlur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Leit beindist að Borgarfjarðarsvæð- inu og hugsanlegri flugleið vélarinn- ar í Borgarfjörð, en síðast heyrðist til hennar er hún flaug út úr vall- arsviði Reykjavíkurflugvallar við Kjalarnes skömmu eftir flugtak. I loftleitinni var reynt að hlusta eftir hugsanlegri sendingu neyðar- sendis flugvélarinnar, en aldrei heyrðist í honum, og er skýringin á því sú að þeir verða óvirkir í vatni og eins lá flugvélin þannig í sjónum að loftnet neyðarsendisins var skermað af. Eftir að flugvélin fannst við Hálsanes reyndu skipverjar á skipi Eimskipafélagsins, Grundarfossi, að sigla að staðnum þar sem hún lá og hugðust ná flakinu um borð, en urðu frá að hverfa sökum grynninga. Skömmu síðar settu björgunarsveit- armenn fram báta og festu streng í flakið, sem dregið var á land eftir að froskmenn höfðu náð lfkum hinna látnu úr flugvélinni. S*' ©v vi©< vv k u v ó\\< „«tv .(jv \ -*• " Ö' 0 r mr ,o'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.