Morgunblaðið - 04.05.1983, Page 29

Morgunblaðið - 04.05.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MU)VIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 69 í VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MUéi Allir velkomnir sem rétta vilja hjálparhönd Sigríður Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl: „Kæri Velvakandi. Sem félagi í Foreldra- og vina- félagi Kópavogshælis vil ég vekja athygli á fjársöfnun sem félagið gengst fyrir þessa dagana vegna sundlaugarbyggingar við Kópa- vogshæli. Sundlaugarmálið svo- kallaða er orðið nokkurra ára gamalt og er ríkisvaldinu til há- borinnar skammar. Kópavogshæli er orðið 30 ára gamalt og er fjölmennasta stofn- unin fyrir vangefna og með erfið- ustu vistmennina í mörgum tilfell- um. Vistmenn á Kópavogshæli hafa verið látnir sitja á hakanum í flestum málum og þar á meðal líkamsræktarmálum. í samfélagi, þar sem það eru tal- in sjálfsögð mannréttindi að geta stundað sund, er fjölda fatlaðs fólks, sem í flestum tilvikum getur ekki talað sínu máli, boðið upp á það að horfa á hálfkláraða sund- laug út um gluggann hjá sér svo mánuðum skiptir. Mörg loforð hafa verið gefin, en fæst þeirra efnd. Því hefur verið gripið til þeirra ráða að leita til hins almenna borgara um aðstoð við að ljúka við þessa sundlaug. Því vil ég hvetja þig, lesandi góð- ur, til að ljá málinu stuðning með því móti að sjá af nokkrum krón- um í gott málefni. Póstgíróreikn- ingurinn er nr. 72700-8. Að lokum vil ég geta þess, að undanfarnar helgar hefur félagið staðið fyrir sjálfboðavinnu við sundlaugarbygginguna og eru allir velkomnir sem vilja rétta okkur hjálparhönd. Formaður félagsins er Birgir Guðmundsson, sími 51208. Með von um góðar undirtektir." Málleysurnar halda samt velli Þórunn Guðmundsdóttir skrif- ar: „Góði Velvakandi. Öllum er ljóst, að málfar fjöl- miðla hlýtur að hafa mikil áhrif á málfar almennings. Leiðbeiningar og leiðréttingar koma oft fram. Ég vil nefna ágæta þætti um daglegt mál, ekki síst í höndum þess, sem nú flytur þá; greinar Gísla um ís- lenskt mál og þær stuttorðu en markvissu bendingar: Gætum tungunnar, í Morgunblaðinu. Mér virðist samt sem vatni sé stökkt á gæsir, því málleysurn- ar halda samt velli. Útvarps- stjóra, sem er manna faguryrt- astur á íslenska tungu, hlýtur stundum að svíða í eyrun er hann hlýðir á orðaskipti starfsmanna sinna. Nú vil ég bera fram tillögu. Hvernig væri að safna saman þeim orðum og orðatiltækjum sem helst bæri að varast og setja á blað til viðvörunar og benda um leið á þau, sem rétt- ara væri að nota? Þessi blöð væru síðan fengin í hendur sem flestra þeirra, sem koma fram í sjónvarpi og útvarpi, þingmenn og prestar ekki undanskildir. Ætla ég nú að tíunda syrpu af orðum, sem ég tel að megi miss- ast. Þau hefur reyndar mörg borið á góma hjá áðurnefndum málvöndunarmönnum. „Allavega" er svo mikið not- að að fæstir virðast lengur kunna að segja „að minnsta kosti", en allavega hefur alltaf þýtt fjölbreytni af einhverju tagi. „Til byggingu, til snert- ingu, til Kristínu". Þetta heyr- ist oft, svo afkáralegt sem það er. Mætti þá allt eins segja Menningusjóður og byggingufé- lag. „Fyrir ári síðan", þessu „síðan“ er alveg ofaukið. „Vormisseri". Ég hefi aldrei vitað nema tvö misseri í árinu. „Áhugi fyrir, ástæða fyrir, lík- ur fyrir“ í stað ástæða til, áhugi á, líkur til. „Þetta gekk þannig fyrir sig.“ „Fyrir sig“ er bara hortittur. „Að gefa sig“ (danska) í stað „láta sig“. „í dag“, þegar átt er við tímann undan og eftir deginum í dag, í stað „nú á tímum", „um þessar mundir" eða bara „nú“. „Tölur", „verð“ í fleirtölu o.s.frv. Ofnotkun fleirtölu sækir mjög á í máli manna. Ef orð tekur fleirtölu í ensku, þá verða íslensk orð að lúta því, þótt þau hafi aldrei haft hana áður. „Þeir sögðu við hvorn annan“, „þær búa í sitthvoru húsi“, „vörurnar voru af sitthverju tagi“, í stað: „þeir sögðu hvor við annan", „þær búa hvor í sínu húsi“, „vörurnar voru hver af sínu tagi“. Þessi misnotkun fornafnanna „sinn og hvor/- hver“ er svo algeng að furðu gegnir, því jafnvel sæmilega ritfærir menn og jafnvel rithöf- undar virðast ekki kunna að beita þeim rétt. Samt er rétt notkun þeirra svo einföld að ég treysti mér til að kenna hana hverjum meðalgreindum manni á skömmum tíma. Þar sem ég er kominn yfir þann aldur er menn almennt vinna launuð störf, skyldi ég gera það alveg ókeypis. Margt fleira gæti ég talið, en læt gott heita í bili. I þættinum um daglegt mál hefur vel og réttilega verið rætt um þann rugling á áherslu sem færist ískyggilega í vöxt. Ég sendi fjölmiðlunum kveðju mína með ósk um gleðilegt sumar og beiðni um að gæta þess að aðal- áhersla á öllum íslenskum orð- um er á fyrsta atkvæði. Ég vil hnýta hér ofan í þakk- arkveðju til borgaryfirvalda fyrir þann ágæta glerskáp á biðstöðinni í Lækjargötu. Ég hefi notið þess í veðragjósti vetrarins að standa í höm og horfa á hann og þá fimm heppnu sem þar fá rými, en þarna bíða oft 10—15 og veður- næmt mjög utan skáps svo slegið gæti að gamalmennum, sem lengi þurfa að bíða. En ár aldraðra er víst liðið.“ GÆTUM TUNGUNNAR Einhver sagði: Þeir komu í stað hvors annars. Rétt væri: Þeir komu hvor í annars stað. tí' 1 >V^\ votoT' OQ VN sV-e’ té' * b•» ga'’ v'®'vN \\WÖ ),VN0' Vj\^v- MatarverÖ ótrúlegt Aöeins 350 krónur Dagskrá: Hátíðin hefst með Ijúffengum fordrykk kl. 19.30 en síðan tekur Franzois Fons yfirmatreiöslumaður við og býöur gestum sínum upp á glæsilegan veislumat meðal annars nýstárlega matreiðslu á kjúklingum frá ísfugl. Matseðill Forréttur: Aðalréttur: Petit saga grafin duchesse Gtoöaöir sjávarréttir Supreme de Volaitte an champagne Kjúkiingabrjóst meö kampavinssósu Eftirréttur: Coupé Apies huit Mintisbikar meö sukkulaðihjup Avarp Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri Tískusýning Model 79 sýnir frá versluninni Dömunni Lækjargötu Kvartett M.K. Frábær söngflokkur sem kemur öllum í gott skap. Skemmtiþáttur Leikararnir Sigurður Sigurjónsson og Randver Þor- láksson skemmta af alkunnri snilld. Glæsilegt ferdabingó ísfugl kjúklingari sérflokki Spilað um þrjár utan- landsferðir og auka- vinningar kjúklinga- kassar frá ísfugl. Happdrætti Dregið verður um sólarlandaferð að verðmæti 36.000 kr. Verdlaunaafhending Afhent verða verðlaun í spurningakeppninni. Vikudvöl fyrir 6 í hinum vinsælu sumarhúsum í Hollandi. Ný hljómsveit Hljómsveitin Topp- Menn hefur slegið í gegn á Sólarlanda- kvöldum úti á landi í vetur og nú verður allt á fullu hjá þeim í Súlna- salnum og sungið og dansað kl. þrjú. AÐGÓNGUMIDASALA OG BORDAPANTANIR I SÚLNA8AL EFTIR KLUKKAN 16.00 I DAG. SÍMI 20221. Kynnir: Magnús Axelsson. Stjórnandi: Siguröur Haraldsson. Sólarkvöldin — Vönduó og valhappnuö skammtun viö allra haafi. Boröhald hefst kl. 19.30. Húsió opnaó klukkan 22.00 fyrir aöra en matargesti. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.