Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 Möguleikar íslendinga til ódýrra og skemmtilegra sumar- leyfisferda aldrei verið fleiri eftir Þorkel Sigurlaugsson Undanfarið hafa þeir, sem flytja íslendinga í fríið, keppst við að bjóða sem hagstæðastar og skemmtilegastar ferðir. Sam- keppni hefur aukist, og hinn nýi mðguleiki, að sigla með fram- bærilegum bílferjum, hefur opnað ferðamönnum nýjan heim, sem á eftir að boða tíma- mót í ferðamálum landsmanna. Nýr möguleiki til ad fá sem mest út úr fríinu Sólarlandaferðir, stuttar ferð- ir til stórborga Evrópu og gist- ing í sumarhúsum, hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Þessar ferðir hafa kennt íslend- ingum að ferðast og gert al- menningi kleift að breyta til og njóta hvíldar og ánægju sem er nauðsyn sérhverjum manni. En þetta var eingöngu byrjun- in. Nú eru að verða tímamót. Fólk hefur lært að ferðast og vill sjá meira. Skilningur fyrir mik- ilvægi þess að auka þekkingu á umheiminum fer vaxandi. Að kynnast lifnaðarháttum og menningu nágrannaþjóðanna er mikilvægt íslendingum. Ein- angrun okkar frá umheiminum hefur verið nokkuð mikil og í sumum tilvikum verið okkur til trafala. Efnahagserfiðleikar og minnkandi kaupmáttur gera ferðalög almennings fjárhags- lega erfiðari, enda hafa ferða- skrifstofur kvartað yfir minni bókunum en á sama tíma í fyrra. Ekki er heldur útilokað að þeir sem hafa bókað hætti við þar sem ný og áhugaverð ferðatilboð skjóta stöðugt upp kollinum. Aukin samkeppni og nýir möguleikar fyrir íslendinga að ferðast ódýrt með frambæri- legum bílferjum, eru þáttaskil, sem líkja má við endurvakningu á sviði ferðamála, sem kemur eins og sólargeisli á erfiðleika- tímum, eftir harðan vetur. Þorkell Sigurlaugsson Koma erlendra ferda- manna hingað getur skapað talsveröar gjald- eyristekjur. Ekki er þó síöur mikilvægt að við spörum gjaldeyri sjálf... Ef íslendingar taka bfl- inn með í fríið, sparast milljónir í gjaldeyri. Fólk vill ferðast ódýrt, en jafnframt fá sem mest út úr fríinu Áberandi um þessar mundir er, að fólk hikar við að leggja mikla fjármuni í ferðalög. Óviss- an í efnahagsmálum og stjórn- málum veldur ótta, sem eðlilegt er. Aftur á móti er það ekkert vafamál, að fólk hefur þörf fyrir að taka sér hvíld frá daglegum störfum og breyta til. Ferðalög þurfa ekki að vera dýr og fólk sparar frekar við sig stórar fjár- festingar í bílum, íbúðarhúsum, fjárfestingum til heimilisins og öðrum áhættusömum munaði. Fólk mun áfram fara í frí, en vandar nú e.t.v. valið meira en áður, og vill reyna eitthvað nýtt og ódýrt. Stuttar ferðir, gisting í sumarhúsum í Evrópu og vin- sældir bílferja og þeirra pakka sem þær bjóða upp á, er dæmi- gert fyrir þá breytingu sem orðið hefur. Fólk vill í vaxandi mæli hafa bíl til afnota erlendis, til að geta skoðað sig um frjálst. Aukin ferðakunnátta landsmanna Hinn mikli áhugi fólks á því að ferðast á bíl erlendis, er lýs- andi dæmi um aukna kunnáttu landsmanna. Hér áður fyrr þótti það í frásögur færandi ef maður ferðaðist á bíl erlendis. Fólk í sumar mun það ráðast, hvort grundvöllur er fyrir rekstri farþegaskips milli íslands og útlanda. Vinsældir sólarlandaferða fara minnkandi, þótt fjöldi fólks muni áfram kjósa slíkar ferðir. vildi helst fara í skipulagðar hópferðir, þar sem allt var fast- bundið. Nú vilja menn ferðast eftir eigin geðþótta eða velja pakkaferð eða hópferð við hæfi, jafnvel með íslenskum lang- ferðabifreiðum. Haga ferða- hraða samkvæmt eigin hentug- leika. Skoða þá staði sem hugur- inn girnist og gista þar sem um- hverfið heillar mest. Allir sem hafa ekið erlendis eru á sama máli um það, að það er síst erfið- ara en hér heima, jafnvel auð- veldara. Það er ódýrara að taka bflinn með Samkvæmt útreikningum FÍB kostar það um 6 krónur að aka hvern kílómetra hér á landi á meðalbíl, miðað við að bíl sé ekið 15.000 kílómetra á ári. Þetta skiptist þannig: 1. Breytilegur kostnaður Krónur á ári fyrir meðal bíl: bensín 24.300 smurning 1.250 hjólbarðar 2.802 varahlutir 5.741 viðgerðir 7.552 Samtals 41.645 2. Fastur kostnaður ábyrgðartrygging 7.729 kaskótrygging 2.431 afskriftir 7.694 vextir 25.629 ýmislegt 3.336 Samtals 46.819 Samtals liðir 1 og 2 88.464 Samtals gera þetta tæplega 6 krónur fyrir hvern ekinn kíló- metra, miðað við 15.000 kíló- metra akstur. Miðað við þetta kostar það um 7.400 krónur á mánuði að reka meðalbíl á ís- landi. Ekki skal hér lagt mat á réttmæti þessarar tölu, en flest- um kemur hún eflaust á óvart. Það sem er athyglisvert við þetta er, að 53% af kostnaðinum er fastur kostnaður, sem fellur á bílinn að mestu óháð því hve mikið honum er ekið. Bensín- kostnaður er svo önnur 27%. Um það hefur verið skrifað í fjölmiðlum, að bílar séu svo dýr- ir í rekstri, að betra sé að skilja bílinn eftir heima á íslandi. Ef tölurnar hér að ofan eru skoðað- ar, sést að 59% af kostnaðinum, þ.e. tryggingar, afskriftir, vextir o.fl. eru áfram til staðar, þó bíll- inn standi heima. Bensínkostn- aður er svo nokkuð lægri erlend- is, auk þess sem kaupa þarf bensín jafnt á bilaleigubíl sem eigin bíl. Breytilegur kostnaður, þ.e. hjólbarðar, varahlutir, við- gerðir og smurning er eingöngu kr. 17.345 á ári, eða rúmlega 1 króna á kílómetra. Það kostar því aðeins 1 krónu á kílómetra, að taka bílinn með í Dalvík: Fannkoma og sumardaginn Dalvík á Humardaginn fyr.sU. VETURINN kvaddi okkur Dal- vfkinga heldur óblíðlega að þessu sinni með mikilli fann- komu og töluverðu frosti. Því er það nú í sumarkomu að hér ríkir hið mesta vetrarríki. Til fjalla og í byggð er aldeilis óhemju mikill snjór. Það má segja, ef litið er til fjalla, að hvergi sjáist fyrir laut- um eða öðrum kennileitum, allar dældir slétt fullar, og varla sjáist á dökkan dfl. Samgöngur hafa verið af og til með erfiðasta móti bæði út- frá bænum svo og innan hans. Nú er svo komið að allur snjó- ruðningur á götum bæjarins er frost á fyrsta í meira lagi erfiður þar sem þau opnu svæði sem tiltæk eru, eru þegar orðin yfirfull af snjó, allhá snjófjöll hafa myndast þessa síðustu daga vetrarins, unga fólkinu til hinnar bestu dægrastyttingar en því eldra til mestu armæðu. FrélUriUri Kærkomið fyrir unga fólkið á Dalvfk. Fiskverkunarhús við Dalvfkurhöfn. Bárugata á Dalvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.