Morgunblaðið - 27.04.1983, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
+
Eiginkona min og móöir okkar,
ÓLÖF SIGFÚSDÓTTIR,
Aöalbóli,
veröur jarösungin frá Staöarbakkakirkju föstudaginn 29. marz.
Benedikt Jónsaon,
Jón Benediktsson,
Aöalbjörn Benediktsson.
t
Móöir okkar og tengdamóöir,
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Frakkastíg 20,
veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 28.
apríl kl. 13.30.
Lára Árnadóttir, Jóhann V. Sigurjónsson,
Magnea Árnadóttir, Marteinn Kratsch,
Þóra Árnadóttir, Albert Jenaen,
Eyþór Árnason, Anna Ásmundsdóttir.
Eiginmaöur minn og faöir
ÁSTMUNDUR GUDMUNDSSON,
Grenimel 1,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. april kl.
10.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á SlBS.
Ágústa Ágústsdóttir,
íris Ástmundsdóttir,
Guólaug Ástmundsdóttir,
Björn Ástmundsson,
Ásta Ástmundsdóttir.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
VILHELM FRÍMANN FRÍMANNSSON,
Hringbraut 46,
sem lóst 18. apríl, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess.
Edvard Frímannsson,
Ragnar Frímannsson,
Frimann Frímannsson, Bára Magnúsdóttir,
börn og barnabörn.
t
Móöir mín, tengdamóöir, stjúpmóðir og amma,
GUOLEIF BÁRÐARDÓTTIR,
Vatnsholti 8, Reykjavík,
áóur Ránargötu 31,
sem lést 19. þ.m. veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 28. apríl kl. 3 e.h. Jarösett veröur í gamla kirkju-
garöinum.
Katrín Jónsdóttir, Benedikt Alfonsson,
stjúpbörn og barnabörn.
t
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma.
ANNA SIGURLAUG EINARSDÓTTIR,
Langeyrarvegi 7,
Hafnarfiröi,
Minning:
Sigríður Jónsdótt-
ir frá Kirkjubœ
Fædd 10. september 1897
Dáin 17. apríl 1983
í dag er sumardagurinn fyrsti.
Þeim degi var tengdamóðir mín
vön að heilsa með hátíðarbrag,
heitu súkkulaði og pönnukökum.
Hún hélt þeim sið úr foreldrahús-
um, en Sigríður var fædd á ísa-
firði, þriðja í röð átta systra, sem
kenndu sig við Kirkjubæ í Skut-
ulsfirði.
Fjórar systur Sigríðar eru á lífi,
þær Guðrún, Ólöf, Guðbjörg og
Petrína. Elstu systurnar, Margrét
og María, og hin næst yngsta
þeirra, Herdís, eru látnar.
Foreldrar þeirra voru Guðbjörg
Jónsdóttir og Jón Bjarnason smið-
ur. Sigríður var pasturslítil í
bernsku en naut þar móður sinnar
sem var annáluð myndarkona og
allt lék í höndunum á. Slíkt orð fór
af nærfærni Guðbjargar við börn,
að á heimilinu dvöldu ævinlega
eitt eða fleiri aðkomubörn, um
lengri eða skemmri tíma.
Leiðir okkar Sigríðar lágu sam-
an síðasta þriðjung ævi hennar, er
ég kynntist einkasyni hennar,
Herði Daníelssyni, 18 ára gömul.
Við hófum búskap okkar í skjóli
Sigríðar og bjuggum á heimili
hennar fyrstu tvö hjúskaparár
okkar.
Smátt og smátt kynntist ég
þessari nettu og skapstóru konu
og mér varð ljóst að hún hafði átt
erfiða ævi. Hún baslaði áfram ein-
stæð með ungan son sinn sem hún
hafði eignast 37 ára gömul og mið-
aði starf sitt við að geta sinnt hon-
um sjálf, þótt örðugt væri við að-
stæður þess tíma.
Hún stundaði hreingerningar
hjá útvarpinu, árla morguns og
síðla kvölds, þegar barnið svaf og
einhver var tiltækur til að hafa
auga með því. Hún tók að sér
þvotta og frágang á þvotti fyrir
ýmsa en dreymdi um að eignast
eigið þvottahús. Oft neyddist hún,
í endalausum húsnæðisvandræð-
um sínum, til að taka á leigu hús-
næði sem á voru kvaðir um heim-
ilishjálp, því hún hafði engin efni
til að tryggja sér öryggi í þeim
efnum.
Sigríði var annt um systur sínar
og systrabörn og var það gagn-
kvæmt milli systranna. Þegar
verst stóð á skutu vinir og ætt-
ingjar skjólshúsi yfir mæðginin.
Má þar nefna öðlingshjónin Þor-
björgu Þorvaldsdóttur og ólaf
Guðmundsson og Margréti elstu
systur Sigríðar og mann hennar
Guðmund Þorlák skipstjóra, en
heimili þeirra stóð Sigríði ávailt
opið.
Þeir voru ófáir staðirnir í gamla
bænum sem Sigríður hafði ein-
hvern tíma búið á, en nærri lá að
mæðginin þyrftu að flytja árlega.
Þetta öryggisleysi setti mark sitt
á Sigríði en hún var stolt kona og
kröfuhörð. Sigríður var vönd að
verkum sínum og vöruþekking
hennar var frábær.
En viðhorf nítján ára gamallar
tengdadóttur í verslunarleiðöngr-
um á Laugaveginum í gamla daga
mótaðist ekki af aðdáun á vöru-
þekkingu tengdamóðurinnar. Mér
þótti í raun dálítið erfitt að fara
með Sigríði í búðir. Hún lét nefni-
lega ekki bjóða sér hvað sem var.
En smátt og smátt hefur mér orð-
ið ljóst hversu næman smekk hún
hafði, bæði hvað mat og föt snerti.
En hvað olli? Ef til vill hefur dvöl
hennar á efnuðum heimilum á Isa-
firði og Reykjavík kynnt undir
meðfæddan smekk hennar og
kveikt neista þess munaðar sem
hún leyfði sér í mat þegar hún
kom því við buddunnar vegna.
Hún hafði ákaflega gaman af að
gefa fólki góðan mat, sparaði
hvergi fyrirhöfn og var „mat-
vönd“. „Sannkölluð Sigríðarsúpa",
er orðtak yfir verulega vel lagaða
súpu hjá okkur í Lindarhvammi.
Hafrakexið hennar er bakað um
allt land úr „Kökubókinni“, en
uppskriftir fékk ég stundum hjá
henni í bæklinga sem við sáum um
gerð á.
Á sínum yngri árum var hún
m.a. í vist hjá apótekaranum á
ísafirði, líklega ein 3—4 ár, ásamt
Maríu systur sinni. María var
matráðskona en Sigríður stofu-
stúlka. Síðar bættist Ólöf yngri
systir þeirra í hópinn sem barna-
pía og Margrét, elsta systirin, var
kölluð til þegar mikið lá við. Það
er óhætt að fullyrða að systurnar
frá Kirkjubæ voru vinsælar í húsi
Rasmussen apótekara. Vildu þau
hjónin fá systurnar Sigríði og
Maríu með sér til Kaupmanna-
hafnar þegar þau fluttu þangað
árið 1919, „en pabbi sagði nei“, og
málið þar með afgreitt.
Sigríður fluttist til Reykjavíkur
en fór í síld á sumrin til Siglu-
fjarðar í nokkur ár.
Sökum vandvirkni sinnar var
hún eftirsótt í vinnu, var m.a. í
vist hjá Þorvaldi Krabbe, Guð-
mundi Thoroddsen, Helga Guð-
mundssyni, bankastjóra, og Jónasi
Þorbergssyni, útvarpsstjóra.
Tveir eldri synir okkar Harðar
fæddust á meðan við bjuggum hjá
Sigríði á Klapparstíg 26, en þar
var hún í húsnæði hjá útvarpinu
sem hún stundaði hreingerningar
hjá um 30 ára skeið. Sigríður, sem
ekki sá sólina fyrir sonarsonum
sínum fremur en syni, leiðbeindi
mér fyrstu skrefin í ungbarna-
meðferð og heimilishaldi og var
mér í alla staði góð. Ég er sann-
veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 28.
apríl kl. 13.30.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Hulda Sverrisdóttir,
Egill Tyrfingsson.
+
Einlægar þakkir fyrir samúö og vinsemd viö andlát og útför
mannsins míns, fööur og afa okkar,
AÐALSTEINS JÓHANNSSONAR,
Samtúni 16.
Guöný Helgadóttir,
Margrét Aóalateinsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og útför
ÁSLAUGARJÓNSDÓTTUR,
Kimbastööum.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
SAMÚELS JÓNSSONAR
frá ísafiröi.
Ragnhildur Helgadóttir,
Selma Samúelsdóttir, Ketill Jensson,
Léra Samúelsdóttir, Stefén Þórarinsson,
Brynjólfur Samúelsson, Þorbjörg Bjarnadóttir,
Friögerður Samúelsdóttir, Einar Gíslason,
Samúel J. Samúelsson, Þórhalla Gísladóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför
eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
GRÓU ÞÓRDARDÓTTUR
fré Eilífsdal,
Skólagerói 51.
Guömundur Magnússon,
Guöfinna Guömundsdóttir,
Þórdls Guömundsdóttir, Pétur Ágústsson,
Rannveig Lilja Pétursdóttir, Magnús Pétursson.
færð um að hún átti mikinn þátt í
að yngri drengurinn komst yfir
erfiðan hjalla, bæði á fyrstu mán-
uðum ævi sinnar og síðar.
Við Sigríður vorum ólikar en
okkur kom vel saman. Sinnti hún
heimilishaldinu að miklu leyti og
gerði mér þar með kleift að vinna
við teiknistörf í svefnherberginu
og leggja mitt af mörkum til að
íbúðarkaup okkar Harðar tækjust.
Gestkvæmt var hjá Sigríði.
Systur hennar, systrabörn og
kunningjar litu oft við á leið um
Laugaveginn og alltaf var heitt á
könnunni hjá henni og ilmandi
meðlæti.
Hlé varð á sambúð okkar Sigríð-
ar um 2ja ára skeið er hún missti
húsnæðið á Klapparstígnum. Á
þessum tveimur árum bjó hún á
þremur stöðum, hætti hjá útvarp-
inu og fór að stunda fiskvinnu.
Eftir slæma flensu fluttist hún
til okkar og bjó með okkur í ein
átta til níu ár. Hún sá um matseld
og ýmis önnur störf á heimili
okkar, en ég sinnti auglýsinga- og
umbúðahönnun í stofuhorninu.
Það gekk á ýmsum geðhrifum í
sambúðinni en Sigríður var okkur
góð á sinn sérstaka hátt, en átti
erfitt með að þiggja hlýju á móti.
Mér er það minnisstætt að hún
reyndi ekki að leyna vanþóknun
sinni einhvern tíma þegar ég ætl-
aði að gleðja hana með kaffi í
rúmið á sunnudegi. Henni fannst
hún einangruð í Kópavogi og lang-
aði alltaf í gamla bæinn í Reykja-
vík. Henni varð að ósk sinni er
börn Margrétar systur hennar
leigðu henni húsnæði á æskuheim-
ili þeirra á Ránargötunni. Sigríður
var komin yfir sjötugt þegar þetta
var og hrakaði heilsu hennar mjög
á þessum tíma. Hún lærbrotnaði
illa og náði vart að ganga óstudd
eftir það. Hún lá nokkra mánuði á
hjúkrunardeild Grundar en komst
síðan á Hrafnistu og dvaldi þar til
dauðadags, eða í tæp þrettán ár.
Á tímabili var Sigríður erfiður
sjúklingur, hún gat verið næsta
kröfuhörð og kenjótt. En á síðustu
árum breyttist viðmót hennar,
hún auðsýndi ánægju og þakklæti
þegar henni var gott gert. Fyrir
bragðið varð hún vinsæl á gangin-
um sínum og vikuleg heimsókn
heim í Lindarhvamm breyttist í
ánægjulega samverustund miklu
oftar en hitt.
Það er ekki hægt að skilja við
síðustu ár Sigríðar án þess að
minnast á „taumana". Meðan hún
sat og hnýtti tauma gleymdi hún
vanlíðan sinni og vann sér inn
aura til að gleðja með sjálfa sig og
aðra.
Sigríði líkaði vel dvölin á
Hrafnistu hin síðari ár. Það var
vel hugsað um hana og elskulegt
viðmót starfsstúlknanna á E-
ganginum létti henni ævikvöldið.
Vil ég nota tækifærið og þakka
þeim og öðru starfsliði Hrafnistu
fyrir hönd okkar Harðar.
Líklegt er að Sigríður hafi búist
við að sinn tími væri í nánd. Hún
var við messu á skfrdag og bað þá
séra Árna Berg Sigurbjörnsson að
jarðsyngja sig og á páskadag tal-
aði hún um að hún vildi hvíla í
nýja Gufunesgrafreitnum.
Sigríður lést síðasta sunnudag í
vetri og er jarðsungin í fyrstu viku
sumars. Sumardagurinn fyrsti var
mesti hátíðisdagur ársins í hennar
augum — því fer vel á því að
segja: Gleðilegt sumar.
Kristín Þorkelsdóttir