Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 37 Að vísu er þetta ekki sagt. En hefur það nokkurn tíma verið sagt? Og þekkist nokkurt „sósíal- ískt“ samfélag annarrar tegund- ar? Flestir munu skilja Dante, en ekki óska ég mönnum flugferðar til svo heitra stranda. Eitthvað mættu þeir þó skreppa — til dæmis austur fyrir tjald. Umbunin Hvað skyldi nú hafa verið gert við þann háskólakennara, sem lýsti því yfir — „vonandi í nógu margra votta viðurvist" — að hann mundi ekki virða skyldur sínar við háskólann? Hann var að sjálfsögðu hækkaður í tign, gerður að prófessor. Og síðan? „Forseti heimspekideildar". Það var sem slíkur að hann vann afrek sitt í útvarpi 6. júní 1982. En hvað var hann þá að verja — fyrst Háskóli íslands var úrelt stofnun i hans augum? Jú, hann var að verja FRELSIÐ. Frelsi hins þrönga hóps til að afgreiða að eigin geð- þótta þá sem stunda fræði- mennsku og senda frá sér bækur, sem þeir í heimspekideild — að eigin sögn — ráða ekki við. Þegar öllu er á botninn hvolft er FRELSI helzta hnoss háskóla. íslendingur- inn á engan rétt. Háskólakennar- inn á hann einn. Það er hans FRELSI. Þögn hinna Nú skal skýrt tekið fram, að baráttan gegn rannsóknum þess er þetta ritar er ekki bundin við byltingarsinna. Þar hafa ýmsir lagt gjörva hönd að verki, ólíkleg- asta fólk. íslenzk flokkapólitík á ekki heima í því dæmi. En „lýð- ræðissinnarnir" létu sér gott þykja bann við frjálsri hugsun, bann við tjáningarfrelsi. Þeir léku hinn fræga leik hugsjónadrengs- ins. Og nú er það að koma yfir þetta fólk sem það kallaði yfir sig — kenningar háskólans í elztu menningarfræðum íslendinga eru ein rjúkandi rúst. Eina vörnin er sú að kveðast ekki hafa lesið rit er að þessu lúta. Og sú vörn er hvergi tekin gild. Efnisatriði menningarsögunnar verða þó ætíð utan þessa máls. Það er manndómur háskólafólks sem lengst verður spurt eftir í framtíðinni. Um efnisatriði tiltek- inna bóka stendur engin deila lengur — aðeins um hitt, hversu langt skal gengið í því að bæla niður tjáningarfrelsi og brjóta hugsjón háskóla. Þar eigum við margt vantalað. Dante fyrirleit þá mest sem vissu betur — en þögðu þó. Slíkir fengu ómjúka meðferð í neðra. Kvarði háskólans Háskóli undir forystu manna sem lýsa því yfir, að tilgangur þeirra sé ekki að stunda vísinda- rannsóknir heldur að fella tiltekið þjóðfélag, er enginn háskóli. Breytti þar að sjálfsögðu engu, þótt um annars konar hóp manna og annars konar þjóðfélag væri að ræða, til dæmis hugsjón einhvers konar frjálshyggjumanna um að innleiða ákveðna verzlunarstefnu í stað þess að dunda við verkefni háskóla. Slík stefna skapar and- háskóla. Mælikvarðinn verður allt annar, háskóla óviðkomandi. Há- skólum hlotnast ýmis fríðindi fyrir að vera „universitas" af þeirri einföldu ástæðu, að þar er reiknað með þeim siðferðisgrund- velli er aldrei má bresta. Univers- itas merkir opinn hug, drengskap, fullkominn heiðarleika í rann- sóknum. Universitas leitar sann- leikans undanbragðalaust, eins og þeir Björn M. ólsen og félagar orðuðu þetta á sinni tíð. Það er meðal annars í trausti þessa, að háskólamönnum er treyst til þess að úthluta fé til listamanna, rit- höfunda og rannsókna, það er í trausti þessa að þeim er veitt um- boð til að dreifa heiðri og fríðind- um margskonar. Það er hinn af- dráttarlausi trúnaður við hlut- leysi og réttlæti, sem veitir há- skóla áhrifavald. Þegar trúnaðar- brestur verður — hrynur fleira en ein staða innan stofnunarinnar. Því má líkja við það, að dómstóll þiggi mútur. Þegar háskóli er orðinn yfirlýst víghreiður — ekki til hlutlausrar sannleiksleitar — heldur til bar- áttu fyrir einni ofstækisfullri stjórnmálastefnu — brotnar hinn akademíski kvarði í spón. Háskól- inn verður einmitt það sem hann má aldrei verða — HLUTDRÆG- UR. Kvarðinn sem lagður er á menn og málefni verður þá fyrst og fremst sá, hvort til framdrátt- ar verði valdatöku ákveðinna stjórnmálaafla. Sama máli gegnir um virðingarvott mönnum sýnd- an, fé listamönnum veitt, aðstöðu til vísindaiðkana. Kvarðinn verður nú alls ekki sá, hvort menn eiga virðingarvott skilinn, fé til lista ellegar aðstöðu til vísindaiðkana, heldur hitt, hvort umsækjandinn vill þjóna undir þá sem óska að steypa því samfélagi er ól hann. Vertu ekki í vafa um hvar best er að versla HÍS6A6NABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 Hvaða háskóli? Þessa dagana gangast ýmsir menn ágætir fyrir samskotum til handa háskólanum. Var grínfugl- inn danski, Viktor Borge, meðal annars fenginn til að kitla hlát- urtaugar íslendinga í þágu stofn- unarinnar og þótti vel til fundið. Spurningin er þó, hvort honum hafi tekizt betur upp en háskólan- um, þegar sá síðarnefndi vandar sig. En að baki öllu gríni býr al- vara. Með leyfi, HVER er sá háskóli, sem nú er safnað til? HVER er sá háskóli, sem púkka á undir? HVER er tilgangur hans? Háskóli verður, mér vitanlega, ekki „uni- versitas" nema siðferðileg afstaða til akademískra verkefna og „for- dómalaus sannleiksleit" — eins og þetta er skýrt orðað — ráði ferð. Eða hví skyldu íslenzkir stúdentar skera upp herör fyrir háskólann við Vatnsmýrina? Við urðum vitni að því fyrir nokkrum árum, að rektor háskól- ans taldi rétt að segja af sér vegna all-sérstæðrar meðferðar á sjóð- um stofnunarinnar. Við höfum séð háskólann berjast harkalega gegn tjáningarfrelsi, jafnframt því sem prófessorar lýsa því yfir, opin- skátt, að þá bresti dómgreind á ný fræði. Við höfum heyrt háskóla- kennara lýsa því yfir, að við há- skólann afkasti menn ekki meiru en um hálfri ritgerð á ári hverju — og aðra nota sjálfan fullveldis- dag stúdenta til að lýsa því yfir, að þeir muni hafa siðferðishugsjónir háskóla að engu — vegna „æðri“ markmiða. Að auki höfum við heyrt háskólann beita þeim vopn- um sem hvergi leyfast við aka- demíska stofnun, rangfærslum, ósannindum, þagnarlygi og per- sónuníði. Og það sem mestu varðar: Engir þeirra háskólakennara, sem fyrir- litningu hafa á slíku atferli, hafa staðið upp frammi fyrir íslenzku þjóðinni og sagt OPINBERLEGA — Á PRENTI — og í heyranda hljóði - VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! Háskóli íslands. Hvað er það? Kinar Pálsson er skólastjóri Mála- skólans Mímis. Hann hefur stund- að rannsóknir á hugmyndafræði og trúarbrögðum fornaldar um 30 ára skeið. Eru rætur íslenskrar menn- ingar megin viðfangsefni hans. Hefur hann gefið út um það efni sex viðamiki/ rit. Létt sportleg sumarföt í úrvali íslensk spjör betrí kjör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.