Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 necftAW) e 1963 Unlvtrul Prtis Syndlcate 2'H ,, Hc)n cr komin hingak til cá> & þdtttaka - eybublab fyrir „ Llngfrú fftheimar " fegurc>ar~ samkeppnina." ást er... 33o £<JU} ... að sættast. TH Rag U.S. P»t rtQhts rasarvMt •1983 Loa AngMM Tkrw* Syndtcate Ef veðrið lagast ekki þá er það I*olir ekki sólskinið! reiðilaust af minni hálfu þó við sleppum næstu holu. HÖGNI HREKKVlSI ,5l/ONð -SlEPFO/VI KATTAS/e\-KEKAAAA-tNÚMu. Einsdæmi í heiminum 2384-4060 skrifar: „Velvakandi. Hið margumtalaða Öræfa- rall, sem nú á að troða upp á þjóðina, ásamt göngu Frakk- ans, hefur haft eitt gott í för með sér: Miklar opinberar um- ræður hafa skapast um ferða- mál erlendra manna til ís- lands. Það urðu mér töluverð vonbirgði hvað forystumenn náttúru- og landverndar voru linir og tillögulitlir. Eins eru það merkilega margir íslend- ingar, sem ekki skilja, að nátt- úra landsins er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Það er örugglega einsdæmi í heiminum, að ferðafólk fái að stela óáreitt úr auðlindum eins og hér er leyft úr náttúrunni. Þetta hefur gengið svo langt, að erlendir ferðamálasérfræð- ingar hafa varað okkur við þessu og spurt þeirrar eðlilegu spurningar hvaða ferðamenn hefðu áhuga á að koma hingað til lands eftir að búið væri að Brautryðjendastarf í íslenskri bókaútgáfu Skúli Magnússon, Keflavík, skrifar: „Velvakandi. Um síðustu aldamót voru uppi tveir menn, sem unnu merkilegt starf í þágu íslenskrar bókaút- gáfu. Það voru Oddur Björnsson, prentmeistari (f. 1865, d. 1945) á Akureyri og Sigurður Kristjáns- son, prentari (f. 1854, d. 1952) í Reykjavík. Oddur gaf út fræðirit við alþýðuhæfi og ýmsar úrvals- bækur heimsbókmenntanna, prýðilegt að ytra útliti. Fyrir frá- gang sinn á bókum fékk hann mörg verðlaun. Sigurður Krist- jánsson „gaf“ þjóðinni fyrstur manna tslendingasögurnar. Sú út- gáfa markaði tímamót í íslenskri menningarsögu. í fyrsta sinn átti íslensk alþýða kost á að eignast sögur sínar í aðgengilegu formi á viðráðanlegu verði. Áður höfðu flestar útgáfur verið miðaðar við þarfir erlendra vísindamanna, t.d. með latneskum þýðingum. Á með- an lét alþýða manna sér nægja að eignast sögurnar í uppskriftum, eins og fjöldi handrita ber með sér, t.d. í handritasafni Lands- bókasafns. Báðir þessir menn hlutu að launum fyrir ævistarf sitt æðstu viðurkenningar sem ís- lenska þjóðin getur látið þegnum sínum í té. í dag er íslensk bókaútgáfa um- fangsmeiri en fyrir 80 árum. Flóð bóka og blaða er orðið þvílíkt, að mestu lestrarhestar hafa alls ekki undan að lesa það sem að þeim berst. En standa þess í stað á blístri. Nú verða menn að velja og hafna þegar um lesefni er að ræða. En þrátt fyrir bókaflóð vantar enn ýmis rit á íslensku um margar greinar vísinda og tækni, jafnt fyrir almenning og sérfræðinga. Að ýmsu leyti stöndum við verr að vígi en fjölmennari þjóðir. Mál- svæði okkar er svo lítið, að það takmarkar eðlilega bókaútgáfu. í flestum greinum vísinda og tækni er þróun líka svo ör, að þýdd bók getur verið orðin úrelt eftir skamman tíma. Á sl. 20 árum hefur mjög færst í vöxt útgáfa á stórum mynd- skreyttum bókum í samvinnu við erlenda aðila. Eru slíkar bækur þá að einhverju leyti prentaðar er- lendis. Þannig gaf Almenna bóka- félagið út merkan bókaflokk um lönd og þjóðir á sjöunda áratugn- um, og í framhaldi af því alfræði- safn sitt, ómissandi rit fyrir þá, sem viija kynna sér raunvísindi og þróun þeirra. Meðal þeirra sem hafa farið svipaða leið og AB á Viðreisnarár- unum, er bókaútgáfan Fjölvi sem Þorsteinn Thorarensen stjórnar. Hefur Þorsteinn hafið útgáfu á ritum, sem íslenskir bókaútgef- endur hafa lítið lagt út í. Má þar sérstaklega nefna rit hans um myndlist, þriggja binda listasögu (útg. 1975—1977) og merkan bóka- flokk með ævisögum þekktra lista- manna. Auk þess hefur Þorsteinn gefið út stórar bækur um blóm (1972), skordýr (1974) og um upp- runa mannsins. Um skordýr var fátt til á íslensku, jafnvel um ís- lensk skordýr. Aftur á móti ýmis- legt á erlendum málum. Ekki má gleyma skipa- og flugvélabókum Fjölva, að ógleymdri byggingar- listasögu og mannkynssögu, sem verður í mörgum bindum. En af henni eru þegar komin út 7 bindi. Allar eru bækur þessar meira og minna litprentaðar og því mjög forvitnilegar. Tækni við litprent- un mynda gerir það að verkum að listaverk njóta sín til fulls, og mannkynssagan er lifandi í máli og myndum. Þorsteinn hefur hér gerst brautryðjandi, sérstaklega vegna útgáfu á listaverkabókunum og mannkynssögunni. íslendingar hafi lengst af ekki átt heillega mannkynssögu fyrr en nú með út- gáfu Þorsteins. Sama er að segja um listaverkabækurnar. Sjálfur hefur Þorsteinn orðið að þýða margar af útgáfubókum sínum. Það er að ýmsu leyti mjög örðugt, þar sem Þorsteinn hefur sjálfur um leið orðið að búa til ýmis ný- yrði. Nokkuð hafa menn deilt um þessa nýyrðasmíði eins og gengur. En Þorsteinn á ekki annarra kosta völ, þar sem hann fer áður lítt troðnar slóðir. Gegnir annars furðu hve hann hefur verið af- kastamikill þýðandi. Áður en Þorsteinn hóf hið mikla þýðingarstarf sitt, hafði hann samið og gefið út fjögur stór bindi um pólitíska sögu aldamótana á fslandi. Hygg ég að þýðingar hans séu þó meira virði sem framlag til íslenskrar menningar. Annar maður sem hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra bókaút- gefanda er Hafsteinn Guðmunds- son, sem rekur bókaútgáfuna Þjóðsögu. Hefur Hafsteinn lengst af látið sig miklu skipta ytra útlit bóka. Þannig réð hann útliti bóka sem Mál og menning gaf út á ár- unum 1960. Á seinni árum hefur Hafsteinn staðið í stórfelldri bókaútgáfu. Skömmu fyrir 1960 hóf hann mjög vandaða útgáfu á sex stórum bindum af þjóðsögum Jóns Árnasonar. Síðan hefur hver þjóðsagnaútgáfan rekið aðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.