Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 37

Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 37 Ástmundi alúðarfyllstu þakkir fyrir áratuga heillarík störf. Ágústu og fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Oddur Ólafsson í tilefni þess, að frændi okkar og vinur, Ástmundur Guðmundsson, verður í dag borinn til grafar, langar okkur bræður að kveðja hann með nokkrum orðum, því okkur er það ljóst nú, að hann hafði óvenju sterk og mótandi áhrif á hug okkar og skoðanir í æsku. Ástmundur Guðmundsson fæddist á Eyrarbakka 28. júlí 1910. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Guðmundssonar, bók- haldara, og konu hans, Snjólaugar Sveinsdóttur, og var því afabróðir okkar í föðurætt. Ástmundur gift- ist Ágústu Ágústsdóttur, dóttur Ágústs Guðmundssonar og konu hans, Ingigerðar Sigurðardóttur. Þau eignuðust fjögur börn: írisi, Guðlaugu, Björn Ágúst og Ástu Ingigerði og bjuggu þeim óvenju gott og hlýlegt heimili. Þrátt fyrir að Ástmundur hafi verið sérlega virkur og störfum hlaðinn for- stjóri í stóru fyrirtæki, kom hann okkur aldrei fyrir sjónir öðruvísi en sem næmur og áhugasamur maður um málefni unga fólksins. Hann fann ávallt upp á nýjum og oft ótrúlegustu hlutum til að koma unga fólkinu skemmtilega á óvart og virkja athafnasemi þess. Enda virtist hann hafa mikla þörf fyrir að hjálpa og gleðja aðra. Hið myndarlega heimili þeirra hjóna var okkur alltaf sem opið hús hvenær sem okkur bar að garði og Ágústa sá um að enginn slapp við að fá eitthvað gott í magann. Ogleymanleg verða okkur hin árlegu jólaboð við Hringbraut og seinna að Grenimel 1, svo og allar minni eða meiri háttar heimsókn- ir þangað. En ekki síst höfum við ljúfar endurminningar um Ást- mund úr Mosfellssveit þar sem þau hjón bjuggu ávallt sumar- langt í nágrenni við foreldra okkar í notalegum sumarbústað sínum á „Eyrinni". Þar má segja að við bræðurnir höfum átt okkar annað heimili í uppvexti okkar í bræðralagi við Björn Ágúst frænda okkar. í þá daga var margt brallað og margt af því, sem við tókum okkur sameiginlega fyrir hendur, orkaði vissulega tvímælis, en aldrei minnumst við þess, að Ástmundur léti okkur gjalda þess. Hann gerði ævinlega gott úr öllu og er okkur ekki grunlaust um (svona eftirá) að hann hafi haft lúmskt gaman af öllu saman. Enda nýtti hann sér stundum full- vel ýmis mistök okkar í sérgrein sinni, „stríðninni", enda vorum við farnir að reikna með stríðnisglós- um hans, sem báru vott um hnitmiðaða kímnigáfu. Ástmundur skynjað snilldarvel hvernig bregðast skyldi við gagn- vart unga fólkinu. Refsing fyrir víxlspor var ekki hans aðferð, en stríðnin kom seinna þegar allt var komið í jafnvægi. Slíkt var næmi hans og skilningur á unglingum. Það skýrir jafnframt, að eftir að við vorum komnir til vits og ára, sannreyndum við, að mörg af eft- irminnilegustu ævintýrum æsku okkar voru að hluta til skipulögð af honum. Ef til vill komumst við aldrei alfarið að því sanna í þeim efnum, en svo mikið er víst, að hann bjargaði ýmsum vítaspyrn- um á okkur í horn í gegnum tíðina. — Það verður því að segja, að auk okkar eigin foreldra hafi Ástmundur frændi okkar haft mikil áhrif á uppeldi okkar og hamingjusama æsku. Okkar endurminningar um þennan sér- staka frænda okkar verða sem betur fer aldrei frá okkur teknar og faúm við seint fullþakkað allt það sem hann gerði vel til okkar. Nú, þegar Ástmundur Guð- mundsson hefur kvatt þennan heim eftir áratugar sjúkdómslegu, minnumst við með aðdáun styrks og þrautseigju konu hans, Ágústu, og systkinanna í þungri raun. Við vottum þeim okkar innilegustu samúð. Guðmundur og Kjartan Lárussynir. Þegar SÍBS hóf starfsemina að Reykjalundi á útmánuðum ársins 1945 í landi Suður-Reykja í Mos- fellssveit var nokkurt landnám þegar hafið í grenndinni, þar sem Varmá rennur hægt fram með hlíðum rétt suðvestan við þar sem Reykjalundur síðar reis. Hjónin Ágústa Ágústsdóttir og Ástmund- ur Guðmundsson voru meðal land- nema á berum melunum, sem þar voru þá, og áttu myndarlegt sumarhús á eyrinni við ána. Þau höfðu þegar hafist handa við ræktun lands, m.a. komið af stað umfangsmikilli trjárækt. Eyrin breyttist smám saman í gróður- reit í þess orðs eiginlegri merkingu. Nú gnæfa þar tré, stolt og reisuleg, og bera um langa framtíð vott um handbragð og hugsjónir þeirra sem þar stóðu að verki. Þau hjón, Ágústa og Ást- mundur, áttu þar ekki minnstan hlut að máli. Tengsl þeirra við Mosfellssveit- ina urðu sterk og farsæl. Sambýli Reykjalundar og þeirra hefur var- að frá upphafsdegi starfseminnar og staðið nú í 38 ár. Sambýli leiðir af sér samskipti og þau hófust jafnsnemma sambýlinu, jukust með árunum og hafa ávallt verið Reykjalundi í hag, allt frá frum- býlingsárum til dagsins í dag. Ávinningurinn einatt verið Reykjalundar. Samskiptatengsl Ástmundar og Reykjalundar voru vafalítið greið- ari í upphafi fyrir þá sök, að hann hafði þegar hér var komið sögu kynnst berklaveiki af eigin raun. Tæplega þrítugur veiktist hann, árið 1939, af lungnaberklum. Hann var aðeins 5 mánuði á Víf- ilsstöðum, skömm vist og vel sloppið á kvarða þess tíma. Það var hins vegar svo með lungna- berklana á þeim árum að sjúkl- ingarnir voru sjaldnast búnir að bíta úr nálinni þótt tækist að komast fyrir sýkinguna sjálfa. í flestum tilvikum stóðu eftir var- anleg ummerki, minnkuð afköst lungnanna, og var svo hjá Ást- mundi í umtalsverðum mæli. Ekki lét hann þó afleiðingar lungna- berklanna skerða athafnaferil sinn, hvorki í starfi, fjölskyldu- högum, áhugamálum eða félags- lífi. Hann tókst á við afleiðingarn- ar og bar þær ofurliði með dyggri aðstoð konu sinnar. Bein afskipti Ástmundar af málefnum Reykjalundar hófust nokkrum árum eftir að starfsemin þar hófst með því að þing SÍBS kaus hann varamann í stjórn Reykjalundar. Á 11. þingi SÍBS árið 1958 var hann síðan kjörinn formaður stjórnar Reykjalundar og formennsku gegndi hann í 24 ár, allt til haustsins 1982. Hann var röggsamur formaður og glæsi- legur, áhugasamur og ákveðinn, ekki gefinn fyrir málskrúð og vangaveltur, heldur gekk snar og hiklaus til verka. Vegna atvinnu sinnar bjó hann yfir langri og góðri reynslu af hvers konar fram- kvæmdum og viðskiptum og naut Reykjalundur góðs af. Hann lagði kapp á að Reykjalundur stæði við fjárhagslegar skuldbindingar sín- ar, að rekstur verkstæðanna væri með þeim hætti að þau stæðu und- ir nafni og fengju staðið eða fallið með gæðum framleiðslu sinnar. Með því móti einu gætu vistmenn átt þess kost að spreyta sig á al- vöruverkefnum á vinnustað, sem gerðu þá færari fyrir bragðið að standast samkeppni síðar meir á almennum vinnumarkaði. Einn var sá þáttur í lífsmáta Ástmundar sem fór leynt, sá að veita liðsinni fólki sem sýndi því hug að ná tilteknum markmiðum en mætti hindrunum af einu tagi eða öðru. Oftar en ekki réði lið- veisla hans baggamuninn. Svo var ekki fjölyrt um það meir. Árið 1973 varð Ástmundur enn fyrir alvarlegu heilsufarsáfalli, rúmlega 63 ára gamall, en sinnti engu að síður formennskunni áfram í stjórn Reykjalundar. Án efa hefur Ástmundi, hugmynda- ríkum dugnaðarmanni, fallið þungt að bati brást, þótt ekki sæj- ust merki þess í dagfari hans. Lík- amleg áföll léku hann grátt hvað eftir annað síðasta áratuginn, en fengu í engu skert andlega reisn hans sem hélst óbreytt til hinsta dags, 19. þ.m. Því fylgdi fögnuður að fá að kynnast Astmundi og eiga með honum samstarf. Starfsmenn og vistmenn á + Faöir okkar og tengdafaöir, HJÁLMAR PÁLSSON frá Kambi, Deildardal, veröur jarösunginn frá Hofskirkju á Höföaströnd laugardaginn 30. apríl kl. 2. Guörún Hjálmarsdóttir, Hjálmar Sigmarsson, Páll Hjálmarsson, Ragnar Hjálmarsson, Erla Jónsdóttir, Ásta Hjálmarsdóttir, Pétur Kúld Ingólfsson, Þóranna Hjálmarsdóttir, Hafsteinn Lárusson, Hulda Hjálmarsdóttir, Þórarinn Andrewsson, Skarphéöinn Hjálmarsson, Linda Steingrímsdóttir. + SIGURLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Stoinnesi, verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 30. apríl kl. 14. Vandamenn. + Móöir okkar, tengdamóöir og systir, JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Njaröargötu 37, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskapeliu föstudaginn 29. apríl kl. 10.30. Elínborg Reynisdóttir, Skarphéöinn Árnason, Guöjón Reynisson, Laufey Magnúsdóttir, Guörún Reynisdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Siguröur Reynisson, Guðrún Guöjónsdóttir. Kristjana Guömundsdóttir. þökk og söknuði. Þeir flytja Ágústu, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum innileg- + ar samúðarkveðjur. Bróöir okkar, ■ Haukur Þórðarson BJARNI MATTHÍASSON, Fossi, Hrunamannahreppi, Góður maður er genginn. Ég frétti hjá sjúkri vinkonu minni, að veröur jarösunginn frá Hrunakirkju, laugardaginn 30. apríl kl. 1 e.h. Jarðsett veröur í Tungufelli. Systkinin. afabróðir barnanna minna hefði fengið hvíldina. ósjálfrátt fór ég að hugsa um dauðann og þá orð Kahil Gibran sem sagði: „Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvernig ættir þú að finna hann ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins." Hugurinn leitar 20 ár aftur í tímann, og ég sé fyrir mér Ást- mund Guðmundsson, stóran og glæsilegan mann, en umfram allt lifandi mann, með hlýjar tilfinn- ingar og stórt hjarta. Mann sem kunni að gleðjast og mann sem kunni að finna til og sýna það sem hann fann. Fyrir þetta og ótal margt annað vil ég þakka honum og segja: „Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Helga Mattína. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HANNES GUÐMUNDSSON, Reykjavíkurvegi 7, verður jarösunginn frá Þjóðkirkjunni ( Hafnarfiröi, föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Steinþóra Níelsdóttir, Páll Hannesson, Jóhanna Hannesdóttir, Margrót Hannesdóttir, Níels Hannesson, Guörún Ásbjörnsdóttir, Jón Sigurösson, Sverrir Marinósson, Lára Magnúsdóttir og barnabörn. + Þökkum sýnda samúö við andlát og útför bróöur okkar, LOFTSJÓHANNESARJÓNSSONAR frá Lœkjarbotnum. Syatkinin. + Móðir okkar, ÓLÖF JÓNSDÓTTIR frá Katanesi, Vallholti 17, Akranesi, veröur jörðuö frá Hallgrímskirkju í Saurbæ, föstudaginn 29. apríl klukkan 14. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á sjúkrahús Akraness. Jónína B. Jónsdóttir, Ólafur Jónsson. Lokaö á morgun, föstudag 29. apríl, eftir hádegi vegna jarðarfarar BENEDIKTU JÓNSDÓTTUR. J.P. innréttingar hf., Skeifunni 7. + Móðir mín og tengdamóöir, ÞURÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, veröur jarösungin frá nýju Fossvogskapellunni föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Magnús E. Baldvinsson, Unnur Benediktsdóttir. Lokaö vegna jaröarfarar Vegna jarðarfarar ÁSTMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrv. stjórnarformanns, verða skrifstofur og söludeild lokuð f.h. fimmtudaginn 28. apríl. Vinnuheimiliö aö Reykjalundi. + Hjartkær eiginkona mín og móöir, tengdamóöir, amma og lang- amma, KRISTÍN GÍSLADÓTTIR, Búöargeröi 5, Reykjavík, veröur jarösungin frá Bústaðarkirkju, föstudaginn 29. april kl. 15. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess. Lárus Salómonsson, Ármann J. Lárusson, Björg Árnadóttir, Grettir Lárusson, Ólafía Þóröardóttir, Kristján Heimir Lárusson, Sigurlaug Björgvinsdóttir, Brynja Lárusdóttir, Júlíus Einarsson, Lárus Lárusson, Agnes Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.