Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
25
Neyðarsendirinn reyndist í lagi og hefur
5ur af vegna legu flugvélarinnar í vatninu.
aftur, en það bendir til þess að hreyfillinn
n snúningi er flugvélin skall í sjávarflötinn.
igtruflana
flugvéla, sem eru í aðflugi og
brottflugi frá vellinum vegna vél-
arhávaða. Logn var þegar slysið
varð og berst hljóð betur við þær
kringumstæður.
í ljós hefur komið að neyðarsend-
ir flugvélarinnar var í lagi og fór í
gang þegar flugvélin skall í sjávar-
flötinn. Hins vegar heyrðust send-
ingar ekki á neyðarby'gjum og er
ástæðan talin sú að sendirinn var
meira og minna skermaður af vegna
legu flugvélarinnar í sjónum.
orðan Kleppsmýrarvegar í gær, en sina hefur
Morgunblaöið/Ól.K.M.
œmur fram
íáskólasjóös
skemmtunar til ágóða fyrir Háskólajóð.
Verður hún haldin í Háskólabíói að
kvöldi dags 28. mái nk. Þar mun vænt-
anlega koma fram hinn heimsfrægi
leikari og píanóleikari, Victor Borge, en
hann mun síðar skemmta í Þjóðleikhús-
inu.
Á skemmtuninni í Háskólabíói 28.
maí munu einnig koma fram frægir
hérlendir listamenn og skemmtikraftar,
og verður nánar greint frá því síðar, er
dagskráin hefur verið endanlega ákveð-
in.
(Fréttatílkynning frá
Stúdentafélagi Reykjavíkur.)
Lögbann lagt við sements-
flutningum til Kröflu
AÐ KRÖFU Bílstjórafélags Suður-Þingeyjasýslu var kveðinn upp í gær lög-
bannsúrskurður af sýslumannsembættinu í Þingeyjarsýslu við flutningum á
sementi frá Húsavík til Kröfluvirkjunar. Er þetta annar lögbannsúrskurður-
inn sem lagður er á þessa flutninga á einu ári, en 26. aprfl 1982 var
samskonar íögbannsúrskurður kveðinn upp af sýslumannsembættinu og
hann síðan staðfestur með dómi sem gekk 17. desember í vetur í aukadóm-
þingi Þingeyjarsýslu. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Úr-
skurðinn kvað upp Sigurður Gizurarson, sýslumaður og tekur lögbannið gildi
strax og lögð hefur verið fram 20 þúsund króna trygging fyrir því.
Málsatvik eru þau að Bílstjórafé-
lagið telur sig hafa einkarétt á
þessum flutningum innan síns fé-
lagssvæðis og hafi sá einkaréttur
verið staðfestur með fyrrgreindum
dómi frá í vetur. Byggja þeir mál
sitt meðal annars á ákvæðum laga
um leigubifreiðar nr. 36/1970 og
vísaði lögmaður þeirra einkum til
fyrrgreinds dóms um röksemdir
fyrir því að farið yrði nú að kröfu
um lögbann.
Gerðaþoli, sem er verktakafyr-
irtækið Drif sf, ásamt Rafmagns-
veitum Ríkisins fyrir hönd Kröflu-
virkjunar, telur að Bílstjórafélagið
hafi fyrirgert einkarétti sínum, ef
um einhvern slíkan rétt er að ræða,
en það eigi Hæstiréttur eftir að
staðfesta, með því að taka þátt í
útboði sem fram fór á sements-
flutningum og öðrum flutningum
til Kröfluvirkjunar í vetur. Þar
gerði Bílstjórafélag Suður-Þingeyj-
arsýslu ásamt Bílstjórafélagi
Húsavíkur tilboð í einn verkþátt-
inn, sementsflutninganna, en verk-
þættir voru 6 og gerðu alls 15 aðil-
ar tilboð í einhverja þeirra eða alla.
í útboðsgögnum sé áskilinn réttur
til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum og hafi Bílstjórafélög-
in, með því að taka þátt í útboðinu,
gengist undir þá skilmála. Þegar
ljóst hafi verið að tilboði Bílstjóra-
félaganna yrði ekki tekið, vegna
Hagvangur hf.:
Um framkvæmd
skoðanakannana
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi umsögn frá Hagvangi hf. um
framkvæmd skoðanakannana.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum gerði Hagvangur hf. skoðana-
könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 23.
aprfl sl. Könnunin var unnin í samráði við Norman Webb, ritara
alþjóðasamtakanna „Gallup International", og tókst hún í alla staði
mjög vel.
Það er fullvissa okkar og ráðgjafa okkar, að niðurstöður könnunar-
innar hafl geflð glögga mynd af viðhorfum kjósenda á þeim tíma sem
könnunin fór fram.
I þessu sambandi er rétt að
taka fram, að könnunin sagði að-
eins til um viðhorf kjósenda
hálfum mánuði fyrir kjördag, en
var á engan hátt spá um raun-
veruleg úrslit kosninganna. Ef
svo væri, er m.a. verið að halda
fram að kosningabarátta fram-
boðslista síðustu vikurnar fyrir
kjördag sé tilgangslítil og höfði
á lítinn sem engan hátt til kjós-
enda.
Þegar þannig er ekki um spá
að ræða, er allur samanburður á
niðurstöðum ólíkra kannana og
kosningaúrslita marklítill.
I Vestur-Evrópu hefur þróun-
in á síðustu misserum einkennst
af fráhvarfi kjósenda frá hefð-
bundnum flokkum, auk þess
hafa rannsóknir sýnt, að mun al-
gengara er en áður, að kjósendur
skipti um skoðun eftir því sem
nær dregur kjördegi, og jafnvel á
síðustu stundu. Þessi þróun virð-
ist vera sambærileg við niður-
stöður kosninganna 23. apríl, og
koma því að þessu leyti ekki á
óvart.
Til að unnt sé að spá um úrslit
kosninga á grundvelli kannana
þarf að eiga sér stað markviss
upplýsingasöfnun um fylgni og
samhengi á milli raunverulegra
úrslita og niðurstaðna úr skoð-
anakönnunum.
Sem dæmi má nefna að í um-
ræddri könnun fengust upplýs-
ingar um kosningarnar 1979.
Aukning fylgis milli flokka,
skoðanir og breytingar þeirra
eftir aldurshópum, kyni, búsetu,
atvinnu, menntun o.fl.
Allar þessar upplýsingar
geymir Hagvangur hf., sem
trúnaðarmál og hefur enginn
utan fyrirtækisins aðgang að
þeim.
Með þessum hætti er fenginn
einn fyrsti vísir hér á landi að
áreiðanlegum upplýsingum, sem
unnt er að nota í framtíðinni,
m.a. þegar gerðar eru kosn-
ingaspár.
I þeim athugunum sem Hag-
vangur hf. og samstarfsaðilar
fyrirtækisins hafa gert, hafa
þessar upplýsingar þegar sannað
gildi sitt og lofa góðu um fram-
haldið.
Ein af grundvallarforsendum
við gerð skoðanakannana á al-
mennum stjórnmálaviðhorfum
er sú, að gagnkvæmt traust sé á
milli þátttakenda og fram-
kvæmdaaðila. Reynsla Hag-
vangs hf., hvað þetta varðar var
mjög góð, enda fékkst mun
hærra svarhlutfall en áður hefur
þekkst í sambærilegum könnun-
um hér á landi. Það er mikilvægt
að vanda til allra vinnubragða
og gera lágmarkskröfur til
þeirra er standa að slíkum könn-
unum, bæði aðferðafræðilega séð
og varðandi túlkun á niðurstöð-
um.
Eins og gert var ráð fyrir,
verður framhald á samvinnu
Hagvangs hf., og Gallup Inter-
national. Mun fulltrúi Hagvangs
hf., sækja alþjóðlegt þing Gall-
up-fyrirtækjanna sem er haldið í
Bandaríkjunum um þessar
mundir. Með þessu samstarfi er
vonanst til að unnt verið að nýta
reynslu erlendra rannsókn-
arfyritækja, og skapa skilyrði
fyrir innlendar rannsóknir á
stjórnmálaviðhorfum.
Að lokum er rétt að geta þess,
að á síðustu árum hefur gerð
skoðanakannana aukist hér á
landi, jafnframt sem umræður
um framkvæmd þeirra og með-
ferð upplýsinga hafa orðið meiri.
Raddir hafa verið uppi um, að
setja í ríkari mæli ákveðnar
reglur þar að lútandi, og telur
Hagvangur hf. að slík umræða
sé af hinu góða, og reyndar
nauðsynlegt að finna slíkum
rannsóknum ákveðinn farveg
sem allir geti sætt sig við.
Vill Hagvangur hf. því hafa
forgöngu um að haldin verði
ráðstefna á næsta vetri þar sem
öll þessi málefni verða til um-
fjöllunar.
Hagvangur hf.
Frá málarekstrinum í gær vegna lögbannsbeiðninnar. Sigurður Gizurarson,
sýslumaður lengst til vinstri. Umboðsmaður gerðarþolenda, Drift sf., Þórar-
inn Þórarinsson, flytur mál sitt. Morgunblaðið/KEE.
þess að önnur tilboð voru lægri,
hafi þau gripið til hótana um lög-
bann, ef ekki yrði gengið til samn-
inga við þá og vísað til dómsins í
því sambandi.
Bílstjórafélögin halda því hins
vegar fram að ekki muni miklu á
þeirra tilboði og öðrum tilboðum
sem bárust í verkið, þar sem þeirra
tilboð hafi eitt tilboða gert ráð
fyrir flutningi beint frá skipshlið
og uppskipunar- og geymslukostn-
aði verði því að bæta við hin tilboð-
in, til þess að þau gefi rétta mynd
af flutningskostnaðinum.
Einungis eru það 200 tonn af
sementi, sem málið snýst um. Til-
boð Bílstjórafélaganna var upp á
300 krónur á tonn eða samtals upp
á 60 þúsund krónur, en tilboð Drif
sf. var upp 150 krónur á tonn eða
samtals 30 þúsund krónur, en því
til viðbótar telja fulltrúar Bístjóra-
félaganna að þurfi að bæta
110—115 krónum á tonn, þar sem
það tilboð hljóðaði ekki upp á
flutning frá skipshlið, heldur frá
Húsavík.
Hjá gerðarþolendum kom fram
sú skoðun að þetta mál snúist í
raun um atvinnufrelsi og frjálsa
verktakastarfsemi í landinu, sem
og það að geta tekið hagkvæmasta
tilboði í flutninga hverju sinni. Hjá
gerðarbeiðendum kom fram, að
þeir væru með lögbannsbeiðninni
að verja atvinnurétt sinn.
„Tefli helzt ekki
á tvær hættur“
segir Hilmar Karlsson skákmeistari íslands
„ÞETTA var strembið og reyndi á
þrekið,“ sagði Hilmar Karlsson, skák-
meistari íslands, í samtali við Morgun-
blaðið, en á þriðjudag varð hann ís-
landsmeistari í skák, eftir úrslita-
keppni við Elvar Guðmundsson og
Ágúst S. Karlsson. Hilmar og Elvar
urðu jafnir að stigum f úrslitakeppn-
inni, en Hilmar hlaut meistaratitilinn
þar sem andstæðingar, sem hann bar
sigurorð af á Skákþinginu, voru stiga-
hærri en þeir sem Elvar vann.
Hilmar er 25 ára Reykvíkingur,
hefur starfað í Búnaðarbankanum
frá í fyrra, en stundar að öðrum
kosti nám í Kennaraháskólanum og
hyggst ljúka námi næsta vor.
„Þetta byrjaði allt saman í kring-
um einvígi þeirra Fischers og
Spasskýs 1972, þá greip dellan mig
eins og aðra og ég fylgdist með um
fjórðungi skákanna í Laugardalshöll
af miklum áhuga. Ég tók að sækja
æfingar og keypti mér skákbækur til
að nema íþróttina.
Og þannig hefur skáknámið verið,
æfingar með félögunum, þar sem við
höfum teflt okkar á milli og farið
yfir okkar eigin skákir og meistar-
anna, auk lesturs skákbóka og blaða.
Ég hefði þurft að gefa mér meiri
tíma í námið um dagana. Þetta hefur
fyrst og fremst verið sjálsfnám, en
þróunin er sú að verið er að gera
mönnum auðveldara að nema sig í
skák.
Ég á ekki von á því að ég mundi
skella mér í atvinnumennsku þótt
það byðist. Mér finnst nóg að hafa
skákina sem hobbý, að vísu nokkuð
stórt.
Ég get ekki sagt að ég haldi upp á
neinn sérstakan meistara. Ég hef
velt þessu mikið fyrir mér, en hef
ekki tekið neinn þeirra mér sérstak-
lega til fyrirmyndar," sagði Hilmar.
Hilmar hefur teflt fyrir Taflfélag
Seltjarnarness í fimm ár rúm, var
áður í Taflfélagi Reykjavíkur, en fór
yfir í Seltjarnarnesfélagið með
nokkrum félögum sínum af nesinu
eftir stofnun félagsins 1977. Hann
hefur þrívegis orðið skákmeistari
Seltjarnarness. Hann byrjaði að
Hilmar Karlsson, skákmeistari ís-
lands, að talfi. Á borðinu er loka-
staðan í síðustu viðureigninni á
skákþinginu. Morgunblaðið/KOE
keppa á mótum strax 1972 og árið
1976 varð hann unglingameistari Is-
lands. Hann hefur aðeins einu sinni
keppt á móti í útlöndum, á Norður-
landamóti 1973. En hann tefldi á
Reykjavíkurmótinu á Kjarvalsstöð-
um í fyrravetur, sem var alþjóðlegt
mót. Meðal verðlauna fyrir sigurinn
á Skákþinginu var þátttaka í Norð-
urlandamótinu, og býst Hilmar við
að tefla í úrvalsflokki þar, en mótið
fer fram í sumar. Éinnig hlaut
Hilmar sólarlandaferð að launum.
„Þetta var fjórða keppni mín á
Skákþingi íslands og sú þriðja í
landsliðsflokki. Ég held að það sé
ekkert öðru fremur sem einkennir
minn skákstíl. Þó reyni ég yfirleitt
að tefla ekki á tvær hættur og geng
mjög langt í þeim efnum, reyni að
leika þeim leikjum sem eru eðlilegir
og þvinga ekkert fram. Ég mundi
segja að endataflið væri veikasta
hliðin, en að ég væri sterkur í byrj-
unum og miðtaflinu," sagði Hilmar
Karlsson að lokum.