Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 23 Fórnarlömb þurrka Myndin sýnir fórnarlömb gífurlegra þurrka í Gondar-héraði í Eþíópíu, þar sem þau taka við dagskammti sínum af matvælum sem send hafa verið fólkinu til bjargar. Skýríngin á AIDS-sjúkdómnum e.t.v. fundin?: Telur svínasótt orsök kynvill- ingaplágunnar í Bandaríkjunum Lundúnum, 27. aprfl. AP. BANDARÍSKUR sérfræöingur við heilsugæsluskólann í Harvard, dr. Jane Teas, hefur í bréfi til ritstjóra breska læknaritsins Lancet, leitt getum að því, að sjúkdómur, sem nefndur hefur verið kynvillingaplágan í Bandaríkunum, kunni að vera afbrigði af svínasótt frá Haiti. Sjúkdómur þessi, sem á fag- meirihluti tilfellanna kominn máli hefur verið skammstafaður AIDS (Acquired Immunes Def- iciency Syndrome), hefur valdið mikilli skelfingu í Bandaríkjun- um á undanförnum mánuðum og til þessa hafa læknar staðið ráð- þrota gagnvart honum. Sjúkdóms þessa varð fyrst vart fyrir rúmu hálfu öðru ári, svo að segja samtímis í Los Ang- eles, New York og San Francisco, og þá hjá kynvillingum. Þótt hann hafi nú breiðst út í ýmsa þjóðfélagshópa, er yfirgnæfandi frá kynvillingum, eða um 72% þeirra rúmlega 1.300 tilfella sem vitað er um. Um 40% allra þeirra, sem tekið hafa sjúkdóm- inn, hafa látist innan þriggja ára og enn er ekki vitað til þess að nokkur hafi náð fullum bata eft- ir að hafa smitast af AIDS. „Tengsl á milli svínasóttar og AIDS eru slík, að ég tel að nauð- synlegt sé að rannsaka það frek- ar,“ segir Teas m.a. í bréfi sínu. Leiðir hún getum að því, að kynvillingur á Haiti hafi smitast af svínasótt er hann neytti sýkts kjöts og síðan hafi hann smitað bandaríska kynvillinga, sem hafi átt leið um eyjarnar. AIDS-sjúkdómurinn brýtur niður ónæmisvarnir líkamans og veldur stundum sjaldgæfu af- brigði af krabbameini, sem fyrst varð vart á Haiti 1978. Þá bendir Teas á þá staðreynd, að báðir þessir sjúkdómar hafi hita í för með sér svo og lystarleysi. Þá bendir hún á, að sjúkdómsein- kennin séu mjög svipuð í báðum tilfellum. Síðast en ekki síst brjóti svínasótt viðnámsþrótt líkamans á bak aftur með sama hætti og AIDS. Segja erfiðustu hindr- uninni rutt úr veginum S*n Snlvador. El Salvador. 27. aDrfl. AP. San Salvador, El Salvador, 27. aprfl. AP. LEIÐTOGAR vinstrimanna og bandarískur diplómat eru sammála um, að med dauða skæruliðaleiðtogans Cayetano Carpio nýverið hafi erfiðustu hindruninni í samningaviðræðum á milli skæruliða og stjórnvalda verið rutt úr vegi. Tveir dóu eftir „yfir- heyrslur“ Bonn, 27. aprfl. AP. SEXTÍU og átta ára gamall Vestur- Þjóðverji lézt sl. þriðjudag á austur- þýzkri landamærastöð. Er það annað dauðsfallið af þessu tagi á skömmm- um tíma. Sagði talsmaður fyrir sam- þýzka ráðuneytið f Bonn f dag, að maðurinn, sem hét Heinz Moldenhau- er, hefði dáið, er han var „yfirheyrð- ur“ af austurþýzkum tollþjónum í landamærastöðinni í Wartha fyrir norðaustan Frankfurt. Dauði 45 ára gamals manns í yf- irheyrslum austur-þýzkra lögrelgu- þjóna á landamærastöð í Austur- Berlín fyrr í þessum mánuði, hefur jafnframt valdið vaxandi deilum milli samstarfsflokka stjórnarinn- ar í Bonn. Hafa ýmsir ráðherrar úr röðum kristilegra demókrata viljað taka upp harðari aðgerðir gegn Austur-Þýzkalandi af þessum sök- um, en forystumenn frjálsra demó- krata hafa aftur á móti snúizt gegn því og varað við því, að slíkt yrði til þess að spilla enn sambúð þýzku ríkjanna. Austur-þýzka stjórnin afhenti á mánudag skýrslu, sem lofað hafði verið varðandi dauða mannsins, sem lézt 10. apríl, en hann hét Ewald Modt Burkert, 45 ára að al- dri. Ekki hefur verið skýrt frá efni skýrslunnar opinberlega, en áður höfðu austur-þýzk stjórnvöld sagt, að Burkert hefði dáið af hjartaslagi við landamærastöðina Drewitz í Berlin. Vestur-þýzka stjórnin hefur aftur á móti haldið því fram, að áverkar hafi fundizt á líki Burkerts, sem engin skýring hafi fengizt á. Á fundi með fréttamönnum í síð- ustu viku, sem fram fór í Miinchen, sagði Frans Josef Strauss, forsæt- isráðherra Bæjaralands, að ekki væri annað hægt en að líta á dauða Burkerts sem „morðmál". Hindri vígbún- að í geimnum Moskvu, 27. aprfl. AP. YURI Andropov, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins hvatti í dag bandaríska vísindamenn til þess að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir, að vígbúnaðarkapphlaupið yrði látið ná út í heimingeiminn. Samkvæmt frásögn sovézku fréttastofunnar TASS kom þessi áskorun Andropov fram í svari hans við skímskeyti til hans frá ýmsum bandarískum vísinda- mönnum og „fleiri kunnum mönnum" í Bandaríkjunum, sem áhyggjur hafa af hervæðingu geimsins. „Það leikur ekki neinn vafi á því nú, að staðan er miklu opnari nú en hún var,“ sagði starfsmaður bandaríska sendiráðsins í San Salvador, sem óskaði nafnleyndar. Carpio var leiðtogi stærstu og þá um leið róttækustu skæruliða- samtakanna í landinu, en saman börðust fimm þeirra við að velta stjórninni úr sessi. Að sögn yfir- valda í Nicaragua framdi Carpio sjálfsmorð í Managua þann 12. apríl sl., er hann frétti af því, að náinn samstarfsmaður hans hefði staðið á bak við morð á varamanni hans og hægri handar innan sam- takanna. Vinstrisinnar, sem fréttamenn hafa rætt við, eru þeirrar skoðun- ar að dauði tveggja æðstu leiðtoga þeirra, hafi rutt brautina fyrir hófsamari öfl innan samtakanna. Sumir höfðu meira að segja á orði, að miklu skipti að Carpio væri all- ur því með hann við stjórn hefði aldrei náðst samkomulag. HANDFÆRAVINDUR FÆREYSKAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRAÖNGLAR MEÐ GERVIBEITU HANDFÆRASÖKKUR 1125—2000 gr. TIL SJÓSTANGAVEIÐI HANDFÆRAVINDUR MEÐ STÖNG SJÓVEIÐISTENGUR MEÐ HJÓLI SJÓSPÚNAR OG PILAR MJÖG FJÖLBR. ÚRVAL KOLAFÆRI OG VINDUR KOLANET SILUNGANET RAUÐMAGANET GRÁSLEPPUNET NETAFLOT SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓÐARÖNGLAR BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR GAROHRÍFUR GIRÐINGATENGUR GIROINGAVÍR, GALV. GARÐKÖNNUR GARÐSLÖNGUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUGRINDUR JÁRNKARLAR JARÐHAKAR SLEGGJUR • GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS Sími 28855 Opið laugardaga 9—12. Gengi 7/4 '83. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ AÐ TRYGGJA SÉR ÞENNAN VINSÆLA BÍL Á VERÐI SEM EKKI KEMUR AFTUR VERÐ FRA KR. 191.000 HONDA Á ÍSLANDI — VATNAGÖRÐUM 24 — SÍMI 38772 — 39460

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.