Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNl 1983 41 REKSTRARGJðUD ÖNNUR SKIPA GJÖLD Önnur útgjðkl VWhNd. vifigerSlrog rekstrarvönjr Lestun. losun. hafnarytótö og gtmakostnaður SklpaMge Atskrtftir skipa Ýmia útggötd Sðtu-og Laurta- koetnaður PJArmagne- kostnaður umfram- tekjur ekki vextirnir sem eru aðalbölvald- urinn, heldur verðbólgan, sem hef- ur knúið upp vexti og gert það að verkum að vonlaust er að nokkur geti sparað, nema hann fái ávöxt- un í samræmi við verðbólg- una ..." (Auðkennt af HH.) Hér er um að ræða mikla hugs- anavillu hjá bankastjóranum og er það mjög undarlegt því enginn frýr honum vits. Vextirnir eru afleiðing af verð- bólgunni, ekki orsök hennar, segir dr. Jóhannes, „vextir hafa alltaf hækkað á eftir verðbólgu", sagði hann. Ég segi og spyr: Ef þessari rök- færslu hans varðandi vextina er beitt í sambandi við launin, hver verður þá niðurstaðan? Launin hækka líka eftir á í sam- ræmi við hækkanir á vörum og þjónustu á undanförnum þrem mánuðum. Ég spyr aftur: Eru launahækk- anirnar þá ekki verðbólguhvetj- andi? Hið rétta er auðvitað að bæði launahækkanir og vaxtahækkanir auka verðbólguna. En svo er það annað sem er mjög alvarlegt. Launahækkanir fara eftir því sem kjarasamningar segja til um, nema þegar stjórn- vö!d grípa í taumana. Að þessum kjarasamningum standa miklir hópar manna beggja vegna borðs- ins. Oftast er mikið tekist á milli aðila en að lokum er gert sam- komulag. Þessu er öðru vísi farið þegar ákvarðanir eru teknar um vaxtahækkanir. Þær tekur fá- mennur hópur manna sem allir hafa sömu einsýnu skoðun á því hvernig stjórna á peningamálum þjóðarinnar. 5. Á undanförnum áratugum hef- ur Alþingi gengið frá margri laga- smíð vegna verðbólgunnar og kennir þar margra grasa. Ein eru þau lögin sem hafa orðið mörgum manninum dýrkeypt, raunar allri þjóðinni. Hér á ég við svokölluð Ólafslög, en höfundar þeirra laga voru þeir tveir menn, sem með réttu mega teljast guðfeður núver- andi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, þeir dr. Jóhannes Nordal og Jón Sigurðsson frá Þjóðhagsstofnun. Með lögum þessum var stefnt að verðtryggingu sparifjár og láns- fjár. Með sanni má segja að þessi stefna hafi verið og sé bæði eðlileg og réttlát. Allt veltur á því hvern- ig unnið er að framkvæmdinni og það var háð vilja stjórnar Seðla- bankans því í 36. grein laganna segir: „ ... Seðlabanki íslands skal hafa umsjón með framkvæmd ákvæða þessa kafla ..." Öllum þeim, sem gert höfðu sér grein fyrir eðli verðbólgunnar, fyrir samspilinu á milli hinna ýmsu efnahagslegu þátta, var strax ljóst að fyrir hendi var að- eins eitt ráð sem dygði til að verð- tryggja bæði sparifé og lánsfé. Þetta eina ráð var að lækka sjálfa verðbólguna, því hún var höf- uðorsök þess að misræmi var á milli þeirra vaxta sem giltu á pen- ingamarkaðinum og þeirra vaxta sem hefðu í raun átt að vera — miðað við verðbólgustigið. Margur kann að spyrja þegar hér er komið lestri: Hefur það ein- mitt ekki verið aðalverkefni stjórnvalda um langt árabil að lækka verbólguna? Þessu svara ég á einfaldan hátt og segi: Allar aðgerðir þessara stjórnvalda á liðnum árum til þess að draga úr verðbólgu hafa verið kák eitt, ekkert annað. Aðgerðirnar hafa verið kák eitt vegna þess að aldrei var hróflað við öðrum þáttum efnahagslífsins en laununum einum saman. Og það var sannarlega gert æði oft. I þessu sambandi vil ég enn fara þess á leit við Morgunblaðið að það góð- fúslega endurprenti ágæta mynd frá 14. apríl sl. Á mynd þessari sjást vel fjórtán skerðingar á verðbótavísitölu sem urðu á tíma- bilinu 1. desember 1978 til 1. marz 1983. Ekki þarf að minna á allar þær samsvarandi skerðingar sem urðu vegna aðgerða stjórnvalda fyrir 1. des. 1978. Eins og áður segir annaðist Seðlabankinn framkvæmdina á þeim hluta Ólafslaga, sem fjallaði um peningamál. Stjórnendur bankans gripu margsinnis til hækkana á vöxtum til þess að ná því marki að verð- trygging yrði að veruleika. óneit- anlega minnir þetta á leik kisunn- ar sem reynir að bíta í skottið á sjálfri sér. Vextir frá 1979 hafa allt að því tvöfaldast, en þrátt fyrir þessar hækkanir hefur sparn- aður ekki aukist og svokallaðir raunvextir eru sem næst jafn nei- kvæðir og þeir voru í upphafi tíma- bilsins. Ekki létu stjórnendur bankans sér nægja að hækka vexti. Þeir fundu upp nýja vísitölu, sem að tveim þriðju hlutum var byggð á framfærsluvísitölu og einum þriðja á byggingarvísitölu. Þessi vísitala var lánskjaravísitalan. Því nær öll lán sem nú eru veitt eru lánskjaralán. Með öðrum orð- um: Einhver erfiðustu lán sem fyrirfinnast á þessu landi — og er þá mikið sagt. Lánin hækka nefnilega alltaf meira en launin, sbr. töfluna hér á eftir. í fyrri dálkinum er vísitala almennra launa, þ.e. launa verka- manna, iðnaðarmanna, verzlun- armanna, skrifstofufólks og opinberra starfsmanna, síðari dálkurinn er þróun lánskjaravísi- tölunnar: 1. júní 1979 100,0 100 1. júlí 1979 101,6 103 1. jan. 1980 125,6 135 1. júlí 1980 149,6 167 1. jan. 1981 194,1 206 1. júlí 1981 222,6 251 1. jan. 1982 276,9 304 1. júlí 1982 340,9 373 1. jan. 1983 415,6 488 1. júní 1983 518,9 656 Af þessu sést að bilið á milli launanna annarsvegar og láns- kjaravísitölunnar hinsvegar breikkar í sífellu. Hugsum örlítið til nánustu framtíðar, að ekki sé litið lengra fram á veg. Nú nýverið var mjög veruleg gengislækkun og nær því daglega dynja yfir miklar verðhækkanir á margvíslegum vörum og þjónustu, landbúnaðarvörum, brauðum, smörlíki, bensíni. Og enn munu aðrar verðhækkanir fylgja í kjöl- farið. Af þessu leiðir að sjálfsögðu stórfelld hækkun á framfærslu- vísitölunni og einnig á bygg- ingarvísitölunni og þá um leið lánskjaravísitölunni. Á sama tíma eru launahækkan- ir skertar stórlega, 8% hækkun 1. júní og 4% 1. október nk. Bilið á milli launanna og láns- kjaravísitölunnar breikkar enn og meira en nokkru sinni áður. Ég segi eins og er: Þessi þróun máia er hrein endileysa og lokin hljóta að verða hrun ámóta og þegar spilaborg fellur saman. 6. Að lokum vil ég segja þetta: Það er augljóst mál, að Seðla- bankastjórnin hefur smátt og smátt tekið sér meira vald en lög segja til um. Nú er svo komið að að stjórn bankans taki ríkisstjórn- ina á kné sér og segi henni fyrir verkum, sbr. það sem dr. Jóhannes Nordal sagði á síðasta aðalfundi bankans, að draga ætti úr ríkis- afskiptum. í annan stað má það ljóst vera að stjórn bankans hefur farist illa úr hendi að stjórna peningamál- um þjóðarinnar. Af þessu leiðir að ein megin- forsenda þess að núverandi ríkis- stjórn takist að draga úr verð- bólgu er að hún — ríkisstjórnin — taki fram fyrir hendurnar á stjórn bankans og láti fara fram gagngera endurskoðun á vaxtastefnu hans. Haukur Helgason Haukur Helgason, hagíræðingur, rar aðstoðarmaður Lúðvíks Jós- epssonar, ráðherra, 1971—74, og raramaður í bankaráði Seðlabank■ ans 1972—80. $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 ALLT TiL Glerísetnin&a og þéttinga V/ð byggjum á reynslunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.