Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 13 Sýningin var mjög fjölsótt eins og sjá mí. Þetta er hluti mannfjöldans. tlr* ' * \rl JÉS§|pPi Hveragerði: Nemendur héldu sýn- inguna „Byggðin mína Listaverk úr málmi eftir Sigurö Sólmundarson handíðakennara skólans. Við verkið standa Þórður Jóhannsson hreppstjóri (t.v.) og Valgarð Run- ólfsson skólastjóri. Hveragerði, 19. aprfl. Nemendur Gagnfræðaskóla Ilveragerðis og Ölfuss voru með merkilega sýningu í skólanum sunnudaginn 17. aprfl kl. 14 og 18. Hlaut sýningin nafnið „Byggðin mín“. Var þar fjallað um fjölmargt er tengist byggðinni okkar, menn, málefni og umhverfl. T.d. landa- fræði, jarðhita, umhverflsmál, ör- nefni og þjóðsögur, félagsmál, skipulags- og sveitarstjórnarmál og um skólastarflð. Voru allar skólastofur fullar af verkefnum nemenda, vegg- spjöldum og teikningum. Þá mátti sjá mikinn fjölda ljós- mynda úr skólalífinu og félaga- starfseminni í bænum. Einnig myndir og kynningar hinna ágætu skálda og listamanna sem hér hafa búið i lengri eða skemmri tíma og voru verk sumra þeirra flutt á skemmtun sem nemendurnir efndu til fyrir sýningargesti. Þar komu fram: Fjóla Grét- arsdóttir sem las ljóð eftir Kristmann Guðmundsson og Jó- hannes úr Kötlum og sögubrot eftir Kristján Bender og Þor- stein Matthíasson. Anna Sigríð- ur Guðfinnsdóttir las sögukafla eftir Gunnar Benediktsson og ljóð eftir Gunnar Dal. Þá sungu Hvergerðingarnir Bergþóra Árnadóttir og Sigurður Dag- bjartsson og léku undir á gítar, lög eftir þau sjálf og aðra. Skólastjórinn, Valgarð Run- ólfsson, flutti ávarp og þakkaði kennurum og nemendum mikil og góð störf fyrir sýninguna. Sagði hann að hefðbundin kennsla hefði verið lögð á hill- una síðastliðna viku, en nemend- ur unnið í hópum með dyggri að- stoð kennaranna. Hefðu þau safnað öllum upplýsingum og gögnum sjálf og vinnudagurinn oft orðið langur. Grétar Unnsteinsson, skóla- stjóri Garðyrkjuskólans, þakk- aði ánægjulega sýningu og skemmtun fyrir hönd okkar gestanna. Kynnir á samkomunni var Bergdís Una Bjarnadóttir. Sýningin var mjög vel sótt og hlaut mikið lof gestanna. Nem- endur í Gagnfræðaskóla Hvera- gerðis eru 67 talsins. Sigrún Noregur: Stefnt að samruna 11 járnblendiverksmiðja — Rætt um hlut Elkems í íslenzka járnblendifélaginu SAMRUNI ellefu norskra járnblendiverksmiöja í eitt stórt fyrirtæki er nú til umræðu og er Elkem-samsteypan stærsti aðilinn þar í. í þessum viðræðum er m.a. rætt um, hvort verksmiðjueign Elkem í Bandarfkjunum og á íslandi kæmu inn í þessa mynd, en eins og kunnugt er á Elkem tæplega helming í íslenzka járnblendifélaginu á Grundartanga og sér um sölu á allri framleiðslu verksmiðjunnar. Þessi fyrirtækjasamruni myndi hafa í för með sér fjárhagslegan ávinning upp á 21—28 milljónir Bandaríkjadollara á ári, sam- kvæmt nýlegum útreikningum. Á síðasta ári var tap þessa iðnaðar um 28 milljónir Bandaríkjadoll- ara. Viðræðurnar í Noregi hafa ekki einungis snúist um hugsanlegan samruna, heldur eru forráðamenn fyrirtækjanna einnig undir það búnir að þurfa að draga úr fram- leiðslu í Noregi um 15% þegar á þessu ári. Það jafngildir því, að 1—2 verksmiðjum yrði lokað í Noregi. Þótt engar endanlegar ákvarð- anir hafi verið teknar um sam- runa fyrirtækjanna, né hvernig eignarhlut verði háttað, hafa for- ráðamenn fyrirtækjanna þó orðið ásáttir um að miða samrunann við I júlínk., verði afhonuní' Hafnarfjarðarbær: Samningaviðræður um kaup á Karmelklaustri NÚ STANDA yfir viðræður á milli Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa Karmelklaustursins í Hafnarfirði um kaup bæjarins á klaustrinu, en eins og kunnugt er stendur brottför nunnanna í klaustrinu af land- inu fyrir dyrum. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Einari Inga Halldórssyni bæjarstjóra í Hafnarfirði eru í gangi samn- ingaviðræður við lögmann klaustursins, en ekki treysti hann sér til að nefna hvenær samningum lyki eða gefa upp það verð sem klaustrið væri falt fyrir. Einnig sagði Einar Ingi að kaupsamningur þyrfti að sendast til útlanda til af- greiðslu. Mikill munur á lyfja- notkun á Norðurlöndum ÚT ER komið 1. og 2. bindi rits um norræna lyfjamarkaðinn „Nordisk lákemedelstatistik“, sem gefið er út af Norrænu Lyfjanefndinni (NLN), en nefndin var sett á laggirnar 1. janúar 1975 samkvæmt ákvörðun ráðherranefndar Norður- landaráðs. Nefndinni er ætlað að vinna að samræmingu löggjafar og framkvæmdar á sviði lyfjamála á Norðurlöndum. Tilgangur með útgáfu þessa rits er að birta sambærilegar upplýs- ingar um lyfjanotkun á Norður- löndum, sem og aðrar upplýsingar er varða lyf og hvetja þannig til umræðu um lyfjanotkun og rann- sókna á því sviði, eins og segir í fréttatilkynningu um útgáfu rits- ins. í því kemur m.a. fram, að í Sví- þjóð er notað fimm sinnum meira insúlín en á íslandi, að notkun sýklalyfja virðist helmingi meiri hér á landi en í Danmörku, að 25% sænskra kvenna á aldrinum 15—44 ára nota „pilluna", en að- eins 11% finnskra kvenna, að lyfjameðferð við háþrýstingi virð- ist ódýrust í Danmörku, en dýrust í Noregi, og að mikill munur virð- ist á lyfjanotkun á Norðurlöndum þrátt fyrir náin samskipti á fé- lagslegum og menningarlegum vettvangi. í þessari útgáfu eru þrjú bindi. 1 fyrsta bindi er gerður samanburð- ur á lyfjanotkun og nær hann til sem næst helmings þeirra lyfja, sem notuð eru á Norðurlöndum. I öðru bindinu er að finna skrá yfir öll lyf á markaði á Norðurlöndum sem og virk efni og er þeim raðað eftir hinu alþjóðlega viðurkennda ATC-kerfi (Ánatomical Terapeut- ic Chemical Classification Syst- em). Þá er einnig lýsing á mæli- einingunni DDD (Defined Daily Dose), sem gerir kleift að bera saman lyfjanotkun landanna. Þriðja héftið er ætlað til kynn- ingar og leiðbeiningar um flokkun lyfja samkvæmt áðurnefndu ACT-kerfi. Fulltrúar íslands í Norrænu lyfjanefndinni eru Árni Kristins- son og Ingolf J. Petersen. Hætt við hestasýningu í Laugardalshöll? FLEST bendir til að hætt verði við fyrirhugaða hestasýningu sem halda átti í Laugardalshöll í vor, að því er fram kemur í blaðinu Eiðfaxa. Segir þar að eftir athuganir hafi komið í ljós að fyrirtækið væri framkvæmanlegt, en dýrt. Hafi aðalvandinn verið fólginn í því að verja gólf sýningarhallarinnar, en þegar tekist hafi að finna lausn á því vandamáli, hafi hún þótt of dýr til þess að hún borgaði sig. Blaðburðarfólk óskast! Miðbær I Austurbær Laugaveg 101 — 171 ftttqpstiÞIaMfr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.