Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 1

Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 1
Miðvikudagur 15. júní - Bls. 33-56 Ein áf myndum Kjarvals frá Alþingishitíðarárinu, en þá bjó Kjarval í tjaldi ásamt dóttur sinni um sumarið ogþykja myndir hans frá þessu ári bera vott um hamingju og fegurð með sérstökum blæ. Sigurður Nordal átti myndina en nú er hvn í eigu Jóns Nordal. GuIIfoss á Þingvallavatni. Kjarval gaf Guðmundi Vilhjálmssyni forstjóra Eimskips myndina, en tilefnið var að aðrir málarar voru að mála hefðbundnar myndir af skipinu, m.a. Jón Stefánsson sem málaði mynd er hékk Iengi um borð í GuIIfossi. ÞINGVALLAMYNDIR KJAR VALS Kjarval á Þingvöllum heitir sýning Kjarvalsstaða sem stendur nú yfir fram á haust. Á sýningunni eru 44 málverk meistarans frá Þingvöllum, aðallega máluð á árunum 1929—1962. Flestar mynd- anna hafa aldrei sézt opin- berlega áður, en sumar eru landskunnar, eins og til dæmis Fjallamjólk. Um 30 af myndum sýningarinnar eru í einkaeign, en við undirbún- ing að þessari sýningu fór fram all víðtæk könnun á Kjarvalsmyndum og hafa Kjarvalsstaðir látið mynda um 800 Kjarvalsmyndir sem borist hefur vitneskja um á Reykjavíkursvæðinu. Er það verk liöur í að vinna spjaldskrá um verk Kjarvals og mun einnig nýtast í undir- búningi að sýningu á 100 ára afmæli Kjarvals, árið 1985. íslandsklukkan. Kjarval gaf Halldóri Laxness myndina a 50 ára afmæli Halldórs 1952.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.