Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 45 Kveðjuorð: Sumarliði Guðmunds- son Siglufirði Á milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar gengur fram skagi mikill, Tröllaskagi, og teygir himinhá þverhnípt björg í sjó fram. Inn í Tröllaskaga gengur frá norði lítill fjörður, Siglufjörður, varinn fjöll- um á þrjá vegu en nesi í norður, gegn öldum úthafsins. Þar er ein bezta lífhöfn landsins. Allar götur frá því Þórmóður rammi nam þarna land í árdaga íslandsbyggðar og fram undir sl. aldamót var þarna fámenn og ein- angruð byggð, sem horfði einkum til sjávar, hvað lifibrauð og af- komu snerti. Hún var þó í meiri snertingu við umheiminn en ýms- ar grösugri sveitir vegna þess að þar leituðu erlend veiðiskip skjóls, er veðurguðir brugðu á leik. Og það vóru frændur okkar, Norð- menn, sem lögðu drög að því ná- lægt sl. aldamótum, hvað síðar varð um framtíð mála í þessari byggð, er þeir hófu hvalveiðar og síldveiðar á þessum slóðum með höfuðstöðvar í Siglufirði. Um það bil er fyrsti tugur ald- arinnar kveður flytzt til Siglu- fjarðar tvítugur Eyfirðingur, Sumarliði Guðmundsson, skó- smíðameistari, og haslar sér þar völl til frambúðar. Þegar hann kom til Siglufjarðar var þar fárra húsa þorp, sem smám saman óx og efldist í miðstöð síldveiða og síldariðnaðar í landinu. Segja má að þessi atvinnugrein, sem lengi malaði gull í þjóðarbúið, einmitt á þeim áratugum er þjóðfélagið tók stökkbreytingu frá fátækt og frumbýlingshætti til bjargálna, hafi verið fyrsta stóriðjan á ís- landi. Sumarliði Guðmundsson var virkur þátttakandi í þeirri byggð- arsögu, sem höfundur tilverunnar og bæjarbúa skráði á tímans rás norður þar. Hann og staðurinn áttu samleið í hálfa öld — og lifðu saman sætt og súrt, því öll ævin- týri taka enda, einnig síldarævin- týrið, sem þetta byggðarlag byggðist utan um. Sumarliði Guðmundsson fædd- ist að Nýjabæ í Hörgárdal 22. apr- íl 1889. Hann lézt í Landakotsspít- ala 1. maí sl., 94 ára að aldri. For- eldrar hans vóru Sigurlaug Guð- mundsdóttir og Guðmundur Guð- mundsson, sem þar bjuggu þá og næstu 8 árin unz fjölskyldan flutti að Skipalóni í sömu sveit. Ungur að árum hélt hann til Akureyrar og nam þar skósmíði hjá Guð- mundi skósmíðameistara Vigfús- syni. Að námi loknu hélt Sumarliði til Siglufjarðar, sem fyrr segir, gekk þar að hverri vinnu sem bauðst fyrst í stað, en ekki hafði hann lengi dvalið í nýjum heim- kynnum er hann kom sér upp eig- in verkstæði, sem hann rak af myndarskap í rúma hálfa öld, um árabil ásamt verzlun. Sjálfs sín Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. vildi hann vera og varð. Hann var í hópi þeirra sem fékk borgarabréf til verzlunarreksturs. Sumarliði kvæntist föðursystur minni, Sigurlínu Níelsdóttur, Þingeyingi að ætt, árið 1913. Tveir bræður hennar, Friðbjörn og Finnur, byggðu hús sín í Siglu- firði. Þau hvíla nú þrjú systkinin í kirkjugarðinum í fjallshlíðinni, ofan kaupstaðarins. Þar verður Sumarliði einnig lagður til hinztu hvílu á morgun, mánudag, 9. maí. Sigurlína og Sumarliði eignuð- ust þrjá syni: Kára, starfsmann SR, sem býr á Siglufirði, Arthúr, verkstjóra í Reykjavík, og Hrein, kaupmann í Reykjavík. Sumarliði var annálað snyrti- menni, bæði í sjón og raun. Eng- inn var svikinn af verkum hans, sem báru hagleik hans og srrrekk- vísi vitni. Hann átti til að neita viðgerð, ef sýnt þótti, að ekki væri unnt að leysa hana vel af hendi, en hvert verk sem hann vann var vitnisburður um vand- og vel- virkni. Sumarliði starfaði lengi í Iðnað- armannafélagi Siglufjarðar og samtökum sjálfstæðismanna á staðnum. Hann var að eðlisfari dulur og ekki allra, eins og sagt er, en sannur vinur var hann vinum sínum; og félagsskap eða lífsskoð- un, er hann batzt að vandlega skoðuðu máli, eins og hans var vandi, var hann trúr. Hann var í fáum orðum sagt dæmigerður fulltrúi þess dugnaðar- og drengskaparfólks, sem Siglufjörð sat á uppgangstímum staðarins á fyrri helmingi þessarar aldar. Betri einkunn en felst í þeim orð- um kann ég ekki að gefa nokkrum manni. Hann fluttist til Reykjavíkur fljótlega eftir lát frú Sigurlínu, en hún var kölluð árið 1963. Síðustu æviárin dvaldi hann að Elliheimil- inu Grund og undi hag sínum vel. Sonur hans, Hreinn, og hans ágæta kona, Anna Hallgrímsdótt- ir, litu alla tíð vel með honum og gáfu honum margan gleðidaginn, sem ég veit að hann var innilega þakklátur fyrir. Ég þakka vini minum, Sumar- liða Guðmundssyni, samleið og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Hann er nú á heimleið í tvennum skilningi, heim til Siglufjarðar og heim í þá lífhöfn er okkar allra bíður. Ég og mínir vottum að- standendum hans hluttekningu.^ Stofán Friðbjarnarson HJA OKKUR NA GÆÐIN IGEGN Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi (Karelia) í Finnlandi. Á svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Árhringir trjánna liggja því þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. I sögunarmillu Nurmeksen Saha er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk. Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn. *NURMES* FLOKKUR NUR*MES 2. FLOKKUR NURMES 3. FLOKKUR ga- uiöaverksmiðja NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.