Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 49 fólk í fréttum + Þau hafa alltaf veriö élitin hamingjusöm hjón, Patrick Duffy og Carlyn, þótt afbrýðisemi Carlyn hafi stundum skyggt nokkuö á. Jafn staðfastur í einkalífinu og í Dallas-þáttunum + „Þegar við hittumst tók hjartað að slá hraöar,“ sagöi franska söngkonan Mireille Mathieu þegar hún lýsti fyrsta fundi þeirra Patricks Duffy, sem er betur þekktur sem Bobby í Dallas. Þau hittust fyrst í San Francisco þegar Mireille kom þar fram og var Duffy meðal áheyrenda. Hann hreifst mjög af söng hennar eins og aðrir og á eftir fór hann upp í búnings- herbergið hennar til að óska henni til hamingju. Þau spjöll- uðu saman um stund og sagði Mireille seinna, að sér hefði fundist hún vera horfin inn í einhvern Dallas-þáttinn, Duffy og Bobby væru greinilega einn og sami maðurinn. Það, sem skyggði á alla þessa rómantík, var að Duffy er gift- ur og þar sem hann er jafn til- litssamur í einkalífinu og i Dallas-þáttunum, kom það aldrei til mála að hann færi að skilja við konuna sína, Carlyn, sem hann hefur verið giftur í mörg ár. Þau Mireille hafa að vísu hist nokkrum sinnum síð- an en það hefur allt verið í mestu siðsemi og aðallega snú- ist um starfið. + Patrick Duffy maö franska söngfuglinum Mirailla Mathieu. Jerry Lee Lewis finnur brúði nr. 5 + Hr. Rokk og ról, hinn 47 ára gamli Jerry Lee Lewís, hefur nú gengið í þaö heilaga í fimmta sinn og að þessu sinni heitir brúðurin Shawn Steph- en og er 25 ára gömul. Jerry varð ekkill á síðasta ári en þá vildi þaö slys til, aö kona hans, Jaren Gunn Lewis, drukknaöi í sundlauginni viö heimili þeirra hjóna. Um þaö leyti stóöu þau hjónin í skiln- aöi. Rokkstjarnan Jerry Lee Lewis og nýja konan hans, Shawn. Þegar Jerry Lee Lewis gifti sig í fyrsta sinn lá viö aö borg- arastyrjöld brytist út í Banda- ríkjunum svo miklum deilum olli ráöahagurinn og hneykslun. Þetta var árið 1958 þegar Jerry var 23 ára gamall en eiginkon- an vart komin af barnsaldri, ekki nema 13 ára. Jerry er nú að undirbúa kvikmynd um sinn litríka lífsfer- il og segir, aö brúökaupsferöin veröi aö bíða þar til henni er lokiö. + Eins og áður hefur veriö sagt frá gekk kvikmyndaleikarinn Yul Brynner nú fyrir skemmstu aö eiga 25 ára gamla dansmey af kínverskum mttum, Kathy Lee að nafni. Nokkur bið varð á því aö þau færu í brúökaups- feröina en í síðustu viku létu þau loksins veröa af því. Mynd- in var tekin þegar þau komu til Heathrow-flugvallar í London frá Los Angeles á leið sinni til Frakklands. „Ég hef veriö svo önnum kafinn að það er fyrst núna, sem ég á lausa stund,“ sagöi Brynner við fréttamenn, en hann er 40 árum eldri en brúðurin. COSPER n* 11 * ‘ ,‘ntT ! iiíiliíii •J^11 ' ' •i‘ ‘l' ‘ J utÍT!"1" .•• i‘*i' i,,'i‘ Cv, ■, i 1 ■ : u‘ ui: n ■ ‘,i 'tu ‘i' .■ Þjónusta fagmanna Vrðhalds- og viðgerðarvinna á húsum. Múrviðgerðir, þéttingar o.fl. Notum aðeins þraut- reynd Thoro efni frá ■■ !| steinprýðihf Leitið til þeirra sem ráða yfir verkkunn- áttu og reynslu — leitið til fagmanna. Vönduð vinna. Hringið og leitið upplýsinga. ^MURAFLhf Sími 36022 Límtré-bitar Nýkomnir á lager. Stæröir: 90x300 mm., 90x400 mm. 115x300 mm, 115x400 mm. 78x233 mm, 78x300 mm. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100. Korpa (Úlfarsá) Sala á veiöileyfum í Korpu (Úlfarsá) er hafin. Versl. Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 5. 130 sófasett á einum stað Hver bíður betur Greiðslukjör i 6 til 8 manuði HSSG&GNAUOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.