Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 29 Minning: Baldur Guðmundsson fv. framkvœmdastjóri Fæddur 2. september 1915 Dáinn 19. aprfl 1983 Baldur Guðmundsson, fyrrum framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins, lézt í Borgarspítalanum í Reykjavík hinn 19. apríl sl. Með honum er genginn góður drengur, sem okkur vinum hans og félögum er mikil eftirsjá að. Baldur Guðmundsson var fædd- ur á Eskifirði 2. september 1915, sonur hjónanna Guðmundar Bene- diktssonar, gullsmiðs á Seyðisfirði og Guðbjargar Sæunnar Árna- dóttur. Ólst hann upp með foreldr- um sínum á Eskifirði fram til 10 ára aldurs, að hann missti móður sína. Var þá úr vöndu að ráða fyrir fjölskylduna og fór svo, að Baldur var sendur til uppeldis hjá föðurbróður sínum að Hallgils- stöðum á Langanesi. Þar dvaldi hann síðan við gott atlæti allt til tvítugsaldurs, að hann brá á ann- að ráð. Þá hélt hann til Reykjavík- ur, ráðinn í að leita nýrra leiða og láta drauma sína rætast. Varð honum þá einna fyrst fyrir að láta skrá sig til náms í Leikskóla Lár- usar Pálssonar, og hann stundaði námið með góðum árangri. Það er eftirtektarvert, að um miðjan fjórða áratug þessarar aldar, í miðri heimskreppu og örvilnan, skuli búa svo sterk listþrá með þessum unga manni, að hann hleypir heimdraganum á vit hins óþekkta og óvissa, ráðinn í að setj- ast við fótskör Thalíu, gyðju leik- listarinnar. Vafalaust hafa margir synir og dætur íslands átt slíka og þvílíka drauma á þessum árum og fyrr, en beygðir af heimskreppu og allsleysi höfðu fæstir þrek til að brjóta allar brýr að baki sér og stefna að fullnægingu óska sinna. En það var ekki aðeins á þessu sviði, sem Baldur átti sér stóra drauma, heldur líka á sviði þjóð- félagsmálanna. Þegar á unga aldri Fæddur 26. maí 1906 Dáinn 15. aprfl 1983 í dag verður jarðsettur góður vinur og samstarfsmaður, Einar Jóhannsson, fyrrv. húsvörður á Hrafnistu. Einar fæddist á Dynjanda í Arnarfirði 26. maí árið 1906 og voru foreldrar hans hjónin Guð- ríður Einarsdóttir, sem ættuð var úr Hvammssveit í Dölum og J6- hann ólafur Guðmundsson, sjó- maður, sem ættaður var úr Arn- arfirði. Guðríður, móðir Einars, var farsæl Ijósmóðir í Arnarfirði um fjögurra áratuga skeið. Foreldrar Einars bjuggu á Dynjanda til ársins 1912, en þá fórst faðir hans með þilskipinu Geir, en það fórst með allri áhöfn út af Reykjanesi, við Geirfugla- sker, að talið var. Þá var Einar sex ára að aldri, en elstur þeirra systkina var Guðmundur, þá 17 ára að aldri. Böm Guðríðar og Jóhanns urðu 17 talsins, tíu komust til fullorð- insára, hin dóu í æsku. Sjálfsagt yrði það talið til kraftaverka í dag, að Guðríði tókst að halda heimilinu saman og sjá börnum sínum farborða. En snemma hafa þau orðið að taka til hendi. Daginn eftir ferminguna fór Einar á vertíð í fyrsta sinn og reri þá vorvertíð frá Hlaðsbót í Arnarfirði, sem var þá fjölmenn verstöð, því þaðan reru ellefu skip. Á skipinu reri Einar með þrem bræðrum sínum. Þessi vorvertíð Einars varð upphaf að löngu sjó- mannsstarfi hans. Árið 1928 fór Einar fyrst suður á vertíð til Grindavíkur, en á þeim árum sóttu menn á Suðurnes til hreifst hann af samfélagshugsjón hins lýðræðislega sósíalisma og varð þess fullviss, að hún væri bezt til þess fallin að búa mönnum gott og farsælt jafnréttisþjóðfé- lag. Þeirri lífshugsjón sinni var hann síðan trúr alla tíð. Eftir að Baldur lauk leiknámi sínu tók hann að stunda leiklist- arstörf, en þó aðeins í hjáverkum, þar sem hann hlaut að vinna full- an vinnudag fyrir sér og fjöl- skyldu sinni. Hann gekk að eiga Sigurjónu Jóhannesdóttur, bróð- urdóttur Jóhanns heitins Sigur- jónssonar, skálds hinn 26. júní 1943. Framan af árum lék hann um langt skeið í leiksýningum Bláu stjörnunnar í Sjálfstæðis- húsinu. Vann hann að gerð þeirra sýn- inga m.a. með þeim þjóðkunnu leikurum Alfreð Ándréssyni, Har- aldi Á. Sigurðssyni, Soffíu Karls- dóttur og mörgu öðru ágætisfólki, sem mestan svip setti á þær. Kvöld og helgar fóru löngum í þessi umfangsmiklu og tímafreku störf, en dagurinn var að mestu notaður til starfa á sviði verzlunar og viðskipta. Var það einkum í húsgagnaverzlun að hann starfaði á þeim árum. Hann var m.a. fram- kvæmdastjóri húsgagnaverzlunar- innar Valbjarkar, sem um tíma var ein hin stærsta og vandaðasta sinnar tegundar hér í borginni og síðar stofnsetti hann húsgagna- verzlunina Öndvegi, sem var sama marki brennd. Þegar fram liðu stundir ákvað Baldur þó að láta af þessum erfiðu og erilssömu störf- um. Hann hafði nokkru áður hætt leiklistarstörfum og lagði nú niður verzlunarfyrirtæki sitt. Hófst þá nýr starfsþáttur í ævi hans. Eins og áður hefur verið greint frá varð Baldur snemma hugfang- inn af jafnaðarstefnunni og hug- sjónum Alþýðuflokksins. Það róðra hvaðanæva af landinu. Einar giftist fyrri konu sinni ár- ið 1934. Hét hún Rikey Örnólfs- dóttir frá Suðureyri. Sama ár fæddist fyrsta barn þeirra. Á Suð- ureyri hófu þau búskap og þaðan reri Einar og átti hlut í trilluút- gerð sem gekk mjög vel. Einar missti konu sina af barnsförum árið 1945, er fimmta barn þeirra fæddist. Það lifði, en móðirin dó. Erfiðir tímar fóru í hönd. Einar varð að leysa upp heimilið og koma börnunum fyrir og flutti suður til Reykjavíkur, þar sem hann vann aðallega í byggingar- vinnu. Hann kvæntist öðru sinni síðari konu sinni, Sigrúnu Elívarðsdótt- ur og bjuggu þau saman í 15 ár en slitu þá samvistir. Þau áttu eina dóttur. Einar hóf störf við Hrafnistu í Reykjavík þegar heimilið tók til starfa 1957, en þá hafði hann unn- ið við byggingu þess um langt skeið. Hann var enn við störf þeg- ar hann andaðist skyndilega þann 15. apríl sl. og var elsti starfsmað- ur heimilisins, eins og geta má nærri. Að sjálfsögðu hafði Einar dregið úr starfi sínu síðustu árin, en við sem höfum starfað með honum hátt í fjórðung aldar viss- um að hann var nýtur starfsmað- ur fyrir Hrafnistu. Fram yfir sjötugt var hann í húsvörslustarfi með margþættu verksviði. Þetta er jafn erilsamt alla virka daga ársins. Sumt kom aldrei fram á vinnuskýrslum, en þar á ég við snúninga og liðsinni við vistfólk og annað starfsfólk. Einar eignaðist góðan vin á efri gerðist því nokkuð samtímis, að Baldur lét af fyrrgreindum störf- um sínum og réðst sem fram- kvæmdastjóri til Alþýðuflokksins. Það starf hefur ekki alltaf verið eftirsótt, enda aðstæður erfiðar og starfskjör löngum bág. Það þarf bjartsýna eldhuga til að sinna því að gagni, menn, sem fúsir eru til að leggja nótt við dag, ef nausyn krefur, gjarnan án þess að hirða um daglaun að kveldi. Baldur heit- inn var einn þeirra hugsjóna- manna sem sjálfviljugur gekk undir þetta ok og stóð undir því árum saman. Ég hygg, að Baldur hafi verið framkvæmdastjóri flokksins í formannstíð þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og Benedikts Gröndal. Er mér óhætt að segja, að samstarf hans við þá tvo og flokkstjórnina á þessum árum, sem og flokkssamtökin og forystu- menn þeirra hafi allt verið með ágætum. Hann naut vinsælda, virðingar og trausts meðal flokksmanna, sem báru til hans hlýjan hug. Ekki man ég til þess, að hann hafi nokkru sinni lent í kasti við flokksmenn eða tekið neinn þátt í innanflokksdeilum eða átökum. Hann var maður frið- samur, óáleitinn og glaðvær og þess vegna mjög vel látinn meðal samstarfsmanna sinna í Alþýðu- flokknum. árum sínum á Hrafnistu, Ragn- heiði Oddsdóttur, hjúkrunarkonu. Hófu þau sambýli í íbúð við Jök- ulgrunn. Hún lifir Einar sem reyndist henni góður og traustur vinur meðan hann lifði. Þótt aldursmunur væri nokkur á mér og Einari varð okkur vel til vina, enda á sama vinnustað um tveggja áratuga skeið. Hann var margfróður og ógleymanlegar eru frásagnir hans af vinnumennsk- unni í Herdísarvík og skáldinu, nafna sínum. En aldrei vildi hann láta færa neitt í letur af því sem hann sagði frá þeirri vist. Þegar Einar vinur minn verður borinn til grafar verð ég staddur erlendis. Þá mun ég hugsa til vest- firska sjómannsins sem bar þyngri byrðar en flestir aðrir, en bognaði þó aldrei. Hann lifði stormsama ævi, en dó sáttur við guð og menn, eins og hann sagði við mig skömmu áður en hann dó. Ég sendi börnum hans, Ragn- heiði og allri fjölskyldunni samúð- arkveðjur mínar. Pétur Sigurðsson Það hefur áður komið fram, að þau Baldur og Sigurjóna Jóhann- esdóttir gengu í hjónaband í júní- mánuði 1943. Þeim varð fjögurra barna auðið í hjúskap sínum. Elzt- ur er Gunnlaugur Baldursson, arkitekt í Köln í Þýzkalandi. Hann er vel virtur hönnuður þar í borg, sem rekur eigin arkitektastofu með þrem teiknistofum. Eigin- kona hans er Lisel Hambac leik- kona, og eiga þau eina dóttur barna, Selmu. Næstelst er Guð- björg Baldursdóttir. Hún var gift Hafsteini Jenssyni og eru börn þeirra Sigurjón Baldur, 18 ára gamall menntaskólanemi, og Jón- ína, 16 ára námsmaður. Hún gift- ist síðar Jóhanni Axel Stein- grímssyni, og eignuðust þau Kolbrúnu 10 ára. Guðbjörg missti Jóhann Axel eftir skamma sam- búð. Hún býr nú með börnum sín- um í Reykjavík. Þriðja barn þeirra var Jóhannes Baldvin, er lézt þriggja vikna gamall. Fjórða barn Baldurs og Sigurjónu er Jóna Margrét Baldursdóttir, er býr með heitmanni sínum, Geir ólafssyni, verzlunarmanni í Vestmannaeyj- um. Allt er þetta hið ágætasta fólk, þar sem vafalaust blundar listhneigð sú, sem Baldur var bú- inn og hann tók í arf frá forfeðr- um sínum. Kemur hún nú ef til vill einna sterkast fram í Gunnlaugi syni hans, sem er hinn ágætasti arkitekt og ísland þyrfti nauð- synlega að eignast mörg verk eft- ir. Þegar Baldur féll frá var heilsa hans orðin bág og því kom andlát hans ekki með öllu á óvart. Að því stefndi óðum að hjarta hans brysti og svo fór að lokum. En samtímis því, að hann var orðinn heilsulítill, hefur heilsu Sigurjónu konu hans hrakað svo, að hún dvelur nú á sjúkrahúsi og verður þar um sinn. Máske á maður ekki að harma, að hann skyldi „fá að fara“, eins og sagt er, úr því að heilsa hans var orðin svo tæp. Samt hljótum við mörg, þar á meðal vinir hans og félagar í Al- þýðuflokknum, að trega andlát hans. Hann sat með okkur flokks- þing, flokkstjórnarfundi og fjöld- ann allan af venjulegum félags- fundum. Vissulega var hann ekki einn þeirra, sem fluttu stórar ræð- ur og létu mest á sér bera. En hann var meðal hinna mörgu, er fylgdust vel með öllu sem gerðist og lögðu sitt raunsæja og hyggna mat á það. Hann var bráðgreind- ur, athugull, hófsamur og raun- sær. Þess vegna var gott að eiga hann sem ráðhollan vin og ómet- anlegt að eiga hann að. Hann vann með okkur að stórum sigrum og saman stóðum við frammi fyrir verulegum ósigrum. En hann var alltaf sami góði, trausti og glað- væri félaginn, sem var trúr lífs- hugsjón sinni um nýtt og betra þjóðfélag. Þess vegna erum við mörg, sem munum þakklát geyma minningu þessa góða drengs í hug- um okkar. Einlægar samúðar- kveðjur sendum við fjölskyidu hans á þessum sorgardegi og biðj- um þess, að hún megi njóta gæfu og velfarnaðar á komandi árum og áratugum. Sigurður E. Guðmundsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns mins og föður okkar, JÓNASAR HRÓBJARTSSONAR frá Hamri, Háuhlíö 5, Sauöárkróki. Auöur Vilhelmsdóttir, Hróbjartur Jónasson, Ingi Vilhelm Jónasson, Ingibjörg Elín Jónasdóttir. t Einlægar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og bróöur, ÓLAFS GUTTORMSSONAR, Stýrimannastíg 3. Anna Guölaug Ólafsdóttir, Einar Benediktsson, Helga Guörún Ólafsdóttir, Halldór Pálsson, Erna Ólöf Ólafsdóttir, Michael Rothe, Magnús Guttormsson. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jarö- arför JÓNU JAKOBSDÓTTUR, Haga, Aöaldal. Hugi Jóhannesson, Erla Þóröardóttir, Snaer Jóhannesson, Birna Ólafsdóttir, Heiður Jóhannesdóttir, Áki Sigurösson, Völundur Jóhannesson, Guöný Jónsdóttir, Hringur Jóhannesson, Sigurbjörg Guöjónsdóttir, Fríður Jóhannesdóttir, Gunnar Jóhannaaon, Dagur Jóhannesson, Þórhildur Siguröardóttir, Freyr Jóhannesson, Hulda Hjálmsdóttir, Hugrún Hugadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað frá kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 28. apríl vegna jarðar- farar Vilhelms Frímanns Frímannssonar. Umboð Happdrættís Háskóla íslands Hafnarhúsinu. Einar Jóhanns- son — Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.